23.11.2010 | 09:23
Veruleikafirrtir og sjúkir alþingismenn svívirða fórnarlömb Hrunsins.
Ljúgandi því að ástandið á Íslandi sé á uppleið og það sé samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að þakka.
Það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn má eiga, að hann hindraði ekki til að byrja með heilbrigða skynsemi, hann leyfði krónunni að falla, hann leyfði gjaldeyrishöft á meðan stjórnvöld skipulögðu taktíkina gegn frekari falli krónunnar, hann leyfði Keyne í tvö ár í ríkisfjármálum, og ekki hvað síst, sem er líklegasti stærsti þáttur þess að hér hrundi ekki allt, hann leyfði stjórnvöldum að halda atvinnulífinu gangandi, bankarnir voru endurskipulagðir án þess stærsti hluti fyrirtækja væri settur í þrot.
Ég nota orðalagið leyfði, því þetta gerir skynsamt stjórnvald, og hefði gert. En sjóðurinn er einmitt þekktur fyrir hið gagnstæða. Að láta grimm lögmál markaðarins hafa sinn gang og úr rústum hafa auðfyrirtæki og fjárfestar byggt upp atvinnulíf og samfélag sem er alfarið á þeirra valdi en eftir standa innviðir samfélaga og velferðarkerfi í rúst.
Sem er stefna sjóðsins, hann vill markaðslausnir í veitingu almannaþjónustu, hvort sem það er grunnþarfir eins og vatn og hiti, eða menntun eða heilsugæsla.
En hann leyfði okkur að gera annað í tvö ár. Og þar með fór ekki allt í rúst, atvinnulífið okkar stóð traustum fótum, það var skuldsetning auðmanna sem hafði leikið það grátt, ekki að það hefði orðið fyrir rekstrarlegum áföllum.
Að þakka Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er eins og að gyðingasamfélag Warsjá hefði þakkað þýska innrásarliðinu fyrir að svelta sig fyrst, og síðan að drepa sig í áföngum, því allir vissu að í Lodz voru allir skotnir fyrstu vikurnar.
Það á aldrei að þakka fyrir að ómenni geri ekki strax hið hörmulega, að það sé einhver náð að þeir grípi ekki strax til djöfulskapar síns.
Við skulum gera okkur grein fyrir ástæðum þessarar taktíkar AGS. Við þurftum ekkert á aðstoð þeirra að halda, það var engin gjaldeyriskreppa á Íslandi, heldur var landið í herkví nágrannaríkja sinna sem hindruðu eðlileg gjaldeyrisviðskipti til landsins. Hið augljósa svar við því var að leita til varnarbandalags vestrænnar þjóða, og fá umsátrinu aflétt.
En höfðingjar landsins ákváðu að hagsmunum auðmanna og braskara væri best borgið með því að leita til AGS. AGS gerði sér strax fyrir því að fyrst að landið var ekki í neinni þörf fyrir aðstoð sjóðsins, þá þyrfti að beita annarri taktík en til dæmis í Lettlandi þar sem sjóðurinn lagði allt í rúst á innan við ári. Hann þyrfti að afla stjórnmálalegs stuðnings við tillögur sínar, og þess vegna varð að hafa i þeim gulrót.
Gulrótin var Keyne og heilbrigð skynsemi í 2 ár, ásamt reyndar óráðum sjóðsins í vaxtamálum, en samt, meginlínan var á vit, ekki óráð.
En á þessum tveimur árum átti að gera tvennt, það átti að plata landsmenn til að taka á sig risavaxin gjaldeyrislán svo hægt væri að borga út braskkrónur á yfirverði i stað þess að skattleggja þær til hlýðni, og það átti að þröngva þjóðina til að taka á sig skuldir Björgólfs og Björgólfs gagnvart breska innlánstryggingasjóðunum.
Að tveimur árum liðnum þá átti að kasta grímunni. Þá var landið orðið það skuldsett að það þurfti 160 milljarða í vöruskiptaafgang, aðeins til að borga vexti, og ríkið að nota um 60% af tekjum sínum í vexti og afborganir.
Og þá átti að ganga að einstaklingum og fyrirtækjum sem réðu ekki við lán sín.
Hvernig þjóðfélag er það þar sem tugþúsundir manna, 20-40% af þjóðinni er undir hamrinum eða rétt skrimtir eftir nauðasamninga við lánardrottna sína og mun aldrei sjá fram úr skuldum sínum??
Hvernig þjóðfélag er það þar sem þjóðin mun ekki hafa efni á að flytja inn bíla eða aðra hluti sem tilheyra nútíma lifnaðarháttum??? Við skulum gera okkur grein fyrir að þjóðin flytur ekki inn dýrar neysluvörur í dag, og samt er vöruskiptajöfnuðurinn undir 100 milljörðum, og kreppan í helstu viðskiptalöndum okkar rétta að byrja, við munum ekki alltaf fá svona gott verð fyrir vörur okkar eins og við fáum í dag, samt á að keyra afganginn upp í 160 milljarða.
Hvernig þjóðfélag er það þar sem 60% af tekjum ríkisins fer til fjármagnseiganda???? Hvernig verða spítalar okkar, skólar, almannabætur, ef þessi ómennska AGS gengur eftir??? Það er auðvelt að ímynda sér það, það er helmingur þess sem þó fer í slíka hluti í dag.
Við ætlum að reka þjóðfélagið fyrir helming þeirra fjármuna sem fara í það í dag.
Ég segi það hreint út að þeir sem sjá þennan hrylling sem einhverja huggun fyrir aðrar þjóðir, þeir eru fársjúkir menn. Þeir eru ósakhæfir og ættu að njóta hjálpar á viðeigandi stofnunum.
Er ekki allt á uppleið spyrja menn, það segir AGS, það segir OECD, það segir Seðlabankinn.
Og það er rangt.
Það er ein ástæða þess að ekki er allt í rúst í ríkisfjármálum, og það var hin óvænta mótspyrna þjóðarinnar í ICEsave sem hefur haldið þeim skuldabagga frá þjóðinni, ásamt því að seinka AGS lánapakkanum.
Í dag fara 74 milljarðar í vexti hjá ríkinu, hefði aðgerðarplan AGS gengið eftir, þá hefði sú tala verið 162 milljarðar. Aðeins meintir fáráðir þekkja ekki muninn á 74 milljörðum og 162 milljörðum, en þeir sem borga á eigin skinni þekkja muninn.
Samt á að stíga fyrsta skrefið í að rústa heilbrigðisþjónustunni, og önnur almannaþjónusta er svo skorin að hún hrynur í núverandi mynd, ef meira verður skorið.
Og það á eftir að skera meira, mikið meira því fjármunir ríkisins eiga að fara í fjármagn, ekki almenning.
Hver vill þá lifa í þessu þjóðfélagi??? Án lágmarks löggæslu, án nútíma heilsugæsla, án skóla 21. aldar??? Og að fátækir þurfa að treysta á súpueldhús sér til framfærslu????
Og skuldkreppa einstaklinga og fyrirtækja er óleyst, og blóðugt uppgjör framundan.
Hagvöxturinn sem er i kortunum er uppdiktuð tala, byggð á röngum forsendum. Það er niðurskurður hjá ríki og sveitarfélögum, fyrirtæki fjárfesta ekki, ráðstöfunarfé almennings fer í Hrunskuldir gengis og verðtryggingar, allar forsendur hagvaxtar eru neikvæðar.
Og þá er samdráttur sem verður að óviðráðanlegri kreppu eftir nokkur misseri.
Það er satt, að arsenik kemur lífi í sjúkling, blóðinu af stað, svo drepur það hann.
AGS er arsenik íslensks efnahagslífs.
Staðreyndirnar tala sínu máli.
Og aðeins geðvillingar vilja þjóð sinni þau örlög sem sjóðurinn ætlar henni.
Og þeim þarf að koma á hæli.
Kveðja að austan.
Reyndi að hughreysta Íra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 608
- Sl. sólarhring: 637
- Sl. viku: 6339
- Frá upphafi: 1399507
Annað
- Innlit í dag: 521
- Innlit sl. viku: 5376
- Gestir í dag: 477
- IP-tölur í dag: 471
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.