Móðgun við almenna skynsemi heldur áfram.

 

Áfram eru fluttar fréttir af masi veruleikafirrts fólks sem lætur eins og það hafi eitthvað til að semja um.

Evrópusambandið sjálft kvað upp með að engar lagalegar forsendur séu fyrir innheimtutilraun breta.

Engin álitamál hafa verið lögð fyrir dómsstóla.

Íslenska þjóðin hafnaði beiðni breta um að fá að ráðstafa skatttekjum íslenska ríkisins.

Engin lagaheimild er í íslenskum lögum fyrir hinum meintum skattgreiðslum í breskan ríkissjóð.

Íslensk lög banna makk með eigur og skattfé ríkisins í þágu erlendra afla.

 

Hvaða skrípaleikur er í gangi???

Af hverju er afskræming raunveruleikans frétt????

Af hverju er efnisatrið málsins ekki útskýrð fyrir fólki í Morgunblaðinu???

Af hverju eru ráðamenn ekki spurðir með hvaða rökum þeir ætla að leggja óráð sitt fyrir Alþingi??

Af hverju eru þeir ekki spurðir hvort þeir telji sig hafna yfir íslensk lög??

Og svona í tilefni þess að einn maður var dreginn fyrir Landsdóm, af hverju eru þeir ekki spurðir um hverjar verða þeirra varnir þegar þjóðin ákærir þá fyrir svik og landráð sem gjörðir þeirra eru samkvæmt bókstaf laganna???

 

Af hverju er hvítt svart á Íslandi ef óráðshjálið kemur úr munni ráðamanna???

Lærðu menn ekkert af hjalinu um traust bankakerfi og að stjórnvöld myndu bakka upp bankakerfi sem var tólfföld þjóðarframleiðsla???

Hve langt er hægt að misbjóða almennri skynsemi áður en einhver blaðamaður neitar að hafa bullið eftir.

 

Það væri gaman að fá svar við einhverjum af þessum spurningum.  

Eða eru blaðamenn Morgunblaðsins meðsekir.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja hlut í betri heimtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fjölmiðlar haga matreiðslu frétta eftir einhverjum allt öðrum formúlum en sannleikanum og skynsemi. Hvað ætlar hins vegar fjármálaráðherraundrið að ganga langt í að svívirða þjóðina?

corvus corax, 9.12.2010 kl. 08:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Corvus.

Ætli hann gangi ekki jafn langt og honum er leyft.

Tvö blogg við þessa frétt segja allt sem segja þarf um þá áhættu sem hann er að taka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 09:06

3 identicon

Alveg sammála þér Ómar, enda úr sama ágæta bæjarfélagi. Það á að neyða okkur til að borga fyrir bankaþjófana sem nærri settu okkur á hausinn. Mikil er ábyrgð þeirra sem vildu að við borguðum strax en bara sparnaður í vaxtagreiðslum er kominn yfir 120 milljarða - verður þetta fólk líka dregið til ábyrgðar?

ólafur m. jóhannesson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 10:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ólafur.

Veit að þeir gömlu, sem eru liðnir, eru sama sinnis.  Og gráta örugglega úrhrak vinstrihreyfingarinnar sem vinnur með ógæfufólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þú hefði átt að heyra í Stefáni  þegar hann stóð upp á borgarfundinum og varði ævistarf sitt, og ævistarf föður þíns, og þeirrra Bjarna og Lúðvíks.

Þessu ætlum við öllu að fórna svo spákaupmenn og braskarar sleppi alltaf úr braski sínu án áfalla, jafnvel þó brask þeirra sé skýring þess að allt er á heljarþröm hjá vestrænum þjóðum.  Það er búið að ræna þjóðarauð eftirstríðs kynslóðarinnar, aðeins skuldir og brotið velferðarkerfi er eftir.

ICEsave er angi af þessari sammannlegri baráttu, sem byrjaði í lekum óþéttum húsum hjá fátæku fólki á fyrri hluta síðustu aldar.

Við megum ekki klúðra þeirri baráttu.

Að segja Nei við ICEsave er aðeins hluti þess.

Kveðja úr gamla bænum.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband