20.11.2010 | 07:52
Geðvillingarnir láta sér ekki segjast.
Andstaða almennings hrakti þá í skúmaskot, og þaðan skipuleggja þeir gagnsókn.
Þeir ákveða að minnka eyðinguna, nokkur sjúkrahús fá að skrimta, ennþá.
Með þessu ávinna sér þeir tvennt, þeir telja sig hafa losnað við gagnrýnir frá stærstu stöðunum og að fólk þar muni ekki láta sér örlög hinna staðanna varða.
Og þeir skapa með þessu værðartilfinningu sigursins, fólk gætir ekki að sér.
Og svo næst, á næsta eða þar næsta fjárlagaári, þá fellur dauðöxin.
Svona starfa geðvillingar, þeir eru snjallir í sinni eyðileggingu og þeir eru snillingar að spila á sérhyggju fólks.
Munum að það þarf ekki að eyða, það er þegar búið að skera niður.
Og ætli að mesti niðurskurðinn sé ekki sá að starfsfólk vinnur fyrir svipað eða minna kaup þrátt fyrir 30% kjararýrnun frá Hruni.
Bilið á að brúast með aukinni framleiðslu, með því að þjóðin vinnur sig upp úr kreppunni.
Og á meðan, á að skera það niður sem þjóðin getur verið án.
Aðeins geðvillingar láta slíkt vera en höggva þar sem hlífa skyldi.
Látum þessa andlegu veika menn ekki komast upp með ódæði sín.
Verjumst.
Kveðja að austan.
Minna skorið af hinum stóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 416
- Sl. sólarhring: 742
- Sl. viku: 6147
- Frá upphafi: 1399315
Annað
- Innlit í dag: 352
- Innlit sl. viku: 5207
- Gestir í dag: 325
- IP-tölur í dag: 321
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað mun kosta á endanum þetta ESB rugl? Billjarða? En allt í lagi að lítil börn úti á landi fái enga læknisþjónustu. Hvað ætli margir munu drepast í bílnum á leið á sjúkrahús í órafjarlægð, þegar litlu local sjúkrahúsunum hefur verið breytt í einhvers konar jafnoka skólahjúkrunarkonunnar og hennar tækjakosts? Þvílík vinstrimennska eða hitt þú heldur?!
Reiður og pirraður vinstrimaður (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 21:47
Að við minnumst ekki á röskun á búsetuskilyrðum, góð heilbrigðisþjónusta var orðið eitt af djásnum landsbyggðarinnar, ótrúleg breyting, til dæmis hér í Neskaupstað, á svona síðustu 10-15 árum.
Og nútímafólk sættir sig ekki við afturhvarf til fortíðar, annað hvort gerir það uppreisn með hnefum eða fótum, en það mun aldrei sætta sig við draumsýn þeirra sem vilja kæfa allt mannlíf utan höfuðborgarsvæðisins.
Og þó auðtrúa sálir trúi lygaþvætting þeirra Steingríms og Guðbjarts, þá eru rök þeirra af ætt lyga og blekkinga, öll sett fram til að breiða yfir þá stefnubreytingu að landsbyggðarfólk er ekki lengur fullgildir þegnar þessa lands.
Og það er aumt.
Og þetta er ekki vinstrimennska, ekki jafnaðarmennska, þetta er sama skítlega eðli smámenna sem hafa þjónað höfðingjum í gegnum aldirnar við að níðast á venjulegu fólki.
Og því verður að linna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2010 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.