Er urrandi ljónið að breytast í mjálmandi mús?????

 

Með tilkomu Davíðs Oddssonar á ritstjórastól Morgunblaðsins þá tók Morgunblaðið, einn fjölmiðla, sér stöðu með þjóðinni í ICEsave deilunni.

Og blaðið hefur verið óþreytandi að benda á lögleysu breta, bæði með eigin orðum í ritstjórnargreinum, sem og hitt að birta skrif og segja fréttir af fólki og fénaði sem hefur bent á hið augljósa;

Að krafa breta í ICEsave er eins ólögleg eins nokkur fjárkúgun getur verið, styðst hvorki við lög eða reglur réttarríkisins.

Og slíkar kröfur eru ekki greiddar, heldur eru leiðir réttarríkisins notaðar til koma böndum á lögleysuna.

 

Núna get ég ekki að því gert að Mogginn er orðinn tannhjól í áróðri Steingríms og ofursamnings hans.  Í þessari frétt er mikið staðnæmst við eftirgjöf breta og risadíl Steingríms.

En engin krufning á tilurð hinnar meintu eftirgjafar.

Er það miður að svona einarður andstæðingur skuli láta spila svona með sig og seint hefði maður trúað að ákveðnir flokkshagsmunir ESB arms Sjálfstæðisflokksins myndu fá Davíð Oddsson til að mjálma með fjárkúgun og þjófnaði.

Vissulega á málið allt eftir að skýrast, Mbl.is hefur áður mjálmað með bretavinum þegar ESB hollir blaðamenn eru á vakt.  Það er eins og allt þetta ESB liði trúi að ESB sé mafíusamtök sem láti fjárkúgun og glæpi viðgangast, og íslensk þjóð fái ekki aðganga að himnasælunni, nema að lúta í gras fyrir fjárkúgurum.

Ritstjórnargreinar næstu daga munu skera úr um hvorum megin hryggjar Mogginn er í þessari lokatilraun Steingríms Joð Sigfússonar til að svíkja þjóð sína.

Seint mun ég trúa að Davíð taki undir slagorð VinstriGrænna, "lokum landsbyggðinni, hjálpum bretum".  Slíkt gera ekki Steingeitur þó öll spjót heimsins standið á þeim eða flokksvél Sjálfstæðisflokksins æski þess.

Menn láta frekar flokk sinn víkja en að svíkja þjóð sína á Ögurstundu.

 

Ég hef fulla trú að ljónið muni urra áfram.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kannast ekki við Icesave-samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Málið með Moggann er mér skilst að Davíð er ekki einn ritstjóri og hinn kannski og líklega sinnaður drottnunarveldinu þarna í Evrópu.  Og líka getur Davíð ekki alltaf verið á vakt eins og þú bendir á, Ómar. 

Nei, ég mun seint trúa að hinn sterki ICESAVE andstæðingur muni fara að tísta eins og mús yfir ICESAVE glæpnum, það bara getur ekki verið.  Og hví er ekki búið að taka völdin af ógnarstjórn Steingríms Joð???  Hvað ætlar Ögmundur að gera??

Elle_, 16.11.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Davíð urraði í Morgun, lét lítið yfir sér, því ljón þurfa ekki alltaf að hrista sig og geifla, til að einhver taki eftir þeim, það gera kettir, en ljónum dugar urrið.

Litli leiðarinn var skýr skilaboð til Bjarna Ben að láta ekki blekkjast.

En Bjarni er ekki með skýra stefnu í neinu máli, það mætti halda að hann væri af Hermannsættinni, ekki Engeyjar.  Og það er megin skýring þess að Ögmundur aflífar ekki ríkisstjórnina.

Það er raunhæfur möguleiki að Bjarni og Össur myndi þá stóriðjustjórn..

Þetta eru refjarnar sem þjóðin lætur bjóða sér, og það með bros á vör.  Það er ekki beint hægt að segja að reiðibylgja hafi farið um samfélagið við þessar fréttir, það er eins og allur þrýstingur hafi horfið við þingsetninguna og stefnuræðu Jóhönnu.

Laxatæknin er að virka.

Ég veit ekki Elle hvað er að gerast, eru virkilega allflestir sáttir við þessi málalok???

Það skýrist vissulega, og svo eru lögin okkar megin.  Þó framsetning mín sé háðsk og stríðandi, þá er undirtónn hennar sannur, skattheimta vegna ICEsave er ólögleg, og eftir að ESB gaf sjálft út að hvergi i EES stæði neitt um ICEskave, þá er ljóst að ef þeir fara ekki með málið fyrir Evrópudóm, og fá á sig dóm, þá mun Hæstiréttur fella þessa greiðslur úr gildi. 

Enginn ICEsave samningur mun þola málssókn.

Ætli þetta skæruliðablogg mitt endi á þann veg að fá Andófsöflin til að draga ríkisstjórnina fyrir dóm, vissulega eru góður lögfræðingar búnir að færa rök fyrir stjórnarskrárbrotum.

En vilja þeir fara alla leið gegn kerfinu sem fóstraði þá?????

"Helv. fokking fokk", það er ekki flóafriður fyrir þessari vitleysu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 08:54

3 Smámynd: Elle_

Ég hefði mátt orðað þeetta svona, Ómar: -- Skárri eða verri nauðung er ekki máliið -- Orðið betri bara passar ekki fyrir nauðung og nauðung og kúgun getur aldrei kallast samningur. 

Nógu slæmt, Ómar, hvað þau hafa komist lengi upp með ICESAVE, en að þau sleppi, getur bara ekki verið.  Ekki meðan við drögum andann.  ´The intent´eða ætlunin að koma þessu yfir okkur og eyðileggja stjálfstæði okkar þar með, mun verða nógu sterkt vopn gegn ranglæti þeirra.   

Já, helv. fokking fokk, von þú segir það.  Og góður nýi póllinn þinn.  Stórfyrirtækjaböðlar borgi einir ICESAVE úr því þeir heimta það.  Kemur okkur hinum ekkert við.  Líkaði spurningin þin um múturnar:  Tökum mark á stórforstjórum og semjum upp á nýtt í ICEsave. Við fáum enn ekki nokkurn frið fyrir þessu ICESAVE.

Elle_, 18.11.2010 kl. 23:49

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, já, maður veit aldrei hverju manni tekst að koma í umræðuna.  En meðan er hamrað, þá herðist stálið. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 104
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 5643
  • Frá upphafi: 1400400

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 4848
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband