20.11.2010 | 16:56
Hversu trúgjarnir eru kjósendur VG????
Evrópusambandsarmur VG, sem Árni Þór leiðir, fékk það samþykkt að Samfylkingin fengi áfram að vinna að innlimun Íslands í Evrópusambandið.
Innlimun sem ráðherrar eins og Jón Bjarnason, og í minna mæli, Ögmundur Jónasson, hafa alfarið hafnað.
Blekkingin felst í að aðlögun að sambandinu, er kölluð viðræður.
En ESB er ekkert að ræða við okkur, ESB er með ferli í gangi sem heitir "aðlögunarferli". Og framhjá því verður ekki komist.
"Our general rules are very clear, and are the same for all candidates," enlargement spokeswoman Angela Filota told EUobserver: There is no short-cut and no fast-track negotiations. Each country joins when it is 100 percent ready."
Og hvernig skyldu þessar reglur vera???? Eftirfarandi texta fékk ég lánaðan af síðu Páls Vilhjálmssonar, þar vitnar hann í skýrslu framkvæmdarstjórnar ESB;
" Overall, the 2010 progress reports indicate that the EU's enlargement process is moving forward at a pace which is largely determined by the proven capacity of the aspirant countries to take on the obligations of membership. This requires durable reforms as well as legislative and institutional adaptations which are credible and convincing.
Þarna er talað um skyldur sem fylgja aðild og varanlegar breytingar á stjórnsýslu umsóknarríkja sem Evrópusambandið krefst. Í útgáfu Evrópusambandsins um umsóknarferlið eru tekin af öll tvímæli.
First, it is important to underline that the term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implementation and application of EU rules some 90,000 pages of them. And these rules (also known as acquis, French for that which has been agreed) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur)"
En flokksráðsfundur VG þykist vita betur.
"ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild. Flokksráðið hvetur til þess að svo fljótt sem unnt er verði í viðræðuferlinu látið reyna á meginhagsmuni Íslands eins og þeim er lýst í samþykkt Alþingis".
Hvort á maður að hlæja eða gráta.
Er hægt að vera svona á tunglinu í pólitískri umræðu????
Eða er þetta allt helv. íhaldinu að kenna???
Hve lengi ætlar flokkurinn að fljóta á þeim frasa????
Hvenær sér heiðarlegt vinstra fólk í gegnum blekkingarvefinn???
Vonandi verður það ekki of seint.
Kveðja að austan.
Hagsmunum best borgið utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 331
- Sl. sólarhring: 781
- Sl. viku: 6062
- Frá upphafi: 1399230
Annað
- Innlit í dag: 281
- Innlit sl. viku: 5136
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 261
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.