Tímaglas þjóðarinnar er að renna út.

 

Og það er ekki vegna hinna nýju ICEsave svika.  Það er ekki vegna þess að ríkisstjórninni tókst ekki að gera orkufyrirtæki okkar endanlega gjaldþrota með nýjum risaorkuveraframkvæmdum.

Það er vegna þess að við ætlum að láta Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að koma Hrunskuldum auðmanna yfir á almenning.

 

Rökin eru margvísleg, en öll ættuð út tunnu hinnar botnlaus heimsku.  Þau hundsa efnahagslegar staðreyndir, þau hundsa þann samfélagssáttmála að fólk aðstoði hvort annað á neyðarstundu, þau hundsa sjálfa mennskuna.

 

Skynsamt fólk hefur varað við afleiðingum þess að láta síngirni og smásálarhátt móta framtíð þjóðarinnar, að það hugarfar, "til hvers á ég að leggja eitthvað á mig til að hjálpa öðrum??"sé ávísun á ólgu og ringulreið þegar fram í sækir, í samfélagi þar sem enginn treystir öðrum og allir reyni að skara eld að sinni köku.

Með þeim afleiðingum að samfélagið leysist upp.

 

Ég las meitlaðan texta í jólabók minni, Morgun Engill eftir  Árna Þórarinsson, samfélagsskáld.  Og hann var það sannur og tjáð hugsanir mínar það vel, að ég vil deila honum á bloggi mínu.  Orðin eru mælt af einum af máttarstólpa þjóðarinnar, honum ÓlaGísla varðstjóra á Akureyri, persóna sem sameinar það trausta sem maður upplifir svo víða hjá íslensku kjarnafólki.

 

"Getum við treyst og borið virðingu fyrir slíku liði??

Venjulegt fólk er elt uppi fyrir að skulda bíla eða hús en þeir sem valdið hafa þjóðinni tjóni upp á hundruð, ef ekki þúsundir milljarða, fá það afskrifað og spóka sig glaðbeittir með þýfið, margir flúnir til útlanda og byrjaðir að maka krókinn að nýju. Um þá er slegin skjaldborg stjórnvalda, banka og lögfræðinga á meðan almennir borgarar eru í sjálfheldu. Þjóðfélagi, sem hefur látið þetta gerast og leyfir því að gerast áfram, er varla viðbjargandi.

Er þetta eitthvað sem ungt og efnilegt fólk þráir að búa og vinna við????".

 

Og ef við látum þetta gerast, að hið Nýja Ísland sé land þar sem venjulegt fólk er hundelt af handrukkurum kerfisins, þess sama kerfis sem kom okkur á hausinn, þá mun eitthvað bresta í þjóðarsálinni.  Hið Nýja Ísland mun vera andleg auðn.

 

"Verst er, ef hið glæpsamlega hugarfar festir rætur með okkur sjálfum. Siðleysið, mannfyrirlitningin, ábyrgðarleysi og veruleikafirring eru eins og veirusjúkdómar sem smitar allt þjóðlífið. Lögbrot verða partur af sjálfsbjargarviðleitni.

Og börnin eignast foreldra sem hatast út í allt og alla."

 

Þetta Wasteland mun engin þjóð þola.  Og það fer hver að verða síðastur að forða því.

 

Þegar rökþrota smásálir eiga engin rök eftir, þá segja þau aðeins, "Verðtryggingin er lög, það er í gildi samningur sem þarf að virða".

 

Eins og einhver lög séu æðri sjálfri velferð og framtíð þjóðarinnar.

 

Og um það er ekki deilt lengur, þessar deilur voru útkljáðar á 18. öld.  Þá voru orð sett á blað sem kváðu á um að ef lög gengu gegn almannaheill, þá yrði lögin að víkja, ekki réttur eða hagur almennings. 

Svona var þetta orðað 1776 í Virginíu, þar sem frjálsir menn settu rétt sinn á blað.

 

"Að allir menn eru í eðli sínu jafnfrjálsir og sjálfstæðir og hljóta að erfðum ákveðin réttindi sem þeir mega ekki, þegar þeir komast í valdastöður í þjóðfélaginu, á nokkurn hátt, með nokkrum samningum, svipta afkomendur sína; nánar tiltekið að njóta lífs og frelsis með því að öðlast eignir og halda þeim og leita eftir og finna hamingju og öryggi".

 

Engin valdamaður hefur rétt til að svipta fólki lífi eða frelsi, svipta því réttindum til mannsæmandi lífs, að finna hamingju og öryggi.

Reynist lög ranglát, eða vinna gegn markmiðum sínum, þá víkja lögin, réttindi fólks eru alltaf æðri.

 

Lögin um verðtryggingu voru sett til að tryggja stöðugleika og jafnvægi í efnahagslífinu, ásamt því að viðhalda verðgild peningaeigna.  Eftir sannarlega aðför stjórnvalda og auðmanna að þessum stöðugleika og jafnvægi, þá hrundi gjaldmiðill okkar, verðmæti gufuðu upp því kaupmáttur verðtryggðu krónunnar var falskur, byggður upp með lántökum.  

Það voru engar efnislegar forsendur þar að baki.  

 

Lögin um verðtryggingu gera ekkert annað en að reyna að halda í það sem ekki er til.   Og það sem ekki er til, það verður ekki varið með verðtryggingu.  Eða neinum öðrum  ráðum. 

En verðtrygging eftir bankahrun rænir fólk og fyrirtæki því eigin fé sem það átti fyrir Hrun.  Á móti lækkandi eignarverði kemur reiknuð hækkun á skuldum.

 

 

Og daginn sem fólk sættir sig ekki við þetta rán, þá eru forsendur hinna peningalegu eigna brostnar.  Því pappírseignir, pappírsveð eru einskis virði ef enginn er tilbúinn að greiða af skuldum sínum.

En í millitíðinni mun fólk neyta allra ráða til að bæta stöðu sína, það mun þrýsta upp kaupgjaldi, sem aftur þrýstir upp verðbólgunni, sem aftur hækkar skuldir, óstöðugleiki sem er bein ávísun á nýtt Hrun, sem verður þjóðinni ofviða.

 

Markmið verðtryggingarinnar snúast í andhverfu sina.

 

Og þau bönd sem hnýta þjóðina saman, brostin.

Gjaldið við að halda í ranglát lög, er þjóðarsundrung, þjóðargjaldþrot.

 

Er það sú framtíð sem við viljum börnum okkar????

Er manndómur okkar og metnaður virkilega ekki meiri en þetta?????

 

Ef ekki, þá er stuttur tími til stefnu, við höfum ekki efni á þessu þrasi.  Við þurfum að afnema ranglát lög, við þurfum að sameina þjóðina.

Tímaglasið er að renna út.

 

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er það flottasta og sannasta blogg sem ég hef lesið lengi! Það er þegar farið að dreifa sér víða um Fésbókina:-)

Hafðu kærar þakkir fyrir skrifin. Mig langar til að nota tækifærið til að þakka þér sérstaklega fyrir skrif þín á árinu og óska þér og okkur hinum uppskeru á nýju ári!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.12.2010 kl. 01:50

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Rakel, hafðu kærar þakkir fyrir þrautseigjuna, bloggin þín eru alltaf áhugaverð.  Ég nenni sjaldnast að skrifa athugasemdir.  En takk fyrir gamla árið og vonandi verður nýja árið betra fyrir okkur almenning...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2010 kl. 02:02

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Rakel, megi óskir þínar um uppskeru þjóðarinnar rætast.

Mér þykir vænt um þessi orð þín.

Þessi pistill hefur lengi kallað á mig, en hann er flókinn, að reyna segja það sem segja þarf, í svo ekki alltof löngu máli, og á þann hátt að sálin á bak við hann skiljist.

Og með andann kulnaðan, glóðina í keri frá næsta bæ, engin vissa að hún kveiki elda og bál sem reka svona pistla áfram.

Hafi þetta heppnast, þá er þökkin Árna Þórarinssonar, hann er betri en enginn í þjóðfélagsrýni sinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 02:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jóna Kolbrún.

Það er okkar að tryggja betra nýtt ár.

Ekki flókið, það þarf trú á eitthvað betra, og vilja til að gera það sem gera þarf.

Þetta með viljann er steinninn sem allir tala um.

Kveðja og gleðilegt nýtt ár.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 02:20

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég heyri fiðlurnar, og tárin streyma. Enn sorglegt... Fólki þótti það sjálfsagður hlutur þegar eignir þeirra hækkuðu stöðugt í verði. Nú þegar sannleikurinn er kominn í ljós, að eignirnar voru aldrei jafn verðmætar og blessað fólkið hélt, þá renna tárin. Hvenær ætlar fólki að skiljast að tilgangur lífsins er ekki að eltast við peninga og að eiga stærri flatskjá en Ómar í næsta húsi?

Megi þjóðin uppskera að sjá æðri tilgang með tilveru sinni en að safna peningum.

Hörður Þórðarson, 31.12.2010 kl. 03:50

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

þetta er besta úttekt á pólitík dagsins sem ég hef séð. Og dapurleg er hún.

Þakka þér fyrir gamla árið Ómar.

Gleðilegt nýár!

Árni Gunnarsson, 31.12.2010 kl. 11:22

7 identicon

Hafðu þakkir ávallt fyrir góða pistla. Þessi er með þeim bestu og ætti að senda sem nýársgjöf á þetta handónýta fólk sem þykist vera að setja hér á "velferðarstjórn" þegar hún er ekkert annað en handbendi auðmanna og spilltra stjórnmalaafla. Megi nýja árið gefa okkur öllum þá gæfu að koma hér á manneskjulegra þjóðféalgi þar sem virðing og réttlæti fyrir einstaklingum og fjöldskyldum er á hávegi haft. Gleðilegt nýtt ár.

Kveðja Sigurður.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 11:36

8 identicon

Takk enn og aftur Ómar fyrir þennan góða pistil þinn, og að venju mun ég deila honum sem viðast. Gleðilegt ár til þín og fjöldkyldu þinnar og megi nýjar árið vonandi færa okkur eitthvað skemmtilgera að skrifa um.......... ég veit það er hámark bjartsýninnar en ég svona samt..

(IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 12:43

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála Árna! Reyna að dreifa þessu sem víðast.

Ævar Rafn Kjartansson, 31.12.2010 kl. 12:58

10 identicon

Fín grein hjá þér Sannleikurinn er ekki glæsilegur.

Olafur (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 13:28

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Magnaður og megi þú eiga þakkir fyrir þetta innlegg þitt! Gefumst ekki upp berjumst fyrir réttlæti og lýðræði kveðja að norðan.

Sigurður Haraldsson, 31.12.2010 kl. 15:26

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar.

Eitt sem ég að alveg að verða sannfærður um er þetta: fólki er slétt sama svo lengi sem það kemst í Kringluna, Smáralind og Glerártorg og stöku útsala fari fram.

Farðu nú að koma á fésið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.12.2010 kl. 15:44

13 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! ég lofaði krítík og hana skaltu fá, ekki bara er þetta frábært í öllum sínum einfalda sannleik, þetta eru einnig mínar hugsanir settar í þín orð og veit að við erum ekki einir, en set þetta á mína FB síðu, einnig aðra þar sem ég veit að yfir 5000 íslendingar hafa aðgang (margir brottfluttir).

Njóttu dagsins og kvöldsins félagi.

Gleðilegt ár og takk fyrir samskiftin á því liðna

Heyrumst á nýju ári :)

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 31.12.2010 kl. 18:46

14 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Bingó,þarna hittir þú á pistil sem segir allt um hvað er að gerast.Ég tek undir að eftir ekki svo langan tíma verður ekki einusinni vonin eftir,og þá þarf ekki að spyrja hvað gerist heldur hvenær það gerist.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.12.2010 kl. 22:25

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Og jákvæð orð og hvatningu. Ég var að hlusta á forsætisráðherra áðan, hennar tónn var annar, og ekki nema gott um það að segja.  Ég vona að hún hafi rétt fyrir sér, en þessi pistill hjá mér sé hluti af nútímatónverki með englasöng og fiðlugóli undir.

Samt hræddur um ekki.

Kristján, ég hafði rétt fyrir mér eins og oft áður, sannur pistill fær góða gagnrýni.  En hafi annað tekist vel til, þá eiga þeir Óskar Helgi og Loftur miklar þakkir fyrir.  Spjall við þá hélt síðustu glóðunum lifandi, og það töts að ég gat byrjað á fyrstu setningunum.  Hafði hreinlega ekki hugmynd um hvernig ég ætlaði að orða þó ég vissi hvað ég ætlaði að segja.  

Arinbjörn, það er alltaf gaman að heyra í þér.  Ég fer ekki á feisið vegna þess að mín hilla er að ná til fólks sem les fréttir.  Sé fylgst vel með Mbl.is og andstæðingunum mætt strax, þá hefur maður viss áhrif, og það er mikilvægt líka.  Að ná eyrum þeirra sem ekki dagsdaglega fylgjast með umræðunni.

Ég treysti á að aðrir sjái um feisið.

En greining þín er sorglega sönn. Og meginskýring þess að andinn er helfrosinn.  Það er ýmislegt hægt að leggja á sig þegar maður hefur á tilfinningunni að orð manns skipti máli, að fólk sé ekki sama um hvað verið er að gera því.

En jafnvel Superman slær ekki við góðri útsölu.

Núna held ég að tíminn þurfi að skera úr um hvorir hafi rétt fyrir sér.  

Eins og ástandið er í dag, þá er þessi tímaþjófur ekki þess virði, því miður.

En ég tek undir með óskum til þjóðarinnar um betra ár.  Og hvað sem sagt verður um allt og alla, og ástand eða ekki ástand, þá er þetta góður dag, og gott kvöld.

Þökk sé góðum anda ættingja og vina, og vínsuðumeisturum Skotlands og Cocnac héraðs í Frakklandi.

Takk fyrir samskiptin á liðnu ári, megum við öll eiga góða tíma á nýju  ári.

Takk fyrir mig og gleðilegt ár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 22:25

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona eitt að lokum.

Ég var að hlusta á Silvíu Nótt syngja sinn óð til Íslands.

Allt sem ég hef sagt, og vildi sagt hafa, og engu við að bæta.

Nýár, nýár.

Gleðilegt Nýár.

Það láta ekki allir Jógrímu ljúga sig fulla.  Þrælasalar AGS stjórnuðu ávarpi forsætisráðherra lýðveldisins, en þeir stjórnuðu ekki skaupi fólksins.

Aumingjarnir á Ruv fengu þá flengingu sem gæti gert þá ærlega á ný.  Enginn mun orða aftur ICESave skuld íslensku þjóðarinnar.

Enginn mun dásama 650 milljarða þrælalán AGS og óvinaþjóða okkar.

Við syngjum með Silvíu Nótt.

Nýár, gleðilegt Nýár.

Við eigum von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 23:35

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleðilegt nýár, mikli baráttumaður, og hafðu heilar þakkir fyrir allt það sem þú hefur unnið þjóðinni til stuðnings og heilla á árinu sem var að líða hjá.

Þá stóðum við með sjálfum okkur, Íslendingar, í Icesave-málinu,. Enda þótt okkar arfaslöku stjórnvöld vilji sem fyrri daginn setja okkur stólinn fyrir dyrnar, þá eigum við enn baráttuvon og drauma um allt aðra framtíð. Þar munt þú áfram reynast landinu einn þess ræktarsamasti sonur – uppskeran, sem Rakel talar um, jafnvel nær en nokkurn grunar.

Jón Valur Jensson, 1.1.2011 kl. 01:48

18 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott, dreifi þessu

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.1.2011 kl. 11:44

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Gleðilegt ár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.1.2011 kl. 22:55

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um 1983 var þjóðarsátt að skerða kaupmátt [ráðstöfunartekjur fyrir skuldbindingar] vinnuaflsins um 30 % í evrum eða dollurum, einnig kom verðtrygging á nafnvexti útlána, sem frýja aðila allri áhættu í framtíðinni og snúa samkeppni upp í að hámarka gróðan af skuldsetningu vinnuaflsins.

Í framhaldi jókst eftirspurn eftir erlendu lánsfé og lágvöru, þar sem markaður [80%]  hér hafði ekki lengur efni á innlendri gæðafullframleiðslu.  

Svo var gert betur í skerðingu ráðstöfunartekna og stærri hluti launtekna fór í að byggja upp afskriftasjóði [kallað lífeyrirsparnaður að hlut til óskattlagður] fyrir vildarvini vegna næstu þjóðarsáttar eftir 25 til 30 ár.  

Gleðillegt ár Þið öll á Austurlandi!

Júlíus Björnsson, 2.1.2011 kl. 03:15

21 identicon

Sæll

Ómar, af hverju skrifar þú eins og gamall maður sé að skrifa(ég á ekki við um efni heldur málfar) ég hef alltaf ýmindað mér mjög gamlan mann að skrifa en þegar ég opnaði myndina af þér (höfundur síðu) sé ég ungan mann með börnum sínum?? kveðja að austan mikklu austar en þú ert en ég er í Indónesíu og gleðilegt nýtt ár

kv

Altman

altmuligman (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 12:45

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömu leiðis Júlíus.

Blessaður altmuligman.

Ætli skýringin sé ekki sú að ég er mjög gamall maður.  Langt síðan að kennitalan hætti að tjá aldur minn.  En það er rétt, að ég á unga stráka, og vissulega hafa þeir náð aldrinum til baka, jafnvel niður fyrir kennitöluna þegar við horfum á boltann samann.

Þess vegna skil ég ekki þessa ásókn Austurlandabúa eftir allskonar yngingarmeðulum, það nægir að eiga tvíbura í ellinni, og þá um leið stöðvast hrörnun tímans, og sálin tekur að ærslast á ný, líkt og kálfar á vorin (var þetta of gamalt, kannski frekar að segja eins og kona á feisbúk).  Mæli með þessari leið fyrir alla sem tök hafa á, jafnvel þó þeir eigi böns fyrir á þeim aldri sem þeir héldu að þeir væru fullorðnir og yrðu að haga sér eftir því.

En einn galli er samt í  meinum, og hann er ábyrgðin á framtíðinni.

Mín öxlun er þessi bloggsíða þar sem ég held fram rökum mennskunnar sem einu forsendu framtíðar.  Og hvet fólk til að standa ístaðið gegn eyðingaröflunum.  Kannski lítið mál þegar maður er nafnlaus í fjöldanum, en skelfilega erfitt fyrir óframfæran mann að koma fram undir nafni og mynd.  

Þess vegna veit ég að við getum öll gert það sem þarf að gera.  Og þar með tryggt framtíðina.

Og hið nýja ár mun verða vendipunktur þar um.  Það dugar að 5 einstaklingar komi saman og segi hingað og ekki lengra, þá mun bolti fara af stað sem mun soga til sín hinn venjulega mann, gera hann stoltan og ábyrgan, og þess fullvissan um að hann sé mótandi framtíðarinnar, ekki valdsmenn og auðmenn líkt og verið hefur um þúsundir ára.

Því þeirra brölt hefur alltaf bitnað á okkur hinum, það erum við sem jörðum börnin okkar eða horfum upp á þau svelta eða fá ekki líkn þegar líknar er að fá, en fjármuni skortir.

Þarna sérðu fjölhæfi maður, athugasemd þín sparaði mér nokkra langa pistla þar sem ég ætlaði að orða grunninntak byltingarinnar.  Þegar maður er orðinn nógu gamall, þá hættir maður að flækja hlutina, þetta er allt svo einfalt.

Að segja hingað og ekki lengra, að gera það sem gera þarf.

Einfaldara getur það ekki verið.

Kveðja úr austustu byggð á byggðu bóli.

Ómar Geirsson, 2.1.2011 kl. 14:10

23 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir þennan frábæra pistil og megi gæfan fylgja þér á nýju ári. Sammála þér líka með lokalagið í Skaupinu, er búin að dreifa því á netheimum og þessum pistli. Alltaf hressandi að lesa bloggið þitt. Takk fyrir mig.

Helga Þórðardóttir, 2.1.2011 kl. 20:40

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Helga.

Skaupið beit, þó engin eins og Silvía Nótt (eða var það Sómastúlkan??).  Sönnun þess að strax í fréttatíma Ruv í gærkveldi hófst gagnsókn þrælasalanna, eigum ekki að vera svona neikvæð, ICEsave er pís of köku, og það er ekkert hægt að gera fyrir heimilin, þegar búið er að aðstoða auðmenn í þrengingum þeirra.

Já, menn vilja halda sínum feng.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2011 kl. 08:42

25 Smámynd: Elle_

Gleðilegt ár, Ómar, og þú skrifar ekkert eins og gamall maður, heldur einsog lesinn, mennskur og vitur maður, allavega frá mínum bæjardyrum horft.  Set þetta hingað inn fyrir ungu syni þína svo þeir haldi ekki að pabbi þeirra hafi verið elli-ær í öllum ósjálfráðu skrifunum og skærubardögunum.  Og takk fyrir alla vinnuna í þágu æsku landsins. 

Elle_, 3.1.2011 kl. 19:01

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömu leiðis Elle.

Já um aldurinn og ellina er ekki rifist, það eru ekki allir jafnungir, en sem betur fer breytilegt.

En ætli maðurinn sé ekki að tala um stíl og efnistök, án þess að ég viti það, þá er ljóst að ég er ekki af SMS kynslóðinni.

Við heyrumst, ICEsave er ekki búið, þó uppgjöf sé meðal þjóðarinnar, þá er alltaf von á meðan einhver heldur sig við staðreyndir málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2011 kl. 06:39

27 Smámynd: Elle_

Já, kannski meinti blessaður maðurinn bara efnistökin og stílinn, Ómar. 

Elle_, 4.1.2011 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband