Geðsjúklingar.

 

Vilja loka sjúkrahúsum, láta bótaþega svelta, því þjóðinni vanti svo mikinn pening.

Og hún fær núna heila 19 milljarða frá illfyglum AGS.  Þessum sem kröfðust þess að fólk yrði boðið upp og hrakið af heimilum sínum.  Eitthvað sem ofsahrædd leppstjórn þeirra heyktist á þegar tunnurnar mættu á Austurvöll.

Á síðasta ári var vöruskipajöfnuður þjóðarinnar rúmir 100 milljarðar.

Þjóð með slíkan vöruskiptajöfnuð, þarf ekki að betla 19 milljarða frá AGS.  Og loka sjúkrahúsum og svelta fólk til að fá slíka smánarupphæð.

Þetta skilja allir, nema veruleikafirrt fólk.

Geðsjúklingar.

Væri ekki nær að útvega þessu veika fólki lækningu.

Og reka AGS úr landi.

Og nota síðan fjármuni þjóðarinnar til að hjálpa almenningi, ekki auðmennum og gjaldþrota fyrirtækjum þeirra.

Hvernig geta þessi rúmlega hundrað atkvæði auðmanna stjórnað þjóðinni????

Vissulega keyptu þeir þingflokk Samfylkingarinnar, og eiga helftina af þingflokki Sjálfstæðisflokksins, en það dugar ekki til.

Hver er afsökun ókeyptra manna að láta AGS setja allt hér á vonarvöl?????

Er einhver vírus að ganga????

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland á dagskrá IMF á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar - og þökk fyrir liðin ár, Austfirðingur mæti !

Ég benti þvergirðingnum; Sveini Rosenkranz Pálssyni, hrekklausum - og vel meinandi dreng, á grein þína, en hann er einn þeirra;; allt of mörgu, sem enn bera glýjur í augum, til þeirra Moldvörpu hjúa; Jóhönnu og Steingríms.

En; ætli hann kunni ekki að sannfærast, um okkar málafylgju, þá, innar dregur, eftir ný byrjuðu árinu.

Með kveðjum góðum; austur í fjörðu - sem oftar /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 20:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þökk sömu leiðis Óskar.

Er aðeins að stilla strengi fyrir ICEsave svikin hin síðustu.

Þegar þessi smáupphæð er skoðuð miðað þann glæp sem ætlaður var í fjárlögum þessa árs, að "spara" fjóra milljarða í heilbrigðiskerfinu, með því að reka um níu hundruð manns, og eyðileggja áratugauppbyggingu á sjúkrahúsaþjónustu landsbyggðarinnar, með þeim rökum að AGS setji þessi og hin viðmið um halla á ríkissjóði, þá er það jákvæðasta sem hægt er að segja um þann gjörning, að sjúkir menn komi að honum.

Það er ef maður trúir á hið góða í mannskepnunni.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 7.1.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Dexter Morgan

VANHÆF RÍKISSTJÓRN - VANHÆF RÍKISSTJÓRN - VANHÆF RÍKISSTJÓRN - VANHÆF RÍKISSTJÓRN - VANHÆF RÍKISSTJÓRN - ........................

Dexter Morgan, 7.1.2011 kl. 21:35

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Gallinn við vöruskiptajöfnuðinn er að við eigum ekki álverin og því kemur ekki nema þriðjungur af veltu álsölunnar inn í íslenskan efnahag.  kynntu þér viðskiptajöfnuðinn þá skýrist myndin, hún hefur verið neikvæð í fjöldamörg ár.  Fyrst nú er hún jákvæð og þá bara örfáar milljónir.

Kveðja

Andrés Kristjánsson, 7.1.2011 kl. 23:25

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svei mér þá Ómar minn, ég held að þessi hevítis heimskuvírus sé orðinn ansi þrálátur.

Gallinn við vírusa er víst sá, að það eru engin lyf sem drepa þá, þeir verða að hverfa af sjálfu sér.

Ég held nú samt að æðstu ráðamennirnir séu með krónískan vírus.

Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 23:40

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó mér hugnist ekki vel ofgnótt slagorða, þá tek mjög undir mál þitt Ómar, sem og Óskars Helga.   Já kannski er það vírus, en ég hélt að það væri baktería sem framleiddi njálg í heilanum.

En um einhvern dag hafði ég af því frétt, að fróðir menn í stjórn vísindum hefðu komist að þeirri niðurstöðu að sundrung og þar við bætt hæfilega prútt ofbeldi,  væri rétta leiðin til að ná endanlega að aga lýðinn.

Ekkert veit ég um þetta, en það fylgdi sögu, að það afbrigði sem hér nærðist á hlýðni og umburðarlyndi, væri afbrigði af flugu sem borðaði að framan og skiti að aftan.  Þar sem ég er lítt flugu fróður, þá þarf ég frekari skýringar til að skilja fyrirbærið.

En í einfeldni minni þá datt mér í hug að padda þessi borðaði gagn að framan og skiti svo hælum.  Hælar eru sagðir mjög þarfir í tjaldbúðum, en ef vindar þá hef ég reynslu af því að hælar úr skít, jafnvel frosnum hrossaskít duga illa.  

Hrólfur Þ Hraundal, 8.1.2011 kl. 00:26

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið ofsalega er ég ánægð með þig Ómar! Þú segir hlutina umbúðalaust. Ég vona að rödd þín rjúfi bæði jörðina undir - og himininn yfir þessum landráðamönnum sem selja þjóð sína og fósturjörð slíkum illfyglum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er!

Ég hef talað mjög fyrir því að undanförnu að þjóðinni sé gefið fri frá þessari spilltu stjórnmálastétt og stjórnmálaflokkarnir noti fríið til innri endurskoðunar. Leiðin sem ég hef talað fyrir er þessi: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2011 kl. 01:30

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Skoðaði leiðina og skráði mig,fann enga dagsetningu(hvenær þessi áskorun fór af stað),en býst við að hún sé nokkuð nýleg.  Já Ómar talar enga tæpitungu,gott að skynja hug ykkar og baráttu gegn landráðaöflunum.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2011 kl. 03:32

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 DIVIDE AND RULE !!

"Government is more easily maintained if fractions are set against each other, and not allowed to unite against the ruler. A common maxim (in Latin divide et impera, in German entzwei und gebiete), it should not (pace quot. 1732) be laid at the door of the Italian political philosopher Niccolò Machiavelli (1469-1527), who in fact denounced this principle. Cf. [1588 tr. M. Hurault's Discourse upon Present State of France 44] It hath been alwaies her [Catherine de Medici's] custome, to set in France, one against an other, that in the meane while shee might rule in these diuisions"

Read more:
http://www.answers.com/topic/divide-and-rule#ixzz1AR1ILzOb 

Datt svona í hug að "pósta" þessu hér vegna innslags Hrólfs, ég hef nefnt þetta áður að margt af því sem stjórnvöld eru að gera  og hafa gert, er einmitt þetta, tína til allskonar mál sem vitað er að fólk verður ósammála um og missir sjón á því sem máli skiftir á meðan verið er að þjarka um þetta allt.

Allavega kemur mér engin önnur skýring í hug hvað varðar þá sem verja þessa árás á velferð fólks eingöngu til að borga óráðsíu fjárglæframanna sem fengu að ráðskast með auðæfi þjóðarinnar án ábyrgðar, þeir sjá einfaldlega ekki skóginn fyrir trjám.

Nefni sem eitt dæmi hvernig þeim tókst (glópalán heimskingjans) að gera atlöguna að sjúkrahúsunum að hrepparíg milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, sem er auðvitað út í hött, þjóð er ein heild, líkami, ef einhversstaðar er eitthvað að, þjáist allur líkaminn.

Kannsi vegatollurinn sé næsta útspil í þessu ?

Enn þökk sé fólki eins og "Ómari hinum mæta Austfirðing" og þeim sem dreifa innleggjum hans, höfum við möguleikann á að vona að augu þeirra opnist og breiðfylking þjóðar sem segir hingað og ekki lengra, komi vitinu fyrir (lækni af vírusnum) þessa "sjúku" ráðamenn landsins.

Takk fyrir flott innlegg eins og við mátti búast Ómar og Gleðilegt Ár til þín og annarra sem líta hér við.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 8.1.2011 kl. 09:54

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég verð nú að hjálpa þér að laga annars ágæta grein Ómar og ég skil nákvæmlega það sem þú meinar. Geðveiki er ekki rétta orðið og það er niðurlægjandi fyrir þá sem eru "bara" geðveikir að þeim sé ruglað saman við þessa óþokka sem stjórna fjárhag heimsins. það er til hrein mannvonska, græðgi og valdafíkn. Það er ekkert í ætt við geðveiki sem er fólk sem er veikt á geði og gæti orðið betra.

Mannvonsku og græðgi á ákveðnu stigi er ekkert hægt að lækna. Það er ekki hægt að rökræða við fólk sem er haldið þessum kvilla. Þeir geta verið kurteisir á yfirborðinu og jafnvel haldið á biðlíu í annari hendi og skotið mann með hinni, samtímis. Þetta er manngerð sem hefur alltaf verið til, enn þegar hún kemst til valda er fólk komið með fjandan sjálfan á hælanna.

Að sundra til að sameina eftir sýnu höfði er engin ný aðferð eða flókinn. Enn það fer oft framhjá fólki hvað stórar og miklar breytingar hjá löndum sem telja það sjálfsagt mál að ráða yfir öðrum ríkju þó það geti ekki stjórnað eigin landi. Auðvitað er það USA sem ég meina.

Að yfirleitt tala við AGS er þekkingarleysi og það sem er hættulegast, meðvitundarleysi íslenskra ráðamanna.

Það er komin reynsla á núverandi ráðamenn að þeir séu ekki starfi sínu vaxin, og í guðana bænum fari nú fólk að hætta þessu bulli um stjórnmálaflokka. Engir flokkar og pólitík mun laga ástandið. Eingöngu heilbrigð skynsemi og umhyggja fyrir fjöldann. Meðan glæpagengi vaða upp í líki banka, yfirstéttar og allskonar ranghugmynda sem hafa verið látin líðast í þúsundir ár, verðir engin breyting.

Fólk þarf að velja foringja sem það getur haft eftirlit með og gripið strax inn í málin. Ekki þetta útjaskaða hugtak um að treysta hinum og þessum.

Ég þekki persónulega fólk sem situr í fangelsum fyrir allskonar brot sem er að öllu leyti hæfara fólk og minni egoistar en fremstu ráðamenn Íslands.

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 14:04

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þetta er orðið talsvert mikið notað máltæki, þú ert geðveikur. Það kyppa sér fáir upp við það lengur.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2011 kl. 15:18

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Þessi pistill fór alveg óvart út í loftið, ég var eiginlega ekkert að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar í gær, datt aðeins fyrir tilviljun inná vef Evrópusamtakanna, þar sem ég las kostulega grein eftir málaliðann númer eitt í fjölmiðlastétt.  Veruleikafirring hans að setja ofaní doktor í hagfræði með háðglósum, er í þeim hæðum, að hún er sjúkleg.  Það er ef hún er þessa heims en ekki á sviði andanna eins og álfatrú eða geimverufræði.

Svo kom þessi litla frétt um 160 dollarana, og búmm, þessi pistill fór í loftið, alveg óvart eins og áður sagði.

En þar sem hann hefur fengið ágætis umræðu þá ætla ég að spjalla í nokkrum innslögum hér á eftir, svona til dýpkunar samkvæmt hefð hússins.  Slæ sumum saman, annað kveikti aðeins meira á hugrenningartengslum, eins og gengur og gerist.

En annars takk fyrir hlý orð, vil taka fram að síðan er ekki dauð, þó lítið virk sé í augnablikinu, ICESave svikin hin síðustu eru ennþá óafgreidd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2011 kl. 16:26

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðar stöllur Helga og Rakel.

Allar hugmyndir sem eru til þess fallnar að rjúfa kyrrstöðuna, eru af hinu góða.  Ég hef aðeins þær efasemdir um skipun slíkrar stjórnar, svona í ljósi þess að stuðningur við landráð er næstum alfarið í röðum hinna talandi stétta.  Mér vitanlega hefur enginn málsmetandi maður, fyrir utan nokkra ellismelli í lögfræðingastétt, talað gegn ICEsave.

Og ekki sé ég marga sem styðja Lilju í andófi hennar gegn AGS.  Þó er hún að vitna í "viðurkennd" sannindi akademíunnar um kreppuúrræði, sannindi sem stjórna til dæmis gjörðum eins hæfasta hagfræðing heims á þessu sviði, Ben Bernakes seðlabankastjóra Bandaríkjanna.

Lilja var til dæmis að benda á í dag að heimskan sem samþykkt var af ríkisstjórnin núna á dögunum, og fjallaði um framtíðarsýn hennar í efnahagsmálum, að hún var þrautreynd á kreppuárunum, og það þurfti styrjöld til að rjúfa þá kyrrstöðu.

En það er eins og allir aðrir séu ennþá að lesa Fjölni og séu alveg ósnortnir af nútímanum, líka því sem viðkemur hagsögu og hagstjórn.

Með öðrum orðum þá tel ég vanda þjóðarinnar vera hugmyndafræðilegan, og fáir vilja heyja það stríð sem þarf til að þoka málum áfram.

Það fáir að ég sé þá ekki manna ríkisstjórn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2011 kl. 16:37

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón, ekki fæ ég séð að þessi vírus geri mannamun, allavega ekki flokkamun.  Stuðningurinn við heimskuráð AGS er mjög víðtækur, og fyrir honum ríflegur meirihluti á Alþingi.

Jafnvel þó þessi heimskuráð séu langt komin með að útrýma Lettneska hagkerfinu, og hvað okkur varðar að hneppa okkur í lífstíðarskuldaþrældóm, þá er fólk eins og Lilja með stimpil öfga og sérvisku.  Skiptir engu þó hún hafi fræðin og hagsöguna með sér, hún er samt hálfgert eyland hér á okkar kalda klaka.

Er þetta ekki frekar spurning um bólusetningu???

Hrólfur, ef þú ert að leita að slagorðum, þá er þau ekki hér að finna.  Nema að þú kallir það slagorð að lemja á AGS og ICEsave.  En þó ekki sé hægt að rökstyðja allt, alltaf í öllum pistlum sökum þeirrar einfaldrar staðreyndar, að þá læsi þá enginn, þá hefur allt sem hér er slegið fram verið rökstutt, í fyrri pistlum.  Og sé vegið af þeim röksemdum í athugasemdum, þá er því svarað eftir föngum og tíma, yfirleitt í allítarlegum máli eins og fastir lesendur þessarar síðu þekkja mætavel.

Og já, skíthælar duga illa, um það er ekki deilt af siðuðu fólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2011 kl. 16:46

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Arnórson.

Bæði siðblinda og veruleikafirring flokkast undir geðsjúkdóma.  Ber enga ábyrgð á þeirri flokkun eða því hvernig þessir geðsjúkdómar eru skilgreindir.  Vissulega er það leitt fyrir heiðarlega veikt fólk, til dæmis þá sem eru það veruleikafirrtir að telja sig Napóleon og ganga með aðra höndina undir jakkafaldinum, að þurfa að flokkast með því veruleikafirrta fólki sem er langt komið með að eyðileggja samfélag okkar, þá er það bara þannig.

Vissulega má deila um hvort um hreina illmennsku sé að ræða, en ég læt fólk njóta vafans eins og benti nafna þínum á enda bæði friðsamur og hallur undir miðjumoð.  Tel að það sé röng hugmyndafræði í bland við valdagræðgi sem reki menn áfram.

En það breytir því ekki að gjörðir þeirra eru illar, og það er löngu tími til kominn að segja hlutina hreint út.   Ekkert heilbrigt fólk fylgir ráðum AGS.

Og eins og þú bendir réttilega á, þá eru hlutirnir ekki svo flóknir, það þarf heilbrigða skynsemi og umhyggju fyrir fjöldanum, og vilja til að glíma við eyðingaröfl siðlausrar græðgi og mannvonsku.

Ekkert flókið við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2011 kl. 17:27

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Andrés.

Verð að játa að ég skildi ekki innlegg þitt.  Veit ekki hvort þú með útúrsnúningi varst að mæla skuldaþrælkun þjóðarinnar bót, eða hvort þú vildir tjá mér af öllum útnárabúum, að þú kynnir ýmislegt fyrir þér í þjóðhagfræði.

Þjóð sem skuldar, hún þarf að treysta á jákvæðan vöruskipajöfnuð.  Eða endurfjármögnun.  Nú er tvennt ljóst, við fórum á hausinn með bankakerfi okkar haustið 2008, og því ekki líklegt að þeir sem töpuðu stórfé á því hruni, að þeir vilji nýlána okkur svo við getum áfram haldið að eyða um efni fram.  Hitt sem er ljóst að allar hagtölu fyrir 2008 koma málum ekki við.

Núverandi vöruskiptajöfnuður er forsenda endurgreiðslu okkar á erlendum skuldum.  Nái hann að dekka þjónustujöfnuðinn, þá er varla hægt að tala um bráðavanda.

Dugi hann ekki, þá er ljóst að skuldir þarf að endurfjármagna og lengja í lánum.

En enginn vandi leysist með skammtímalánum AGS.  Svo augljóst að jafnvel vanvitar fatta það.

Þeir sem mæla þeim skuldapytti bót, það er fólk sem gætir annarlega hagsmuna, ekki þjóðarhagsmuna.

Það er fólkið sem kom  þessari þjóð á hausinn, með bæði gjörðum sínum, og ekki hvað síst með "ekki" gjörðum sínum, og hefur margsannað heimsku sína og getuleysi.

Þess tími er liðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2011 kl. 17:41

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Gleðilegt ár Kristján.

Að deila og drottna er gömul taktík og ný hjá þeim sem hafa ekki afl til beinnar kúgunar.  Og þurfa því að treysta á grunnhyggni fórnarlamba sinna.

Og það hefur bara gengið ágætlega hjá leppum AGS fram að þessu.

Flottast fannst mér taktíkin gegn okkur landsbyggðarlúðum (hljótum að vera lúðar fyrst að herbragðið tókst) þegar eyðilegging heilbrigðisþjónustu okkar var skipulögð.  Allt gert brjálað, mönnum leyft að blása, síðan slegið af, og aftakan útfærð á 2-3 árum, og allir ánægðir.

Machivelli hefði verið mjög stoltur ef hann hefði lifað, þetta kallar maður stjórnvisku.

Sýnist að hún sé líka að virka í ICEsave svikunum, flokkshestar íhaldsins eru að skipta um gír, hægt og rólega.  Hvort það dugi á eitilharða andstöðu grasrótarinnar, veit ég ekki.  En aum voru svikin í málefnum heimilanna, og kokgleypt af grasrótinni.

En Styrmir og Davíð eru öflugir, en ef þeir bila, þá er stríðið tapað.  Því þjóðin er núna eins og Arinbjörn benti réttilega á, á útsölu í kringlum þessa lands.  Engan stuðnings að vænta frá henni.

Vonum samt það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2011 kl. 17:49

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Ómar! Siðblinda og veruleikafirring eru EKKI geðsjúkdómar. Það væri þá lítið af fólki í fangelsunum og mikið á geðveikrahælum. Fólki kanski finnst það geðveikt sem sumt fólk gerir, enn það er það ekki samkvæmt réttum skilningi þess orðs.

Valdagræðgi, peningafíkn og "satus" keppninn er að kollvarpa nútímasamfélugum um allan "hin siðmenntaða heim" sem kom sín í ljós að að var ekki svo siðmenntaður. Verleikafirring er mjög gott orð, einnig græðgi og valdafíkn. Veruleikafirring er afurð af valdagræðgi, peningafíkn og "að vera eitthvað" keppninni sem er allt að drepa í dag.

Mér finnst þú góður að vilja segja hlutina hreint út, upp á borðið með stöðunna eins og hún er og hætta þessum eilífu fundarhöldum um hvernig hún ætti að vera og hverjum það er að kenna. Eltingaleikur við skuldaskessur eingöngu, er eklki nóg. Menn þurfa að vita hvað á að gera.

Mín hugmynd er að taka raunverulega veikt fólk úr Ríkisstjórn og embættismannakerfi. Veikt fólk eru þeir sem úða í sig róandi lyfjum, svefnpillum dagin út og dagin inn, fullkomnlega lögleg að sjálfsögðu. Aukaverkanirnar eru slæm dómgreind, veruleikafirring, egoismi og skrípaleikur framan í alþjóð sem þarf að stoppa.

Þetta er að sjálfsögðu viðkvæmt mál og hálf ósynilegt þeim sem ekki kunna. Það er bara hægt að skammast sín fyrir íslenska ráðamenn í dag sem vita af þessu vandamáli, öllum gloríum sem hafa komið upp og þeirra sem þeigja sem fastast, því þetta er svo persónulegt.

Engin vill oppna þetta "pandórubox" og sleppa helvítinnu lausu...enn það gæti bara batnað að sjálfsögðu. Það yrðu smá læti fyrst, og svo myndi fólk skilja þetta betur og þeir sem vita upp á sig skömmina myndu snauta sér í burtu frá ráðandi embættismannakerfi.

Svo má ekki nefna nein nöfn, því þá er maður tekin upp á rasgatinu af þessu sama fólki. Og allt löglegt. Hrikalegt að horfa á þetta rugl...kalla þessi lyfjatripp sín fyrir pólitík ofan á alltsaman, er bara að hæðast að fólki...

Það gengur ekki upp að það sé í lagi að hafa fólk við stjórn og í embættismannakerfi landsins, sem ekki ætti að fá að hafa bílpróf.

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 17:53

19 Smámynd: Elle_

Ómar og Óskar: Deilt hefur verið um hvort siðblindur maður (psychopath, sociopath) er geðveikur eða ekki:

Psychopath -a person with a personality disorder indicated by a pattern of lying, exploitativeness, heedlessness, arrogance, sexual promiscuity, low self-control, and lack of empathy and remorse.

Psychopaths - although there is considerable debate about whether 'psychopath' is an authentic psychiatric disorder it is typically classified under 'personality disorder'.

Psychopathic - suffering from an undiagnosed mental disorder.

Psychopathy is a personality disorder characterized by an abnormal lack of empathy combined with abnormally immoral conduct despite an ability to appear normal. 

Sociopath - someone with a sociopathic personality; a person with an antisocial personality disorder (`psychopath' was once widely used but has now been superseded by `sociopath').

Og hvað er veruleikafirrtur maður í orðsins fyllstu merkingu?  Gæti hann ekki verið geðveikur?    

Elle_, 8.1.2011 kl. 19:49

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Orðið "psykapati" var búið til í Rúslandi fyrir kapitalista í gamla daga. Voru þeir teknir inn á geðveikrahæli og "læknaðir" þar til þeir voru orðnir "góðir kommúnistar" aftur. Oftast slefandi og ósjálfbjarga eftir raflost og lyfjameðferðir. Síðan var það tekið upp í geðlæknisfræðinni á vesturlöndum.

Það eru margir psykopatar geðveikir og margir alls ekki. Þeir sem ekki eru geðveikir sækjast í völd, peninga og hár stöður. Þeir eru oftast með mjög brenglaða mynd af sjálfum sér sem persónu og reyna að fylla upp í tómarúmið með ofbeldi, yfirgangi og ógnarstjórn allt eftir því hvar þeir eru staddir í þjóðfélaginu.

Þeir sjá engan mun á sannleika og lygi og eru líkastir ConArtist enn samt er smá munur þar á. Þeir eru ekki geðveikir samkvæmt réttspraxis. Þeir ættu samt að vera það og þá væru íslendingar með allt öðruvísi Ríkisstjórn ef það væri málið...

Óskar Arnórsson, 8.1.2011 kl. 21:50

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Það er mikill misskilningur að allir á geðspítölum séu veikir eins og við skynjum að veikt fólk er.  Margur hefur endað þar vegna skilgreiningar lækna, sem og hitt að samfélagið eða fjölskyldan hefur viljað losna við nærveru þeirra.

Hvenær er maður veikur og hvenær ekki, margir baksjúklingar eru öryrkjar, en samt ekki nema lítið brot af þeim sem glíma við bakverki eða baksjúkdóma.

Er fólk veikt þegar það er á spítölum, en ekki veikt þegar það er með sama sjúkdóm en ekki á spítölum??

Til að svara þessum spurningum, þá eru sjúkdómar skilgreindir, og bæði veruleikafirring og siðblinda eru skilgreind sem sjúkdómar í geðlæknisfræðum.  Þetta er frávik frá norminu sem er ekki eðlilegt.

Einhvern daginn munu menn til dæmis uppgötva brenglun á einhverju eggjahvítuefni sem útskýrir siðblindu.  Við það munu nýir tímar renna upp, því siðblindingjar móta mjög það umhverfi sem við lifum í, þeir ræna okkur, níðast á okkur, selja börnum okkar eiturlyf, og valda ómældum þjáningum með styrjaldarbrölti sínu.

Og í dag bera þeir meginábyrgð þess að stór hluti mannkyns líður skort og fátækt, núna þegar tæki og tól til að útrýma slíku, eru til staðar.  

En það eru ekki rök í málinu að benda á að ef þetta væri sjúkdómur, þá væru öll hæli full, en fátt fyrir utan.  Reyndar er siðblinda ekki mjög algeng, en veruleikafirring er útbreidd líkt og fælni og þunglyndi.  Ætli við flest höfum ekki fengið snert af henni, líkt og hinum kvillunum tveimur.

Munurinn á þeim sem lenda á hæli og okkur hinum, felst í einu orði, "sjúklegur".  Það er sjúklegt þunglyndi, eða sjúkleg fælni sem kemur manni á Klepp.  Og þú endar á Kleppi ef þú þykist vera Napóleon, en það er gilt norm að þykjast vera Presley.,

Sem kemur aftur af öðru, það er misjafnt milli tímabila, og misjafnt milli samfélaga hvað er álitið sjúklegt og hvað ekki.

Sykopathar sem vinna hjá AGS, eru almennt virtir, þó þeir valdi ómældum þjáningum.  Þeir sem sýna mikinn áhuga á dýramisþyrmingum og eldspýtum á unga aldri, þeir enda oft á hæli, áður en þeir ná til að valda miklu tjóni.

Þetta er líka stéttarlegt.  

Siðblint yfirstéttarfólk í Englandi og Bandaríkjunum, á árum áður, það var líklegra til að vera grafið á næsta hæli, þegar hegðun þess var ekki lengur falin, en fátæklingar enduðu frekar í grjótinu eða gálganum.  Þekkt þema úr enskum rómönum og sögulegum kvikmyndum.

Og í Bandaríkjunum í dag er mun líklegra að finna fátækan geðsjúkling á götunni eða í fangelsi, en á hæli.  Þeir auðugu geta keypt sér hælisvist, enda nóg til af einkareknum geðsjúkrastofnunum.

Það er misjafn siður í hverju landi.

Og ég ætla áskilja mér rétt að kalla fólk sem telur sig hafa rétt til að gera öðru fólki illt í nafni hagfræðinnar, geðsjúklinga.  Sætti heiðarlega veikt fólk sig ekki við slíka orðanotkun, þá verður að breyta heiti á sínum sjúkdómi, líkt og gert var með þroskaskert fólk, eða misþroska eða hvað sem það kallast í dag, allavega ekki vanvitar eins og lögin frá sjötíu og eitthvað kallar það.

Rétthugsun getur ekki eyðilagt tungumál okkar, það er bara þannig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2011 kl. 15:53

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála Ómar! Þegar maður talar um fólk í mikilvægum embættum sem geggjaða eða klikkaða, fer maður frá "norminu" þó þeir séu raunverulega geggjaðastir af öllum. Og þá meina ég fólk sem er valið til að stjórna öllu landinu með einhverju viti. Alla vega, er það sorglegt hvernig er fari' með geðveika og lasna yfirleitt. 

Enn athyglisvert þetta með eggjahvítuefni, eða eitthvað efni í heilan, sem vantar í siðblinda. Það fannst lausn á siðblindu árið 1969. Aðferð sem er mest notað á mjög veika fíkniefnaneyendur virkar gegn siðblindu. Aðferðin heitir Ibogain. 

Óskar Arnórsson, 10.1.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 521
  • Sl. sólarhring: 674
  • Sl. viku: 6252
  • Frá upphafi: 1399420

Annað

  • Innlit í dag: 442
  • Innlit sl. viku: 5297
  • Gestir í dag: 406
  • IP-tölur í dag: 399

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband