8.12.2010 | 11:28
Af hverju lýgur Mogginn fyrir ríkisstjórnina????
Eða er Agnes að redda heimilisbókhaldinu????
Hvað gengur fólki til sem birtir þessa fullyrðingu????
"Samkomulag mun hafa náðst um að vextir á eftirstöðvum af Icesave verði í kringum 2,7%; endanleg skipting kostnaðar vegna Icesave er ekki ákveðin, en þar mun ekki vera um háar fjárhæðir að ræða."
Nú afrekaði ríkisstjórnin vissulega að undirrita samning við breta, án þess að gera sér nokkra grein fyrir þeim kostnaði sem honum fylgdi. Það eina efnislega sem fylgdi var fullyrðingar um að endurfjármögnun Seðlabankans væri hærri upphæð, en ætla má að það kosti 200-250 miljarð.
Það var sem sagt fullyrt að kostnaðurinn væru undir þessari upphæð.
Svo settist maður niður, hagfræðingur og reiknaði hvað fælist í samningnum, og viti menn kostnaðurinn var 507 milljarðar miðað við 88% endurgreiðsluhlutfall.
Það var sem sagt logið í þjóðina um hinn meinta kostnað.
Og ennþá er logið, hvaða forsendur eru að baki þessari fullyrðingu "en þar mun ekki vera um háar fjárhæðir að ræða". Einu forsendubreytingarnar sem eru kynntar, eru þessar vaxtalækkanir, komi ekki annað til, þá ætti kostnaðurinn að vera um 200 milljarðar.
Hvað annað hefur breyst???
Það kemur ekki fram, aðeins lapin fullyrðing frá fólki sem sannarlega hefur notað fjölmiðlamenn áður til að dreifa röngum upplýsingum um forsendur og kostnað fyrri samkomulags við breta og Hollendinga.
Hvað rekur Morgunblaðið áfram við svona fréttamennsku??? Hafa starfsmenn beinan hag af því að taka þátt í lyginni???
Eða eru þetta afleiðingin af þrýstingsvinnubrögðum ríkisstjórnarinnar, að fá atvinnulífið í lið með sér. Er einhver samningur undir borðið við LÍÚ sem útskýrir þessa aðför að staðreyndum???
Allavega er ljóst að ritstjóri Morgunblaðsins skuldar lesendum sínum, og þjóðinni allri skýringu á þessum vinnubrögðum.
Þegar ólöglegri skattheimtu er þröngvað með ofbeldi á þjóðina, þá er lágmark að fjölmiðill, sem gerir sig út á faglega blaðamennsku, birti ekki svona fullyrðingar, án þess að hafa fyrir því staðfestingu að rétt sé farið með tölur og forsendur.
Það geta allir lenti í því að birta lygar ráðamanna, en þegar það er gert ítrekað, þá er ljóst að um vísvitandi verknað er að ræða.
Og það er sorglegt til þess að vita að Morgunblaðið skuli vísvitandi taka þátt í þessari aðför að heilbrigðis og velferðarkerfi þjóðarinnar.
ICEsave skatturinn verður ekki fjármagnaður úr öðrum vösum.
ICEsave er ómennskan holdi klædd.
Kveðja að austan.
Styttist í Icesave-samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Edlilegar og fyllilega réttmaetar spurningar!
Sammála (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 19:43
Takk Sammála, alltaf gott að vita að öllum er ekki sama.
Kveðja að austan,.
Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 20:02
Það er ömurlegt ef Mogginn ætlar að fara niður á heimskt og svikult plan Fréttablaðsins, ICESAVE-STJÓRNARINNAR og RUV ríkisstjórnarmiðilsins.
Elle_, 9.12.2010 kl. 00:23
Já, Elle, þá reynir á okkur að skamma hann.
Miðað við þátttökuna á blogginu, þá mætti halda að öllum sé sama, eða því sem næst.
Kannski finnst fólki það ágætt að bera út gamalmenni og loka sjúkrahúsum, sérstaklega ef það eru molbúarnir út á landi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.