Leiksýningin er í þínu boði Sigmundur.

 

Hefðir þú þann kjark sem þarf til að standa á móti, þá væri þessu máli löngu lokið.

Það er ekki flókið að leysa ICEsave deiluna, það þarf einfaldlega lýsa því yfir að allir samningar verða tafarlaust kærðir til dómsstóla, sem tilraun til fjárkúgunar.

Og þeir sem standi að henni verði dregnir fyrir dóm.

Við því á ICEsave mafían aðeins eitt svar, fá lagalegan úrskurð Evrópudóms á lögmæti krafna breta.

Og þar með er málið dautt, nema náttúrulega fyrir hina meintu glæpamenn, þeir þurfa að feisa réttvísina.

Það getur enginn krafið annan um ógnarfjárhæðir án þess að vísa í skýran dóm sem byggist á skýrum lögum og reglum.  Í lýðræðisríkjum er ekki hægt að brjóta leikreglur réttarríkisins með hótunum og ofbeldi, það er bara ekki þannig.

Það þarf bara einhver að taka af skarið.

 

Treystir þú þér ekki til þess Sigmundur, hættu allavega að kvarta.

Sjónhverfingar, eins og þú lýsir, eru eðli svindla.

Og ganga á meðan einhverjir láta blekkjast.

 

Ert þú einn af þeim???????

Kveðja að austan.


mbl.is Þingið ekki séð neitt enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hversu oft þarf að benda ykkur í heykvíslahjörðinni að það var íslenskur banki, með íslenska stjórnendur, íslenska starfsmenn undir íslensku eftirliti sem brást- sem rændi og ruplaði í Evrópu meðan Íslenska ríkisstjórni, kjörin af Íslenskum kjósendum steinsvaf og mærði þetta lið út og suður á sama tíma og þeir rændu vinaþjóðir okkar.  Ábyrgðin er eins Íslensk eins og Þingvellir og aðeins siðblint fólk getur ekki viðurkennt það.

Óskar, 8.12.2010 kl. 20:39

2 identicon

Thú getur varla aetlast til thess ad thessi gosi standi vörd um hagsmuni almennings?  Ha?

Lög & reglur? (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 20:39

3 identicon

Óskar þú ferð ekki rétt með staðreyndir. Vissulega var þetta íslenskur banki með íslenskt starfsfólk sem starfaði eftir íslenskum reglum - þú gleymir bara því að íslensku reglurnar eru bara uppfylling á ákvæðum ESB í gegnum EES samninginn. Þannig að í raun var bankinn að starfa samkvæmt regluverki hins "frábæra" ESB. Það hvort bankinn hafi verið íslenskur kemur almenningi í þessu landi barasta ekkert við, frekar en hver eigi önnur fyrirtæki í heiminum. Bankarnir voru EKKI ríkistrygðir. Þeir voru tryggðir með innistæðutryggingarsjóði -sem ríkið ber ekki ábyrgð á.

Ef við höldum áfram á þínum rökum, ættu íslendingar að geta gert kröfu á öll einkafyrirtæki sem teljast íslensk að skila hagnaði til okkar. Þau eru jú íslensk! Þetta er nákvæmlega jafn vitlaust og ætlast til þess að almenningur borgi gjaldþrot einkafyrirtækja... 

Daníel (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 21:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, Evrópu dómstóll hefur ekki lögsögu um mál utan ESB. EFTA dómstóll, einungis lögsögu innan EES.

Það flækir örlítið málið þ.s. Íslendingar geta ekki tekið upp kæru fyrir Evrópu dómstólnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2010 kl. 21:30

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar, 8.12.2010 kl. 20:39

"heykvíslahjörðinni"?

Útskýrðu aðeins orðið! Einhverjir nota þ.s. skammaryrði. En, ég sé ekki alveg hvað er skammarlegt við heykvíslar.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2010 kl. 21:32

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja Óskar minn, oft er ég nú ekki orðlaus, en mér falla nánast hendur þegar ég les innslag þitt.  Ég skal strax taka það fram að ég veit að það er ekki þannig meint hjá þér, en kjarninn er sá sami og í öfgafólki sem endaði sínar ræður, "þau drápu Krist", og þess vegna mátti ofsækja heilan kynþátt, menn konur og börn.  Í Rúanda voru svipuð slagorð hrópuð, þeir sem flugu á turna, höfðu uppi svipaðar meiningar um sameiginlega ábyrgð þegna lands á meintum glæpum ráðamanna þess.

Óskar, þó allt sem þú segðir væri rétt,, allt hefði verið afglöp, afglöp íslenskra embættismanna, afglöp íslenskra stjórnvalda, þá gerir það viðkomandi einstaklinga ábyrga fyrir gjörðum sínum, ekki samlanda þeirra.

Hugtakið sameiginleg ábyrgð er ekki til, það er ekki nóg að vita þjóðerni meintra glæpamanna, til að hægt sé að refsa samlöndum þeirra, og telja þar með fullrefsað fyrir glæpinn.

Þetta er grundvallaratriði almennra mannréttinda, sem þú klikkar á.  Og þeir sem skilja þetta ekki, þeir eiga jafn erfitt með að skilja siðfræðina á bak við "Þú skalt eigi mann deyða".  Því miður eru rök þín um siðblindu, bjúgverpill sem hittir þig sjálfan.  Það er þannig þó það sé ekki þannig hugsað hjá þér.

Þar fyrir utan þá bullar þú, það er margbúið að sýna fram á að ekki ein einasta röksemd þín stenst.  Veit varla hvað ég á að elta lengi ólar við þær.

Til dæmis ætti hver einasti maður með lágmarks skynsemi að sjá, að ef þetta væri svona, þá hefðu bretar notað þessi rök í ákæruskjali sínu sem þeir lögðu fram fyrir gerðardóminn sællar minningar.  En það gerðu þeir ekki, þeir keyrðu rök sín á "almennt inntak" Evrópulaga, þeir reyndu ekki að nefna meint afglöp og eftirlitsleysi samlanda okkar.

Á því er mjög einföld skýring, þeirra eigin bankar féllu líka, þurftu beina ríkisaðstoð til að lifa af.  Í dag vitum við það sem þeir vita, það var ekki bara beinu framlögin úr breska ríkiskassanum, ógrynni fjár var líka dregið úr bandarískum sjóðum.  Okkar bankar væru lifandi hefðu þeir fengið sömu fyrirgreiðslu.

Breta vita líka, að það er skýrt kveðið á um eftirlit gistiríkis, eins og Alain Lipietz lýsti svo vel.  Þeir vita eins og er að það eru ekki næg rök fyrir dómi að íslenskir þjóðníðar trúi hinu versta, það þarf líka að vera tilvísun í lög og reglur, ekki trú þeirra sem vilja samlöndum sínum illt.

Þannig er það nú bara Óskar.  En þú munt aldrei skilja það, ég skil heldur aldrei hvernig konur fara að malla mat í þremur pottum í einu, hef oft prófað, aldrei gengið.

Svona er þetta bara.  Allir hafa sinn djöful að draga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 21:58

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Daníel. 

Hið augljósa er aldrei nógu oft endurtekið, ekki það að Óskar er glataður þjóð sinni.  En það er ótrúlegt hvað margir daðra við þessa glötun, telja það fínt að nota órök til að réttlæta þjónkun sína við erlenda höfðingja.

Vonandi vitkast eitthvað af því fólki við lesa svona rök nógu oft.  Einkaaðilar gera ekki samfélag sitt ábyrgt fyrir skuldum sínum.

Hvorki á Íslandi, Írlandi eða neins staðar.

Það er tími til kominn að þessari vitleysu linni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 22:13

8 identicon

Málþrota, rökþrota Sigmundur Davíð.  Það getru enginn flokkur talað við Framsókn  fyrr en Guðmundur Steingrímsson hefur tekið við flokknum. Takið  eftir  hvernig  Guðmundur hefur kerfisbundið haldið sig til hlés frá  fíflaganginum í Framsóknarforystunni.

Eiður (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 22:20

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Ekki get ég sífellt skrifað langa pistla um efnisatrið málsins, hef tekið þetta atriði og útskýrt.  En það er gott að þú minnist á þennan punkt, þetta var eitt af því sem vafðist fyrir fólki í árdaga ICEsave deilunnar.

Ég ætla ekki að peista lögin, þau eru skýr, aðeins að draga efnisatrið þeirra saman.

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með framkvæmd EFTA ríkja á EES samningnum.  Krafa breta er vegna meintra brota á íslenskra stjórnvalda á þeim samningi.  Þess vegna ber bretum að kæra hin meintu brot, fá um þau úrskurð ESA.  Þar sem um túlkun á lögum er að ræða, þá er ESA ekki úrskurðaraðili, þeim ber að vísa málinu áfram til EFTA dómsins.  Sem yrði líka gert ef þeir væru svo vitlausir (sem þeir eru) að reyna að úrskurða í svona grundvallardeilu.

Og grundvallardeilan er tvíþætt, sú fyrri hvort lögin kveði á um beina ríkisábyrgð, og sú seinni, ef svo er, hefur ESB batteríi rétt á að setja inn ótakmarkaða ríkisábyrgð inn í lög sín, bæði á þann hátt að enginn annar veit af því, sem og hitt, hefur það yfir höfuð það vald að setja lög sem geta svipt grundvellinum undir tilveru þjóða.  Í þessu sambandi verður að skoða bæði almenn lög, lög um mannréttindi og alþjóðalög um fullveldi  og svo framvegis.  Einnig verður að skoða sjálfan EES samninginn, þá þann hluta hans sem kveður á um að hann sé milli fullvalda ríkja, og það ákvæði hans að ef ófyrirsjáanlegar afleiðingar eru að ræða sem ógna tilveru eða "hag" einstakra aðildarríkja, þá mega þau grípa til neyðarráðstafana sem tryggir stöðu þeirra og fullveldi.  Eða með öðrum orðum, efni EES samningsins víkur.

Þetta eru það stórar spurningar að þær eru fyrir utan valdsvið EFTA dómsins, og það er skýrt tekið fram í lögum um hann, að hann leiti álits Evrópu dómsins, jafnvel að það verði skipaður sameiginlegur dómur.

Það er ekki flóknara en það, niðurstaðan er sameiginlegur dómur sem tekur grundvallarafstöðu, og þá er ekki bara þetta mál undir, fordæmisgildið hans snertir alla löggjöf Evrópusambandsins.    Það þarf ekki að ræða þá sprengju sem verður ef einföld reglugerð, sem fáir skilja, getur svipt þjóðir tilverurétti sínum.  

Þá er Evrópusambandið ekki lengur ríkjabandalag, löndin nytu minni réttinda en einstök ríki Bandaríkjanna. Og við myndum ekki lúta honum, við myndu segja upp EES samningnum samstundis, og yrðum ekki ein um það.  Næsta reglugerð gæti verið um nýtingu "sameiginlegra" orkuauðlindasem óvart endaði þannig að norska olían liti forræði Brussel.  Og svo framvegis.

En Einar, þessi flugufótur komst á loftið til að draga kjark úr mönnum við að leita réttar þjóðarinnar.  En sjá menn ekki órökin við það að alþjóðlegur milliríkjasamningur eins og EES, hefur ekki tæki og tól til að leysa ágreining milli hinna tveggja hópa, ESB ríkja annars vegar og EFTA ríkja hins vegar. 

Það væri þá einstakt samningsklúður og það yrði þá leiðrétt eins og skot.

Það á ekki að bjóða fólki upp á svona röksemdarfærslu, við eigum ekki að trúa hverju sem er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 22:31

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð lög og regla, og blessaður Eiður.

Mér þykir þið taka stórt upp í ykkur.  Vissulega er ég að deila á framgöngu Sigmundar í ICEsave, það vantar svona haukinn í hann.  En þetta eru hörð orð um eina formanninn á þingi sem talar af viti um efnahagsmál, og skilur hvað kreppuráð AGS munu gera þjóðinni.  Ekki að það sé mjög flókið, ef þú kveikir í húsi, þá brennur það, jafnvel þeir treggáfuðustu skilja það að lokum.  Það þarf ekki endalaust að endurtaka það til að fatta regluna, "kveikja i=bruni" .

Og AGS kveikir í efnahag þjóða, veldur samdrætti og hörmungum almennings, algjörlega að óþörfu.  En á Íslandi er þessi þekking talin til guðafræða, aðeins innvígðir eru taldir skilja hana, restin bullar svona um Sigmund og aðra sem benda á hið augljósa.

Eiður, Guðmundur Steingrímsson er einn af þeim ógæfumönnum sem sveik þjóðina í ICEsave, og mér vitanlega hefur hann ekki látið af þeim svikaásetningi.

Og þetta blogg er gegn svikum og landráðum, ekki öfugt.  

Hélt að allir vissu það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 22:38

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - EFTA leitar sér oft óformlega rökstuddra skoðana Evrópudómstólsins. En formlega hafa þær ekkert gildi þó í reynd, fari EFTA ekki á svig við þær. Ég hef aldrei heyrt um sameiginlegan dóm. En, líklega mun EFTA kanna viðhorf dómara Evrópudómstólsins í málinu, ef málið fer fyrir dóm þ.s. þetta eftir allt saman, getur verið umtalsvert fordæmissetjandi.

Þ.e. auðvitað ákveðin rök fyrir því, að láta málið fara fyrir dóm.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2010 kl. 22:52

12 identicon

Er Sigmundur búinn að gleyma því að stjórnarandstaðan á fulltrúa í samninganefndinni sem lætur formönnum stjórnarandstöðunnar í té allar þær upplýsingar sem þeir biðja um? Þetta er ekkert annað en leikrit og ömurlegt að fólk skuli ekki átta sig á því.

Valsól (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 00:44

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Það er ekki sameiginlegur dómur, einhvern tímann las ég klausu þar sem kveðið var á um málsmeðferð.  Bloggaði um þetta en geymdi ekki word skjalið með minnispunktum mínum, sem ég geri alltaf ef ég lendi í skothríð.  Legg ekki í að finna bloggið í öllu kraðakinu hjá mér, er að hugsa um annað þessa stundina.  Kíkti samt á lögin um ESA og EFTA dóminn, þau eru kjarninn sem allir viðaukar og útfærslur eru byggð á.

Það er skýrt að ESA fer með eftirlit.

"Til að tryggja góða framkvæmd EES-samningsins skal eftirlitsstofnun EFTA hafa eftirlit með framkvæmd EFTA-ríkjanna á ákvæðum EES-samningsins og samnings þessa."

Það er líka skýrt að ESA eigi að hafa nána samvinnu með framkvæmdarstjórninni.

"ÍTREKA að eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna skulu hafa með sér samvinnu, skiptast á upplýsingum og ráðfæra sig hvor við aðra um stefnu í eftirlitsmálum og einstökum málum;"

Það er líka skýrt að framkvæmdarstjórnin getur verið málsaðili fyrir EFTA dómnum.

"EFTA-ríki, eftirlitsstofnun EFTA, bandalagið og framkvæmdastjórn EB hafa rétt til meðalgöngu í málum fyrir dómstólnum."

En i sjálfum samningnum er ekki skýrt kveðið á um hvað gerist ef EFTA dómurinn fær mál sem snertir grundvallartúlkun, en þetta segir.

"2. Við túlkun og beitingu EES-samningsins og samnings þessa skulu eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn taka tilhlýðilegt tillit til þeirra meginreglna sem mælt er fyrir um í viðkomandi úrskurðum dómstóls Evrópubandalaganna sem kveðnir eru upp eftir undirritunardag EES-samningsins og varða túlkun þess samnings eða reglna í stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalags Evrópu, að því tilskildu að þær séu efnislega samhljóða ákvæðum EES-samningsins eða ákvæðum bókana 1 -- 4, svo og ákvæðum gerða samsvarandi þeim sem skráðar eru í I. og II. viðauka við samning þennan."

Hér eru tvenn lykilatriði, "taka tilhlýðilegt tillit til þeirra meginreglna" og "að því tilskildu að þær séu efnislega samhljóða ákvæðum EES-samningsins".  Vissulega er það lögskýring að dómsstólarnir vinni saman (minnið mitt segir að ég eigi texta þar um, en það er aukaatrið málsins eins og staðan er í dag.), því EFTA dómur hefur ekki vald til að úrskurða um meginreglur ESB, og Evrópudómurinn hefur ekki valdsvið til að taka á túlkun EES samningsins, til dæmis gilda þrengri túlkanir um meinta mismun hjá ESB ríkjum en EFTA ríkjum því í EES samningnum er fullveldi ríkja og neyðarréttur ítrekaður með skýrum hætti.  Það skýrum að EFTA ríki getur gengi gegn úrskurði ESA, ESB eða EFTA dómsins, telji það grunnþáttum fullveldis síns ógnað.  Er það í takt við Vínarsamninginn sem segir að ófyrirséðar afleiðingar milliríkjasamninga geti ekki ógnað fullveldi eða tilveru þjóða (þýtt á mannamál, lagtextinn er orðmeiri).

Annar möguleiki (ef ekki er skýrt ákvæði um málsmeðferð) er vissulega sá, að ESB dómur kveði upp dóm, og EFTA fari síðan yfir þann dóm og leggi á hann sjálfstætt mat.  En það gengur gegn þeim anda sem má finna í lögunum um ESA, samræmið er forsenda þess að efnahagssvæðið gangi, það þýðir ekki að dómar gangi í sitthvora áttina.

Þriðji möguleikinn er varla raunhæfur, þó honum sé hampað af þeim sem vilja ekki sjá dóm, að ESB/EFTA geti ekki tekist á við ágreining sem rís milli ESB þjóða annars vegar og EFTA þjóða hins vegar.  Þar með er samstarfið náttúrulega dautt, að geta leyst ágreining á lögformlegan hátt er forsenda milliríkjasamninga.

En sé það raunin, þá er það svo sem besta lausnin það er ef menn vilja ekki óvissu dóms.  Þá stendur náttúrulega ákvörðun Íslands, og túlkun íslenskra stjórnvalda á EES samningnum.  Og enginn getur breytt því, það er ef enginn hefur valdsvið til þess.

Það er ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá hið augljósa, ef það er enginn dómsstóll, þá er enginn dómur.  Allar kröfur samkvæmt landsrétti og alþjóðarétti, eru ólöglegar, ef um þær gilda ekki skýr alþjóðalög, eða löglegur dómur liggi að baki þeim.

Það þýðir til dæmis lítið fyrir okkur að senda varðskip að Rockall klettinum og helga okkur hann, með tilvísun í blaðagreinar Eykons.  Skoðanir eða einhliða ákvarðanir eru ekki forsenda krafna í alþjóðlegum rétti.

Þess vegna semja menn, semji menn ekki, þá er óbreytt ástand, eða menn beita hervaldi til að rétta sinn hlut.

En það að hafa skoðun er ekki sjálfkrafa forsenda þess að þú getir lagt undir þið landsvæði annarra þjóða, eða gert kröfu í eigur þess eða skattfé.

Einar, þetta er svo augljóst, það er sorglegt að almennt vit á Íslandi er á það lágu plani, að menn geta stjórnað opinberri umræðu með bulli, og rænt samborgara sína með tilvitnanir í staðleysu.

Engin þjóð getur gert kröfu á aðra þjóð, af því bara.  EES samningurinn er dautt plagg ef ekki er hægt að leysa ágreining á lögformlegan hátt.  Það að stærri þjóð hafi alltaf rétt fyrir sér, og innheimt kröfu sína einhliða, er ekki hluti alþjóðlegra laga.  Engin krafa er lögleg, sé hún ekki löghelguð, eða um hana samið.

Samningur þarf að standast alþjóðalög, og innlend lög.  Samningur sem stórþjóð nær með hótunum, er riftanlegur samkvæmt alþjóðlögum.

Það á ekki þurfa að rífast um staðreyndir,.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 09:00

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Valsól, langt síðan sól þín hefur skinið hér á þessu bloggi.

Hefur ekki hvarflað að þér að Sigmundur sé að segja satt????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband