16.11.2010 | 11:53
Endalok Engeyjarættarinnar???
Bjarni Ben, yngri, játar vitneskju um landráð, án þess að gera nokkuð í málinu, annað en að kinka kolli.
Þó á hann ættir að rekja til manna sem voru framarlega í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og voru þekktir fyrir að gefa aldrei afslátt þar á.
Nema Bjarni núna, hann ætlar að gefa bretum afslátt frá lögum og reglu, og leggur þar með blessun yfir framferði þeirra.
Það hlálegasta við þetta er að stjórnmálamenn hafa ennþá ekkert lært. Þeir halda að hér sé ennþá 2007, að ákvarðanir bakherbergja renni ljúflega í gegnum löggjafarvaldið og þjóðin beygi sig fyrir ákvörðunum þeirra.
Þó hafa þeir Jón Gnarr, og þó hafa þeir Ólaf á Bessastöðum.
Og þeir hafa þjóð sem fékk nóg af þeim og þeirra aumingjaskap. Þjóð sem lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.
Og í stað þess að virkja hina nýju þjóð, þá halda menn fortíðar, að þeir geti náð að umbreyta þjóð sinni í sitt gamla far.
Sá stjórnmálamaður sem þekkir ekki sinn vitjunartíma, hann er búinn að vera.
Og Bjarni Ben hefur ekki nema nokkra daga til að þvo hendur sínar af glæpnum áður en hann lendir sjálfur á sakbekk þjóðarinnar.
Því þjóðin mun lögsækja alla þá sem brjóta lög hennar og stjórnarskrá. Og hvorki auður eða ætt mun forða mönnum frá dómi.
Það er brot á stjórnarskrá landsins að ráðstafa skattpeningum almennings í ólöglega fjárkúgun breta, og það er jafn ólöglegt þó allir þingmenn með tölu greiði því atkvæði sitt.
Þeir þurfa fyrst að breyta stjórnarskránni og lögleiða glæpi áður en þeir semja um ICEsave á þann hátt að peningar þjóðarinnar renni í breska ríkiskassann.
Eini löglegi ICEsave samningurinn er um uppgjöf breta og skaðabætur fyrir það tjón sem glæpur þeirri olli íslensku efnahagslífi. Vilji menn sýna bretum miskunn og fella niður skaðabætur, þá þarf að bera það undir þjóðina, og færa fyrir því rök, vísa til dæmis til náinna tengsla í gegnum tíðina.
En annars verða bara lögin að hafa sinn gang, sá sem reynir að stela og svíkja með fjárkúgun, hann á að sitja inni. Sé glæpurinn framinn af handhafa ríkisvalds, þá er viðkomandi ríki skaðabótaskylt fyrir það tjón sem það olli. Bresk lög eru skýr í þessum efnum, þau leyfa ekki slíkt háttalag ráðamanna, ekki frekar en einstaklinga og fyrirtækja, enda er annað ávísun á lögleysu.
Aðeins aumingjaskapur íslenskra stjórnmálamanna er skýring þess að breska stjórnvöld voru ekki strax dregin fyrir dóm í London, en málið er ekki fyrnt, þess vegna reyna breta með öllum ráðum að ljúka því.
Ég spái því að þeir verði farnir að borga með sér áður en við vitum að. Það er ef þjóðin hindrar þessa lokatilraun þeirra til að kúga íslenska stjórnmálmenn til uppgjafar.
Það að þeir lækkuðu kröfu sína úr 506 milljörðum í 40-60 milljarða, segir allt sem segja þarf. Og skýringin er ekki síðtilkomin góðmennska breskra stjórnvalda. Svona gerir aðeins sá sem veit að hann er búinn að tapa, en reynir samt að bjarga því sem bjargar verður.
Hjálparlið þeirra á Íslandi er jú mjög öflugt.
En allt á leið á öskuhaug sögunnar.
Eina spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn leyfir Bjarna að útvega sér far í rútunni sem flytur Steingrím og Jóhönnu þangað.
Aðrar spurningar eru ekki í ICEsave deilunni við breta.
Kveðja að austan.
Bjarni staðfestir að samningsdrög liggi fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
það mætti halda að ráðherrar og þingmenn væru allir heiladauðir,það hefur verið vitað að já þíðir já og nei þíðir nei en ráðamenn vilja halda áfram að níðast á saklausu fólki sama hvað það kostar. því miður er bara ein leið eftir fyrir þjóð vora það er að ryðja þessu pakki út úr alþingi og húðstrýkja.
Jón Sveinsson, 16.11.2010 kl. 12:42
Já, þetta er ekki félegt lið Jón, en tvennar sögur fara af stuðningi íhaldsins, sjá Agnesi.
En málið er að hálfvelgja er líka stuðningur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2010 kl. 13:44
þegar almuginn gekk í ábyrgð fyrir öllum innistæðum
varð almuginn að abyrgarmönnum bankanna
þjóðin öll er ennþá ábyrg fyrir öllum innistæðum
kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 22:48
Vonandi hafa strákarnir þínir tveir fengið rökhyggjugenin frá móður þeirra. Var nýlega á stórri samkomu þar sem fundarstjórinn reyndi að gerast spaugari og sá eini sem hló var hann sjálfur. Vona að þú hafir skrifað þetta sem brandara, sem hafi bara verð svona lélegur.
Er alfarið á móti greiðslu á Icesave, en það getur vel verið að einhvers konar málamiðlun gæti skilað ávinningi til lengri tíma. Þetta með Engeyjarættina, jú það vita flestir hér á blogginu að Bjarni er af þeirri ætt. Áður fyrr hefði ég fengið aulahroll að lesa slíka rökleysu, nú er mér slétt sama. Menn mega verða sér til skammar fyrir mér.
Sigurður Þorsteinsson, 16.11.2010 kl. 23:09
Blessaður Æsir, vinsamlega haltu þig í Valhöll, láttu bullið eiga sig hér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 08:55
Blessaður Sigurður, geymdi mér ánægjuna af morgunverkunum þar til síðast.
Ég hélt að þú réðir yfir meiri styrk en aulahúmor þegar þú bömmar fólk. Ekkert af því að vera ósammála, ekkert af því að láta "rökleysu" fara í taugarnar á sér, og per se er svo sem ekkert af því að mæta á önnur svæði og tjá sig um að vera ósammála, þó vissulega er það dálítið sjálfhverft að halda að annað fólk sé að skrifa til að vera sammála þér.
En aðferðafræðin þarf að vera boðleg.
Þú ert blár Sigurður, og ekki nema gott um það að segja. Á bloggi þínu hefur þú tjáð þínar skoðanir og rökstutt sjónarmið þín eftir atvikum. Og þar sem ég les það oft þegar ICEsave er í umræðunni, þá veit ég að þú kannt ágætlega að rökræða við andstæð sjónarmið.
En þú hefur blessunarlega sloppið við rök eins og að þú sért með ljóta hárgreiðslu og ljót gleraugu, og svo stamir þú örugglega, það sjáist á fingrasetningunni, þess vegna er þetta bara bull og bjánagangur þegar þú kannast ekki við ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á Hruninu, og skiljir ekki að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir þegar flórinn eftir ykkur íhaldið er hreinsaður.
Niðurstaðan er vissulega sjónarmið, það má færa rök fyrir afneitun ykkar blárra, en rökin eru ekki að þú stamir eða ert með ljóta hárgreiðslu.
Sigurður minn, nægar eru hæpnar fullyrðingar hér að ofan sem þú getur tætt í þig, hafir þú til þess vit og þor, síðan máttu láta aulahúmorinn fylgja með, en aulahúmor sem slíkur er ekki rök. Án raka er hann bara eins og hvert annað búmmerang.
Og stofufangelsi Pinochet (þrátt fyrir stuðning Möggu) sýnir að jafnvel stjórnmálamenn komast ekki upp með að brjóta lög og reglur, og valdataka Jóns Gnarr ætti að vera ykkur bláu næg viðvörun til að þú spáir í þá hugsun sem svona prósi tjáir.
Það er nefnilega of seint að iðrast eftir dauðann, líka pólitískan dauða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.