Frábært framtak.

Ungu mennirnir í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fóru í smiðju Ólöfu ríku þegar þeim barst fréttir af eyðingu sjúkrahúsþjónustu Austfirðinga.

Í stað þess að væla og skæla, eða falla í pólitískar skotgrafir, "að kenna hinum um", þá söfnuðu þeir liði og vörðust.  Á fundi með stærstu atvinnurekendum Fjarðabyggðar var fenginn stuðningur þeirra við kostun faglegrar skýrslu um hina meintu heimsku sem felst í "sparnaðaraðgerðum" ríkisstjórnarinnar.

Að gefinni þeirri forsendu, að það eigi að sinna sjúkur fólki á landsbyggðinni, þá er ljóst að hinni meinti sparnaður er enginn þegar allur kostnaður er talinn til.  En það er tilfærsla á kostnaði frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, og það er það sem svíður mest.

Austfirðingar og aðrir landsbyggðarmenn eru taldir nógu góðir pappírar til að afla þjóðarbúinu tekna, og greiða skatta og skyldur, en öll þjónusta sem þeir fá í staðinn er álitinn kostnaður, óþarfa kostnaður, sem má missa sig.

En í Reykjavík kallast þetta nauðsynleg útgjöld.

 

Að öðrum mælendum ólöstuðum þá var magnaðasta upplifunin að hlust á tölu hins síunga öldungs, Stefáns Þorleifssonar, sem í fáum en beinskeyttum orðum dró upp mynd af því ástandi sem var, hvernig samhentur hópur heimamanna náði að byggja upp nútíma spítalaþjónustu á tímum þar sem meginkostnaðurinn lenti á heimmönnum, og síðan hvað hefði áunnist.

Lokaorð Stefáns voru mögnuð, menn skyldu gera sér grein fyrir því að það væri auðvelt verk að brjóta niður, erfiðisvinnan fælist í uppbyggingunni.

Betur er ekki hægt að lýsa stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem lætur almenning borga sukk og svínarí auðmanna og fjárbraskara, með því að brjóta niður almannastofnanir, almannaþjónustu, samfélagið sjálft.

Því ekki má skera hár á höfði auðræningjanna.

Það er nefnilega ekkert mál að eyðileggja, það er uppbygging mennskunnar sem kostar blóð, svita og tár.

 

Þó Austfirðingar, eins og þorri landsmanna, hafi stungið höfði í sandinn þegar ríkisstjórn Íslands samþykkti samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá var í því samstarfi lögð drög að eyðingu almannaþjónustu í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag.  Það er óhjákvæmileg afleiðing af því þegar skuldapakki með greiðslubyrði ríkissjóðs upp á um 60% af tekjum er hannaður.

Það er óhjákvæmileg afleiðing af hávaxtastefnu og dýrum lánum.

Stærsti gjaldeyrisvarasjóður heims (hlutfallslega) er ekki ókeypis, hann er keyptur með blóði velferðarkerfisins.  Og ef þrotlaus barátta örfárra einstaklinga gegn ICEsave svikum ríkisstjórnarinnar hefði ekki skilað sér í neitun forseta Íslands á samþykkja fjárkúgun breta, þá hefðu að lágmarki 507 milljarðar fallið á þjóðina á næstu 14 árum.

Í ár hefði það verið 60 milljarðar, og það þarf ekki einu sinni ímyndunarafl til að skilja hvernig heilbrigðis og menntakerfið hefði komið út úr þeim viðbótarniðurskurði.

Að benda á þetta samhengi hlutanna kallast leiðindakvabb sem fáir hlusta á.  Og jafnvel þegar fólk horfist framan í afleiðingar þessar helstefnu, þá kveikir það ekki, heldur að um mannvonsku núverandi ráðamanna sé að ræða.

Fólk sér ekki samhengið milli þeirra skulda sem átti að setja á ríkissjóð, og þess að ekki er bæði hægt að nota skattpening þess til að greiða fyrir almannaþjónustu, þegar það er búið að borga þá vexti og þær afborganir sem falla á ríkissjóð.

Það trúir því að það sé náttúrulögmál að það borgi skuldir höfðingjanna, enda kunna allir sögur af ánauð og þrældómi forfeðranna.  Það er eins og velferðarhugsjón 20. aldarinnar hafði dáið með græðgivæðingunni.

 

En þetta þarf ekki að vera svona, þetta á ekki að vera svona.

Lifandi fólk á að ganga fyrir dauðu fjármagni.

En það er okkar að vilja að svo sé.

Og gera eitthvað til að hjálpa okkur sjálf.

 

Þarfaframtak bæjarstjórnar Fjarðabyggðar er gott dæmi um slíka sjálfbjargarhvöt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Niðurskurður HSA skilar litlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 1412721

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1775
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband