Tökum mark á stórforstjórum og semjum upp á nýtt í ICEsave.

 

Þeir segja að viðskiptalífið hafi tapað hundruðum milljörðum vegna ICEsave.  Forstjóri Össurar staðhæfir "að Icesave deilan hafi haft gríðarleg áhrif til hins verra á viðskiptalífið. Erlendir fjármagnsmarkaðir hafi verið nánast lokaðir íslenskum fyrirtækjum vegna hennar." 

Ég skal reyndar játa að ég hélt að það væri vegna þess að bankakerfi okkar hrundi og erlendar lánastofnanir hefðu þurrt að afskrifa þúsundir milljarða vegna íslenskra banka og stórfyrirtækja, en látum það gott heita. Maðurinn hlýtur að vita hvað hann er að segja.

Nú er ljóst að þjóðin hefur neitað ICEsave samningum vegna þess að fólk vill ekki fórna velferðarkerfi sínu vegna skulda einkaaðila, og ekki eru neinar líkur á að sú aðstaða breytist, jafnvel þó bretar hafi slegið mikið af kröfum sínum, sem ég reyndar skil ekkert í því Jóhanna fullyrti í hótanabréfi sínu til Ólafs Ragnars að þeir myndu hækka þær í alla ICEsave skuld Björgólfs og Björgólfs, eða í um 1.500 milljarða.  En líklegast hefur Hrannar eitthvað misskilið stöðuna.

Og lét því Jóhönnu ljúga þessum ósköpum í nafni ríkisstjórnarinnar.

 

En eins og Magnús Orri, þingmaðurinn sem tekur mark á stórforstjórum, segir, þá er hið liðna liðið, og deiluna þarf að leysa.

Er því ekki lag að láta viðskiptalífið höggva hnútinn fyrst að breiðu bök þjóðfélagsins, aldraðir sjúkir öryrkjar, einstæðar mæður og barnafjölskyldur, sýna því enga samúð, að láta viðskiptalífið sjálft semja við breta um ICEsave.

Og borga með hinum meinta hagnaði framtíðarinnar.

Á meðan geta þeir látið jeppa sína og sporslur, jafnvel hluta launa sinna sem hvort sem eru 2007 eitthvað og ekki í takt við hið nýja Ísland hinnar norrænu velferðarstjórnar, upp í fyrstu greiðslur, svo bretar sæju að þeim sé alvara.

Það er eitthvað svo augljóst að það gengur miklu betra að fá svona samning samþykktan ef menn ætla sjálfir að borga hann í stað þess að láta aðra gera það.  Til dæmis væru laxveiðileyfi ekki svona dýr ef forstjórarnir sjálfir borguðu en ekki fyrirtæki þeirra.

Þess vegna eiga menn að stíga fram og bjarga sér og sínum fyrirtækjum, og axla ábyrgðina á nýjum samningum, mættu jafnvel sína göfugmennsku og hækka greiðslurnar upp í 120 milljarða, fyrst að hinn meinti hagnaður er svona mikill.

 

Og loksins, og loksins, er ICEsave úr sögunni, og jafnvel ESB aðild handa hornsins.

Er þetta ekki snilld.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Alvöru fjárfestar taka ekkert mark á matsfyrirtækjunum, eins og Jón Daníelsson benti á í viðtali 3.8 2010:

 

http://eyjan.is/2010/08/03/jon-daniels-skiptir-engu-tho-matsfyrirtaeki-laekki-lanshaefi-islands/

 

Raunar verður ekki betur séð en Bretsku matsfyrirtækin séu beinlínis í vinnu hjá Bretsku ríkisstjórninni. Ótímabærar yfirlýsingar þessara snýkjudýra um að Íslendingar verði að undirgangast Icesave-klafann, því að annars fái landsmenn ekki erlend lán, eru í besta falli broslegar.

Hvað hafa Íslendingar að gera við erlend lán, þegar peningageymslur Seðlabankans eru svo stútfullar af gjaldeyri, að bankinn verður að leigja sér húsrými úti í bæ ? Staðreyndin er auðvitað sú að Seðlabankinn er búinn að taka allt of mikið af lánum.

Borið er við að þessi háu erlendu lán, séu tekin til að verja Krónuna. Vonandi trúir enginn þessum þvættingi, því að við þurfum ekki nema 30 milljarða til að koma á fót Myntráði og festa Krónuna varanlega.

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/11/12/peningastefnunefnd-sedlabankans-fjallar-ekki-um-peningastefnuna/

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.11.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og mættu sem flestir skilja boðskap þinn Loftur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 21:56

3 identicon

Auðvita vill fjárfestir og innistæðueigandi eins og forstjóri Össurar að launafólk á Íslandi ábyrgist innistæður hans að fullu. Innistæður sem þessi forstjóri hefði tapað 70% til 80% ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu innistæðueigendur sem áttu meira en 3,5 milljón króna tapað 70% til 80% af sínum innistæðum. Á móti þá hefði ekki króna fallið á launafólk á Íslandi vegna gjaldþrots bankana.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu erlendar lánastofnanir ekki tapað aukalega nær þrjrú þúsund milljörðum króna.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu íslensk stjórnvöld ekki staðið fyrir stærsta ráni sem framið hefur verið í Evrópu frá stríðslokum og þar með gert Ísland að ræningjaríki.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett og öllum leikreglum samfélagsins ekki verið breytt á einum næturfundi þá væri ekki til staðar þetta vantraust erlendra lánastofnanna á öllu því sem íslenskt er. Að breyta ás og kóng í miðju spili og gera fjarkan og fimmuna hærri er ein mesta glæpamennska sem við Íslendingar höfum framið. Og allt þetta til að tryggja innistæður nokkurra moldríkra einstaklinga.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá segðu erlendar lánsstofnanir ekki þetta: "Nei við lánum ekki aftur til Íslands. Ef bankarnir þeirra lenda aftur í vandræðum þá bara stela þeir peningunum okkar aftur og láta innistæðueigendur fá þá".

Mikil er ábyrð þeirra sem gerðu okkur Íslendinga að ræningjalýð í augum þjóða heims.

Að kalla þetta síðan allt saman "Icesave" er síðan hluti af blekkingunni og gert í þeim tilgangi að hylma yfir ráninu og leiða umræðuna frá hinum raunverulega glæp og að þessum Icesave reikningum sem löngu er búið að leysa og er samningsmál milli stjórnvalda.

Það að einkafyrirtæki fái ekki fyrirgreiðslu i erlendum fjármálafyrirtækjum hefur ekkert að gera með einhver vaxtakjör og hvort Ísland geiðir 90 eða 180 milljarða til ríkistjórna Bretlands og Hollands.

Ástæða þess að einkafyrirtæki fá ekki fyrirgreiðslu í erlendum fjármálafyrirtækjum er stærsta rán Evrópu sem stjórnvöld á Íslandi frömdu með setningu neyarlaganna og afleiðing þess er sú að engin treystir Íslending.

Mikil er ábyrð þessa fólks sem sat Þingvallastjórnina.

Ög hættu þessu rugli Jón, þú veit vel út á hvað þetta gengur og löngu vitað að danirnir sem eru stærstu eigendur Össurar hf. ætluðu sér að setja Össur hf. á Børsinn þar.

Pési (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Elle_

Hvílíkar rakalausar lygar og þvæla í Jóni Sigurðssyni í ÖSSURI og öðrum stjórfyrirtækjaböðlum að við töpum ef við borgum ekki fjárkúgun. Og á meðan sjúkrahúsum er lokað af því við erum svo fátæk. 

Og RUV dirfist að útvarpa þessari þvælu Jóns í ÖSSURI og Þórólfs Mattíassonar ICESAVE-BÖÐULS endalaust fyrir Jóhönnu- og Steingrímsstjórnina á kostnað gjaldþrota alþýðu og gamalmenna. 

Og á meðan sjúkrahúsum er lokað af því ríkissjóður er víst tómur þó Seðlabankinn sé fullur af peningum, og gamalmennum er kastað út á götu, líka vegna sama tóma ríkissjóðs, heldur RUV uppi ICESAVE lygum Steingríms og Þórólfs endalaust.

Og hvað kæmi það okkur annars við þó Össur færi á hausinn?????  Megi skrattans fyrirækið fara á hausinn og sem allra fyrst, helst núna í nótt.  OG ÞAÐ ÆTTI AÐ LOKA RUV OG DRAGA ÞAU ÖLL FYRIR DÓM.         

Elle_, 17.11.2010 kl. 22:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen, er er þetta ekki annars flott málamiðlun, að þeir borgi sem sjá haginn, en þeir krefji ekki aldraða og sjúka um greiðsluna??

Eru þá ekki allir ánægðir, starfsmenn Spegilsins mega líka leggja fram hluta launa sinn.  Þeir iðrast þess ekki þegar þeir vita að gaddurinn fékk ekki aldraða foreldra þeirra.

Sum mál þurfa ekki að vera flókin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 23:11

6 Smámynd: Elle_

Hin svokölluðu neyðarlög voru ekki lög og eru ekki enn, heldur loforð.  Og loforð hafa ekkert lagalegt vægi. 

Elle_, 17.11.2010 kl. 23:17

7 Smámynd: Elle_

Ómar, ég var ekki að svara þér næst að ofan, vissi ekki að þú værir kominn þarna.

Elle_, 17.11.2010 kl. 23:19

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Þú varst mjög heimskur áður en mútufé ESB kom til.

Fékkstu fyrirframgreiðslu??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 09:43

10 identicon

Sæll Einar

Í minni sveit heita þetta "torfbæir" en þú ert líklega einn af þessum nútímamönnum sem eru búinn að missa alla tengingu við uppruna þinnn og sjálfsagt ert þú einn af þeim mönnum sem talar um að "þökuleggja" tún með þökum í stað þess að tala um að "tyrfa" tún með torfi.

Þessi þjóð þín bjó öll í torfbæjum fyrir 100 árum og hafði þá gert það í rúm 1200 ár.

Að tala með neikvæðum hætti um uppruna sinn og alla sína forfeður og formæður, menningu og menningararf, og kenna það við eitthvað neikvætt er sú dapurlegasta heimsýn sem nokkur maður getur tileinkað sér.

Pési (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 10:03

11 Smámynd: Einar Karl

Pési,

er það neikvætt að rifja upp að Íslendingar voru bláfátækir, raunar meðal fátækustu þjóða Evrópu, lengstaf þessi 1200 ár?

Saga torfbæja er merkileg vissulega, en það breytir því ekki að þessi húsakynni hefðu rétt svo þótt skepnum bjóðandi í öðrum löndum í kringum okkur, eða hvernig stendur á því að fólk yfirgaf torfbæina á fáeinum áratugum, um leið og almenningur hafði efni á að kaupa innflutt byggingarefni?

ÖLL efnahagsleg velgengi á Íslandi hefur tilkomið vegna samskipta við aðrar þjóðir. EINANGRUN dregur úr velsæld, hér sem annars staðar.

Einar Karl, 18.11.2010 kl. 10:53

12 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Pési,Kjaftæði er þetta í þér maður.

Við komust fyrst í fé við Marshall aðstoð,og síðan þá höfum við ekki gert annað en að ræna hvert af öðru stanslaust og munum gera alla tíð.Við erum skítapakk upp til hópa og þegar einhver kemst í völd af okkur sveitaskrílnum mun hann eða hún hampa sér og sínum svo einsýnt að maður kúast af því hreint og beint.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.11.2010 kl. 13:38

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Úlfar, finndu þér aðrar síður fyrir hroða þinn.

Þessi er fyrir fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband