Jóhanna þráir að slá Geir Harde við.

 

Hann er fyrsti Íslendingurinn sem er dreginn að ósekju fyrir Landsdóm, hún á sér þann draum, að vera sá fyrsti sem verður ákærður fyrir landráð.

Jóhanna greyið virðist ekki fatta, að ESB hefur skriflega gefið út að krafa breta er ólögleg.  Sem út af fyrir sig er mjög skiljanlegt, því hún hefur aldrei fattað ICEsave.  Hún hefur skrifað greinar og sagt í sjónvarpi og útvarpi, að ICEsave "skuldin" eins og hún kallar það, sé ekki nema 70-100 milljarða. 

Samt er hún núna að gera samning sem sparar ríkið  150-200 milljarða eins og sagði í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins í gær.  Hvernig er hægt að spara 150-200 milljarða ef hin meinta skuld er ekki nema 70-100 milljarðar??

Var hún kannski að ljúga, eða ekki betur upplýst???

 

En það er ekki málið, heimska er líklegast ekki refsiverð, þó hún sé nýtt í ólöglegum tilgangi, en að ljúga er ólöglegt þegar í húfi eru tugir eða hundruð milljarða af almannafé, og lygin er notuð til að plata þá út. 

Hvað voru margir settir í varðhald út af virðisaukasvindlinu???

Voru það ekki 9-10 manns, samt var hinn meinti þjófnaður aðeins 150-200 milljónir.

 

En Jóhanna reyndi að hafa 150-200 milljarða út úr þjóðinni.

Man enginn eftir hótunarbréfinu sem hún sendi forseta Íslands, þar sem hún sagði að hann myndi bera ábyrgð á miklum hörmungum, bæði efnahagslegum sem og hitt, að ef hann myndi senda ICEsave samning Svavars í þjóðaratkvæði, og hann yrði felldur, þá gætu bretar margfaldað kröfur sínar, upp í alltað 1.500 milljarða.

Hvað hefði gerst ef forseti Íslands hefði beygt sig fyrir hótun forsætisráðherra????  Og undirritað lögin sem heimiluðu ríkisábyrgð upp á að lágmarki 507 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Jóns Daníelssonar hjá London School af Economic og enginn hefur véfengt???

Þá hefði íslenska þjóðin ekki fengið samninginn sem Jóhanna ætlar að kynna eftir Helgi.  Sem á að innhalda sparnað upp á 150-200 milljarða.

 

Ef þetta er ekki þjófnaður árþúsundsins, og landráð, hvað er þá landráð???

Ef ríkisaksóknari og ríkislögreglustjóri handtaka ekki strax ríkisstjórn Íslands, daginn sem nýr ICEsave samningur verður undirritaður, þá gilda ekki lengur lög í landinu.

Þá verðu að tæma fangelsi landsins, af öllum nema ofbeldismönnum.

Vegna þess að allir geta sagt, ég varð að taka þessa peninga, því annars hefðu bretar krafið þjóðina um 1.500 milljarða, og látið gera okkur upp.  Allir gætu líka sagt, "sökum mismunar sem kveðið er á um í EES samningnum, þá tók ég þessa fjármuni af ríkissjóði, þetta er ekki virðisaukasvindl, ég má það alveg eins og ríkisstjórnin, hún þarf ekki að lúta lögum, af hverju þá ég??".  Því mismun er jú bönnuð, eða það eru einu rök breta fyrir kröfu sinni, og íslenska ríkisstjórnin ætlar að borga um 300-350 milljarða (ef sparnaðurinn er 150-200 milljarðar) til breta án þess að láta reyna á lögmæti kröfu þeirra.

Ef einum er borgað ólöglega kröfu, þá eiga aðrir saman rétt, annað er bein mismunun.  

 

Auðvita sjá allir að það er ekki heil brú í þeim málflutningi ríkisstjórnarinnar að borga bretum krónu, ef þeir geta ekki löghelgað kröfu sína fyrir Evrópu og Efta dómnum.  Það er hreinlega stuðningur við fjárkúgun.  Og þegar fjárkúgunin er af völdum erlendra afla, þá segir þetta í íslenskum lögum:

" 87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum."

Lögin eru skýr.  Krafa breta styðst ekki við neina samninga sem Ísland hefur gert, og styðst ekki við nein lög Evrópska efnahagssvæðisins.

"Af því bara" eru ekki rök í málinu, að þessi eða hinn láni ekki.  Það geta allir notað slík huglæg rök, ef þau eru viðurkennd í einu máli, þá verður að viðurkenna þau í öllum.  Og þar með er geðþótti, ekki lög, látin stjórna.

En bæði Hitler og Stalín eru dauðir, og það stjórnskipulag sem við þá er kennt.  Evrópa er lýðræðissamfélag, og réttlæta það að láta undan fjárkúgun með einhverri tilvísun í að Evrópa lúti ekki sínum eigin lögum, heldur geðþótta einstakra embættismanna eða ráðamanna, það er þvílík fjarstæða á 21. öldinni, að það er ótrúlegt að fólk sem heldur þessu fram, skuli gegna embættum, eða fá inni með ruglið sitt í fjölmiðlum.

Það mætti halda að allir fjölmiðlar landsins væru vitleysingarhæli, að kúgunarrök, ekki lagarök, séu sú forsenda sem þeir kynna sem nauðsyn þess að þjóðin verði að greiða ICEsave kúgun breta.  

Sú frétt sem var á Mbl.is í dag, þar sem einhver Vilmundur atvinnurekandi sagði að við yrðum að semja, annars fengi ekki Landsvirkjun lán, er dæmi um þar sem blaðamaður á að bjóða hvítar pillur eða skrifa niður hemilsfang á geðdeild, en ekki birta slíkt ofsóknarkjaftæði.

 

Það er ekkert hæft í þessu rugli.

Samfélag Evrópu er byggt á lögum og rétti, á lýðræði og mannréttindum.  Ekki kúgun og gerræði þess stærri gagnvart hinum minni.

Það er tími til kominn að stoppa þetta rugl.

Sýni ríkisstjórnin ekki fram á lögin, og dóminn um að krafa breta er lögleg, þá á að vísa þessu máli frá, ekki bara frá Alþingi, heldur úr allri umræðu.

Það eru skýr lög sem banna stuðning við fjárkúgun erlendra ríkja, þau lög á að virkja.

 

Og fjölmiðlar landsins þurfa að hætta að láta misnota sig í þeim ljóta leik.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Niðurstaða vonandi í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að segja að Geir sé fyrir landsdómi að ósekju er argasta heimska.. maðurinn er landráðamaður vegna sauðsháttar og heimsku.   Hinsvegar má deila á það afhverju það voru ekki miklu fleiri settir fyrir landsdóm en gufan Geir

Óskar Þorkelsson, 6.12.2010 kl. 19:20

2 Smámynd: Elle_

Ekkert, nákvæmlega ekkert hefur komið fram opinberlega sem segir að Geir Haarde sé á nokkurn hátt sekur um nokkurn glæp.  Og þú ert að nota alvarlegt meiðyrði um hann.  Opinberlega og á prenti.  Það var ógeðslegt einelti af núverandi aumu stjórnarflokkum að draga Geir Haarde einn manna fyrir dóm.  OG FYRIR HVAÐ??

Elle_, 6.12.2010 kl. 19:35

3 identicon

Óskar Þorkelsson það er "argasta" heimska og barnaháttur að segja að Geir Harde hafi verið landráðamaður og gufa þar sem þú getur ekki með nokkru móti sannað það uppá hann, að hann hafi vísvitandi og ætlað að henda Íslensku þjóðinni á hausinn. Einnig þegar þú segir að það mætti deila um það hvort að fleiri ættu að hafa verið hent fyrir landsdóm þá er það einnig kjaftæði,

enginn af umræddum þingmönnum áttu það skilið að vera dregin fyrir landsdóm.

Ármann Elvarsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, þú hefur ekki ennþá gefist upp á að mæta á fíflaslóðir, þetta virðist vera þráhyggja hjá þér.

Þú svarar eiginlega fullyrðingu þinni sjálfur, fyrst að allir þeir sem ábyrgð báru, voru ekki ákærðir, þá er ákæran sem slík marklaus, er af ætt réttarhneyksla, gangi kæran eftir þá flokkast þetta undir réttarmorð.

Slær jafnvel Dreyfus smán Frakka út, slagar hátt upp í stærstu smán okkar réttarsögu, dómnum yfir ungmennunum sem fenginn var með pyntingum, ættuðum úr ranni Gestapó.

En það er auðheyrt að þú þekkir ekki Geir Harde, þú myndir ekki velja honum þessi orð ef svo væri.

Hinsvegar getum við haft skoðanir á hvort eigi að ákæra vegna þess sem gerðist, mínar skoðanir hef ég tjáð í pistlum á þessu bloggi, en það deilir enginn um ranga og siðlausa málsmeðferð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2010 kl. 20:44

5 identicon

Óskar! er það sem mér sýnist að þú ert með hendina í Hitlerskveðjunni á myndinni sem fylgir bloggi þínu eða ertu bara að reyna að halda höðinu föstu við búkinn.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 00:13

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ómar og þið hin -

það er ljótt að skamma veikt fólk - hvort sem það heitir Óskar Þorkelsson - Jón narr eða eitthvað annað.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.12.2010 kl. 05:59

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rosalega eru margir meðvirkir á íslandi.. ótrúlegt..

Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 09:18

8 identicon

Það er sjaldan sem ég get tekið undir með Óskari Þorkelssyni, en það geri ég heils hugar hér.

Auðvitað átti að draga yfirverkstjóra Hrun stjórnarinnar fyrir Landsdóm. En það átti reyndar að gera við fleiri ráðherra þeirrar hörmulegu stjórnar og það er skömm þeirra sem þorðu því ekki.

Þess vegna er skiljanlegt að sumir hafi smá samúð með Geir Haarde að hann skuli einn sóttur til saka, þar sem meðreiðarsveinar eru látnir sleppa !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 09:53

9 identicon

Ég las það einu sinni að hver sá sem teldi alla aðra vera geðveika væri komin á ansi hátt stig í þeim í sjúkdómi, sem og að vera  haldin þráhyggju og einhverri annari sýki sem ég man ekki nafnið á.

(IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 09:56

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Hæ og hó Óskar.

Það eru ekki rök að benda á meint bull.

Þú komst inn og bentir á hið fremsta aukaatriði míns pistils, eins og orðin að "ósekju" kæmi málsatriði pistilsins við.

Kannski er ég bullari Óskar, en rökin Óskar, þú ert betri en þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2010 kl. 10:28

11 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Athyglisvert er nýlegt álit Seðlabanka Evrópu varðandi "Review of
Directive 94/19/EC on Deposit-Guarantee
Schemes (DGS)".
Þeir tala skýrt: "ríkisábyrgð gengur gegn Art. 101 of the Treaty"
 
In case the funding gap resulting from this
target level proves to be substantial, a transition
period may be required for DGS to achieve the
target level. Funding arrangements must comply with the monetary
financing prohibition laid down in the Treaty,
and in particular with the prohibition of national
central banks providing overdraft facilities or
any other type of facility within the meaning of
Art. 101 of the Treaty.
http://www.ecb.int/pub/pdf/other/eurosystemsstanceoncommissionsconsultationondepositguaranteeschemes200908en.pdf

Hólmsteinn Jónasson, 7.12.2010 kl. 11:01

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Hólmsteinn.

Eins og Alain Lipietz benti á, þá var þetta  markmið tilskipunarinnar, að aflétta ríkisafskiptum á fjármálamarkaði.

Hinn möguleikinn, að ESB geti ákveðið ríkisábyrgð, það er eitthvað sem lagahefð síðustu 2.200 ára hið minnsta útilokar.

Það væri svo einfalt að setja ríki í þrot, ef einhver skriffinni gæti sett reglur þar um.

Í raunveruleikanum þá eru hlutirnir ekki alveg svo einfaldir, hafi þetta gerst fyrir slysni, þá kveður neyðarréttur þjóða skýrt á um að slík lög eða reglugerðir séu ólögleg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2010 kl. 12:30

13 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Jam - það verður athyglisvert að sjá nýjan samning! 

Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30th May, 1994 (Official Journal ofthe European Communities L 135, 31st May, 1994) on deposit guarantee schemes harmonizes minimum deposit insurance coverage, but also in its Preamble discourages governments from providing funding to their deposit insurer: "… the cost of financing suchschemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves …." At the same time,there are limitations, imposed by the EC Treaty, on the ECB and/or the Euro area national central banks´ lending to governments or institutions (article 101), which limit the possibility of central bank financing of deposit insurance schemes. There are also limitations on the EU Community’s ability to "bail out" governments and/or public entities (article 103).

Article 101

1. Overdraft facilities or any other type of credit facility with the ECB or with the central banks of the Member States (hereinafter referred to as "national central banks") in favour of Community institutions or bodies, central... governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of Member States shall be prohibited, as shall the purchase directly from them by the ECB or national central banks of debt instruments.

2. Paragraph 1 shall not apply to publicly owned credit institutions which, in the context of the supply of reserves by central banks, shall be given the same treatment by national central banks and the ECB as private credit institutions.

Article 103

1. The Community shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of any Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project. A Member State shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of another Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project.

2. If necessary, the Council, acting in accordance with the procedure referred to in Article 252, may specify definitions for the application of the prohibition referred to in Article 101 and in this Article.

Hólmsteinn Jónasson, 7.12.2010 kl. 12:56

14 identicon

Já, meðvirkni er orðin samnefnari scumspillingarmanna á Íslandi árið 2010.

Þið sjáið ekkert nema afleiki xD, ekkert að því og af nógu er að taka, en sjáið þið ekkert að DRULLUNNI sem vellur undan samskeytum ykkar flokks ??

Sjáið þið mögulega lausn á vanda lands okkar með því að snúa alltaf blinda auganu að ykkar flokki ??

Eru þið virkilega svona drullu heimskir ??

Spillingin er enn við lýði, það hefur ekkert breyst !

Mistökin/spillingin er verk allra flokkanna (1944-2008) þar er meinið með heimilisfesti, sumir vissulega sekari en aðrir en fæstir saklausir !

Ef við viljum standa upp að nýju þá verðum við að hætta að greina mistök/spillingu með flokksgleraugum, við verðum að gagnrýna spillinguna, ekki hvar gerandinn er staddur í flokki !

Það er eina leiðin upp

runar (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 21:00

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður runar.

Að svíkja land sitt og þjóð er ekki öllum gefið þó mörgum vinstrimanninum takist það þessa dagana.  Mörg rök tína þeir til, en ætli þessi X-D þula sé ekki það aumasta sem mannshugurinn getur skapa sem afsökun fyrir svikum sínum.

Ég vorkenni þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband