24.11.2010 | 19:01
Sjúkir menn níðast á sjúku fólki.
Þeir réttlæta eyðileggingu heilbrigðisþjónustunnar á þann veg að einhvers staðar fái fólk bráðaþjónusta, ennþá í Reykjavík, en eftir 2-3 ár, þegar allur niðurskurður AGS gengur eftir, þá munu þeir sjálfsagt vísa á konunglega sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn.
Í dag vilja þeir bakka 50 ár aftur í tímann, verði þeir ekki stöðvaðir og vistaðir á viðeigandi stofnun fyrir geðvillinga, þá munu þeir koma heilbrigðismálum þjóðarinnar aftur til árdaga þjóðarinnar.
Kerfið þolir ekki meiri niðurskurð. Það er staðreynd sem fólk þarf að horfast í augun á.
Og það er ekkert sem réttlætir hann, ekki nema sá sjúki hugur að vilja greiða fjármagnseigendum tugi milljarða í vexti, á meðan sjúku fólki er vísað á gaddinn.
Það varð ekkert hrun atvinnuvega haustið 2008, útflutningur landsmanna er í miklum blóma, tekjur þjóðarbúsins sjaldan verið meiri.
Af hverju er þá áratuga uppbyggingarstarf heilbrigðiskerfisins eyðilagður á 2-3 árum.
Og það mun taka mörg, mörg ár að ná aftur sömu gæðum og þjónustu.
Af hverju er ekki öðrum stofnunum lokað fyrst??
Hví afsegja þingmenn sér ekki launum sínum, fyrir áratugum mættu menn til þings 2-3 á ári en unnu heiðarlega vinnu þess á milli.
Af hverju er ekki starfsfólki ráðaneytanna sagt upp, hvað hefur þjóð sem hefur ekki efni á heilbrigði allra landsmanna að gera við möppudýr???
Eða af hverju losum við ekki okkur við AGS og tökum upp siðaðra manna háttu.
Skattleggjum fjármagn sem leitar úr landi, í stað þess að taka risalán til að borga það út á yfirverði.
Af hverju?????
Kveðja að austan.
Niðurskurður hafi ekki áhrif á heilsu landsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Austfirðingur góður, jafnan !
Mér sýnist nú; sem þú takir full grunnt, í árina, Ómar minn.
Eigum við ekki fremur; að segja, að heilbrigðiskerfinu fari aftur - um 3 - 400 ár, hið minnsta, í stað þinna 50 ára, ágæti drengur - fari; sem horfir, nú ?
Með kveðjum góðum; austur í fjörðu /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 20:33
Blessaður Óskar.
Þú veist að við Austfirðingar eru orðvarir menn, og tillitssamir.
Þess vegna er ég ekki að fullyrða of mikið, og reyni að láta ódæðismennina njóta vafans, tel þá sjúka, og þar með læknanlega.
En það má vissulega færa rök fyrir að fólk sem gerir meðbræðrum sínum og samfélagi þetta, að það sé í vinnu fyrir þann sem seint hefur verið talinn húsum hæfur. Þessi mannvonska sé ekki þessa heims.
Þegar síldin féll, og útflutningstekjur þjóðarinnar hrundu í kjölfarið, þá byrjuðu menn ekki að vinna sig út úr vandanum með því að loka spítölum, en þá stjórnaði fólk, venjulegt fólk landinu.
Ekki ómenni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.11.2010 kl. 21:50
Ráð AGS eru óráð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.11.2010 kl. 23:40
Hvað er "Geðvillingar"? Og hvað er AGS að skera niður? Held að AGS sjálft skeri ekkert niður. Það var samþykkt hér áætlun sem miðar að því að Ísland komist út úr að vera rekið með halla. Og það sem fyrst því annars höldum við áfram að safna skuldum.
Held að menn væru nú ekki sáttir ef að Alþingi myndi bara 3x á ári samþykkja lög. Bendi þér líka á að það væru nú miklar líkur á því að þau lög væru andskoti illa unnin ef að Alþingismenn fengju ekki að fara yfir þau.
Gaman að vita hvaða land annað með 300 þúsund íbúa er með svona mörg sjúkarhús eins og við. Fjöldi þeirra er svo mikill þar sem áður voru samgöngur hér slæmar. Bendi t.d. á að ég hef heyrt að á sjúkarhúsi út landi séu geislafræðingar á bakvöktum allt árið á nóttunni og á síðsta ári hafi þeir 2x verið kallaðir út. Það hlýtur að mega hagræða þarna töluvert. Sér í lagi þar sem ég heyri að á mörgum af þessum stöðum sé fólk sent beint framhjá sjúkrahúsunum til Akureyrar eða Reykjavíkur. T.d. nær öll slys og bráðaveikingi.
Heilbrigðisþjónusta,trygginar og félagsmál kostar okkur í dag um 240 milljarða af öllum útgjöldum ríkisins og tekjur ríkisins eru um 400 milljarðar. svo ef við bætum menntamalum við þá erum við að tala um að þessir 3 ráðuneyti kosta um 29ö milljarða Þetta eru því 3/4 af öllum tekjum ríkisins og þá erum við ekki farin að tala um afborganir af lánum eða vexti. Og svona verður það ef að við vinnum ekki bráðan bug á að greiða niður skuldir ríkisins. Hægt að skoða þetta hér bæði fyrir þetta ár og fjárhagsáætlun.
Svo minni ég á að það er verið að breyta niðurskurði í heilbrigðismálum á Alþingi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.11.2010 kl. 01:34
Gleymdi að setja inn tengilinn sem ég nefndi hér að ofan. http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2011/?lidur=&sbr=on
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.11.2010 kl. 01:35
niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu stóð sem hæst í "gróðærinu".. ísland hafði vart efni á þessu bruðli þá, hvað þá í dag...
Það er skömm að þessu ástandi á klakanum. ég þurfti á þjónustu þessa kerfis að halda árið 2007 og þá þegar var niðurskurðurinn svo svakalegur að þeir höfðu ekki sjúkrarúm fyrir fólk sem var að koma úr uppskurði.. menn sendir heim samdægurs með sár sem eiga nokkra daga til að gróa saman almennilega.. það var þá sem ég tók endanlega ákvörðun um að koma mér í burtu AFTUR frá þessu fáranlega samfélagi sérvitringa.
Óskar Þorkelsson, 25.11.2010 kl. 05:26
Blessaður Magnús.
Orðið geðvillingur er ágætis íslensk þýðing á slanguryrðinu sykó, og vísar í þekkt læknisfræðilegt hugtak, "a person affected with antisocial personality disorder" samkvæmt Britannicu. Fólk sem telur sig hafa rétt á að umturna samfélögum og valda öðru fólki með því óþarfa þjáningum, er gott dæmi um slíka geðvillinga.
Ég veit ekki hvort ég eigi að nenna að svara þér enn einu sinni í sambandi við AGS Magnús, en þar sem einhverjir aðrir lesa þá er best að gera það lauslega.
Efnahagsáætlun AGS gerir ráð fyrir skuldsetningu sem nemur um 60% af ríkisútgjöldum, hún leyfir ekki peningaprentun til að brúa nauðsynleg útgjöld (fyrir utan fyrstu tvö árin í okkar tilviki sem er mikil náð samkvæmt Þorvaldi Gylfa því svo ég vitni í hann, slíkrar náðar nutu ekki ríki Suð Austur Asíu.). Þessi niðurskurður er því alfarið að boði AGS, þó heimskir meðreiðasveina dansa með. Svona niðurskurður er öruggur til að valda djúpstæðri kreppu, gífurlegum samdrætti og eyðileggingu grunnþjónustu.
Dæmin sanna það Magnús, ef þú veist dæmi um annað, komdu með þau, hættu að bulla annars.
Ruglið þitt um heilbrigðisþjónustuna er því miður ekki ættuð úr þínu ranni, þetta rugl hefur markvisst verið markaðssett undanfarin ár.
Ekkert að þessu sem þú segir er rétt, forsvarsmenn heilsugæslunnar á landsbyggðinni eru ekki með verri nýtingu fjármuna en þeir í Reykjavík. Bakvaktir eru vissulega, og þó þú finnir öfgadæmi um lélega nýtingu þeirra, þá vita þeir læknar sem sinna þeim, að það er nóg að gera. Bakvaktir eru líka á höfuðborgarsvæðinu, og margir sérhæfðir starfsmenn þar eru á vakt, en þó ekki mikið notaðir. Það eru nefnilega fleiri á vakt en fólk á bráðadeildinni.
Sjúkrahúsin á Íslandi eru ekki mörg miðað við stærð landsins og landfræðilega stöðu. Þau hafa nóg að gera, og þar sem það á ekki að afleggja læknisþjónustu við landsbyggðarbúa, þá er ljóst að hagræðingin er lítil sem engin, og þá er ekki tekið með í reikninginn óhagræðið fyrir þann hóp landsmanna sem kemur með 95% af gjaldeyrisöflun landsmanna.
Þú gerir þér ekki grein fyrir því að landsbyggðarmenn borga fyrir þessa þjónustu í sköttum sínum, og þeir gætu hvenær sem er gert kröfu til sinna skatta og keypt sérfræðingaþjónustu þar sem hún er ódýrust, til dæmis er engin munur að fljúga út til Köben en að fljúga til Reykjavíkur.
Þar sem þú álítur þá heilsugæslustarfsmenn á landsbyggðinni sem mótmæla þessum niðurskurði, fávita, og tekur ekki mark á vandaðri vinnu Capacent um hinn litla sparnað sem af þessum ráðstöfunum hlýst, þá ætla ég að vitna í ályktun Læknafélags Íslands.
Lestu þessi orð og reyndu að vitkast, það er stutt í að vera geðvillingur ef menn nota rugl til að réttlæta níðingsverk á náunga sínum.
Læt skrifin koma í næsta innslagi, svona til að þetta fari ekki allt í belg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 05:34
Á nýafstöðnum aðalfundi Læknafélags Íslands var samþykkt samhljóða ályktun þar sem varað er við þeim mikla niðurskurði í fjárframlögum til heilbrigðisþjónustu sem fyrirhugaður er í fjárlögum næsta árs. Alþingi og ráðuneyti voru hvött til að íhuga vandlega afleiðingar á vissum landsvæðum þannig að öryggi þegnanna verði ekki skert. Bent var á að þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu muni fara vaxandi og þessari þörf verði að mæta þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. Læknasamtökin lýstu sig reiðubúin til samstarfs við stjórnvöld um bestu leiðir að því marki. Boðaður 4,7 milljarða króna niðurskurður á framlögum til heilbrigðisþjónustu á næsta ári er 17% af niðurskurði ríkisútgjalda.
Alvarlegastar eru horfurnar á landsbyggðinni en fullyrt er að sjúkrahússtarfsemi víða úti á landi muni leggjast af í núverandi mynd ef þessi áform ganga eftir. Á sjúkrahúsum landsbyggðarinnar er nú sinnt bráðaþjónustu vegna algengra vandmála í lyflækningum og skurðlækningum á göngudeildum eða með innlögnum og smærri aðgerðum en erfiðari tilfelli send á stærri sjúkrahús. Vel menntaðir sérfræðilæknar hafa ráðið sig til starfa á landsbyggðinni og sinna mestum hluta sérfræðiþjónustu á staðnum. Þetta er skilvirk og góð þjónusta sem veitir landsbyggðarfólki nauðsynlegt öryggi.
Afleiðingar af harkalegum niðurskurði eru ófyrirséðar. Hætta er á því að læknar flytjist af landsbyggðinni eða fáist ekki til starfa þar. Þann skaða yrði erfitt að bæta. Eftirspurn og þörf fyrir þjónustu mun ekki minnka. Flutningur sjúklinga í stórum stíl til Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna veikinda sem unnt er að sinna vel á sjúkrahúsum í heimabyggð er óskynsamlegur af mörgum ástæðum. Ekki hefur verið sýnt fram á að kostnaður við meðferð algengra vandamála á landsbyggðarsjúkrahúsum sé meiri en á stóru spítölunum. Víða um landið eru samgöngur ótryggar og flutningur bráðveikra á milli staða mun leiða til áhættu og aukins kostnað. Ekki má gleyma því að ferðir vinnandi fólks um langan veg til sérfræðilækna kosta tekjutap fyrir einstaklinga og samfélagið. Sama er að segja um ættinga sem þurfa að fylgja sínum nánustu og styðja við innlögn á sjúkrahús. Skynsamlegt væri að vinna að hagræðingu í nánu samstarfi við fagfólk á hverju landssvæði og stjórnendur sjúkrahúsanna út frá heildarhagsmunum. LSH og FSA eiga fullt í fangi með þau verkefni sem þessi sjúkrahús sinna nú þegar. Ástandið þar mundi versna til muna ef mikill fjöldi algengra vandamála af landsbyggðinni bætist við þeirra verkefni. Því er líklegt að stóru sjúkrahúsin væru betur sett með það góða samstarf sem verið hefur við landsbyggðarsjúkrahúsin. Læknasamtökin hafa mikla fagþekkingu á heilbrigðisþjónustunni í landinu. Ætla mætti að náin samvinna við lækna um leiðir til að spara en varðveita jafnframt mikilvægustu þætti þjónustunnar væri nauðsynleg á þessum erfiðu tímum. Heilbrigðisráðuneytið hefur þó ekki leitað eftir samvinnu við læknafélögin né önnur fagfélög svo vitað sé og ber því alfarið ábyrgð á þessum tilögum og afleiðingum þeirra.
Þessar niðurskurðartillögur eru mistök sem gætu reynst afdrifarík og nauðsynlegt er að leiðrétta við afgreiðslu fjárlaga. Ríkisstjórnin ætti að breyta forgangsröðun sinni og hlífa heilbrigðisþjónustunni í samræmi við fyrirheitin um að varðveita velferðarkerfið.Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 05:35
það er margt til í því sem þú segir Ómar en þú gengisfellur orð þín með gífuryrðum og orðaflaumi. Það sem Magnús er að segja er rétt ! það má vel hagræða úti á landi í heilbrigðisþjónustunni og bendir Magnús einmitt á atriði þar sem má hagræða .
Óskar Þorkelsson, 25.11.2010 kl. 05:42
Blessaður Óskar.
Það sem Magnús segir, er ekki rétt.
Það mátti hagræða, og það er búið og gert.
Hér hjá HSA hefur hagræðingin mumið rúmlega 500 milljónum króna á þremur árum, og stjórnendur stofnunarinnar treysta sér til að viðhalda þeirri þjónustu sem nú er með um 5% viðbótar niðurskurði, eftir það þarf að loka, einhverju.
Það sem þið félagarnir segið eru gamlar gróusögur, sem og hitt að þið þekkið ekki hvað hefur verið gert undanfarin ár. Ég skal vitna í einn afleysingarlækni sem sagði við konuna mína, "nóg að gera, ég hef aldrei kynnst öðru eins brjálæði".
Óskar, þetta eru ekki gífuryrði gagnvart mannlegri heimsku, í besta falli, ómennsku í versta falli, sem ætlar að rústa tilveru samfélags þíns, án nokkurra raka.
Það er tölulega sannað að hinn meinti sparnaður er enginn.
Þú veist hvað enginn þýðir er það ekki???
Og það er líka töluleg staðreynd að við borgum skatta fyrir þessa þjónustu. Ef þið Reykvíkingar eru svo sjúkir að vilja eyða skattpeningum ykkar í AGS, þá verði ykkur að góðu, þá mun landsbyggðin segja skilið við ykkur.
Þið hafið enga hugmyndu um þá reiði sem kraumar undir.
Og hún mun gjósa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 06:49
við - þið.. er ekki kominn tími til að þú komir þér upp úr skurðinum Ómar ? Þetta er ekkert um "við - þið"
ég bjó lengi úti á landi og kynntist þar helvítis vælinu í fólki sem tuðaði um að reykjavík stæli öllum peningunum þeirra.. svo kom kvótinn.. og hvað gerðist.. sveitalubbarnir stálu peningum sveitunga sinna og fluttu suður við fyrsta tækifæri.. líkt og Bubbi gerði frægt hér um árið með lagi sínu.. "aldrei fór ég suður" .
hér í Asker sem er 65000 manna byggð, dreifð yfir talsvert stærra svæði en Rvk er 1 lítið sjúkrahús og 2 sjúkrabílar.. hér vælir enginn.. það er vegna þess að fólkið valdi það að búa í Asker en ekki td Oslo eða Bærum.. ef þú býrð í krummaskuði þá geturu ekki ætlast til þes að fá sömu þjónustu og borgin getur veitt, það er afspyrnuheimska og gífurleg frekja.. en það er svo sem viðbúið frá landsbyggðarlýðnum.. þessu "við þið" liði
Óskar Þorkelsson, 25.11.2010 kl. 10:34
Komið þið sæl; að nýju !
Nafni minn (Þorkelsson) !
Naprar eru, kveðjur þínar, til landsbyggðarfólksins, hér heima á Íslandi, vægt; til orða tekið.
Það er einmitt; fyrir elju- og dugnaðar fólk, eins og Ómar Geirsson síðuhafa, að þéttbýlis kjarninn, suður við Faxaflóa, hafa fengið að tútna út, alls endis óverðskuldað, nafni minn.
Svonefnd krummaskuð; eru einungis til, í huga þeirra, nafni minn, sem finna smæð sína í, að hafa ekki verið jafn ötulir fangarar, til eflingar lands- og þjóðarframleiðslunnar, sem;; einmitt, Ómar Geirsson - og aðrir hans líka, hafa svo ríkulega, að staðið, sem raun ber vitni.
Er það ekki; einn meginn vandi, hinna allt um vitandi íbúa, þéttbýlli svæðanna, víða um lönd, nafni minn, Þorkelsson ???
Með; sízt lakari kveðjum, en þeim áður - og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 12:51
Blessaður Óskar.
Asker, já Asker, það er nú málið, varst þú allan tímann að skrifa um Asker.
Hvað á ég að segja, ég skal játa að þú mátt segja margt um Asker, og ég skal kinka kolli. Þekki ekki Asker. Er ekki að ræða Asker.
Ég er að ræða heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Ályktun Læknafélags Íslands, sem ég peistaði Magnúsi, sem getur aldrei staðið fyrir máli sínu, var um heilsugæslu á Íslandi, ekki Asker, eða öðrum norskum krummaskuðum.
Ef þú vilt þá skal ég kynna mér norsk krummaskuð, kannski er ástæða þess að þeim fækkar alltaf, að þau kunna ekki að standa í ístaðið gegn hagræðingu andskotans, þekki það samt ekki.
Forfeður mínir flýðu nefnilega þessa ofskipulagningu fyrir nokkrum öldum síðan. Tel samt að vandinn gæti verið sá sami. Að miðstýring drepi þróttinn úr byggðunum, en skili svona 5% af skatttekjunum til baka, sem byggðaölmusu, og hrekklausir sáli trúi því.
Svona sálir eins og þú Óskar.
En, játa að ég þekki til.
Þess vegna vitna ég í rök sem gilda á Íslandi, og nota þau til að hrekja íslenskar gróusögur.
En ef norska smábyggðarsálin vantar mann sem segir henni frá gildi hennar og mikilvægi, þá er ég alveg tilbúin að koma, í byrjun des, eða byrjun apríl, mér skilst að jólabjórinn og páskabjórinn sé það eina sem hefur þróast frá því að ég og mínir voru síðast í gamla landinu.
Ef ekki, þá má Asker og önnur norsk krummaskuð hafa það sem þau vilja hafa. Tel að örlög þeirra sé utan þessa bloggs.
Ekki nema að þau skynji hina sammannlegur þörf á byltingu mannsins gegn sjálftöku og siðlausri græðgi. Ég skal þá líka mæta, ef þið borgið farið.
En ef ekki, þá get ég ekki boðið meir.
Eiginlega er mér alveg sama um Asker, vona samt að þetta gangi hjá ykkur.
Bið að heilsa ykkur í Asker.
Og þú ert alltaf velkomin í hina sammannlegu byltingu gegn auðræningjum, þú ert alveg að snúast, vantar aðeins egóið á sjálfan þig.
Gangið þér vel að finna það Óskar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 13:51
Asker var tekið sem dæmi Ómar en það var greinilega of mikið fyrir þessar fáu sellur sem enn lifa eftir landasullið þitt.. en er það ekki dæmigert fyrir fólk eins og þig að agnúast út í smáatriðin.. skrifa helling um EKKERT og hafa í raun ekkert að segja annað en að lífið þitt sé ömurlegt og það sé allt pakkinu fyrir sunnan að kenna.. og ásaka aðra um egó..
Nafni, ég hef ekkert út á landsbyggðarfólk að setja nema þegar það byrjar þetta aumkunnarlega væl sitt um að það borgi skatta og eigi því rétt á margföldum greiðslum úr ríkissjóði en pakkið fyrir sunnan ( sem þó greiðir að meðaltali hærri skatta en landsbyggðarlýðurinn) . allir eiga a ðspara nema ÞAU, ÞIÐ hin megið borga brúsann svo við lá landinu getum áfram haft okkar sjúkrahús með ónotuðum rýmum, svæfingalæknum sem hafa ekki svæft sjúklinga vikum saman og svo framvegis..
Til að taka af vafann þá er ég vestfirðingur í báðar ættir og bjó lengi á krummaskuðinu Bolungarvík, þaðan sem alvöru kvótaþjófar og Sjálfstektar ráðherrar koma..
Óskar Þorkelsson, 25.11.2010 kl. 14:00
Blessaður Óskar, þú ert fljótur frá Asker til Vestfjarða, og ættaður af kvótaþjófum í þokkabót, ég sem hélt að þið væruð annað hvort snærisþjófar eða galdrahyski. En svona er þetta.
En hvaða rugl er ennþá í þér. Af hverju reynir þú ekki að kynna þér staðreyndir áður en þú bullar um víðan völl. Þú ættir að vita að andsvör mín þrífast á bulli, því bulli sem að blogginu er beint.
Lastu ekki ályktun Læknafélagsins, þarf að tyggja þetta ofaní þig????
"Skynsamlegt væri að vinna að hagræðingu í nánu samstarfi við fagfólk á hverju landssvæði og stjórnendur sjúkrahúsanna út frá heildarhagsmunum. LSH og FSA eiga fullt í fangi með þau verkefni sem þessi sjúkrahús sinna nú þegar. Ástandið þar mundi versna til muna ef mikill fjöldi algengra vandamála af landsbyggðinni bætist við þeirra verkefni. Því er líklegt að stóru sjúkrahúsin væru betur sett með það góða samstarf sem verið hefur við landsbyggðarsjúkrahúsin. "
Það er ekki verið að spara pening, það er ef fólk á landsbyggðinni á að fá nútímalæknisþjónustu, það er verið að flytja hana í dýrari einingar.
Náðir þú því ekki þegar ég sagði þér frá 500 milljóna sparnaði HSA, veistu af hvaða heildartölu hún er tekin???? Þér til fróðleiks, þá er ekki þekktur hærri sparnaður, eða hagræðing í íslenska ríkiskassanum. Hvers vegna bullar þú um að allir eiga að spara nema við???? Erum við kannski frá Krypton og eigum því að geta sparað margfalt á við venjulegt fólk?????
Hver var að tala um ömurlegt líf, mér vitanlega minntist ég á að ég þekkti ekki líf ykkar í Asker, en einhver ástæða væri fyrir byggð þarna ennþá.
Heldur þú að það sé merki um ömurlegt líf að verja líf og limi sinna og síns samfélags?? Var þá Norska eða Franska andspyrnuhreyfingin aðeins merki um ömurlegt líf innfæddra sem höfðu ekkert merkilega að gera, nema þá kannski að horfa á svínin eðla sig????
Hvar færðu þessar flugur í höfðið?? Vonandi ekki í Asker, síðustu fréttir sem ég hafði frá norskum krummaskuðum var að þar hefði fólk þar bara alveg ágætt. Var það kannski fall Einars veldisins sem olli þessum biturleika hjá þér???? Ef svo er, þá er ég alveg sammála, að það var skömm, Bolungavíkingar áttu það ekki skilið, en samt, þeir héldu ekki hausnum undir hendi, síðast þegar ég var þar.
Hver er að tala um margfaldar greiðslur úr ríkissjóði??? Veistu einhverja græna glóru um hvað þú ert að tala??? Er þetta svipað og fullyrðing þín um að ESB setti hömlur á bankastærð versus stærð hagkerfis???
Hver heldur þú að séu nærgreiðslur míns skattpenings???? Eða annarra í mínu nærumhverfi????
Og hvað andskotans bull er þetta með ónotað sjúkrarúm. Er engin takmörk hvað þú segir til að koma höggi á þjóð þína???
Hvað veist þú um nýtinguna til dæmis hérna fyrir austan??????
Komdu með dæmin, ekki gróusögurnar ef þú getur.
En þér að segja, þá er aðalnýtingin fólgin í dagþjónustu, til dæmis hér á Neskaupstað, þá er standandi vakt á skurðstofunni vegna ýmissa sérfræðilækna. Til dæmis er læknirinn sem sprautar lífi í ónýtan ganglim minn, með biðlista sem dugar í 2 ár. En fær aðeins aðgang einn dag í mánuði. Gæti tekið viku, ef fjárveiting leyfði.
Þetta fólk er að gera góða hluti, og ef þú veist það ekki Óskar, þá átt þú að kynna þér það, áður en þú fordómar þarna út í Asker.
Þín vonbrigði eru ekki okkar vonbrigði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 14:42
Sæll Ómar ! og Óskar Þorkelsson einnig ! þið minnið mig svoldið á tvo ágætis menn sem ég vann með eitt sinn, miklir og flinkir fagmenn í sínu fagi en stóryrtir og skapmiklir, það kom fyrir að maður heyrði að þeim lenti saman svo hressilega að hlutir fóru að fljúga um í umhverfi þeirra og orðaflaumurinn eftir því, en svo þegar maður lagði aðeins við hlustir og "síaði" kjarnann úr "flaumnum" þá voru þeir eiginlega sammála og höfðu mikið til síns máls, ég reyndi einu sinni að benda þeim á þetta í miðri rimmu, en fékk þá bara alla "heiftina" gegn mér og hvort ég væri svo mikil "dula" að ég gæti ekki tekið afstöðu með öðrum þeirra (sem ég taldi mig gera þar sem þeir voru eiginlega sammála).
Nú er auðvitað enginn vafi á því hvor ykkar er stóryrtari og orðmeiri , en hitt stend ég við, að fyrir mér lítur þetta út eins og deilurnar milli hinna ágætu vinnufékaga minna forðum, sannleikurinn og samstaðan druknaði stundum í orðafjölda og gífuryrðum um smátriði og ekki síst að áherslan er stundum meiri á hvernig gott mál er flutt en hvort.
Þið eigið samt báðir tveir virðingu mína, Ómar ! vegna þess að ég "lærði" fyrir rest að lesa boðskapinn þinn í öllum "flaumnum" og Óskar ! hef séð eitt og annað eftir þig á "Íslendingar í Noregi" og svo langt sýnist mér þú skoða málefni og fólk af yfirvegun og skynsemi.
Svo þó ykkur hafi lent saman svoldið núna, vona ég og vænti að þið skiftist á skoðunum hér í framtíðinni, þó svo smáatriðin vilji stundum koma upp sem hindrun, held ég að þið séuð sammála í grunnprinsippum.
Góðar stundir félagar og takk fyrir líflegar umræður (les skemmtun) á erfiðum tímum á okkar sameiginlega föðurlandi.
KH
Kristján Hilmarsson, 25.11.2010 kl. 16:44
Blessaður Kristján, það var þá eftir ykkur þarna í Norge að standa saman.
En seint verður samband mitt og Óskars eins og milli Dalla og Sigga Guðjóns, annar verkamaður hjá bænum, hinn bæjarsmiður, unnu saman í 35 ár, og máttu ekki af hvorum öðrum sjá, en urðu veikir þegar þeir höfðu ekkert til að rífast um.
Það sem þú áttar þig seint á Kristján, er að það skiptir ekki máli hvort fólk hafi svipaðar lífsskoðanir, hér á Fróni er verið að berjast um líf og limi, og framtíð okkar sem þjóðar.
Þið þarna Norge, að ég tala ekki um alla vitleysingana út í Sverge (stóri bróðir minn býr þar, alveg skelfilegur asni eins og allir stóri bræður eru nema þegar þeir bjarga manni úr hinu og þessu, sem er líka skylda þeirra, og ekki okkur yngstu að kenna að þeir séu stærstir) áttið ykkur ekki á að það skiptir ekki máli þó eitthvað sé til í þessu og hinu, ætti manna best að vita það því ég var mjög skeptískur sjálfur á það ástand sem leiddi til Hruns. Og þegar maður fer um Reykjavík, sem ég þekki ágætlega því ég átti heima þar í tíu ár, þá sér maður að það hlaut að enda með ósköpum sem þar átti sér stað, það var eins og fólk ætti Mattador peninga, ekki bara einstaklingar, líka fyrirtæki, að ég tali ekki um allar opinberu framkvæmdirnar, umferðarmannvirkin, skólana og svo framvegis.
Geðveiki og rugl.
En það kemur því ekkert við sem er verið að gera í dag. Kreppa er afleiðing, en að myrða þjóðfélagið, það er annað. Og allt annað og ekki af sama heimi.
Vitnum í söguna, Pólverjar voru ósköp daprir á millistríðsárunum, það ríkti þar hernaðareinræði, útþensla gagnvart nágrönnum (réðust inn í Rússland og kúguðu hluta af Hvíta Rússlandi), spilling og annað miður fallegt.
En það réttlætti samt ekki hörmungar innrásar Þjóðverja, og að landið skyldi missa fjórða hvern borgara, jafnvel þó þeir hefðu verið bölvaðir vitleysingar.
Það að vera bölvaður vitleysingur, það réttlætir ekki kúgun og harðræði.
Aðgerðarpakki AGS var upp á sömu hörmungar og urðu í Argentínu, uppá hrun þjóðfélagsins og endalok velferðarinnar. Rökin hér, eru þau sömu og yfirstéttin í Argentínu notaði, eina leiðin til að fá erlendar fjárfestingar til að rífa landið upp úr kreppunni. Einu fjárfestingarnar sem fylgja AGS, eru rán, rán þess sem kemur með ofursterkan gjaldmiðil og kaupir upp gjaldþrota heimamenn á hrakvirði. Og almannaþjónustu og almannafyrirtæki fyrir skuldir, tilbúnar skuldir.
Þegar AGS fór, þá fyrst blómguðust alvörufjárfestingar, og alvöru viðskipti, enda hagvöxtur tæp 10% árlega síðan. Í dag skattleggja öll alvöru hagkerfi skammtímafjármagn, láta það ekki eyðileggja innlenda gjaldmiðla, hvað þá að menn taka erlend lán til að halda uppi fölsku gengi.
Í dag eru aðeins hörmungar hjá þjóðum sem njóta óráða AGS. Samdráttur, kreppa ömurleiki, þó hefur ekkert hrunið annað en fjármál ríkisins og fjármálageirinn. Þess vegna eru þetta grunnspurningar mennskunnar, sú þriðja í röðinni.
Þú átt að þekkja þá fyrstu, á að éta náungann??? Svarað fyrir um 40.000 árum síðan með Nei-i. Sú næsta var, á að þrælka náungann, svarið var, Nei, og endalega staðfest í fyrsta mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Sú þriðja, sem er undirrót minna skrifa, er á náunginn að borga skuldir auðmanna??? Og mitt svar er Nei, og eftir því sem fleiri velferðarkerfi falla, þá munu fleiri svara eins og ég.
Og það er kjarni þeirrar deilu sem skilur menn eins og mig og Óskar að.
Hann er ligeglad að tala um eitthvað sem á sér ekki neinar forsendur lengur. Þetta er ekki venjuleg kreppa, þetta er alveg eins og baráttan við nasistana, barátta um grundvallarskilyrði mennskunnar.
Og burtséð frá því, það eru fordómar og gróusögur undirliggjandi á bak við afstöðu hans, og allflestra sem styðja útrýmingu sjúkrahúsþjónustu landsbyggðarinnar. Niðurskurður upp á 56% er útrýming, ekkert annað. Og þetta er ekki sparnaður, því þjónustuna á að veita á höfuðborgarsvæðinu.
Rökin eru tilvísun í hátækni, en hún tekur á um það bil 20% af öllu spítalastarfi. Restin er almennar aðgerðir, gerða út í bæ í Reykjavík annars vegar, á sjúkrahúsum landsbyggðarinnar hins vegar.
Í stað þess að safna fyrir ferð til Reykjavíkur, til að fara til sérfræðinga, þá koma þeir út á land. Og gera aðgerðirnar hérna. Bæklunarlæknar, háls og nef, kvensjúkdómalæknar, þvagfæralæknar, nefndu það bara, þeir koma og framkvæma. Afleysingarlæknarnir eru oft sérhæfðir í hinu og þessu, sú þjónusta er alltaf nýtt þegar menn vita sérþekkingu þess sem kemur.
Lyflæknirinn hérna er lungnasérfræðingur, var lengi á Reykjalundi. Hann er umsetinn, minnst 3 vikna biðlisti af fólki sem kemur frá öllum fjórðungnum. Hann byggði líka upp endurhæfingu, núna þarf fólk ekki að bíða eftir náðinni að komast að á Reykjalundi (apparat sem Svíar hafa ekki segir stóri bróðir sem er sérfræðingur í heimilislækningum), það fær endurhæfinguna hér.
Og svona má lengi telja.
Og eitt að lokum, þeir sem setja fram skoðanir og rökstyðja þær, þeir nota langt mál, það er ekkert merkilegt við það sem má segja í örfáum orðum. Heimild, Trjáskeggur (Fargorn), elstur Entna.
Og það er ekki mér að kenna að þið hafið ekki hugsað dæmið til enda. Bæði ég og Churchil höfum rétt fyrir okkur. Núna er þetta stóryrði í dag, tal um geðvillu. Þó alþjóðleg skilgreining um þá hegðun sem ráðamenn sýna. Fyrir tæpum tveimur árum þá var það stóryrði að tala um ólöglegar kröfur breta í ICESave, fjárkúgara kallaði ég þá.
Um það er ekki deilt eftir að ESB gaf út yfirlýsingu sína um að ekki væri um ríkisábyrgð að ræða. Rök þeirra að samt væri það hjá Íslandi, er svipaðs eðlis og að ég vitnaði í lögin um beina agúrkur, og teldi að það sannaði hið gagnstæða.
Það er jú dómara að skera úr um lögmælti krafna, og þeir sem leita ekki til þeirra eru skilgreindir glæpamenn samkvæmt enskum og íslenskum lögum.
Þetta snýst allt um samhengi hlutanna. Það var maður dæmdur 1936 fyrir að benda á hið augljósa við villimennsku nasista, í dag sjá allir að það var rangur dómur.
Að níðast á venjulegu fólki mun hljóta sama dóm í sögunni, og enn og aftur mun ég hafa rétt fyrir mér.
Það er bara þannig Kristján, að í baráttunni upp á líf og dauða, það eru ekki margar hliðar á þeirri baráttu, annars vegar er að lifa, hins vegar að drepast.
Það þarf ekki alltaf að bíða eftir Auswitch til að sjá hvað er að gerast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 17:37
Þessir "mínir" kallar, sem ég vitnaði í brugðust einmitt svona við, störðu á mig og kröfðust þess að ég tæki afstöðu með öðrum þeirra, sem var auðvitað ómögulegt vegna þess að þeir voru sammála, og ég sammála þeim, hef ekki heyrt frá Óskari enn ;)
"Ég og Churchill !!??" það er til nafn á svona truflunum í persónuleika fólks Ómar ef við förum út í þannig sálma, en ég þykist þekkja stílinn þinn þannig nú orðið, að ég vel að kalla þetta að "hrópa hátt", og geri það reyndar alltaf, en hef bent þér á það áður að það er viss hætta á boðskapurinn drukkni í hávaðanum ef hann er of mikill, eins líka þessir "hrokatendensar" hjá þér gagnvart fólki sem ekki er "bókstafssammála" þér í einu og öllu, "þú býrð í Asker í Noregi og veist þar með ekkert um þetta", eða t.d. þegar þú laumaðir inn í andsvar gegn mér (pakkað inn í hól) að ég væri að gera sæmilega hluti þó "íslenskan væri farin að ryðga aðeins", hvorki ég né Óskar (held ég) kippum okkur upp við þetta, en svona gerir mörgum erfiðara fyrir að sjá hvað þú eiginlega ert að meina og vera þér sammála í öllu þessu sem máli skiftir, Icesave, AGS og gróflegum niðurskurði í mikilvægri almannaþjónustu landsbyggðarinnar, þetta nefnilega erum við sammála um og ekki einir um það heldur, það er búið að finna upp hjólið Ómar ! nú er bara að taka höndum saman og fá það til að rúlla í þágu almennings og láta "braskarana" rúlla á eigin ábyrgð, fleiri og fleiri málsmetandi menn um víða veröld eru að komast á þessa skoðun, og takist þetta verða ekki fleiri svona kreppur.
Það er bara að taka ofan hattinn fyrir þér og öðrum sem taka til máls gegn þessum niðurskurði á landsbyggðinni, en það er skorið niður víða Ómar (við höfum sömu tök hér í olíuríkinu Norge, til að fylgjast með fréttum og þú).
Þú hefur hingað til verið stærri í sniðum og rætt heildarmyndina fram fyrir einstök mál og byggðalög, en það er ekkert að því að taka á málum smærri byggðalaga líka, enginn Ómar Geirsson kemur og húðskammar þig fyrir það eins og viss Ómar Geirsson gerði við Öryrkjabandalagið á sínum tíma, þegar þeir töluðu fyrir hönd sinna meðlima, en þú vildir að þeir andmæltu Icesave í staðinn, ef þú manst og ég kom með athugasemd við.
En svo þekki ég þig orðið það vel af skrifunum hér, að ég veit að EKKERT af því sem ég nefni hér fær náð fyrir þínum augum, en það er bara allt í fína félagi, ég tek þér og virði fyrir það sem þú ert og stendur fyrir, þrátt fyrir "hávaðann"
Alltaf gaman og ekki síður gagnlegt að kíkja hér við
Góðar stundir og bestu kveðjur að utan (alltaf með hugann heima samt)
KH
Kristján Hilmarsson, 25.11.2010 kl. 19:38
Kristján, mér var fúlasta alvara með mér og Churchil, hvað annað. Skipti mig litlu þó menn láti það trufla sig eða leiti af truflunum, stend alveg undir því. Við Stalín erum stundum líka félagar, og svo ræði ég fullum fetum við himnaföðurinn, við Patton gerum það sko (sástu ekki annars myndina með Scott??).
Ef þú hefur ekki sjálfstraustið í svona slag, þá áttu ekki að taka þátt í honum.
En illa móðgar þú mig með að spyrða mig saman við Óskar, á alvöru tímum byrja menn alltaf að skjóta svona moðmollu, þjappar liðinu betur saman.
Og það eru alvöru tímar, mjög alvöru.
En ég skal fyrirgefa þér fákunnáttu þína um niðurskurðinn á landsbyggðinni. Talan sem ég benti Óskari á í fullri vinsemd, 500 milljónir á þremur árum, er rúmlega fjórðungur niðurskurður.
Þannig séð ert þú ekki að sjá sömu tölur úti.
Og niðurskurðurinn núna er 56% til sjúkrastofnanna, það er með öðrum orðum verið að aflífa þær. Tölurnar sem um er að ræða er tæpir 4 milljarðar á landsbyggðinni, rúmir fjórir þegar Landsspítalinn bætist við. Hvorki krónan eða verðlagið verða ekkert var við þó þessir peningar verði prentaðir í Seðlabankanum, en þjóðfélagð verður mikið var við ef það verður ekki gert.
Það verður bylting Óskar, það verða vatnaskil á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sem svo sem ætti ekki að ergja mig því ég hef notað málfæri byltingarmannsins svo lengi. Líklegast hef ég áhyggjur af því hvaða orðfæri ég á að nota þegar þar að kemur, þar sem ég kæri mig lítt um að feta almannaslóðir, líkt og við félagarnir, Patton, Churchil og Lukku Láki.
En ég skil ekki þessar áhyggjur af orðfæri mínu.
Hvað heldur þú að sé lesið af almennum vönduðum bloggum?????
Hefur þú séð IP tölurnar hjá Einari, uppflettibók minni um staðreyndir og skynsama hugsun. Tók fyrst eftir honum hjá Agli, hef fylgst með honum síðan, ræði við hann annað slagið, þegar mig vantar upplýsingar eða er að prófa hugsun.
En hann er ekki lesinn, almennt þó ég hygg að það séu gæði á lestrinum hjá honum.
Fyrir utan það hvað ég talaði alltaf illa um ICEsave og AGS, þá hélt ég uppi mjög málefnalegri umræðu á Silfrinu, las mér til og kom með rök. Svo náttúrulega bullaði ég líka, svona til að fá athyglina á hinu, til dæmis reyndi ég ítrekað að vekja athygli á vönduðum greinum Stefáns og Lárusar. Það var næstum því eins og enginn hefði lesið þær.
Þegar Egill fékk Michael Hudson til sín í sjónvarpssilfrið, þá kom hlutlaus hagfræðingur með sömu rök, sömu sýn, enda kom einn með það komment að þetta væri það sem hann Ómar hefði alltaf verið að tala um.
Sem var í stuttu máli það að ef AGS gengi eftir, þá yrði landið gjaldþrota, og algjörlega eignarlaust.
Ekki átti ég von að ég breytti heiminum Kristján, en ég átti von á því að orð hlutlaus fræðimanns á heimsklassa fengi eftirtekt og undirtektir.
En það var ekki. Ekki frekar en Lipietz sem afgreiddi ICEsave málflutning Samfylkingarinnar svo eftirminnilega.
Hvorki rætt eða lesið, þá á ég við rökin, heldur tóku menn tilfinningalega afstöðu eftir því í hvaða fylkingu þeir voru.
Svo ætlast þú til að ég taki mig alvarlega, og ræði málin alvarlega, til hvers í fjandanum ætti ég að vera að því??? Það skiptir engu, það hlustar enginn.
Það er stríð, það eru andstæðar fylkingar, og orrustan á sér stað með vopnum áróðursins. Og það segir heilmikið um lakan málstað AGS/ICEsave að menn eins og ég geta fíflast eins og þeir vilja, og menn treysta sér ekki í rökslaginn. Eina sem kæfir orðhák með vafasamar fullyrðingar, eru beinharðar staðreyndir, og eftirfylgni þeirra.
Það sannaði Kristján Albertsson svo eftirminnilega þegar hann tókst á við Jónas frá Hriflu, en fram að því gat Jónas hagað sér eins og hann vildi, íhaldið átti ekki röð í hann, ekki í orðfimi, en kallinn fór ekki alltaf rétt með, og Kristján hjólaði alltaf í þá veikleika hans.
Einhvern veginn unnum við þetta ICEsave stríðið Kristján, og þegar ég les til dæmis viðhorfsdálka hjá blaðamönnum sem nota orðið "ólöglegt" um ICEsave kröfu breta, án þess að hafa orðið innan gæsalappa, þá glotti ég.
Þetta var ekki svona fyrir ekki svo löngu síðan..
Við skulum líka sjá til hvað gerist þegar fjárlögin springa framan í landsbyggðina, hvernig þróast reiði fólks. Maður sem les dag eftir dag greinar og pistlar með beinskeyttu orðalagi, hann er ósjálfrátt gjarn á að grípa til þess sama orðalags þegar hann springur.
En verði friður, þá nær það ekki lengra. Ekki græt ég það. Þetta er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, ég er á vaktinni fyrir fólk sem ég þekki og mun missa vinnuna ef þetta gengur eftir.
Og þegar stríðið er komið, þá verð ég miklu rætnari, en með hóflegri orðalagi, vegna þess að þá ætla ég að beita öllum mínum bloggmætti til að magna bál, líkt og ég gerði með Útburðinn. Og mér mun takast vel upp, sannaðu til.
Maður sem getur skrifað langhunda í almannabloggi í athugasemdarkerfi sínu, og fengið aðra til að lesa þá, hann kann sitthvað fyrir sér.
En ég kann ekki það sem skiptir máli.
Að stofna stjórnamálaafl sem virkjar óánægjuna og nær til að bylta elítunni. Ef ég kynni það, þá væri ég ekki hér, pikkandi.
Svona er þetta bara Kristján, menn heygja stríð með þeim vopnum sem þeir ráða yfir.
En ég átta mig ekki á að ég hafi verið að gera lítið úr íslensku þinni, slíkt er ekki minn stíll.
Og ég hélt að þú vissir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 20:55
"er rúmlega fjórðungur niðurskurður" hjá HSA, Heilbrigðisstofnun Austurlands, vildi ég sagt hafa.
Kveðja til Noregs.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 22:35
Og svo er Óskar svo á heilanum, að ég kalla hann til vitnis, þegar ég vildi sagt hafa Kristján, svona þegar pikkað er hratt, og drengir bíða eftir athygli.
Og þar með er pistillinn gulltryggður á listanum, heitar umræður, þó persónulega þyki mér þær frekar hlýlegar en heitar.
Og kannski eitt að lokum, þetta var bara svona táknræna um að skjóta moðmolluna, hún kann alveg að plamma til baka, annars heiðraði hún mig ekki reglulega.
Og því miður Kristján, þá er þessi niðurskurður á landsbyggðinni, ekki smámál, það er dauðans mál, grundvallarmál, mál sem fær fólk til að snúast til varnar.
Fólk sá ekki samhengið milli AGS og spítala sinna. Það hlustaði ekki.
Og trúir ennþá að stjórnvöld hlusti á rök, þegar það eina sem stjórnvöld hlusta á er mótmæli, þá hvernig er hægt að lifa þau af, og hvernig er þá hægt að hægja á og ná hluta núna, restinni seinna.
Þau eiga nefnilega ekki annan valkost samkvæmt samkomulaginu við AGS.
Og þetta með viðhorfsbreytinguna, það kom frétt á Mbl.is þar sem Slóvakar vöktu máls á þessu. Finnist ekki flötur á skuldakreppunni án þess að velferð almennings verði rústuð, þá erum við komin með ástand sem var í upphafi 20. aldar, ástand sem var undanfari byltinga, byltingatilrauna, og styrjalda, stórstyrjalda.
Og sagan mun endurtaka sig. Maður þarf ekki að vera spámannalega vaxinn til að sjá það ferli.
Því miður.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 22:53
Ég er margbúin að lesa yfir þennan orðaflaum hér en næ ekki kjarnanum í máli þínu Ómar.. jú það þarf að spara.. spurningin er hvar á að spara ?
Ég bjó lengi við þá staðreynd að Óshlíð var lokuð meira og minna yfir vetrarmánuðina.. ekki flogið á ísafjörð vikum saman.. ekki fært suður nema af og til.. þá var sjúkraskýli á bolungarvík og sjúkrahús í smíðum á ísafirði en þó komið í notkun. Pabbi veiktist hastarlega og ég hljóp heim til læknissins æi væikinni til að fá hjálp, læknistuskan sú arna fékk vægt taugaáfall yfir því að þurfa að standa upp frá kvöldverðarborðinu til að aðstoða veikan mann.. Pabbi var síðan fluttur suður á spítala, þetta var um sumar eða haust svo það var fært suður. Þetta var 1977 eða 1978 ef ég man rétt. Hann hefði sennilega ekki lifað ef um vetur hefði verið að ræða..
Ég hef lent í því að sjá vinnufélaga í frystihúsinu hálfpartinn missa hendina í hausara, en hún hálf rifnaði af í færibandinu.. hann fékk hjálp af heimilislækni og var sendur suður.
Ég hef séð vinnufélaga um borð í Dagrúnu frá bolungarvík missa fótinn að hluta til við að klemmast í lestarhleranum.. hann fékk ekki þyrlu heldur hlúð að honum og keyrt á ísafjörð 12 tíma stím.
Svo kom spítalinn á ísafjörð.. svo komu göngin.. og íbúum fækkaði jafnt og þétt.. Óslíðin er meira að segja liðin tíð með tilkomu gangnanna milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.
Fólkinu hafði fækkað fyrir vestan frá því að vera 12-14000 niður í 8 - 9000 á þessum tíma og er svo enn.. en sjúkrahúsið og göngin eru enn ástaðnum en .. eru varla þjóðhagslega hagkvæm í krónum talið en ákaflega mikilvæg fyrir það fólk sem þó enn býr á þessum krummaskuðum.
Svo.. það þarf að spara í þjóðfélaginu.. þarna er varla hægt að spara mikið en það er hægt að leggja niður starfsemina að hluta til.. sbr skurðstofuna/fæðingarstofuna í vestmannaeyjum.
Ég þekki ekki til fyrir austan, en þar hefur verið mikið um bjánalegar framkvæmdir, td.. afhverju er sjúkrahúsið á óaðgengilegasta hluta austfjarða ? Afhverju er það ekki miðsvæðis á Egilstöðum ? byggðapólitíkk ? Hvað kostar það þjóðfélagið að hafa sjúkrahús á svona staðsetningu ( Neskaupstað) .. eru austfirðingar ekki bara að tapa á eigin ákvörðunum ? eða hver ákvað það að sjúkrahúsið væri staðsett á Nkaupstað ?
Svo má hinsvegar gera kröfur um lágmarks heilbrigðisþjónustu Ómar. Hver er þörfin fyrir austan ? gætiru sett það fram í skiljanlegu stuttu máli ?
Ég gæti ímyndað mér að hvert krummaskuð fyrir austan þyrfti sjúkraskýli með hjúkku og heimilislækni til að sinna lágmarksþörf hvers byggðalags. slys og þess háttar ættu að fara á fjórðungssjúkrahúsið ásamt akútt veikindum.
Hvað hefur verið lagt niður þarna ?
Hvaða þjónusta er það sem er horfin ? ef einhver er, var hún nauðsynleg ?
Ef þú gætir komið þessu frá þér á skiljanlegan hátt þá væri miklu auðveldara að eiga samskipti við þig og fólk mundi miklu frekar hlusta á það sem þú ert að segja Ómar. orðaflaumur og gífuryrði loka yfirleitt á skilning þess sem les..
bestu kveðjur frá Asker
Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 08:46
Blessaður Óskar, fyrsta reglan er að lesa þá ekki sem maður skilur ekki, góð regla, annað er bara ávísun á ergelsi.
Annað, ég nenni ekki að útskýra fyrir þér hvað heilbrigðisstofnanir eru að gera á landsbyggðinni í dag, þú getur lesið ályktun læknafélagsins hér að ofan, einnig var Mogginn með góða úttekt á laugardaginn, eins getur þú farið inn á vef HSA, eða slegið inn leitarorðið Capacent, HSA, skýrsla og þá færðu upp link á nýlega skýrslu um áhrif þessa "niðurskurðar".
Eins hafa starfsmenn heilbrigðisstofnanna fengið birtar eftir sig greinar undanfarið i Morgunblaðinu, þar sem þeir tæta í sög rök heilbrigðisráðherra.
En með fullri virðingu fyrir þér Óskar, þá er hugmyndaheimur þinn gamall, þú veist ekkert um hvernig gamla landið þitt hefur þróast.
Hvað varðar staðsetninguna á spítalanum hérna, þér er hann til kominn af neyð. Bæjarfélagið byggði hann fyrir eigin pening að stórum hluta á sjötta áratugnum, þá var engin skurðaðstaða Austanlands, jafnvel botnlangabólga var lífshættulegur sjúkdómur.
Og ástæða þess að þetta sjúkrahús hefur dafnað, fyrir utan einbeittan stuðning heimamanna, er nálægðin við sjóinn, það er eitt öflugt neyðarsjúkrahús við sjávarsíðuna í hverjum landsfjórðungi. Önnur krummaskuð hafa verið dugleg að sérhæfa sig, til dæmis er öflug deild fyrir heilabilaða á Seyðisfirði, það er styttra að fara þangað fyrir ættingja, en að fara til Reykjavíkur.
Krummaskuðin hérna framleiða pening, mikinn pening, og standa alveg undir samneyslunni með sköttum sínum. Þetta er ekki ölmusa þó þú haldir það.
Þú spyrð hvað hefur verið lagt niður.
Svarið er mjög einfalt, þrátt fyrir fjórðungs (25%) samdrátt á fjárveitingum á síðustu þremur árum, þá hefur engu verið lokað, íbúarnir finna ekki fyrir samdrættinum. En starfsfólk vinnur meira fyrir minni pening, líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu.
En núna á að lækka fjárveitingu til sjúkrahús hlutans um 56%, það er ávísun á lokun, á Seyðisfirði, Egilstöðum, dvalaheimili aldraðra á Vopnafirði, og spítalinn hérna fer 45 ár aftur í tímann.
Það er ekki flóknara en það.
Og gangi það eftir þá verða vatnaskil, svo ég endurtaki það, í samskiptum höfuðborgar og landsbyggðarinnar. Það verður látið sverfa til stáls. Fólk mun ekki láta bjóða sér þetta.
Það er öruggt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2010 kl. 09:04
semsagt.. þú ert bara að röfla um eitthvað Ómar. Gast ekki svarað einni spurningu sómasamlega.
Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 09:19
Ha, ha, ha, segjum það.
En meðal annars hvar á að spara, yfirsást það á hlaupunum.
Ég skal segja það í þriðja skiptir Óskar, það er búið að spara, það er búið að spara um 25% í þessum málflokki, og þar með er komið að endamörkum þess sem hægt er að spara. Viljir þú spyrja í fjórða skiptið, þá skal ég bæta ha, ha, -inu við líka.
Þú sparar alla yfirbyggingu þjóðfélagsins áður en þú eyðileggur grunnstoðir þjóðfélagsins. Þeir sem ekki skilja það, þeir skilja það ekki. Um slíkan grunnskilning deilir ekki siðað fólk.
Upphæðin sem um ræðir, 4,2 milljarðar sem á að spara í heilbrigðiskerfinu, er ekki slík upphæð að hún skipti neinu máli í þeim tölum sem um ræðir. Uppsöfnuð í tíu ár, þá er um 40 milljarða að ræða, hækka heildarskuldbindingar ríkisins úr 1.326 milljörðum, í um 1.368 milljarðar, þessi skuld yrði við Seðlabankann (peningaprentun eins og Bandaríkjamenn nota til að hindra stöðvun hagkerfisins), gerði ekkert annað en bæta eigin fjárstöðu hans,.
Er líka margoft búinn að segja þér það.
En sparnaðarkrafan kemur vegna óhóflegra vaxtagreiðslna, vaxtagreiðslna sem eru fullkomlega út í hött. Og það er pólitík að láta fjármagnið hafa allt sitt á þurru á svona tímum, siðaðar þjóðir frysta vaxtagreiðslur sínar á neyðartímum, í stað þess að fórna þegnum sínum.
Það hef ég líka margoft bent þér á, en vissulega getur þú spurt mig það oft um það sama að ég nenni ekki endalaust að skrifa niður sömu svörin, svona pikk stelur tíma frá öðru.
Og þetta að segja stopp á fjármagnið, sem er rót þessa bloggs, er núna undirliggjandi um allan heim, og stuðningur kominn frá sjálfri elítunni, Merkel kanslari er búin að ýja að þessu, það er alltaf gert fyrst, kannað landið, og svo er stefnubreytingin kynnt.
Þetta sagði fjármálaráðherra Slóvakíu samkvæmt Mbl.is í gær:
Á Írlandi tala menn um endalok velferðarkerfisins, á Íslandi tala menn um að spara, hvað þarf að spara svo hægt sé að greiða alla þessa vexti.
Málið er það að íslenska þjóðin hefur sparað mikið, og mesti sparnaðurinn er sú tekjuskerðing sem launþegar hafa tekið á sig. Og ef undirstöðunum er leyft að lifa, þá mun þjóðin ná sér. Hið eitraða peð AGS er að slátra undirstöðunum, og eyðileggja þar með framtíðarmöguleika þjóða.
Eftir standa þjóðfélög þar sem jafnvel vatn og rafmagn er selt á okurprísum, og arðurinn fer í vasa alþjóðlegs auðmagns. Því þetta er eins og skuldaánauðin í Pakistan, skuldin vex alltaf sama hvað greitt er af henni.
Þetta er því grundvallarbarátta Óskar, og mér er slétt sama þó þú skiljir það ekki, eða skilji mig ekki. Þessar umræður okkar gagnast mér í að koma fleirum sjónarmiðum að en ég hef tök á í upphaflegum pistli, sökum lengdar er það ekki hægt, en ef einhver nennir að takast á um málin, þá kemur margt upp á yfirborðið.
Blinda þín á líf fólks á landsbyggðinni er því miður ekki bundin við útlaga í Noregi, hún er ríkjandi í Reykjavík, og því eru átök óumflýjanleg. Fólk kyngdi kvótanum, en þetta er of mikið. Ef það sem þó hefur þróast á jákvæða vegu, fær ekki að vera í friði, þá skilja leiðir.
Núverandi stjórnskipan er ekkert lögmál, ekkert sem má ekki breytast.
En hvað sparast, seint ætla ég að koma mér að því að svara, samkvæmt skýrslu Capacent, þá mun ríkissjóður hugsanlega spara um 60 milljónum af þessum fjögurhundruð og eitthvað sem á að spara hér fyrir austan. Bara útgjöld einstaklinga á móti er mun hærri tala.
En fyrir þennan 60 milljóna sparnað, ætla þeir að eyðileggja sjúkrahúsþjónustu okkar, sem síðust 20 ár hefur verið það öflug að núna eru allflestar algengustu aðgerðir gerðar í heimahéraði, fólk þarf ekki lengur að fara suður til þess.
Fyrir 60 milljóna króna sparnað ætla þeir að segja upp 90 manns, raska endanlega forsendum byggðar á Seyðisfirði, vekja mjög Neskaupstað og Egilstaði, auk almenns óöryggis og tekjutaps sem samfélagið verður fyrir.
Fyrir tæpar 60 milljónir öskrar þú á okkur krummaskuðsíbúana þannig að það heyrist alla leið frá Asker í Noregi.
Ég segi bara eins og kallinn, "ja, miklar eru þessar 60 milljónir".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2010 kl. 10:15
Sælir báðir tveir ! Ég er enn á sömu skoðun með ykkur og áður það er bara orðaval, stíll og smáatriði sem skilja ykkur að.
Báðir bera hag lands og þjóðar fyrir brjósti, Ómar alhæfir um nútímann og fornöld, meðan Óskar fer bara nokkra áratugi til baka og sækir sögur (fróðlegt fyrir alla muni).
En Ómar ! ég sagði ekki að þú hefðir gert lítið úr íslenskukunnáttu minni, heldur mátti skilja þetta sem þú værir að ger a lítið úr MÉR, en ég valdi að skilja það öðruvísi og geri enn, það sem bæði ég og nú reyndar Óskar einnig erum að benda þér á er að þú skemmir góðann boðskap með þessari "hersketeknikk" eins og þetta er kallað hér í Noregi, sama með þetta til Óskars (stundum til mín líka)um að hann viti ekki hvernig mál hafi þróast á Íslandi síðustu ár, vegna þess að við búum ekki á landinu í augnablikinu ??
En um leið er varla til það land né þjóð í víðri veröld sem þú ekki þekkir til frá fornöld og þar til í dag. félagsmál, heilbrigðismál,efnahagsmál,varnarmál og ég veit ekki hvað, enginn efast um þú sért vel lesinn og kunnir að "gúggla" Ómar, en hvað með okkur sem erum búnir að lifa meira en hálfa æfina á Íslandi, tölum málið (þó ryðgað sé) og erum í stöðugu sambandi við vini og ættingja um landið allt og fáum frá fyrstu hendi hvernig þau upplifa ástandið á landin í DAG !! auðvitað vitum við hvernig mál hafa þróast og hvernig ástandið er.
Það má vel vera að þú sért sáttur við þessa litlu "hirð" (að mér meðtöldum) sem næstum aldrei andmælir einu eða neinu sem frá þér kemur, en ég er pínu svekktur yfir að tapa öllum sem kíkja við hjá þér, sjá ekki hvað þú ert að meina fyrir eintómum "hávaða" og kíkja svo aldrei meir.
Ekki það að það sé svo alvarlegt eiginlega, þar sem mætum mönnum um víða veröld, sem eru búnir að átta sig á meginatriðunum, fer fjölgandi og hefðu gert með eða án okkar skrifa Ómar, og svo náttúrulega þetta að ef þú allt í einu færir að skrifa allt með yfirvegun og kurteisi, þa værir þú einfaldlega ekki Ómar Geirsson en þú gætir nú lært pínulítið af okkur sem sjáum hvað þú ert að meina, gegn um allt orðaflóðið og stóryrðin, og hætt að "ráðast" á þá sem eiginlega eru sammála þér, en dirfast að nefna stílinn þinn.
Og auðvitað er það bara hreinn ofstopi að bregðast svona við eins og þú gerir t.d. þegar Óskar bendir á þá sjálfsögðu staðreynd að allstaðar megi hagræða, það er aldrei þannig að þú hagræðir bara einu sinni og svo aldrei meir, en það er svo ekki það sama og einhver stjórnmálatuðra studd af nýútskrifuðum viskiftafræðingi, ákveði að skera niður einhverja vissa upphæð hér og aðra þar, það skil ég vel að setji fólk í "ofstopagír", en þú velur að flytja þín annars góðu mál svona, og það er þinn réttur, þú velur einnig að ráðast á alla sem ekki eru "bókstafssammála" þér í einu og öllu, með allri þeirri "hersketækni" sem kemur í huga þinn, og það er líka réttur þinn, en ég hef skilið þig þannig að þú vildir ná til sem flestra með skoðanir þínar, en eins og er Ómar, því miður, lítur út fyrir að þú sért aðeins að safna saman einhverri lítilli "elítu" sem fylgir foringjanum í einu og öllu án andmæla.
Þú losnar samt ekki svo létt við mig úr "hirðinni", sjáumst í öðru bloggi bráðum.
MBKV að utan en með hugann heima.
KH
PS Jú eitt enn, framar hér gerir þú aðsúg að höfuðborginni og íbúum sem aðalástæðum og völdum hruns, hm... hvorki þú né Óskar minnast á einn af stærstu einstökum þáttum hrunsins og/eða þess að "græðgisruglið" fór úr böndum, nefnilega Kárahnjúkavirkjun, en sú ákvörðun var sjálfsagt einvörðungu tekin fyrir "sunnan" þó svo þetta ætti að verða (og verður vonandi) lyftistöng fyrir austurland, svo þetta skiftir engu máli.
KH
Kristján Hilmarsson, 26.11.2010 kl. 13:49
"vissulega getur þú spurt mig það oft um það sama að ég nenni ekki endalaust að skrifa niður sömu svörin, svona pikk stelur tíma frá öðru."
miðað við allan orðaflaumin hjá þér Ómar þá ætti þér ekki að vera skotaskuld úr því að svara fólki á sómasamlegan hátt, venjulegt fólk með meðalgreind getur gert það á auðveldan hátt.
"En með fullri virðingu fyrir þér Óskar, þá er hugmyndaheimur þinn gamall, þú veist ekkert um hvernig gamla landið þitt hefur þróast."
Hvurn fjandann veist þú hvernig ég hugsa ? það er ekki nema 14 mánuðir síðan ég yfirgaf ísland og ekki ætlaru að halda því fram að MIKIÐ hafi breyst síðan 1 september 2009 ? Það eru svona gífuryrði sem gera það að verkum að þú gengisfellir sjálfan þig og færð fólk til að halda að þú sért fífl.. svo helduru áfram á svipuðum nótum og þá sannfærist fólk fljótlega.
Kristján segir þetta ágætlega hér að ofan..
cheers
Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 18:04
Úr frétt Morgunblaðsins um niðurskurð á landsbyggðinni, http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/05/breytt_asynd_heilbrigdisthjonustu/
Ekkert samráð á neinu stigi
Hlutfallslegur niðurskurður, samkvæmt fjárlögunum, verður mestur á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, tæp 40%. Þetta leggst almennt mjög illa í fólk, segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri stofnunarinnar. Hann segir að niðurskurðurinn hafi í för með sér uppsögn 40-45 stöðugilda, en við það missa allt að 67 einstaklingar vinnuna. Einfaldur hlutfallsreikningur sýni að þetta jafngildi því að þrjú þúsund Reykvíkingar misstu vinnuna á einu bretti. Því sé um að ræða gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir stofnunina, heldur allt atvinnusvæðið.Jón segir ekkert samráð hafa verið haft við sig eða sína starfsmenn á neinu stigi málsins, og hann hafi ekki séð þær tölur sem liggi að baki ákvörðuninni. „Það á að reka svokallað heilsugæslusjúkrahús hér á Húsavík, en við höfum ekki fengið neina skilgreiningu á því hvað í því felst. Við höldum í raun að við séum að reka það í dag,“ segir hann. Stór hluti starfseminnar leggst niður í kjölfar niðurskurðarins. Jón segir að sé tekið tillit til þeirra sértekna sem tapast við það að starfsemin dregst saman sé niðurskurður framlaga til sjúkrahússhlutans um 90%. „Það þýðir auðvitað á mannamáli að hann er lagður niður,“ segir Jón.
Ómar Geirsson, 26.11.2010 kl. 22:59
Frétt á Mbl. is http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/18/nidurskurdur_hja_hsa_hefur_vidtaek_og_alvarleg_ahri/
Sparnaður ríkisins vegna 23% niðurskurðar til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA), sem á samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að verða 466,8 milljónir kr., verður í raun 68,2 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Capacent vann fyrir Fjarðabyggð.
Fram kemur í tilkynningu frá Fjarðabyggð að megin ástæða þessa sé að þjónusta sem annars myndi vera veitt hjá HSA færist til annarra heilbrigðisstofnana og kostnaður við flutning sjúklinga muni aukast.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fundaði í dag með Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum úr bæjarráði og atvinnulífsins í Fjarðabyggð.
Þar var skýrslan kynnt en hún ber heitið: „Mat á hreinum áhrifum tillagna um lækkun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Austurlands á ríkissjóð.“
Í skýrslunni er fjallað um neikvæð afleidd áhrif á íbúa, sveitarfélög og fyrirtæki, að því er segir í fréttatilkynningu. Afleidd áhrif af lækkun fjárveitinga til HSA séu til þess fallin að veikja þá grunngerð og þá innviði sem stjórnvöld, sveitarfélög og atvinnulífið hafi byggt upp á Austurlandi á liðnum árum. Þá komi fram að með lækkuninni sé verið að tefla í tvísýnu öryggi einstaklinga sem vinna áhættusöm störf á Austurlandi.Niðurskurður af þessari stærðargráðu hafi víðtæk og alvarleg áhrif á samfélagið, rekstur sveitarfélagsins og á þá fjölmörgu heilbrigðisstarfsmenn sem muni að óbreyttu flytja frá svæðinu með fjölskyldur sínar. Afleidd áhrif fyrirhugaðs niðurskurðar séu skert búsetuskilyrði á Austurlandi og hætt sé við óafturkræfum og neikvæðum þjóðhagslegum áhrifum.
Ómar Geirsson, 26.11.2010 kl. 23:01
Grein eftir Ásgeir Böðvarsson framkvæmdarstjóra lækninga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, birt í Morgunblaðinu.
"Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins mánudaginn 1. nóvember sl., sat Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, fyrir svörum. Umræðuefnið var skortur á læknum á Íslandi en sá vandi virðist hafa aukist á síðustu misserum og nokkuð verið rætt um að nóg sé um störf fyrir lækna og aðrar heilbrigðisstéttir á Norðurlöndum. Umræðuefnið er vandmeðfarið og vel til þess fallið að skapa mikla dramatík og þar að auki nokkur freisting að hnýta launakröfum við umræðuna en Þorbjörn sigldi fimlega fram hjá þessum skerjum, gaf greinagóðar upplýsingar og útskýrði vandamálið vel og í sem stystu máli sagt; var faglegur.
Ég verð að viðurkenna að ég var ekki eins hrifinn af ummælum Birnu Jónsdóttur, formanns Læknafélags Íslands, en laugardaginn 30. október birtist viðtal við hana í Morgunblaðinu. Þar ræddi Birna um þá staðreynd sem raunar er flestum ljós, að ekki sé hægt að bjóða upp á alla þjónustu í heilbrigðismálum alls staðar á landinu. Eina dæmið sem hún nefndi þessu til stuðnings var kransæðavíkkun og skýrði blaðamanni frá því að þessa aðgerð væri ekki hægt að gera á hverju sjúkrahúsi landið um kring.
Nú veit ég ekki nákvæmlega hvers vegna Birna valdi að taka þetta dæmi því mér finnst dæmið í besta falli afar óheppilegt. Kransæðavíkkanir hafa aldrei verið gerðar utan Landspítalans frá því þær hófust á Íslandi og ég veit ekki betur en að allir í heilbrigðisstétt séu sammála um það að ekki standi til að taka slíkar aðgerðir upp annars staðar á landinu. Hins vegar er það svo að þetta dæmi ýtir enn undir þann misskilning að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni séu litlar útgáfur af Landspítalanum og allar með sérhæfða þjónustu og þar að auki fokdýrar. Forsvarsmönnum fagfélags eins og Læknafélags Íslands ber að vera fyrirmynd í umræðunni og forðast að gefa tilefni til slíks misskilnings. Þótt vel kunni vera að túlkun mín á viðtali við formanninn beri fyrst og fremst vott um mína eigin vænisýki, þá virðist mér af fyrirspurnum sem ég hef fengið um hjartaaðgerðir úti á landi, að svo sé ekki.
Svona misskilningur, sem að vissu leyti má segja að byggist á fölsun staðreynda, er síðan tugginn upp aftur og aftur af leikum og lærðum, fréttamönnum og stjórnmálamönnum og enginn man lengur hver tuggði fyrstur. Til að nefna dæmi um þetta þarf ekki lengra en í fyrrnefnt viðtal í Morgunblaðinu en í inngangsorðum vitnar blaðamaður í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og hefur eftir honum »að núverandi fyrirkomulag heilbrigðisþjónustunnar hafi runnið sitt skeið. Fækka þurfi smáum og dýrum einingum«. Þessi skoðun á »smáum og dýrum« einingum í heilbrigðisþjónustunni hefur heyrst af og til undanfarin 20 ár en fékk byr undir báða vængi þegar drög að fjárlögum 2011 birtust, en þar eru áætlaðar gríðarlegar skerðingar á fjárlögum til þessara stofnana. Í ljós hefur komið að sumar af þeim forsendum sem gengið var út frá í fjárlögum eru rangar og aðrar mistúlkaðar og hefur þetta að hluta til verið viðurkennt, bæði í heilbrigðisráðuneyti og af stjórnmálamönnum. Það virðist þó hafa litlu breytt því enn er tuggin sama tuggan um hin smáu og dýru sjúkrahús, þrátt fyrir þá staðreynd að þjónusta þeirra (sem byggist á almennum lækningum og hjúkrun og í sumum tilfellum fæðingarþjónustu ljósmæðra) er hvorki sérhæfð né dýr og þar að auki nauðsynlegur bakhjarl heilsugæslunnar og mikilvægur stuðningur við aðalsjúkrahúsin í Reykjavík og Akureyri. Líta verður á alla þessa þjónustuþætti sem eina heild, engan þátt þeirrar keðju má eyðileggja og nú er það verkefni okkar, sem vinnum að heilbrigðismálum og ráðamanna að finna lausn í þágu skjólstæðinga okkar.
Misjafnt er haldið á málum, umræðan er viðkvæm og hætta á hún sé skrumskæld, jafnvel í eiginhagsmunaskyni. Umræðan má ekki eins og oft áður leiðast út í hártoganir milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar eða annað álíka uppbyggilegt. Það skiptir miklu máli að framganga stjórnmálamanna og starfsmanna innan heilbrigðiskerfisins sé á faglegum nótum og byggð á raunverulegum forsendum en ekki gömlum mýtum eða »tuggum«."
Ómar Geirsson, 26.11.2010 kl. 23:07
Linkur á skýrslu Capacent sem unnir var fyrir Fjarðabyggð og fjallar um hinn meinta sparnað við niðurskurð á framlögum til HSA.
http://www.mbl.is/media/83/2383.pdfÓmar Geirsson, 26.11.2010 kl. 23:08
Nokkrar staðreyndir.
Sparnaður HSA á síðustu þremur árum er um 500 milljónir, um 25% af rekstrarkostnaði stofnunarinnar. Stofnun treystir sér í um 5% niðurskurð í viðbót, um hundrað milljónir, án þess að starfsemin riðlist.
Þar með er stofnun búin að spara mun meir en hið meinta tekjutap ríkisins var vegna áhrifa bankahrunsins, miklu meira en samdrátturinn í þjóðarframleiðslu, miklu meir en heilbrigðiskerfið almennt.
Áætlaður niðurskurður til heilbrigðismála í dag er 5%.
Samkvæmt upphaflegum fjárlögum þá átti að spara um 23%, en meginþungi þess sparnaðar féll á sjúkrahúshluta stofnunarinnar, eða um 56%. Vissulega ekki 90% eins og hjá Þingeyingum, en skýring þess er sú að sjúkrahúsið á Neskaupstað á að lifa í smækkaðri mynd.
Landsbyggðin fær um 40% af tekjum sínum í nærumhverfi, hún er ekki baggi á þjóðfélaginu.
Yfir 90% af útflutningstekjum þjóðarinnar kemur frá landsbyggðinni, við bankahrunið varð ekki samdráttur í þessum greinum, tekjutap ríkisins kemur alfarið frá höfuðborgarsvæðinu.
Þjónusta landsbyggðarsjúkrahúsanna hefur tekið stökkbreytingum á síðust 25-30 árum, í stað þess að fólk fari suður til lækninga, þá koma læknar í helstu sérfræðigreinum út á land, og gera minniháttar aðgerðir þar. Til dæmis bæklunarlæknar, kvensjúkdómalæknar, endurhæfingarlæknar (allavega einn fast einu sinni í viku á Nesk), háls og nef læknar, húðsjúkdómalæknar og svo framvegis. Skurðstofa er forsenda slíkra aðgerða.
Einnig má nefna endurhæfingu ýmiskonar, það er hægt að fá hana í heimahéraði en áður þurfti að fara suður á Grensás, eða á Reykjalund til þess að fá hana.
Sjúkrahúsin geta tekist á við neyðarástand, til dæmis þurfti tugir að leita sér lækninga á Nesk eftir klórgasleka í sundlauginni á Eskifirði, þannig tókst að hindra varanlegt heilsutap fjölda fólks.
Vísa annars í greinarnar hér að ofan, þær útskýra hvað menn eru að gera, af hverju og að sú starfsemi skarast ekki á nokkurn hátt við hátæknihús Reykjavíkur, það er viðbót sem allir landsmenn nýta sér.
Ómar Geirsson, 26.11.2010 kl. 23:37
Blessaður Óskar, þú ert skrýtinn maður að segja fífli til um hvernig það eigi að blogga. Og þú ert kröfuharður að biðja um endurtekningu á rökum sem þegar hafa komið fram, þegar þráðurinn er kominn yfir 20 innslög, og fátt meir um málið að segja.
En fyrst að þú baðst mig svona fallega, þá náði ég í nokkra linka og greinar til að bæta við þekkingu þína. Það má vel vera að þú vitir betur en þetta fólk, um hvað það er að gera og hvers eðlis starfsemi þeirra er. Um þá sem vita betur en þeir sem framkvæma, er yfirleitt mjög erfitt að rökræða, þeir vita jú betur.
En það er röng fullyrðing að það hafi ekki verið sparað, lýsir einfaldlega mikilli vanþekkingu. Einnig er það mikill hroki að fullyrða að fólk vilji ekki taka á sig niðurskurð, þegar fólk er að verja grunnþjónustu sína. Það engin stofnun, ekki heldur á landsbyggðinni, sem lifir af 90% niðurskurð í tekjum.
Það lifir engin rekstur heldur af 56% niðurskurð, þegar það sem á að skera niður er einfalt, til dæmis einn skurðlæknir, einn lyflæknir, ein mönnun á skurðstofu. Flokkast undir heilbrigða skynsemi að skilja það.
Og það er lítilsvirðing að tala svona um starfsemi þessara stofnana eins og þú gerir, lýsir algjörri vanþekkingu.
Og þú gerir þér enga grein fyrir hvað kostnaður því fylgir að þurfa að fá alla sérfræðiþjónustu frá annað hvort Reykjavík eða Akureyri. Ég skal gera þér grein fyrir raunverulegu dæmi, sem ég þekki mætavel, því það snertir mína heilsu, og minn fjárhag.
Ég var skorinn upp þrisvar sinnum við brjósklosi á um einu ári, hafði áður verið skorinn 6 árum áður. Og ég var einn af þeim sem var svo óheppinn, að einkennin héldu áfram. Þess vegna er ég heima við tölvuna að rífa kjaft, hef verið öryrki síðan.
Ég reyndi allt sem heila og taugalæknirinn ráðlagði mér að gera, það kostað 3 heimsóknir til Reykjavíkur á nokkrum mánuðum, ferðakostnaðurinn ríflega hundrað þúsund. Hann bar ég allan sjálfur, því ég kláraði kvótann við uppskurðarferðarnar. Þetta var rétt tæplega mánaðartekjur mínar.
Ég fór til Akureyrar til að fá sprautu í liðinn, fyrst í skoðun, síðan í sprautu, 2 ferðar fyrir eigin reikning. Þurfti að gista í 2 daga eftir sjálfa sprautuna svo bólgurnar kæmu ekki strax aftur. Borgaði gistinguna úr eigin vasa. Það var engin eftirfylgni, því bæklunarlæknirinn komst ekki yfir alla sína sjúklinga.
Það kom heila og taugaskurðlæknir sem heimilislæknir á Egilstaði, ætlaði að vinna þar í ellinni, hafði annars mikla starfsreynslu frá Svíþjóð og Þýskalandi. Og hafði þekkingu og tækni sem íslenskir læknar hafa ekki, en ekki aðbúnað eða tæki til að nýta hana.
En samt, hér í Nesk eru tæki frá steinöld, og skurðstofa með fagfólki. Hann fær einn dag í viku til að sinna eftirmeðferð hér á sjúkrahúsinu, ég hef verið hjá honum í 2 ár, og hann er að koma mér á fætur. Og það kostar mig ekki ferðakostnað, ekki gistingu. Til hans kemur fólk úr öllum fjórðungnum, og vissulega þarf það að ferðast, en mun styttri leið en til Akureyrar, fyrir utan að það fær ekki þjónustu þar. Biðlisti þessa læknis er þannig að hann gæti tekið viku á skurðstofu, og hann er að koma fólki af bótum út í atvinnulífið, og/eða bæta lífsgæði þess. Og hann gæti svo miklu meira fengi hann til þess fjárveitingu, því hann býr yfir tækni sem er óþekkt hjá íslenskum bæklunarlæknum.
Búmm, allt búið.
Annaðhvort heilsuleysi eða gífurlegur ferðakostnaður.
Svo get ég nefnt þér dæmi um aðgerð sem bæklunarlæknir gerði á konunni minni, eða háls og nef læknir hjá drengjunum mínum. En þegar þessir læknar eru, þá koma tugir til þeirra.
En þegar maður les orð þín Óskar, þá mætti halda að þú þú hefði búið út í Kolbeinsey, eða á öðrum stöðum sem nútíma Íslendingur býr ekki. Vanþekking þín er algjör. Það er mjög kurteislega gert að benda þér á að þú hafir einhvers staðar staðnað.
Ef þú hefðir lent á fagmanni innan heilsugæslunnar, þá hefði hann annað hvort talið þig algjört viðrini, eða algjört fífl.
En ég er umburðarlyndur og orðaði þessa vanþekkingu þína eins kurteislega og ég gat.
Það sem þú gerir þér ekki grein fyrir, að þegar þú bullar, og ferð rangt með, þá ert þú að tala um mál sem snertir lifandi fólk, og samfélag þess. Og með bullinu styður þú atlögu að grunnstoðum samfélagsins, og ert svo hissa á viðbrögðunum.
Og þegar eru færð rök, sem hvorki þú eða heilbrigðisráðuneytið hafa hrakið, um að hinn meinti sparnaður er lítil sem enginn, þá spólar þú þig ennþá dýpra. Þegar þér er bent á að eyðing samfélagsþjónustu, uppsagnir um 90 manns, spari í mesta lagi 68 milljónir, þá ættir þú að kveikja á perunni hvað allt sem þú hefur sagt er glatað.
Hvernig getur þú notað rök um sparnað eða niðurskurð þegar þú berð saman 68 milljónir versus þær afleiðingar sem þessi niðurskurður á sjúkrahúsþjónustu landsbyggðarinnar hefur. Þú mátt vera ofsalega bitur maður ef þér finnst þessar afleiðingar vera réttlætanlegar vegna 68 milljóna króna sparnaðar.
Flestir hefðu séð sóma sinn að biðjast afsökunar.
Og að lokum þetta, þú hefur áhyggjur af því að ég gengisfelli mig með stóryrðum. Af hverju hefur þú það??' Það ætti nú að gleðja þig fyrst þú ert ósammála mér. En þú fattar ekki að ég er ekki að skrifa fyrir þann hóp sem upplifir gengisfellingu, það er af og frá.
Ég er að skrifa fyrir allt annan hóp, hóp sem sér sömu ógn steðja að þjóðfélaginu og ég. Þetta fólk tekur eftir því að ég er eins og andskotinn við þá sem gera annað af tvennu, koma inn á þetta blogg til að hæða mig eða gera lítið úr mér á annan hátt, og hitt að koma inn og fara með staðlausa stafi um grundvallarmál, og þau eru 2, ICEsave og AGS. En munurinn á mér og þér Óskar, er sá að ég færi rök fyrir því að fólk hafi rangt fyrir sér, og hæðist síðan að því eins og ég get. Sá sem hefur rökin á móti, lætur ekki bjóða sér það og svarar, og það hefur svo sem margur reynt, en samt ekki lengi.
Ekki vegna þess að ég er svona klár, heldur vegna þess að fólk hefur engin rök fyrir máli sínu. Ég hafði allan tímann rétt fyrir mér í ICEsave, bæði yfirlýsing ESB og svo 60 milljarða meinti samningurinn staðfesta það. Og saga AGS er þekkt. Og það viðhorf mitt að það sé í grundvallaratriðum rangt að almenningur greiði skuldir fjármálakerfa og fjármálamanna er siðferðislega rétt, og skrýtið, alveg eins og með ICEsave, þessi sjónarmið eru komin inn í mainstream umræðuna út í hinum stóra heimi. Ég peistaði lítið dæmi þar um, en bæði stjórnmálamenn og hagfræðingar eru farnir að benda á að þetta sé eina leiðin til að koma Evrópu út úr skuldkreppunni.
Augljóst mál þegar menn skoða það betur þegar menn skoða það út frá hagfræðilegum og siðferðislegum rökum.
Og það er jafn augljóst að AGS planið hefði þýtt endalok þessarar þjóðar, það lifir engin þjóð af þá skuldsetningu sem fólst í tillögum sjóðsins. Sagan bara kennir það. Jafn augljóst er að það er hægt að endursemja um skuldir, þó um þjóðir sé að ræða, um það eru til yfir 30 dæmi á síðustu 20 árum eða svo.
Það er nefnilega þessi skuldsetning sem krefst eyðileggingu heilbrigðiskerfisins. Og þeir sem styðja slíkt gagnvart samfélögum sínum, og samborgurum, þeir fá alla þá skítlegu meðferð sem hugmyndaflug mitt býður upp á.
Og það er eitt af markmiðum þessa bloggs, að sýna fólki sem í hjarta sínum veit að eitthvað mikið rangt er í gangi, að það er hægt að andhæfa því með allri þeirri fyrirlitningu sem ómennska og illska eiga skilið.
Og að ómennskan á engin rök á móti.
Nema náttúrlega það að benda á gjaldfellingu. En það er aumt að þurfa nota stóryrði án raka.
Núna er boltinn hjá þér Óskar, þú mátt reyna að þykjast vita betur en ég, rökin eru komin fram, ég vitna í þá sem vinna við þetta kerfi sem ég er að verja, og faglega skýrslu sem unnin var af Capacent, og þar með hefur þú það allt.
Taktu slaginn ef þú þorir, ég skal gefa mér tíma í að svar þér, þó ég sé að reyna að skrifa mig frá blogginu, ekki bæta við það. En ef þú átt aðeins mjálm, án raka, þá áttu að sjá manndóm þinn í að biðja alla þá afsökunar sem hinn vanhugsaði niðurskurður heilbrigðisráðuneytisins mun bitna á.
Það er lifandi fólk Óskar sem missir vinnuna, það er lifandi fólk sem fær ekki nútímaþjónustu sem það hefur greitt skatta til að fá.
Það er manndómur að kunna að biðjast afsökunar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2010 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.