Hver ætlar svo að bjarga Bretlandi??

Þegar Írland er frá, þá finna skortsalar sér nýtt lamb til slátrunar.

Og svo koll af kolli.

Ótrúlegt að fullorðið fólk skuli ekki sjá að skuldakreppan mikla er rétt að byrja, og hún verður ekki leyst nema með uppskurði á fjármálakerfi heimsins, bæði uppbyggingu þess og forsendum.

 

Og hagkerfi Evrópu verða ekki ræst nema tvennt komi til;

- að skuldum verði létt af almenningi og almannasjóðum

- að Evrópubúar veðji á börn en ekki hunda til að sjá um sig í ellinni.

 

Orð munu aldrei tala raunveruleikann í þá átt sem menn vilja.  Og allar björgunaraðgerðir sem felast í auknum skuldum, þær eru ættaðar úr sögunum um Herramenn, nánar tiltekið frá Ruglulandi en þar nota menn olíu til að slökkva elda.

 

Orðagjálfur um svo og svo mikinn hagvöxt vegna aukningar á útflutningi eru af sama meiði.  Gríðarleg óvissa er um framtíð alþjóðahagkerfisins, það eina sem er öruggt að þeir sem borga skuldir, þeir neyta ekki vöru eða þjónustu.  Og almannasjóðir sem nota tekjur sínar í skuldir, þeir hafa ekki fólk í vinnu.  Og vandséð er hvernig einkageirinn getur tekið við öllu því fólki sem mun missa vinnu sína.

Að skuldsetja Ísland, með risalánum AGS og ICEsave kúguninni, með þeim rökum að framtíðarhagvöxtur, byggður á útflutningi, muni greiða upp lánin, það er firra fólks sem missti allt raunveruleikaskyn í aðdraganda Hrunsins.

Það trúði að örþjóð gæti bakkað upp alþjóðlegt bankakerfi, margfaldri þjóðarframleiðslu þess, og núna trúir það á meintan hagvöxt á tímum samdráttar og atvinnuleysis.  

 

Og þjóðin treystir þessu veruleikafirrtu fólki til að stjórna sér.  Og samþykkir skuldsetningu barna sinna og barnabarna út í eitt.

Hvað sem um það má segja, þá er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á árunum 2000-2008, við týndum samkennd okkar með fólki í erfiðleikum, við hættum að líta á þjóðina sem eina heild og því þora kerfiskallar að leggja til atlögu við heilbrigðiskerfi landsbyggðarinnar, og við fórum að trúa skýjaglópum og vitleysingum.

Og þegar ráð þeirra leiddu okkur út í forað, þá lærðum við ekki meira en það, en að við báðum sömu ráðgjafa um ráð upp úr foraðinu.

 

Og svo eru allir hissa að þjóðartrukkurinn er blýfastur þó ljóst sé að björgunarleiðin leiðir til ferðar út í botnlausa skuldakeldu sundraðar þjóðar þar sem þeir í erfiðleikum mega éta það sem úti frýs, bara ef þeir sýna samstöðu og vinna möglunarlaust á skítakaupi fyrir skuldum auðmanna.

Fyrirsögnin á þessum pistli ætti eiginlega að vera, hver bjargar okkur frá okkur sjálfum, en það var of djúp pæling fyrir svona lokaorð.

Eftir að ég las urrið í ljóninu í morgun, þá veit ég að ég get haldið aftur í hýði mitt, án þess að óttast um ICEsave svikin.

Steingeitur landsins munu hindra þau óráð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is AGS á leið til Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Seðlabanki Evrópsku Sameinginarinnar sér um að stilla gengi evru gagnvart öðrum stillanlegum gjaldmiðlum.

Þannig er nú  eftirspurnar og framboðsferlið í hnotskurn. Evran er sett till höfuðs Dollars á sínum tíma. 

Á Íslandi eru hagsmuna aðilar sem stunda sérfræðistörf  til að réttlæta launa og hlunninda upptöku sína hér á landi. Kenningar þeirra hafa ekkert vægi utan Íslands.

Erlendar efnhagstjórnir tryggja að þeirra innfluttningur sé á sem hagstæðustu verði á öllum tímum.

Uppbygging sameiginlegs herafla í  Evrópsku Sameiningunni á einmitt að tryggja viðskiptasamninga betur, í kraft virðingarinnar sem voldug herveldi hafa.

Mikill missir er af hinum fjölmörgu ríkjum með sjálfstæða utanríkisstefnu sem hafa horfið af sjónarsviðinu eftir Sameininguna og hennar utanríkjastefnu.

Efnahagsstríð Risananna er í farveginum og alls ekkki séð fyrir endan á því næstu 30 ár. Þetta kalla íbúar efnahagsnýlenda kreppu. 

Ný-nýlendustefna. Í nafni hagræðingar til að koma betur út úr langtíma vöruviðskiptum.  Lítið flókið fyrir mikið einfalt.  Mörg flókin störf  fyrir eitt einfalt.

Neocolonialism is the term describing international economic arrangements wherein former colonial powers maintained control of colonies and dependencies after World War II. Neocolonialism can obfuscate the understanding of current colonialism, given that some colonial governments continue administrating foreign territories and their populations in violation of United Nations resolutions and private, foreign business companies continue arguing that their continued exploitation of the natural resources is beneficial to subjugated, colonial peoples. The economic control inherent to neocolonialism is akin to the classical, European colonialism practiced from the 16th to the 20th centuries.

Júlíus Björnsson, 17.11.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Júlíus.

Það er mikið til í því að efnahagsstríð risanna er framundan, og sagan kennir að vopn vilja koma við sögu, sérstaklega sterk freistni hjá þeim sem tapar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 12:40

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í einu frumskjali Evrópsku Samningarinnar í Franska textanum, kemur fram að UK getur hvenær sem er sett Englands Banka [Seðlabanka UK] undir Seðlabanka Evrópsku Sameiningarinnar, einnig að UK geti komið inn í Evrópska Fjárfestingarbankann [Lögheimili Lúxemborg], En Frakkar og Þjóðverjar er stærstu hluthafar með 25% hlut hvor í dag.   

Þar má lesa milli  línanna að Bretar [stjórnsýslan] telji sig ennþá geta fjármagnað sig á sínum  heimamörkuðum.

Er þá verið að tala um gamla Breska heimsveldið? Sem allir vita að Bretar deila með USA í dag og Kína er komið in í dæmið allavega í Afríku. 

EU 2007 var komið á toppinn í bókuðum heildartekjum yfir USA en ekki USA og Kína til samans.

Lissabon er líka að mínu mati mikill ögrun af hálfu Sameiningar við aðra Risa á jörðunni. Ég tel USA hafa lagt mikið undir með því að samtvinna  sig eins mikið og hægt er við Asíu, hinsvegar spar þeir sín hráefni á meðan minna er að gera heimafyrir.   

Regluverk Þjóverja of líka Frakka og Englendinga, er oftar ekki stórvarasöm og er saminn aðallega til að hagnast þeim mest. Gervi einkavæðing innan stjórnsýslu er til að veika stjórnsýslur Meðlima-Ríkjanna sem eru veikar fyrir sagt vera til efla sjálfábyrgð þeirra að hafa sjálfræði um skuldbindingar: við sjáum hvað gerðist hér í samkeppni um að eyða skattfénu fyrir fram. 

Ég sá þátt um Mendelson, og þar Þjóðverjar hagnýtir, gáfu út reglur um undanþágur fyrir þá afkomendur Abrahams  sem áttu passalega marga "aríska" forfeður.  Þá fóru allar samkundur að rekja ættir sínar og gera skýrslur um sitt fólk á eigin kostnað. Til að sleppa við að fara í búðirnar.

Fljótt skiptast veður í lofti, margir betlarar á Íslandi í dag sem ekki fá afskrifað eða tekjur án vaxta til til að fram sér og sínum.  Flestir sem ég kannast við létu freistast af fagurgala þeirra gráðugu, enn alls ekki af eigin græðgi. Úthrópa vinnuaflið sem gráðuga skuldara sem geti sjálft sér um kennt til að réttlæta áframhaldandi eigin græðgi og hagsmunapot.   

Júlíus Björnsson, 17.11.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir ég tala um byltingu og geri það enn því að ekkert dugar gegn þessari mafíu elítu sem hér er allt að drepa! Takk fyrir góðan pistill Ómar kveðja úr norðri.

Sigurður Haraldsson, 17.11.2010 kl. 16:24

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lissabon er líka að mínu mati mikill ögrun af hálfu Sameiningar við aðra Risa á jörðunni. Ég tel USA hafa lagt mikið undir með því að samtvinna  sig eins mikið og hægt er við Asíu, hinsvegar spara þeir sín hráefni á meðan minna er að gera heima fyrir.   

Regluverk Þjóverja, líka Frakka og Englendinga, eru oftar ekki stórvarasöm og eru saminn aðallega til að hagnast höfundunum mest. Gervi einkavæðing innan stjórnsýslu er til að veikja stjórnsýslur Meðlima-Ríkjanna sem eru veikar fyrir sagt vera til efla sjálf ábyrgð þeirra að hafa sjálfræði um skuldbindingar: við sjáum hvað gerðist hér í samkeppni um að eyða skattfénu fyrir fram.

Júlíus Björnsson, 17.11.2010 kl. 17:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Sigurður, ég er hræddur um að hinn venjulegi maður þurfi að bylta víðar, en einhvers staðar þarf að byrja, spurningin er hvað kokið á þjóðinni er vítt, og svo má ekki gleyma þeirri tilhneigingu að vilja trúa einhverju ef það er nógu mikil lygi, sbr fréttin í dag um hundruð milljarða tap viðskiptalífsins vegna ICEsave.

Hvað hefur hrunið annað en banka og verktakakerfið, hvorug tveggja rekið áfram af lánsfé.  Átti sem sagt ICEsave að tryggja nýtt lánafyllerí??????????'

Daginn sem fólk fattar þau sannindi sem má finna í þessum orðum Júlíusar, " Úthrópa vinnuaflið sem gráðuga skuldara sem geti sjálft sér um kennt til að réttlæta áframhaldandi eigin græðgi og hagsmunapot.", þá færð þú nýliða í byltingarher þinn.

Á meðan er bara að þrauka heimsku og þorrann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 19:58

7 Smámynd: Elle_

Hlustuðuð þið á ICESAVE áróðurinn í RUV?  Við erum rukkuð fyrir að ógeðinu sé útvarpað.  
ICESAVE NÍÐ Í RUV: JÓN SIGURÐSSON - ÖSSURI, SIGRÚN DAVÍÐSD - RUV, ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON: SPEGILLINN, NÓV, 10.

Elle_, 17.11.2010 kl. 21:10

8 Smámynd: Elle_

SA og stórfyrirtækjaböðlar með dyggri hjálp RUV og Steingrímsstjórnarinnar ætla alþýðu landsins og hinum vinnandi manni að borga þrælanauðungina svo þeir sjálfir geti haft það náðugt.  Ætlar Ögmundur enn að styðja kúgunina??

Elle_, 17.11.2010 kl. 21:20

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég átt  marga langafabræður og langafasystur sem voru öll að yfirgefa Íslandi þegar ég var barn á sumrin hjá afa og ömmu.  Sum höfðu þökk vinnaflsfélögum  eftir kreppuna miklu um 1910  geta lifað af lúsarlaun sínum einmitt vegna samstöðu og samtryggingar íbúðarlánanna. Ekki bara að þau skiluð aukunum ráðstöfunartekjur heldur til getu til að greiða í lífeyrisjóðs og hafa fullvissu um að eiga skuldlaus íbúð í ellinni.

Þegar ákveðið var hér af ný-jafnaðarmönnum að bylta þessu félagslega kerfi hér um og frá  1982, með nísku ný-aðlinum. Hækka húsnæðiskostnaði um minnst 30% til að skapa fjármagn fyrir nýja tegund námsmanna sem er búnir að læra utan að hvað þeir hafa góða menntun, þótt verkin sanni allt annað.  Þá hefði átt að bera þessa markaðsvæðingu á húsnæði vinnuaflsins undir þjóðaratkvæði, eftir mikla kynningu á nýju fals verðtryggingar langtíma lánunum, sem íbúalánsjóður borgar með því að fjármagnar sig hjá lífeyrissjóðum [áður stofnaðir af vinnuaflinu] og öðrum séreignarsjóðum með kúlulánum :  Balloon :dýrust skammtíma áhættu lánum sem finnast.  

Þetta kalla ég peninga þvætti.

Þegar greiðsluerfiðleikar viðskipta vina alvöru lánastofnunar byrja [erlendis] eru það fyrstu merki um að hún sé að stefna í greiðsluþrot, þetta var orðið mjög áberandi 2004 hér landi samkvæmt AGS. Hinsvegar skilja starfsmenn AGS náttúrlega ekki að að yfirdráttur og dráttarvextir er skattstofn á Íslandi og skila aðilum miklum arði [ekki til lengri tíma samt].    

UM þetta leiti 2004 í skjóli EES áttu Íslenskir séreignarbankar að fá leyfi til að stofna útibú í ríkjum Evrópsku Sameiningarinnar: ná sér úr reiðufé beint úr vasa vinnuaflsins og góðgerðastofnanna þar í samkeppni.   Þeir rök voru nauðsyn til þess að lækka húsnæðiskostnað vinnuaflsins hér.

Hinsvegar voru flestar Ábyrgar lánstofnanir í EU og  USA hættar að lána geiranum Íslenska vegna úttektar sem var gerð á Íslensku veðsöfnum 2004: öll annars flokks.  

1. flokkur eru 30 ára [til ] 45 ára starfsæfislán vegna kaupa fyrstu íbúðar vinnuaflsins sem enga áhættu tekur vegna lágra og stöðugra tekna. Þessi lán er með  raunvöxtum um 20% til 30% á 30 árum,

hér minnst 80% plús verðtrygging og 30% raunvaxtaauki, ef verðbólga er 90% á 30 árum. 

Það er ekki verið að gera íslensk vsk fyrirtæki samkeppnifær inn á mörkuðum Evrópsku Sameiningarinnar með því að hækka launkostnað Íslenskra fyrirtækja um 30 % vegna hækkun húsnæðiskostnaðar vinnuaflsins. Hækkun í samburði við Alþjóðasamfélagið.

Hinir eignameiri blekkja sig með því að ef við lækkum húsnæðiskostað vinnuaflsins  þá verður efnahagsgrunnurinn stöðugra, en þá  gætu laun lækkað án þess að ráðstöfunarmáttur vinnuaflsins skerðist. Launaveltan lækkar og þar með þeirra laun líka. Þessir sem eiga oftar ekki meira ein eina íbúð skuldlausa.    

Það er alveg öruggt að Erlendi ríki fjármagna ekki lífeyrisjóðsgreiðslur Íslenska vinnuaflsins í framtíðinni þegar þau eru búinn sjá út fléttuna hér.  Önnur eins græðgi þekkist vart utan Íslands stela lífeyristekjum ófæddra kynslóða. 

Lífeyrir var á sínum tíma örorkubætur vegna elli örorku og ekki sjálfgefinn almennur starfsæfisbónus þeirra sem sem eru í skuldlausri íbúð þegar taka hefst.  

Afi geymdi fé í banka sem rýrnaði, ég fékk sparimerki sem rýrnuðu, en svo fékk ég okur íbúðalán sem hækkar að raunvirði þangað til ég dey.

Ísland er með helsjúkan fjármálamannauð, sjálfs afneitunin er algjör.  

Erlendis er verðbótum dreift mest á fyrstu greiðslu langtíma íbúðarlána þetta er gert í sjóðsamhengi til að afskrifa fyrstu greiðslur um verðrýnuna  á endum eldri lána. Þetta sögðu útlendingar á sínum tíma [alvöru hagfræðingar] að myndi brenna upp bólguna. Lántaki erlendis greiðir mest að raunvirði fyrst, en á móti koma lækkandi greiðslu að raunvirði, sem er gott því heildaviðhaldskostnaður [inn og utan] á 30 árum eru um 60% til að veðið haldast sem nýtt.    

Þetta gengur alltaf upp í borgum þegar hámarks stærð er náð til að tryggja öllum gott líf. Þá koma jafn mörg ný lán inn og fara út. Almennt lár húsnæðis kostnaður tryggir bein flæði lífeyris til þeirra sem þykkja hann vegna aldurs.

Vilja Íslendingar fjölga þjóðinni um 3% á hverju ári ef það kostar nýja virkjun í hvert skipt og meðaltekjur lækka samt sem áður.

Ég trúi ekki að 90% almennings vilji það. Ísland er fámennt og lykill er að atvinnustig sé hátt. Í Færeyjum vinna nánast allir þangað til þeir hrökkva upp af. Þess vegna borgar sig ekki að flytja út hæfast fólkið og taka inn atvinnuleysi úr EU inn í staðinn fyrir almenning.

Ég tel AGS vera pína Íslensku sérfræðinganna til að taka frumkvæði að því að skipta um grunn en ekki endurreisa launaþenslu grunninn aftur. Auðþekktur er Asninn á eyrunum, hann hunsar allt sem honum er sagt:   staður að eðlisfari.

Júlíus Björnsson, 17.11.2010 kl. 21:33

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus og Elle.

Elle, Ruv er eins og það er, mútufé ESB, en fólk sér ekki samhengi hlutanna, vill ekki borga ICEsave, en treystir Ruv.

En ég ákvað að flippa aðeins, vona að Mogginn breiði út boðskaðinn, þetta er ekki svo flókið eftir allt saman.

Látum Jón og Össur borga, fyrst þeir vilja semja.  Þeir gera það fyrir meintan framtíðargróða en við losnum við að reka gamalmennin út á gaddinn.

Þeir einu sem gráta eru starfsmenn Spegilsins, sem ætluðu að mæta og gráta með gamlingjunum, því ekki sjá þeir samhengi hlutanna, að þiggja laun frá bretum, og útburði gamalmenna.

Svona er þetta bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 21:54

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég þrauka Ómar og við munum gera það sem stöndum byltingarvaktina!

Sigurður Haraldsson, 18.11.2010 kl. 15:37

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég greip gæsina þegar ég las fréttina um þingmennina fjórtán sem vilja stefna bretum.

Taldi upp fleiri sem mættu fá á sig stefnur.  Það þarf að koma því að í umræðuna að lögin banna þá hegðun að styðja fjárkúgun.

Og ef menn vilja skerpa átakalínurnar þá eiga menn að kæra þetta lið og sjá hvernig dómsstólar taka á málunum. 

Hvernig er hægt að samþykkja 507 milljarða skuldbindingu án þess að það sé nokkur lagastoð fyrir því í íslenskum eða lögum ESB?????

Furðulegt að enginn stjórnarandstæðingur skuli ekki vera búinn að láta reyna á þetta.

Læt þessa grein standa í nokkra daga sem efstu grein, hún má alveg síast inn í huga fólks.

Mæti svo í stríðið þegar ég heyri í herlúðrunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 222
  • Sl. sólarhring: 870
  • Sl. viku: 5953
  • Frá upphafi: 1399121

Annað

  • Innlit í dag: 188
  • Innlit sl. viku: 5043
  • Gestir í dag: 183
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband