9.1.2011 | 19:26
Árni Þór fór rangt með.
Á mannamáli heitir það að ljúga.
Og það vita það allir, um það er ekki deilt.
En það sem þessi greinargerð afhjúpar er sjúklegur veruleikaflótti íslenskra vinstrimanna.
Í blindri valdagræðgi og hatri gagnvart höfuðandstæðingi sínum í íslenskum stjórnmálum, Sjálfstæðisflokknum, þá hafa þeir gengið erinda siðblinds auðvalds, því versta sem hinn þrjúhundruð ára gamall kapítalismi hefur alið af sér.
Auðvalds sem hefur rústað íslenskum efnahag, og ætlar núna í rústum þess, að selja þjóð sína í skuldaþrældóm. ICEsave og lánapakki AGS, þetta er aðeins sitthvor rasskinnin á skrímsli sem í daga er að ræna þjóðir, skilur síðan skuldir sínar eftir hjá almenningi, svo öruggt er að allur afrakstur fólks fer í botnlausa hít auðmanna og auðfyrirtækja, sem eiga það sameiginlegt með ræningjabarónum lénstímans, að kunna ekki að græða á heilbrigðum rekstri.
Og með ránum sínum og rupli er aðeins auðnin sem dafnar í kringum þá.
Ránið á skatttekjum íslensku þjóðarinnar hefur því aðeins tekist vegna þess að það tókst að véla íslenska vinstrimenn til verksins. Þeir múlbinda verkalýðshreyfinguna, þeir múlbinda hina kjaftaglöðu stétt.
Þeirra snilld er að geta talið stuðningsfólki sínum í trú um að rán og þjófnaður á almannafé og almannaeigum, sé endurreisn og uppbygging.
Aðeins þeir geta fengið fólk til að trúa að hagvöxtur sé hafinn á Íslandi, rekinn áfram aukningu einkaneyslu. Sú einkaneysla á að vera tryggð með því að taka ráðstöfunarfé fólks til greiðslu á sýnarhækkun lána þess, og með stórauknum álögum og sköttum.
Drottningin í Undralandi er höfuðsmiður þessar aðferðafræði þversagnarinnar. En þeir sem trúðu voru reyndar allir í LSD vímu. Spurning hvað keyrir núverandi veruleikafirringu áfram??
Hvað fær fólk til að trúa ösnum en hundsa hámenntaða hagfræðinga??
Hvað fær fólk til að klappa upp greinarskrif mútuþega Baugs í blaðamannastétt sem taldir eru meiri menn þegar þeir hæðast af Lilju Mósesdóttir, kalla hana doktorinn í hagfræði???
Af hverju er það háð að virka??? Lilja er jú hámenntaður hagfræðingar og gagnrýni hennar rímar við það sem kennt er í kreppufræðum í dag.
Hvað veldur að stjórnmálafígúra eins og Dagur B Eggertsson fær að bulla í fréttatíma ríkisfjölmiðils, um rökstudda gagnrýni hámenntaðrar manneskju?? Er bull svar við rökum???
Já í Undralandi, en það er aðeins logískt þegar fólk er í ofskynjunarvímu.
Hvað veldur að þessi greinargerð Lilju og félaga fær enga efnislega umræðu, úttekt og krufningu??? Er það vegna þess að auðleppar eiga engin rök á móti????
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, hann kemur endalaust á óvart.
En það kemur ekki á óvart að Árni Þór fari rangt með.
Aðeins þannig uppfyllir hann draum sinn um völd og áhrif. Í hans huga er það aukaatrið þó þau völd séu fengin með því að vinna skítverkin fyrir auðvaldssvín, og þó það kosti þjóð hans sjálfstæði sitt og efnahag, þá hugsa menn eins og Árni Þór ekki slíkar hugsanir.
Þeir hafa bara rangt við til að hafa rétt fyrir sér.
Þeir eru jú að endurreisa land og þjóð.
Kveðja að austan.
Bregðast við málflutningi Árna Þórs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 586
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6317
- Frá upphafi: 1399485
Annað
- Innlit í dag: 501
- Innlit sl. viku: 5356
- Gestir í dag: 459
- IP-tölur í dag: 452
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli þetta sé ekki besta úttektin á þeirri stöðu sem þarna er komin upp?
Árni Gunnarsson, 9.1.2011 kl. 22:23
Takk Árni.
Það er róttæki þráðurinn í okkur sem fær okkur til að sjá hlutina með þessum hætti.
Líklegast er maður að lemja hausnum í stein, en alltí lagi meðan maður meiðir sig ekki að ráði, en vonin er alltaf að annað fólk með þennan þráð í sálu, sjái hlutina sömu augun.
Að það versta, af öllu því versta sem mannsskepnan hefur fundið upp, er ekki uppbygging og endurreisn, í það minnsta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2011 kl. 08:30
Já, peningaöflin hafa ærulausa stjórnmálamenn eins og ofanverðan lygara í vasanum, Ómar. Lilja hefur vit og þekkingu og það dylst engum viti bornum manni. En harðsvíraðir menn hlutsta ekki á vit og þekkingu, mundi eyðileggja skemmdarplönin þeirra og að ég tali nú ekki um EGO-ið og miklu sniðugra á láta Lilju bara líta út sem stelpu-kjána. Lilja hefur samt gert það rangt að mínum dómi að styðja stórhættulega stjórn.
Elle_, 10.1.2011 kl. 11:03
Blessuð Elle.
En af hverju gerir hún það???
Er ekki líklegast skýringin að ærlega deildin meti það svo, að skárra sé að stunda skæruliðastarfsemi innan stjórnar, en að vera áhrifalaus með öllu ef Hrunflokkarnir gengu aftur í heilagt hjónaband.
Við megum ekki gleyma að AGS planið var samið af ríkisstjórn Geirs Harde, og ekki er sjáanlegt neitt nema ást hjá íhaldinu út i það plan. Eins vill flokksforysta flokksins ESB aðlögun, hún vill borga ICEsave, hún studdi hin sögulegu svik við heimili landsins, svo hvað stendur eftir????
Kýrhausinn er flókinn mjög. Það er ekkert einfalt í þessum heimi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2011 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.