Stjórnarandstaðan út í kuldanum.

 

Enda eðlilegt, hún hefur ekki stefnu í málinu.

Enginn flokksformannanna hefur haft það bein í nefinu að lýsa því skýrt og skorinort, að engir samninga með fjárútlátum verða samþykktir, nema að undangengnum dómi þar til bæra dómsstóla.

Annað sé lögleysa og vanvirðing við íslensk og evrópsk lög.

 

Málflutningur þeirra Sigmundar og Bjarna einkennist allur af fýlu, þeir væla yfir að þeir þurfi að hringja út í bæ, til að afla sér upplýsinga af gang mála.

En það er í öllu máta eðlilegt þegar haft er í huga að þeir hafa enga stefnu, annað en að slá í og úr.  Slíkir menn eru aldrei hafði með í ráðum, menn sem vita ekki sjálfir hvað þeir vilja.

 

Þjóðin þarfnast sárlega fólks sem hefur kjark til að verja hagsmuni sína.  Og kanna að tjá sig um helstu álitamál án þess að véfrétt þurfi til að túlka.

Það er mjög auðvelt að segja Nei.

Af hverju gera þeir Bjarni og Sigmundur það ekki???

 

Við hvað eru þeir hræddir????

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki í umboði stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar Geirsson spyr:

"Af hverju gera þeir Bjarni og Sigmundur það ekki???

 Við hvað eru þeir hræddir????"

Kannski er thetta röng spurning.  Kannski áttu ad spyrja:  Hvad fá their borgad mikid undir bordid fyrir thad ad semja.

Ég er audvitad sammála thér ad thjódin á ekki ad borga krónu fyrir afglöp og svindl bankamanna.  

Bordliggjandi (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 10:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú meinar, þetta er vissulega réttmæt spurning, og hangir yfir þessum heiðursmönnum, á meðan þeir leggja nafn sitt við siðlausa kúgun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 10:35

3 Smámynd: Birnuson

Ég er ekki viss um að það sé gagnlegt að ætla þessum mönnum að vera á mála hjá öðrum. Ef Bjarni og Sigmundur eru hræddir, þá er það hræðsla við útskúfun úr innsta hring stjórnmálanna.

Birnuson, 9.12.2010 kl. 11:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Þessi tala líkt og Bjarnamessa, er eins og hjá bóndanum sem eggjar hund sinn til dáða, með því að sparka í rassgatið á honum.  Hef margoft séð það.  Svo þegar hann kemur stoltur eftir gott verk, þá fær hann klapp og klór bak við eyrun, og bein að naga þegar heim er komið.

Að mörgu er að hyggja ef þú ert að byggja segja þeir einhvers staðar.

Maður verðu líka að passa upp á æruna, þegar skammirnar í garð Jógrímu er of miklar, þá verða hinir að fá líka, ég vil ekki lestur þeirra sem koma til að fá orðun á skoðunum sínum, ekki það að gott er að eiga samleið, en flóra lífsins er marbreytileg, og hús Hriflunga herbergjamörg.  

Allir hafa gott að velta fyrir sér hinni hliðinni.  Ekki til að vera sammála, heldur til að máta sínar skoðanir.

Eins er það með spurningar, þær eru endilega ekki þær réttu, en krefja svara.  Til dæmis þá getur þú spurt barn sem talar um að pabbi sé alltaf heima sofandi, "hvað segir þú vina, er pabbi þinn albínói, þolir hann illa sólarljós??  "Nei, nei, hann var að vinna í nótt, "pabbi var að vinna í nótt"".   Sem er kannski einmitt það sem þig grunti.  En fórst fínt í.  Spurðir um eitthvað sem er augljóslega út í fjósi, en krafðist svara.

Svona er þetta Birnuson, svona er þetta nú bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 134
  • Sl. sólarhring: 614
  • Sl. viku: 5718
  • Frá upphafi: 1399657

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 4878
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband