Siv lýsti yfir stuðningi sínum við byggðaeyðingu á Rás 2..

 

En formaður flokksins er á móti.

Þarf hann ekki að taka til í sínum eigin flokki, áður en hann  skammar aðra???

Einn höfuðvandi Framsóknarflokksins er að hann hefur ekki gert upp við arfleið Halldórs Ásgrímssonar og auðmannavæðingu hans.

Framsóknarauðmenn eiga ennþá marga þingmenn.

Á meðan svo er þá treystir enginn Sigmundi, þó hann beri höfuð og herðar yfir aðra flokksformenn hvað varðar skilning og þekkingu á eðli kreppunnar.  Og hefur skýra og raunhæfa sýn um hvernig á að takast á við hana.  Sýn sem sækir styrk sinn til Keyne og Stiglitz.

Og Jóns Daníelssonar, alvöru hagfræðings þjóðarinnar.

 

Sigmundur er kannski í vitlausum flokki, hann átti kannski að taka þátt í stofnun flokks sem á framtíð, ekki fortíð.

 

Allavega þarf Framsókn að gera upp fortíð sína.

Og losa sig við alla sem styðja byggðaeyðingu.

Annars talar hann tungum tveim.

 

Og þjóðin hefur fengið nóg af slíku.

Kveðja að austan.


mbl.is Ráðist að grunnstoðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Sigmundur er akkúrat í vitlausum flokki, Ómar.  Líka nokkrir aðrir þar eins og Höskuldur og Vigdís.  Held þau mættu skipta um nafn á flokknum og losna við nokkra Evrópusinna og eyðileggjendur innan flokksins, þau eru að skemma fyrir hinum.

Elle_, 20.11.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, ég held að það sé kjarni málsins, draugar fortíðar eru of sterkir.

En drengurinn er sá eini af toppköllum sem fylgist með, og hafði vit á að fá færustu menn til að móta tillögur að lausn mála.  Tillögur sem byggjast á heilbrigðri skynsemi, ekki hagsmunum þeirra sem eiga allt, og berjast gegn hverri tilraun til að skerða sinn hlut.

Á sama tíma missti Bjarni Ben frumkvæðið til Péturs Hrunhugmyndafræðings, og í dag er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert, ekkert nema fortíðin.

Þó benti svo margt til raunhæfrar stefnubreytingar á ákveðnum tímapunkti, svo yfirtók sálarlausa liðið flokkinn, og gerir út á sérhyggju og aumingjaskap.

Það þarf nýjan flokk fyrir ungt fólk á öllum aldri, sem notar rök og skynsemi til að takast á við vandann, út frá hefðbundnum borgaralegum gildum, mennsku og mannúð.  Og heilbrigðri skynsemi í efnahagsmálum.

En tregðan þarf víst meiri tíma áður en menn yfirgefa hana.  Vona að Hrunið verði þá ekki búið að taka of mikinn toll hörmunga og þjáninga, auk stöðnunar i efnahagsmálum.

En við því er lítið að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2010 kl. 23:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ég er á sömu skoðun og þið,finnst Sigmundur bera af,það er langt síðan eitt barna minna hafði orð á því að hann greindi ævinlega  skilmerkilega  frá sínum tillögum. Það gerir það unga fólk einnig sem eru hans samherjar. En Framsókn já hefur sinn djöful að draga,ef ég má orða það svo á blogginu þínu. Kv

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 04:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga, ef sjálfseyðingarhvöt þjáði ekki samfélagið, þá væru menn eins og Sigmundur löngu komnir til forystu, en ekki sem hluti af flokkaapparati, heldur neyðarstjórn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband