20.11.2010 | 14:28
VinstriGrænir lýsa yfir stríði við landsbyggðina.
Flokksráðsfundur VinstriGrænna gaf formanni flokksins áframhaldandi umboð til að afleggja sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni.
Það eina sem formaðurinn var beðinn um var að vanda sig meira við blekkingar og jafnvel að láta eyðinguna taka lengri tíma.
Sem dæmi um blekkingar er viðtal við formanninn í héraðsblaði okkar Austfirðinga, Austurglugganum. Þar leggst formaðurinn svo lágt að skella skuldinni á lokun öldrunarheimils Vopnfirðinga á forráðamenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Það er þeirra að forgangsraða segir Steingrímur, og þeir tóku þennan kost. Skiptir engu þó hann útvegaði innan við helming fjármagnsins sem kostar að reka hjúkrunarheimilið Skjól, sjálfsagt áttu ráðamenn HSA að ræna banka í skjóli nætur til að tryggja það fé sem upp á vantar.
Lægra er ekki hægt að leggjast í blekkingum og þeim aumingjaskap að skella skuldinni á aðra.
Annað blekkingardæmi hans var að segja að niðurskurðurinn væri aðeins 22,5 % og tekur þar með heildarskerðingu á fjárframlögum til stofnunarinnar. En allur sá niðurskurður á að vera á sjúkrasviðinu, eða um 56%.
Það sjá það allir að það að ætla að skera niður starfsemi um rúmlegan helming að það er dauðdómur yfir viðkomandi starfsemi. Að halda öðru fram er lygi.
Fjármálaráðherra lýgur beint að kjósendum sýnum og fékk fyrir það uppklapp flokksráðsfundar VinstriGrænna.
Þar með er VinstriGrænir flokkur lyga og blekkinga, það aumasta sem íslensk valdabarátta hefur alið af sér, því þetta var flokkurinn sem gerði út á hugsjónir fólks um betra samfélag.
En reyndist þá sækja tilverugrundvöll í sögu Orwells um svínin sem rændu byltingunni.
Allir hafa það gott ef VG hefur völd.
Það er ömurlegt til þess að hugsa, að samborgarar manns, að fólk sem býr í hinum dreifðu byggðum skuli mæta á þennan fund, og samþykkja óhæfuverkin.
Og koma síðan heim í hérað og bjóða góðan daginn.
Núna veit maður hvernig Norðmönnum leið þegar þeir sáu nágranna sína marsera undir merkjum Kvislinga, maður skilur fyrirlitninguna og ógeðið sem greip þá.
Það er ekkert sem réttlætir svik við náunga sinn og samfélag.
Ekkert.
Þetta er fólkið sem tók hagsmuni flokks síns fram yfir hagsmuni nágranna sinna.
Þetta er fólkið sem lýsti yfir stríði á hendur samfélagi sínu.
Þetta er fólkið sem sveik okkur.
Aumara getur aumt ekki verið.
Kveðja að austan.
Ótvíræður stuðningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 19
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 2038
- Frá upphafi: 1412737
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1791
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert meira hagsmunamál fyrir landsbyggðina en okkur hin að halda okkur utan þessa ræningjabandalags, sem ásælist auðlindaríkar þjóðir. Ég hef ýmist búið hér í borginni eða stærri borgum erlendis alla æfi, og ég lít sem svo á að þeir hafi lýst yfir stríði við mig, fyrrum kjósanda þeirra, og alla landsmenn og afkomendur okkar, ekkert síður en landsbyggðarfólk.
Kolla (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 20:47
Blessuð Kolla, ég er svo orðmargur, að ég verð að takamarka mig við eitthvað þröngt.
Ég var að fylgja eftir bloggi mínu frá því í gær þar sem ég bloggaði um fund okkar Austfirðinga gegn niðurskurði AGS í heilbrigðiskerfinu.
Þetta blogg er árétting þess, stríðið er eyðing heilbrigðiskerfis okkar sem tók hálfa öld að byggja upp.
Burt séð frá öðru, þá dugar það til að koma mannlífi frá 21. öldinni, til um rétt rúmlega 20., þegar læknir og lyf, og síðan dýrar ferðir til Reykjavíkur, voru heilbrigðisþjónustan.
Grettistakið síðan er eins og frá reiðhjóli í geimskutlu, og með einu pennastriki á að afnema þetta.
Og ég er ekki viss um að veik byggð fyrir, þoli þessa afturför.
En allt annað sem þú segir er rétt, og má alveg halda því til haga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2010 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.