Eru hin söguleg svik í sjónmáli???

 

Um hvað á að semja út í London????

Stjórnvöld hafa lekið duglega fréttum af einhverju skrípi sem er byggt á sama grunni og sá samningur sem var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars.

Það er örugglega blekking, þó vitgrannir fjölmiðlamenn fatta það ekki, þá vita ábyrgðarmenn hins gamla samnings, að tukthúsið er þeirra, ef þeir koma með samning, miklu hagstæðari samning, en samt ólöglegan.

Tukthúsið mun verða dæmt, bæði fyrir þann glæp að ráðstafa skatttekjum þjóðarinnar til erlendra fjárkúgara, en ekki hvað síst fyrir þau vinnubrögð sem voru ástunduð í aðdraganda IcEsave samningsins hins fyrri.

 

Muna ekki allir eftir því að fyrsti samningurinn sem var undirritaður, að hann átti að samþykkjast óséður.  Eina sem Alþingi og aðrir ráðherrar en lykilráðherrar, höfðu í höndunum voru almennar fullyrðingar um að betri samning var ekki hægt að ná.

Muna ekki allir eftir því að Seðlabankinn og Hagfræðistofnun voru látin falsa raunveruleikann svo hægt væri með flóknum Exelæfingum að sýna fram á að þjóðin stæði undir fjárkúguninni, Exel sem bandarískir sendimenn kölluðu barnaskap og veruleikafirringu.

Muna ekki allir eftir því að eigur þjóðarinnar, Landsvirkjun, ónýttar orkuauðlindir, allt var sett að veði fyrir skilvísri afborgun fjárkúgunarinnar.  Og allt átti að greiðast, óháð því hvernig færi með endurheimtur á eignum Landsbankans, óháð því hvernig efnahag þjóðarinnar reiddi af.

Jafnvel þrælasamningar Rómverja við hertekin lönd voru ekki svona grimmir.

 

Og hvert og eitt atriði hér að framan er ígildi landráðs.

En það þarf að fremja glæpinn, áður en ákært er, og þjóðin skar ríkisstjórnina og Alþingi úr snörunni.

Nýr samningur mun aftur á móti koma öllum ábyrgðarmönnum ICEsave í fangelsi, líka bretaleppum bæjarins eins og þeim Villa og Gylfa.

 

Það er því útilokað að það eigi að semja á sömu nótum.

Fréttin gefur vísbendingu um að eitthvað sé í bígerð, það er beðið eftir íslenskum lögfræðiálitum.  Kannski verður annað tekið orðrétt úr yfirlýsingu framkvæmdarstjórnar ESB um að það hafi aldrei verið ríkisábyrgð á ICEsave, frekar en öðrum innlánsreikningum sem falla undir tilskipun Evrópusambandsins um tryggingakerfi innlána, fjármagnað af fjármálastofnunum sjálfum.

Hugsanleg lending er að deiluaðilar lýsi yfir að krafa breta byggist á misskilningi, en til að halda góðum samskiptum, og minnast fornar vináttu, þá munu íslensk stjórnvöld ekki lögsækja bresk stjórnvöld fyrir tilraun til þjófnaðar á skattfé Íslendinga.

Að málið verði látið niður falla.

 

Eitthvað svona er eina útgönguleið beggja aðila svo fangelsi Íslands og Bretlands haldi áfram að hýsa smákrimma, ekki stórþjófa og fjárkúgara, og vitorðsmenn þeirra.

Íslenska þjóðin verður að taka afstöðu til hvort hún veiti sakaruppgjöfina.  Það má margt leggja á sig fyrir friðinn.

 

En hins vegar eiga menn ekki að komast upp með stærstu glæpina vegna þess að þeir eru fínir menn, jafnvel ráðamenn.

Það er grófleg mismunun samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, af hverjum eigum við að dæma krimma frá Litháen, en sleppa að lögsækja breska stórkrimma???

Mega ráðamenn hvað sem er???

Hvar eru mörkin, á að leyfa þeim allt, svo framarlega sem gjörðir þeirra drepa ekki fólk, eða á líka leyfa þeim það, ef þeir sem eru drepnir eiga heima í fjarlægum löndum.

 

Í þessu öllu er mikill efi, en fróðlegt verður að sjá lendinguna í London.

Verður fjölmennt á Hrauninu um jólin???'

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Samninganefndin farin til London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hverslags fífl er þessi fjármálaráðherrasvikari?

corvus corax, 8.12.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Corvus, en uggur minn er tengdur viðbrögðum manna í þessari frétt, sem vilja sjá, áður en þeir hafna.

Þeir virðast telja sig mega ráðstafa peningum þjóðarinnar á ólöglegan hátt vegna huglægra raka, eins og betra sé að semja við fjárkúgara, en að kæra þá.

Ég held að sú persóna sem þú bendir á, væri ekki við völd, ef dugur væri í þeim Bjarna og Sigmundi, ICEsave flýtur á meðan enginn verst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Vendetta

"... af hverjum eigum við að dæma krimma frá Litháen, en sleppa að lögsækja breska stórkrimma???"

Hvers vegna ertu að tala um brezka lögfræðinga sem stórkrimma? IceSave-klúðrið var a) íslenzkum alþingismönnum, b) íslenzkum embættismönnum og c) íslenzkum lögfræðingum að kenna 100%. Bretarnir og Hollendingarnir eru bara að reyna ná aftur því fé sem ríkisstarfsmenn á Íslandi LÉTU gamla Landsbankann stela af þeim. Ef það eru einhverjir sem á að fleygja inn á Hraunið, þá eru það þau sem nefnd eru í liðum a, b og c. Síðan á að dæma íslenzku bankaræningjana Sigurjón og Björgólfsfeðga.

En það verður aldrei. Einn opinber starfsmaður úti á landi sagði við mig nýlega í þessu sambandi, að Íslendingar væru vesalingar, sem létu kerfiskallana vaða yfir sig með skítuga skóna og það eina sem þeir gerðu við því væri að væla úti í horni. Hann hefur sennilega rétt fyrir sér í því. Mér virðist eins og það þurfi að hreinsa út alveg í allri stjórn- og fjársýslunni, í staðinn fyrir að setja punt á yfirborðið eins og gert var í síðustu alþingiskosningum. En til þess að fá alvöru breytingar, þýðir ekkert að kjósa aftur fimmflokkana. Það þarf franska byltingu (í óblóðugri merkingu þess orðs). Allt er betra en þetta status quo sem nú ríkir. Á meðan ESB er og verður á óskalista elítunnar og á meðan IMF hefur hreðjatak á Jóhönnu, mun heldur engin ásættanleg lausn koma fram í IceSave-málinu.

Það væri annars forvitnilegt að sjá hvernig málið myndi þróast ef Alþingi synjaði ríkisábyrgð á IceSave-reikningum og allar eignir Landsbankans yrðu seldar nú og andvirðið færi í að borga af Icesave skuldina. Síðan, ef eitthvað vantaði upp á, yrðu þeir sem báru ábyrgð á IceSave dæmdir til að borga restina, hvort sem þeir þættust vera gjaldþrota eða ekki.

Eftir því sem mér skilst, þá er talið, að ÓRG muni einnig synja næstu IceSave-lögum staðfestingu. Draumur Steingríms er þá sennilega sá að Ólafur verði veðurtepptur einhvers staðar í nokkra daga, á meðan þriðja umræða fer fram, og Ásta Ragnheiður mun þá með ánægju staðfesta lögin í fjarveru Ólafs.

Vendetta, 8.12.2010 kl. 15:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vendetta, ég held að þú sért ekki í þessum heimi.

Eða ég vona það þín vegna.  Það er aumt að breiða yfir sig tjöldum byltingar, og styðja síðan grímulausa fjárkúgun.  Eina klúðrið við ICEsave var að senda ekki fjárkröfu breta í dóm, þá væri málið fyrir löngu úr sögunni.

Bretar og Hollendingar eru ekki að reyna að ná neinu til baka, ef það væri viðtekin regla hjá þeim að innheimta heimlönd gjaldþrota banka, þá væru núna breskar og hollenskar freigátur fyrir utan Manhattan, grenjandi í talstöðinni yfir að Bandaríkjamenn hafi kippt staðsetningarkerfi þeirra úr sambandi, og því hefðu þeir enga punkta til að miða byssum sínum á.

Flest fólk, líklegast gæludýr líka, veit að fari banki á hausinn, þá fer hann á hausinn.  Sá sem leyfði honum að starfa í sínu landi, hann ber alfarið ábyrgð á því og það er hans að ákveða hvort hann tryggi innlán eða annað sem aðstæður krefja.

Að senda heimalandi reikninginn hefur ekki þekkst, enda myndi engin þjóð samþykkja slíka reikninga, ekki fyrr en íslenskt landráðafólk sá tækifærið til að koma landinu í ESB, og ákvað að fórna þjóð sinni til að láta þann draum rætast.

Ég er ekki að tala um breska lögfræðinga, mér vitanlega hafa þeir ekki stundað fjárkúgun og hótanir, en breskir ráðamenn hafa gert það.  Og bresk lög banna slíka háttsemi.

En það þarf einhver að kæra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 15:59

5 Smámynd: Vendetta

Ómar, ertu þá að sýkna liðleskjurnar á Alþingi? Allt þetta klúður, og hrunið líka, er þeim að kenna. 

Vendetta, 8.12.2010 kl. 16:14

6 Smámynd: Vendetta

Auk þess, ef þú lest vandlega það sem ég skrifaði, þá er ég einmitt ekki að styðja fjárkúgunina. En heldur ekki dugleysi og aumingjaskap íslenzkra ráðamanna.

Vendetta, 8.12.2010 kl. 16:16

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú, Vendetta, þú ert samt að því, hvort sem það var með vilja eður ei.

Dugleysi, aumingjaskapur, eða hvað annað, kemur fjárkúgun breta ekkert við.

Bankar sem falla, þeir falla.  Það er ekkert flóknara en það.  Og eru ekki á ábyrgð heimaríkja viðkomandi landa.  Endurtek, flest gæludýr gera sér grein fyrir þessu.

Og þar sem þú ert byltingarsinni, þá áttu að athuga að það féllu bankar um allan heim, allstaðar þar sem sama græðgimódelið var forsenda reksturs þeirra. 

Vesturlönd féllu í kjölfarið, og helstefna hin nýrri ætlar almenningi að borga sukkið og svínaríið.  Sú síðasta, gerði greinarmun á kynþáttum og þjóðum, þessi nýja fer eftir stéttum.  Stéttin sem heitir almenningur, hann á að bera byrðarnar, um aldur og ævi.

Við erum í dag nær gamla Rómarveldinu en velferðaráratugum vestrænna þjóðfélaga sem þau Margrét og Ronald slátruðu eftir hugmyndainnblæstri frá Chicago.  Við erum aðeins að sjá byrjunina, og andófið á Íslandi sér ekki ennþá út fyrir túnfótinn, heldur að stormurinn sem skall á okkur, sé íslenskt fyrirbrigði, líkt og Hornafjarðarmáninn er sérstakur fyrir þá sveit.

Ég ver ekkert Vendetta, bara fólkið mitt, og mun gera það með öllum þeim vopnum sem þarf.

Við sætum árásum fólskuafla sem engu eira, allavega engu mannlegu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 17:20

8 Smámynd: Vendetta

Ómar: Nei, ég hef einmitt sagt að íslenzkur almenningur eigi ekki að borga og að Alþingi eigi ekki að lýsa yfir ríkisábyrgð. En kannski álítur þú, að eignir gamla Landsbankans, sem voru keyptar fyrir það fé, sem var stolið af brezkum og hollenzkum sparifjáeigendum, eigi ekki að fara í það að greiða inn á IceSave-skuldina? Ég er ekki sammála því. En ég vil ekki að almenningur borgi eina krónu af því gegnum skatta eða á annan hátt.

Og ég endurtek, að þeir sem báru ábyrgð á IceSave voru ekki aðeins eigendur gamla Landsbankans heldur allar íslenzkar ríkisstjórnir og meirihluti alþingismanna frá árinu 2002 til 2008 ásamt embættismannaklíkunni. Ekkert af þessu helv... pakki getur firrt sig ábyrgð. Ef þú vilt afsaka glæpi þeirra, Ómar, þá geturðu gert það, en það verður án mín.

Það hefði vel getað komizt hjá IceSave-svindlinu á sínum tíma ef löggjafinn og eftirlitsaðilar hefðu staðið sig. Alþingi hefði vel getað sett sams konar lög og eru í gildi á öðrum Norðurlöndum sem þar hafa verið sett einmitt til að koma í veg fyrir bankasvindl, og íslenzkir eftirlitsaðilar hefðu átt að standa sig í staðinn fyrir að sleikja upp glæpahyskið. Allt þetta voru amlóðar sem áttu ekkert erindi í æðstu embætti landsins. Ég held að það væri nær að sópa í sínum eigin ranni áður en farið er að kenna öllum öðrum um.

Þetta með óblóðuga byltingu, heldur þú að eitthvað breytist á meðan einum skít er skipt út með öðrum skít?

Vendetta, 8.12.2010 kl. 18:00

9 Smámynd: Vendetta

Ómar, annað sem þú skrifar um að það hefði átt að láta bankana falla: Þá hefðu allir tapað sínum innistæðum. Ég þekki fólk mér náið sem átti tvær milljónir inni á bankabók í L.Í., fé sem það hafði sparað af lágum launum gegnum áraraðir. Fólk sem átti hvorki hlutabréf né verðbréf né peninga í sjóðum né digur eftirlaunaréttindi né aðrar eignir. Viltu þá líka, að þetta fólk tapaði öllu sínu við hrunið? Þá er ég ánægður yfir því að þér varð ekki að ósk þinni.

Annars þekki ég annan nafnkunnan einstakling, sem hefur sömu skoðun og þú. Hann sagði nýlega í dagblaði kotroskinn, að "bankarnir hefðu átt að falla". Það gat hann sagt, því að hann hafði allt sitt á þurru. Vinur hans í Seðlabankanum hafði nefnilega hvíslað í eyra hans fyrir hrun, að bankarnir væru að fara á hausinn. Hann flýtti sér þá að selja öll sín hlutabréf og stórgræddi á því. En það sagði hann að sjálfsögðu ekki við blaðamanninn.

Vendetta, 8.12.2010 kl. 18:18

10 identicon

Samningur verður aldrei að lögum.

Baldur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 18:28

11 Smámynd: Ómar Geirsson

"Bretarnir og Hollendingarnir eru bara að reyna ná aftur því fé sem ríkisstarfsmenn á Íslandi LÉTU gamla Landsbankann stela af þeim. ", þú verður að fyrirgefa þó ég túlki þessi orð þín sem samþykki á gjörðum bretanna.

Ég var ekki að segja að fólk ætti að tapa peningum þegar bankar féllu, það er ávísun á stjórnleysi, en hvert land ber aðeins ábyrgð á sínum fjármálamarkaði, það er grundvallaratriði málsins, hefur verið viðurkennt í árhundruð.

Ástæða þess er einföld, það má færa rök fyrir að það sé hagsmunir skattgreiðanda viðkomandi lands, að viðhalda stöðugleika bankakerfisins, eins geta almannayfirvöld gripið inn í og fryst bankainnistæður ef um fjöldaflótta er að ræða, en það er það eina sem eyðir innstæðum allra, þegar um minniháttar fall er að ræða (hlutfallslega), þá  er bakábyrgð stjórnvalda aðeins útþynning á gjaldmiðli, það er hjá löndum sem hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, dæmið er aðeins flóknara hjá þeim sem eru með sameiginlega mynt, þar getur þurft að grípa til þvingunar þannig að innstæður hafi forgang, eignir komi á móti skuldum og svo framvegis.

En aðalatriðið er, það er á valdi ríkisstjórna viðkomandi lands hvað þær gera, og þær koma ekki ábyrgðinni yfir á aðra.   Tapist fé, þá er það ekki sótt yfir lækinn, sé um refsivert athæfi að ræða, þá eru menn sóttir til saka, en annars gilda lög um takmarkaða ábyrgð eiganda og svo framvegis.

En enginn rekstur er sjálfkrafa á ábyrgð skattgreiðanda.

ICEsave er á ábyrgð þeirra sem leyfðu það, það er mjög naví að stilla dæminu þannig upp að aðeins sé um ábyrgð þeirra sem buðu upp á reikninganna.  ICEsave vekur upp spurningar um eðli netviðskipta, hvað auðvelt er að gera áhlaup og svo framvegis.

Enginn banki stenst bankaáhlaup, það er ekki sér íslenskt fyrirbrigði.  ICEsave var hvorki betur eða verr rekið en bankar almennt, þeir væru ekki allflestir á ríkisframfæri ef svo væri.

Vendetta, hættu að séríslenska vandann, þú hlýtur að fá fréttir frá útlöndum eins og við hin.  Allt bankakerfi Evrópu er á heljarþröm, það breska, írska, spænska, er þegar fallið, danska, þýska sænska, hollenska og fleiri eru á horriminni.  Ef sömu kröfur væru gerðar til veðhæfi eigna, eins og til dæmis var gert árið 2000, þá væri þetta allt farið.  En þegar óeign, er sögð eign, þegar verðlausir pappírar mynda uppistöðuna í eignasafni, þá standa allir, líka þeir íslensku ef þeir hefðu ekki verið svo óheppnir að vera á Íslandi, þeir væru til dæmis í flottum rekstri í Danmörku, líkt og Danske bankinn er, það væru aðeins komin leiktjöld í kringum þá.

Ég ítreka við þig, fjármálakerfi Evrópu og Bandaríkjanna féll, og það er ekki sér íslenskt vandamál, ekki fundið upp í Borgartúninu.

Og ég er ekki að skipta út skít, ég er að benda fólki á forsendu breytinga, að það láti ekki bjóða sér höfðingjaskuldir, eða niðurskurð almannaþjónustu vegna afglapa fjármálakerfisins.

Auðmenn og auðrónar mega stinga skuldum sínum upp í óæðri enda sinn.

Ég tek ekki við þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 18:42

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur.

Þetta er kjarni málsins, ólög geta aldrei orðið að lögum.  Og það þarf ekki að fella þau í þjóðaratkvæði, það gilda lög í landinu.

Skattgreiðendur kæra þennan samning, það er verið að ráðstafa þeirra peningum á ólöglegan hátt.

Jón Steinar mun fella þennan samning, það þarf ekki annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 18:48

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Úr Breskri leynilegri rannsóknarskýrslu:

..."og ástæðan fyrir því að íslenska fólkið úrkynjaðist svona gjörsamlega, og urðu eigin sjuklegu ranghugmyndum um heiminn að bráð, veit engin. Hefur þessi óheillaþróun verið hæg, enn stigversnandi allar götur frá seinni heimsstyrjöldinni, eftir því sem segir í ýtalegri skýrslu um Ísland sem var lögð fram á fundi SÞ sem haldin var sérstaklega um þessa óvenjulegu veiki sem hrjáir landið.

Ekki er vitað að neinn hafi fæðst frískur frá þessum óvenjulega sjúkdómi á Íslandi síðustu hundrað árin samkvæmt Breskri könnun sem gerð var í samvinnu við Ameríska Læknafélagið. T.d. er heilbrigð skynsemi gjörsamlega úr sambandi hjá mörgum ráðamönnum og öðru mikilvægu fólki á eyjunni, og jafnvel m-rgum íbúum þess.

Sem dæmi um hversu veikin er víða í landinu, er mótmæli gegn mestu fyrrum Ríkisstjórnarinnar mest mótmælt á bloggi. Tekið skal fram að næstum allir íbúar landsins eru læsir og skrifandi. Það hjálpar þó ekkert gegn slæmum ranghugmyndum eins og allir vita, og í þessu tilfelli verkar t.d. menntun, auka á sjúkdómseinkenninn.

Málið er á viðkvæmu stigi og er verið að reyna að fá hina mest veiku íbúa eyjunnar, sérstaklega illa haldna ráðamenn og embættismenn, til að skilja að þeir þurfa að komast í breskt fóstur sem fyrst og undir læknishendur.

Eins og er með alla sem eru vanir að sjá um alvarlega veikt fólk, þá mótmæla þegnar landsins hjálp Bresku Krúnunnar, og trúa því raunverulega að stjórnendur landsins séu að svíkja þjóðina. Stjórnendur landsins skilja ekki að búið er að svifta þá sjálfræði, og íbúar landsins skilja ekki að Bretar eru eingöngu að hjálpa veikburða þjóð að komast undur mannahendur.

Er talið að geggjuninn sé í hámarki í landinu núna. Reglulegar læknisferðir ráðmanna undir yfirskyni "Icesaverdeilunnar" þurfa að halda áfram þar til bráir af æðstu ráðamönnum þessi undarlega "gjafmildi" þeirra.

Þurfa t.d. breskir læknar að klæðast búningum og þykjast vera háttsettir embættismenn til að fá íslensku sjúklinganna til að mæta reglulega í viðtalstímanna sína í London. Allt málið er hið skelfilegasta og hafa sérfræðingar aldrei séð aðra eins þróun í neinu landi.

Stjórnendur landsins lifa að sjálfsögðu í þeirri fyrru að þeir séu minnst veikir og sumir halda jafnvel að þeir séu alls ekki veikir, og þeir séu raunverulega að bjarga öllum hinum í landinu frá ranghugmyndum og tala þá gjarna um Icesave sem notuð er sem ástæða og aðferð til að halda einhverskonar sambandi við þá allra veikustu.

Lán í óláni er að þetta er örþjóð, eins og lítið úthverfi í London sem hefur eitrað vatn í krananna og allir íbúar orðið veikir samtímis. Ameríski herinn var fluttur í burtu í öryggisskyni þegar vart var við þessa skelfilegu veiki, sem leggst mest á heilann, og reynt var að blanda geðlyfjum í drykkjarvatnið í landinu til þess að freista þess að ástandið batnaði og lyfta upp heilbrygðri skynsemi upp á yfirborðið upp á nýtt.

Talið er að ástandið hafi bara versnað við þá tilraun.

Útlendingar frá ýmsum þjóðum hafa reynt að benda á þessa óheillaþróun árum saman, enn hefur verið mætt af fólki í landinu sem lifir í þeirri ranghugmynd um sjálfan sig að þeir viti allt best. Og þeir sjálfir eru sannfærðir um að það sé ekkert að þeim eins og oft á við um þá sem mest eru veikir.

Margir útlendingar láta þá standa í þeirri trú að þeir séu í lagi, bara svona til að geta sýnt þeim lágmarkskurteisi. Enda sérfræðingar í að lifa samkvæmt þeirri reglu að vera góður og kurteisir við þá sem minna meiga sín í Alþjóðasamfélaginu.

Sérfræðingar telja að minnst 500 þúsund útlendinga þurfi að blandast íslenska stofninum hratt, til að lækna þá hroðalegu úrkynjun sem hefur fært þjóðina fram á ystu nöf forheimskunnar sem er ein af aðaleinkennum ranghugmyndanna í öllum mikilvægum mikilvægum málum landsins.

Var t.d. gert eitt Breskt sálfræðitest á gáfuðastu eintökum þjóðarinnar, sem voru t.o.m. valdir sérstaklega af þeim sem voru enn veikari, og elta þeir læknana í Bretalandi á röndum, og vilja gefa þeim peninga. Var þetta úrtak gert í formi kosninga og var allt gert til að láta allt líta sem raunverulegast út.

Leit útlendra rannsóknarmanna á frísku eintaki af íslending til að bjarga stofninum, hefur verið hætt og er stofnin sem slíkur talin af.

Er talið vonlaust að lækna svo langt gegna úrkynjun eins og er orðin staðreynd á Íslandi, og talið er að best sé að taka af þeim fjárráð til að byrja með, eignir sem geta lent í höndum hvaða þjóðar sem er, glæpamanna eða jafnvel terrorista, ef þeir verða ekki sviftir fjárræði og sjálfræði sem fyrst, og fylgst verður með fólki sem gegnir ábyrgðarstöðum í landinu.

Samþykkt hefur verið í þeirri nefnd sem fer með málefni Íslands í EU, að leyfa ráðamönnum og fólkinu í landinu að halda að þeir séu sjálfstæð þjóð og að þeir séu í lagi þar sem talið er að það sé mjög sárt fyrir fólk almennt at skilja sannleikann um sjálfan sig"...

Óskar Arnórsson, 8.12.2010 kl. 19:25

14 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Ómar.

Það skiptir ekki nokkru máli hvað stendur á þeim blöðum sem nefndin kann að koma með. Þótt þar stæði að skuldin væri krónur 0 og vextir krónur 0 þá á að fella samninginn.

Ástæðan er sú að þetta mál á að fara fyrir dómstóla - þar vinnst það og þar með er Evrópukerfið hrunið.

Hvort stefna vegna hryðjuverkalaganna verður tekin inn í þessi málaferli eða verði sérmál skiptir heldur ekki máli..

Aðalatriðið er að ná bótum og gera heimsbyggðinni ljóst hvernig bretar starfa.

Í leiðinni yrði þessari sömu heimsbygg ljóst hvernig JS og SJS hafa margsvikið þessa þjóð.

En þau eru ekki ein - þingflokkar þeirra standa við bakið á þeim - Björn Valur er bergmál af niðurrifsvilja Steingríms og Sf dansar með - í  þeim eina tilgangi að komast inn í ESB. Þær eru orðnar léttvægar afleiðingarnar af beitingu breta á hryðjuverkalögunum í samanburði við afleiðingarnar af stefnu stjórnarinnar.

Að hlusta á Björn Val í umræðunum um fjárlögin var eins og að hlusta á veruleikafirrtan ráðherra í Írak þegar innrásarliðið var komið á flugvöllinn í höfuðborginn en hann sagði engann erlendann her í landinu.

Sama firring er í gangi hjá stjórnarliðinu varðandi Icesave. 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.12.2010 kl. 07:15

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Get tekið undir hvert orð, þessi hvatning þín mætti fara sem víðast.

En af hverju er þetta svona???

Veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því, en ég hef mikið reynt að koma þessu að í umræðunni, að ólöglegur gjörningur, verður ekki löglegur, þó ráðamenn skrifi undir hann.

Eins hef ég skotið á tvo heiðursmenn, fyrir moðsuðu í afstöðu sinni til málsins.  Tækju þeir af skarið, þá væri málið dautt.

Það þarf bara einhver flokkur að lýsa því yfir að við samning, þá muni hann tafarlaust stefna bæði samningi, og þeim sem skrifuðu undir hann, fyrir dóm, láta dómsstóla skera úr um hvort við lifum á 21. öldinni, eða hinum myrkum miðöldum þar sem lög og réttur viku fyrir ofríki höfðingja og misindismanna.

Og að sjálfsögðu kippa þeir sínum mönnum úr samningsnefndinni, það er um leið og annað er rætt en skaðbætur breta vegna glæpa þeirra.

En Ólafur, þó ég mér leiðist vissulega ekki að sigla gegn fjöldanum og almannarómi, þá skelfir það mig samt, hvað allt er rólegt.  Það er engin Jónína Ben í þessu máli.

Vissulega veit ég að fólk vill ekki þennan samning, en hvaða plott liggur að baki????  Vissulega er Björn Valur vanviti, en það er Steingrímur Joð ekki, og Össur veit sínu viti þegar kemur að baktjaldamakki og plotti.

Það er ekkert eins og það sýnist, og það pirrar mig að vita ekki hvað er undirliggjandi i þessu máli.

Er verið að veðja á almenna þreytu fólks, að fólk láti þetta yfir sig ganga eins og óþarfa niðurskurðinn i heilbrigðismálum og svikin í skuldamálum heimilanna.

Eru bara allir að kaupa jólagjafir, eða slá víxla svo þeir geti farið til Boston og keypt þær.

Það eina sem ég veit, að á meðan fólk þegir, þá fara rotturnar á kreik.

Mér finnst ég finna lyktina af þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 09:17

16 identicon

HAHAHAHAHA

Ég sá eitt kommentið um daginn um þetta mál og viðkomandi hitti naglann á höfuðið.

Hann sagði ( ég dreg langlokuna saman ) : Ef Landsbankinn var með ICESAVE með fjármálabrellu þá gátu bretar notað bæði fjármálaeftirlitið sitt eða Serious Fraud til að frysta bankann á meðan rannsókn færi fram. En ... þar sem að um glæp væri að ræða þá væri bótaskyldan á einstaklinga. Svo þeir notuðu hryðjuverkalagaákvæðin til að búa sér til bótaskyldu á íslendinga ... en hafa ekki í raun rannsakað né sannað eitt né neitt.

Menn ættu að hafa það í huga í umræðunni um ICESAVE að viðbrögð breta voru langt í frá eðlileg og þeir bjuggu sér til bótaskyldu á grundvelli BRESKRA laga. Og síðast þegar ég vissi þá lúta íslendingar ekki bresku krúnunni þó svo spurning sé með stjórnmálamennina okkar

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:20

17 Smámynd: Vendetta

"Ef sömu kröfur væru gerðar til veðhæfi eigna, eins og til dæmis var gert árið 2000, þá væri þetta allt farið."

Ómar, ég er ósammála þessu í því samhengi sem ég nefndi. Ég ætla að útskýra aðeins betur hvað ég átti við.

Ástæðan fyrir því að bankarnir á Norðurlöndum fóru ekki á hausinn í hrönnum, þrátt fyrir hnattræna fjármálakreppu, er einmitt vegna þess að það voru í gildi lög sem koma í veg fyrir að banki geti lánað fé með veði í hlutabréfum bankans. Það liggur langur fangelsisdómur þar (allt að 6 ár í Danmörku) fyrir svik af því tagi sem var löglegt hér og sem útrásarræningjarnir nýttu sér til fullnustu. Ef löggjafinn (apaheilarnir á Alþingi) hefðu sett svipuð lög hér og eru þar áður en bankarnir voru seldir árið 2002, þá væri íslenzka þjóðfélagið ekki í djúpum skít eins og nú. Þess vegna ber meirihluti þingmanna mestu ábyrgðina.

Það er ekki hægt að fullyrða, að þingmenn VG beri jafn mikla ábyrgð, þar eð þeir voru alltaf í stjórnarandstöðu, en samt mikla ábyrgð. Alveg eins og hugmyndafræðin eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn (einokun-höft spilling og síðan laissez-faire-frjálshyggja og ekkert þar á milli), þá vafðist hugmyndafræðin fyrir VG. Þegar þeir sáu að baráttan gegn einkavæðingu bankanna var töpuð, hefði Steingrímur átt að beita sér fyrir því að sett yrðu lög á bankastarfsemi, eins og þau sem ég hef nefnt. En hann hirti ekkert um það, af hugmyndafræðilegum ástæðum. Hann var eins og naut sem ítrekað stangar 2ja metra breiðan steinmúr til að komast áfram í staðinn fyrir að fara aðeins til hliðar og framhjá múrnum og ná betri árangri.

Þegar maður sér í dag hvernig forysta VG liggur hundflöt í IceSave-málinu, er augljóst, að það er og verður aldrei hægt að treysta á VG, ekki frekar en hina fjóra flokkana. 

Vendetta, 9.12.2010 kl. 13:57

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vendetta, ekki nema gott um það að segja að hemja skrímslið, hef sjálfur fært rök fyrir að þrátt fyrir hávær orð um nýfrjálshyggju, þá komu engin frumvörp fram sem hefðu tekið á vandanum.  Þekki til skattsins, það er á ættingja hjá þeim sænska, sem hefur sagt mér frá vopnaleysi hins íslenska.

En svo þegar allt féll, þá sögðu þeir, sögðum við ekki, "eftir á".

En þetta er rangt hjá þér með bankana, danska bankakerfið fékk ríkisaðstoð til að skrimta, og fær núna stuðning Evrubankans.  Veðhæfi pappíra er vafasöm, vandinn er ekki bundinn við þá færeysku.  

Þeir sænsku falla ef veð þeirra í Eystrasaltslöndunum eru gerð upp.  

Það eru skýringar á krossfestingu almennings, og allir eru í glerhúsi.  Þeir einu sem hugsanlega sluppu, það voru þeir sem voru bara ekki komnir nógu langt í græðgivæðingunni, en hún var allstaðar að taka yfir.

Ergo Vendetta, þar er meinið, þetta er hugmyndabarátta, ekki sér íslensk afdalabarátta. 

Já, eitt enn, ástæða þess að þeir norsku sluppu, og hugsanlega þeir finnsku, er bankakreppan hin fyrri.  Sem var vissulega líka í Danmörku og Svíþjóð, en hinir síðarnefndu voru byrjaðir að losa um höft og komnir í útrás.

Um dönsku bankaaðstoðina má gúgla, um vanda Svía í Eystrasaltslöndunum, bara kíkja í þarlend blöð (sem ég geri ekki, en Gunnar heimild mín gerir það).

Kveðja að austan.

PS.  Þegar þú kveikir á harmi heimsins og baráttu hugmyndanna, vertu þá velkomin í byltinguna, nafnið gefur til kynna reynslu á vissum sviðum.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 14:14

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Hlynur, ég einmitt verið að benda á breska flötin, bresk lög eru mjög ströng varðandi kúganir, þar með talið fjárkúganir.

Höfðu slæma reynslu af vinnuhjúum og IRA.  

Gjörðir þeirra er fjárkúgun samkvæmt þeirra eigin lögum, tjónið af hryðjuverkaárásinni er bótaskylt samkvæmt þeirra lögum, fullyrðingar þeirra um hið meinta íslenska gjaldþrot er meiðyrði samkvæmt þeirra lögum.

En það þarf að sækja þá, það er varla hægt að ætlast til að þeir lögsæki sjálfa sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband