Bjarni makkar með ICEsave stjórninni.

 

Telur sig ennþá hafa rétt til að loka sjúkrahúsum og svelta bótaþega til að halda friðinn við fjárkúgara.

Svo eru allir að skammast í Steingrími greyinu, maðurinn sem lét aðeins sveitapiltsins draum rætast.  Veit enginn hvað er kalt að sitja yfir ánum í Norðaustan nepjunni í Þistilfirðinum???  Ekki skrýtið þó villtir draumar um völd og áhrif spretti úr þeim garra, ekki spratt annað þarna á vorin.

Og fyrir þann draum er Steingrímur að vinna skítverkin fyrir íhaldið, það vita það allir, líka Sjálfstæðismenn, sumir reyndar innst inni, að ef pottar og pönnur hefðu ekki hrakið flokkinn út úr stjórnarráðinu, þá væri búið að semja um ICEsave.

Og þjóðin væri gjaldþrota.

 

Það má þó þakka Steingrím fyrir að leiða flokk sem styður hann ekki.

En ógæfa þjóðarinnar kristallast í því að flokkshestar styðja óhæfuverk, ef þeirra menn framkvæma þau.   Þess vegna bakka óbreyttir VG liðar upp AGS þjónkun ríkisstjórnarinnar, þess vegna myndu margir núverandi ICEsave andstæðingar vera bretvinir ef flokkurinn þeirra væri í stjórn.

Og þess vegna makkar Bjarni með ríkisstjórninni.

 

Þetta er bara svona á meðan manndómurinn er ekki meiri en það, að menn taka flokkinn fram yfir börnin.

Verja flokkinn, ekki framtíð barna sinna.

 

Á meðan ríður ICEsave draugurinn röftum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Farið yfir Icesave-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2010 kl. 01:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Kolbrún.

Þér leiðist ekki þegar ég hnýti í flokkinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 09:04

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það var ekki er ekki og verður ekki á dagskrá flokksins að semja + þú manst kanski eftir atkvæðagreiðslunni í þinginu sem og umræðunum.

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að við skuldum bretum og hollendingum eitt eða neitt -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.12.2010 kl. 10:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Af hverju lætur hann þá skrípaleikinn viðgangast????

Og Bjarni hefur opinberlega lýst því yfir í mörgum viðtölum, blaðagreinum og við umræður á þinginu, að hann vilji semja, en ekki á afarkostum.

Þetta efsta hjá mér var samið síðast þegar ég agnúaðist út í þetta viðhorf hans, rifjaði það aðeins upp núna.

ÉG held að réttara væri fyrir þig Ólafur að segja, að hinn þögli meirihluti flokksins vilji ekki semja, en er alltaf hlustað á hann????????????????????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1373065

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband