Það er aldrei of seint að mannast.

Var það fyrsta sem flaug um huga minn þegar ég las þessa frétt um að loksins hefði þingmenn lagt fram þingsályktun um að draga breta fyrir dóm.

Vissulega átti þetta að gerast strax eftir hryðjuverkaárás þeirra haustið 2008, þá átti að virkja leiðir réttarríkisins og jafnframt að krefjast neyðarfundar hjá Nató, og ákæra þá þar formlega fyrir árás gegn bandalagsþjóð.

Í þessu samhengi skipti ekki máli að þeir nutu stuðnings annarra Evrópuþjóða, lögbrot verða ekki lögleg þó lögbrjótarnir séu margir og virðulegir, heldur er það bókstafur laganna sem ræður.

Réttarríkið gerir ekki mannamun á glæpamönnum.

 

En eins og þetta er stórt skref fyrir þingmenn að stíga, þá er skrefið sem slíkt ekki fullnægjandi.  Það vill svo til að Alþjóðadómstóllinn í Hag er seinvirkasta leiðin sem hægt er að velja, og líka sá sem byggir á óljósasta lagarammanum.

Það liggur nefnilega beinast við að draga bresk stjórnvöld fyrir dóm í Bretalandi og þá vegna brota á almennum hegningarlögum sem banna þvingun (extortion) og fjárkúgun (blackmail).  Um þvingun má lesa þetta í Wikipediu:

"Extortion, outwresting, and/or exaction is a criminal offense which occurs when a person unlawfully obtains either money, property or services from a person(s), entity, or institution, through coercion".

Krafa breta í ICEsave deilunni fellur nákvæmlega undir þetta lagaákvæði, og þeir sem báru ábyrgð á  þessari þvingun, þeir eru sekari en sjálf syndin samkvæmt breskum lögum.  Og breskir dómstólar er sjálfstæðir og dæma eftir lögum, líka ráðamenn.

 

Og það er líka meinloka að halda að aðeins ríkisstjórnin geti lögsótt breska ráðamenn, þessir þingmenn geta það hæglega, hvort sem þeir beita flokkum sínum sem formlegum lögsóknaraðila, eða stofna almannasamtök sem safna fé fyrir málarekstri og stefna síðan Brown og Darling fyrir dóm, ásamt þeim ráðamönnum sem bera ábyrgð á núverandi fjárkúgun.

Vissulega er þetta ósvífið, en árás breta var ekki bara  ósvífin, hún var næstum búin að ganga frá efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga, og uppfyllir öll skilyrði sem hugtakið "econmic war" nær yfir.  Og slíku þarf að verjast.  

Í vestrænum lýðræðisríkjum þá verjast menn með lögum og rétti gegn kúgun og ofbeldi, líka kúgun og ofbeldi ráðamanna og stjórnvalda.

 

Mannist þingmenn það mikið að þeir stígi þetta skref, þá mun ICEsave deilan gufa upp en eftir stæði skaðabótakrafa Íslendinga á hendur bretum.  Og til minningar um fórnarlömb íslensku bankanna, þá ætti fyrirfram að lýsa því yfir að allar dæmda skaðabætur færu i sjóð til að bæta þeim tjón sem fengu það ekki bætt í gegnum innlánstryggingar.

Í því er mesti mannsbragurinn, að láta illvirki og illvirkja enda til góðs.

 

Loks má geta og efni í annan pistil, að þessi lögsókn er aðeins upphaf af fleiri lögsóknum.  

Rannsaka þarf hvernig það gat gerst að Alþingi Íslendinga var næstum því búið að samþykkja ólöglegar fjárkröfur upp á 506 milljarða án þess að krafa fjárkúgaranna ætti sér neina stoð í lögum, og þeir höfðu ekki dóm Evrópudómsins fyrir henni.  En eins og allt vitiborið fólk veit, þá er ekki nóg að hafa lögmæta kröfu, dómstólar þurfa að löghelga hana til að hún sé aðfarahæf.

Einnig þarf að rannsaka þá þingmenn og ráðaherra sem ennþá eru að reyna að afhenda skattfé almennings bretum þó fyrir liggi skriflega yfirlýsing fulltrúa framkvæmdarstjórnar ESB um að ICEsave krafan styðjist ekki við tilskipun ESB um innlánstryggingar.  Rannsaka þarf hvort um mútugreiðslur sé að ræða, eða annað sem útskýrir þessi lögbrot.

Einnig þarf að rannsaka hlut Ruv í áróðursstríði breta, hvaða tengsl bresk stjórnvöld hafi við stofnunina, hvort einstaka fréttamenn þiggi mútur eða annað sem útskýrir þátt þeirra í fjárkúguninni.

 

Augljóst er að það þarf að skipa sérstakan saksóknara til að fara í saumana á öllum þessum lögbrotum, upphæðirnar sem næstum var búið að svíkja út úr almannasjóðum eru það háar að jafnvel í alþjóðlegu samhengi þá er um eina af stærstu fjárkúgunum mannkynssögunnar.  Við Íslendingar eigum ekki bara sæti á topp tíu listanum yfir stærstu gjaldþrot, heldur líka á topp tíu listanum yfir meint fórnarlömb fjárkúgara.

Líklegast toppsætið, og öll hin trilljón og eitthvað dæmin þar á eftir þóttu gefa tilefni til rannsóknar og ákæru.  Aðeins þeir, sem sætta sig við að vera á topp tíu yfir mestu aumingja mannkynssögunnar, sætta sig aðgerðarleysi gagnvart svona risaglæp.

Og þessir fjórtán alþingismenn vilja greinilega ekki vera á aumingjalistanum.

 

Núna reynir á manndóm samþingmanna þeirra, sjálft réttaríkið Evrópa er í húfi, ef enginn gerir neitt í þessu máli.

Aldrei hefur stærri ábyrgð hvílt á íslenskum þingmönnum en núna.  Og þeir verða að rísa undir henni.

 

Glæpir ráðamanna eiga aldrei að líðast.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja höfða mál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vissulega átti að kæra Breta strax. Mér er fyrirmunað að skilja hverngi ráðamenn hafa brugðist þessari þjóð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 23:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já og rannsaka hvernig þjóðin var næstum því plötuð til að samþykkja 507 milljarða skuldbindingu þegar menn þykjast núna geta náð samningi upp á 40-60 milljarða.

Hvað fór úrskeiðis 2009????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 23:15

3 Smámynd: Elle_

Ómar, einn af þínum langsterkustu pistlum.  Óskiljanlegt að böðlarnir hafi ekki enn verið kærðir fyrir bæði hryðjuverkin og ICESAVE.   Og rannsókn á íslenskum embættismönnum og stjórnmálamönnum ekki enn verið hafin vegna ICESAVE-GLÆPSINS.   Óskiljanlegt hvað það dregst og vefst fyrir íslenskum stjórnvöldum. 

Elle_, 19.11.2010 kl. 00:38

4 identicon

Dream on........

Fair Play (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 01:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, ert þú lifandi ennþá Feri, minn kæri.  Og fylgist með því sem heitast er í umræðunni, mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar, þá myndi ég kannski nenna þessu harki.  Og fylgja svona pistlum eftir því nóg er á upplýsingum á netinu um hve hart breskir dómsstólar taka á allri þvingun og blackmeili.

Og fengi þá kannski restina af textanum frá þér, "dream on me"??????, man þetta ekki alveg nógu vel.

Þangað til, bið kærlega heilsa þér og þínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2010 kl. 08:23

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Takk fyrir það, allavega glotti ég mikið, fannst það ekki leiðinlegt að hamra þetta þó ég hefði engan tíma til þar sem drengirnir mínir skilja ekki þörfina á byltingunni, vilja bara fá athygli.  Náði því ekki að koma pistlinum inn upp úr átta þegar ég byrjaði, og missti því að fréttatengingunni, og þeirri athygli sem forsíðufréttirnar fá.

Það er alltí lagi að menn fari að ræða af fullri alvöru öll lögbrotin í kringum ICEsave, og að bretum tókst næstum að fá íslenska ríkisábyrgð upp á 507 milljarða vegna útgjalda sem féllu til á þeirra fjármálamarkaði.  

Og svona pistill síast inn.

En ég sé ekki fyrir mér hvernig menn ætla að afgreiða fjárlög niðurskurðar og svíkja þjóðina í ICEsave á sama tíma.  Þó allir stórforstjórar heimsins væli og skæli þá er almenningi nákvæmlega sama, þeir geta þá byrjað að borga sér mannsæmandi laun, ekki skrípaofurlaun, áður en nokkur maður hlustar á þá aftur.

Og það hlustar heldur enginn á vælið í Ruv, en það er alltílagi að koma því í loftið að rangfærslur þeirra í þágu erlendra fjárkúgara er lögbrot, og mjög alvarlegt þar sem samstarfsaðilinn er erlent stjórnvald.  Í meirihluta landa heims væru þeir skotnir fyrir svona athæfi, allflest önnur myndu dæma þá í margfalt lífstíðarfangelsi, því föðurlandssvik og stuðningur við erlend árásaröfl er hvergi liðið, nema á landi umburðarlyndisins, Íslandi.

Okkur þykir það bara kúl að ríkisfjölmiðill er í þjónustu erlendra árásarríkja.  Jafnvel dæmi um íslenska fyndni eins og hún best gerist.

En Elle, nú er bara að sjá hvað þessi pistill kemst langt án tilbúinnar athygli sem ég sæki með fréttabloggi mínu, ef hann er sterkur eins og þú segir, þá mætti ætla að einhver læsi hann, og jafnvel bloggaði á svipuðum nótum.

Sjáum til hvað hann eldist vel.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 19.11.2010 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 610
  • Sl. viku: 5644
  • Frá upphafi: 1399583

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 4815
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband