16.11.2010 | 07:04
Einn smá galli, það gilda lög í landinu.
Sem hvorki stjórn eða stjórnarandstaða geta hundsað.
Eftir að ESB lýsti því opinberlega yfir að ICEsave krafa breta væri ólögleg, þá er síðasta hálmstrá breta horfið. Krafa þeirra er og var ólögleg.
Og ólögleg krafa verður ekki lögleg þó þeir slái umtalsvert af hinum meinta þjófnaði.
Mannræningi getur ekki helgað mannrán sitt ef hann slær af upprunalegu lausnargjaldskröfu sinni og vill núna aðeins 10 milljónir í stað 10 milljarða.
Hann fær sinn dóm fyrir það þegar hann kemst undir mannahendur.
Eins er það með kröfu breta, löghelgi þeir hana ekki fyrir dómsstólum ESB, þá er hún marklaus. Og þó þeir með mútum eða hótunum fái íslenska stjórnmálamenn til að gangast að henni, þá íslenskir stjórnmálamenn ekki rétt til að afhenda þeim skattpening almennings, þó vissulega megi þeir borga það sem þeir vilja sjálfir.
Það eina sem gerist er að þeir verða sjálfir sekir um glæp.
Og þá er hægt við að það verði þröngt á Hrauni.
Kveðja að austan.
Knýja á um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 160
- Sl. sólarhring: 559
- Sl. viku: 5699
- Frá upphafi: 1400456
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 4895
- Gestir í dag: 135
- IP-tölur í dag: 135
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu
Það er SJS sem er að brasa þetta - ekki stjórnarandstaðan -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.11.2010 kl. 07:11
Árni Matt og Baldur Guðlaugs fóru af stað með þetta mál svo að því sé haldið til haga. Sameiginlegt klúður fjórflokksins.
Þetta mál er og heldur áfram að vera furðulegt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.11.2010 kl. 07:33
Blessaður Ólafur.
Við skulum vona það, eftir svik ykkar í skuldamálum heimilanna, þá trúi ég öllu upp á flokk þinn. Samviskuleysið virðist vera algjört, allavega meðan Pétur Blöndal stjórnar honum.
Og ekki skulum við vanmeta mátt Vilhjálms Egilssonar.
En dagurinn í dag sker úr um, yfirlýsinga hlýtur að vera vænta úr Valhöll, því Morgunblaðið gefur í skyn að atvinnulífið krefji flokkinn um skýr landráð, menn sitja varla þegjandi undir því.
Ef ekki, þá veit ég að þið almennir flokksmenn grípið inní.
Ég hef nefnilega ekki misst trúna á ykkur, það var aðdáunarvert hvernig þið hröktuð ESB Villa og félaga aftur inn í skúmakot sín.
Og þið eigið betra skilið en Pétur Blöndal.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2010 kl. 08:20
Blessuð Jakobína.
Ekkert hef ég á móti kárínum á íhaldið, en málið er of alvarlegt til að við getum leyft okkur það núna.
Staðan er mjög einföld í dag, þeir sem verja þjóð sína og svo hinir.
Við vitum það bæði að ICEsave er afsprengi gallaðra reglugerða ESB og það sem var gert af hálfu íslenskra stjórnvalda haustið 2008, var afleiðing gegndarlausrar kúgunar þar sem öll gjaldeyrisviðskipti þjóðarinnar voru stöðvuð.
Það reyndi aldrei á hinn sér íslenska klaufaskap, vissulega má vera að stjórnkerfið hefði greitt ICESave reikninginn þó engin þvingun hefði fylgt með beiðninni, allavega virtust menn ekki hafa lögin á hreinu, og höfðu ekki fyrir því að setja öfluga lagavinnu í gang.
Og svo fengu menn þær meinlokur að ICEsave væri aðgöngumiði að ESB, eins og landið hefði ekkert annað að bjóða búrókrötunum, og þessi ESB trú var öflugust í hinum stjórnarflokknum, þó vissulega megi finna margt jákvætt við varnarbaráttu Ingibjargar, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að allflestir innan Samfylkingarinnar vildu greiða, og það strax.
Ég held að það sé ákaflega mikil einföldun að klína hinum meinta glæp þá félaga Árna og Baldur, en fjórflokkurinn er sekari en syndin, enda amatörasöfnuðir.
Um það getum við verið sammála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2010 kl. 08:30
Bréf frá konungi Icesave á hræðilegri ensku: http://eyjan.is/2010/11/17/medmaelabref-ossurar-til-fao-fyrirue-arna/
Expose them (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.