Ég fer á Hraunið segir Steingrímur.

 

Eða við sleppum öllum þjófum og fjárplógsmönnum út.

Það er ekki bæði sleppt og haldið.

Annað hvort mega menn stela hundruð milljarða frá þjóðinni, og þá mega menn líka stela súpu og flatskjá, eða þjófnaður varðar við lög.

Kannski verður kátt í höllinni um jólin, Litla Hraun tómt, allir þjófar landsins liegeglaðir, þeim dugar ekki ævin til að stela í þann kvóta sem Steingrímur sagði að væri allt í lagi að stela.

Steingrímur vildi semja um 507 milljarða, núna vill hann að þjóðin semji um 50 milljarða.

Honum dugar ekki ævin, jafnvel þó sveitungar hans, sem eru svo kátir með glæpi hans, bjóðist til að sitja inni með honum.  

Þetta er meiri þjófnaður en nokkur menningarþjóð hefur upplifað á friðartímum.  Jafnvel bretar segja, Stóra lestarránið, Ronald Briggs, hver er nú það.

 

Já, það er ekki oft sem menn eru glaðir að fara á Hraunið um jólin.

Vona að  Jóhanna fái heimsókn barnabarna sinna, hún hefur nægan tíma til að prjóna jólasokka.

 

Því glæpir og fjárkúgun borgar sig ekki.

ICEsave glæpahyskið mun ekki ganga laust um jólin.

Það mun uppskera þá refsingu sem það sáði til.

 

En kannski mun þjóðin fyrirgefa þeim einhvern tímann, kannski.

Þjófnaðurinn var víst ekki illa meintur.

Jafnvel liður í endurreisn landsins.  Við megum þakka guði fyrir að Jóhanna og Steingrímur rændu ekki banka á Nató fundinum, eða á öðrum stöðum sem þau gistu í útlöndum.  Endurreisn með þjófnaði er ekki vel liðin í löndum laga og réttar.

Það eru ekki allir sem kjósa þjófa sem ráðherra.

Kannski vissu þau ekki betur, þau héldu að rán væri löglegt, ef það var kennt við ICEsave.

 

Fyrirgefum þeim, fyrirgefum þeim þegar þau hafa setið inn í nokkur ár.

Jafnvel ICEsave fjárkúgarar eru menn, þetta er bara afvegleitt fólk, fólk sem hélt að hægt væri að endurreisa hag auðmann með ránum og fjárkúgunum.

Þau vissu ekki betur.

Þeim er vorkunn.

Kveðja að austan.


mbl.is Sátt við nýjan Icesave samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, ætli Steingrímur sé betri söngvari en Þorgeir Ástvaldsson?

Birnuson, 10.12.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Ekki vill ég nú eyðileggja anda minna skrifa, en þú átt sökina, ef sök er.

Jú, ég veit það persónulega að Steingrímur syngur betur en Þorgeir, hann er reyndar mikill söngmaður.

Og sjálfsagt telur hann sig vera að gera rétt.

En það er nú þannig Birnuson, raunveruleikinn er eins og hann er.

Eigum við ekki bara að segja, Úhhh á AGS, og vona að einhver heyri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Birnuson

Mea culpa, mea maxima culpa. Við eigum þá kannski von á plötu með tímanum; eitthvað verður maðurinn að hafa fyrir stafni í klefanum sínum.

Birnuson, 10.12.2010 kl. 15:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei kannski ekki, en ef þú átt góða whiský flösku, þá færðu sögur, góðar sögur, og ef þú átt koníak, ásamt góðum tenór (hann heitir Bubbi) þá færðu söng, sem engin plata hefur náð að festa á vinyl.

Því miður, ekki það að ég mæli með fangelsis vist Steingríms, en ég held að þú vitir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 16:11

5 Smámynd: Elle_

Hví ekki fangelsisvist fyrir Steingrím?   Megi ICESAVE-GENGIÐ bæði borga háar sektir og dúsa lengi inni, Ómar. 

Elle_, 10.12.2010 kl. 17:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, ég er grimmari en það.

Hefur þú passað rollur nyrst við Ballarhaf?????

Það er kalt, gegnkalt.

Kveðja að austan.

PS. svo er ég ekki fyrir grjótið, þú veist það, óþarfi að koma upp um mig.

Kveðja, sami.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband