7.12.2010 | 22:51
Gefið mæðrastyrksnefnd þessa 40 milljónir.
Ég skal taka þetta að mér ókeypis.
Ég get alveg logið án þess að fá borgað fyrir það.
Mörkin set ég aðeins við að kalla alögunarferlið ekki aðildarviðræður, það er svo augljós lygi þegar lög Evrópusambandsins eru öllum aðgengileg. Og hver sem er kennt getur kynnt sér þau lög sem í gildi eru.
Lygi þarf að vera trúverðug, annars virkar hún ekki.
Svo er ICEsave ábyrgð andstæð lögum ESB, borgar sig ekki að halda öðru fram þegar lögin eru skýr.
Svo er eitthvað fleira sem ég myndi sleppa að ljúga, eitthvað sem er svo auðvelt að afsanna, eins og til dæmis að evran sé framtíðarmynt og svo framvegis.
Eða það sé ekki kreppa í Evrópu.
Eða matur ódýr.
En það er auðvelt fyrir stjórnmálafræðinga að fá vinnu hjá ESB.
Það er satt.
Kveðja að austan.
40 milljónir til hlutlausrar upplýsingaveitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 572
- Sl. sólarhring: 637
- Sl. viku: 6303
- Frá upphafi: 1399471
Annað
- Innlit í dag: 488
- Innlit sl. viku: 5343
- Gestir í dag: 448
- IP-tölur í dag: 441
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú síðan mætti auðvitað fá Palla Vill til að taka þetta að sér. Hann er alveg gersamlega hlutlaus.
Sigurður Sigurðsson, 7.12.2010 kl. 23:03
Blessaður Sigurður.
Góð hugmynd, vissulega höfum "hlutleysi" hans innan gæsalappa en andstaðan hans við ESB aðild er vel þekkt.
En sterkasta vopn hans er að segja satt, láta staðreyndir tala sínu máli.
ESB elítan féll nefnilega strax í þá gryfju að nota lygar og blekkingar til að koma landinu í ESB, eins og Evrópuhugsjónin, og kalt mat á beinum hagsmunum dygði ekki til.
Allt bullið að við stæðum betur með evru, að hún hefði verndað lífskjör þjóðarinnar þegar stór hluti hagkerfisins hrundi, var algjörlega óþarfi.
Síðasta gryfjan sem lygahjörðin féll í var að láta eins og lagabreyting ESB um aðildarferlið hefði aldrei átt sér stað. Tala endalaust um aðildarviðræður, þegar um aðlögunarferli er að ræða, vitna síðan í úrelt dæmi um vinnuganginn þegar Noregur sótti um, það er slík einfeldni að það má efast að um fullorðið fólk sé að ræða.
Að ljúga einhverju sem er hægt að afhjúpa með einfaldri tilvitnun í skýr lög, það er slík vanhæfni, að jafnvel 5 ára barn gæti betur.
Það að segja satt á alltaf að vera óháð skoðunum manna til málefnisins. Sá sem þarf að ljúga, hann hefur vont mál að verja eða styðja.
Já, Páll gæti þetta betur en utanríkisráðuneytið á meðan Össur stjórnar. Honum er ofviða að fjalla um staðreyndir þegar umræða snýst um annað en stærð á getnaðarlim fiska.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.