Þið eigið ykkur bandamann.

 

Sjálfstæðismenn voru ekki alltaf á bandi Péturs Blöndal, ein besta greinin sem skrifuð hefur verið um skynsemi og mennsku þess að leiðrétta skuldir, skrifað Kristján Þór Júlíusson, þingmaður okkar NorðAustfirðinga, í Morgunblaðið fimmta mars síðastliðinn.

Grein hans er magnað ákall um skuldleiðréttingu og ég ætla að gefa honum orðið;

"Í ljósi fullyrðinga ríkisstjórnar eru niðurstöður í skýrslu Kjartans Brodda Bragasonar hagfræðings, sem hann vann fyrir Neytendasamtökin, sláandi. Þar kemur fram að um 30% heimila landsins safni skuldum, gangi á eignir eða hafi dregið gríðarlega úr neyslu. Að mati Kjartans eiga um 20-30% skuldsettra heimila landsins í verulegum greiðsluvandræðum og fjöldi einstaklinga á bak við þessar tölur geti legið á bilinu 48-72 þúsund manns. Sívaxandi þungi í almennri umræðu um skuldavanda heimila landsins bendir eindregið til að sú staðhæfing Kjartans að „Seðlabankinn, ráðuneyti og opinberar stofnanir ofmeti í dag greiðslugetu heimilanna,“ sé því miður sönn.Vandinn sem við er að glíma kemur í kjölfar þess að efnahagslegur stöðugleiki hvarf og við tók gjaldeyriskreppa, lánsfjárþurrð og ofurvextir. Rask á vinnumarkaði, með uppsögnum og atvinnuleysi hefur leitt til varanlegs tekjufalls hjá miklum fjölda fólks. Höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað um 30% og gengistryggð lán á bilinu 50-100%. Um 15 þúsund manns eru atvinnulausir, tæp 10 þúsund hafa flutt úr landi og tugir þúsunda hafa tekið á sig launalækkun. Við þessar aðstæður fjarar hratt undan bæði greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Það sem mestu skiptir þó er að tiltrú almennings á að sigrast á vandanum fjarar sömuleiðis hratt út. Óbreytt ástand mun skaða hagsmuni allrar þjóðarinnar.

........ Kjartan Broddi Bragason hefur bent á að um 40% skuldanna eru við bankana en megnið af því sem út af stendur eru skuldir við Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði. Hann segir að menn geti ekki náð að leysa þetta vandamál nema lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður komi þar að með einum eða öðrum hætti. Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna.

Ég vil hér nefna nokkur atriði sem brýnt er að tekin verði afstaða til: Neyðarlög verði sett um frystingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána við upphafsgildi fyrir kreppu. Til greina ætti að koma að miða við vísitölu neysluverðs 1. mars 2008. Innleiðing nýrrar vísitölu húsnæðislána.

Ný vísitala sem speglar verðþróun fasteigna – til hækkunar og lækkunar – þarf að taka við og vera byggð á virkum viðskiptum á fasteignamarkaði. Áhrif aðgerða skv. tölul. 1 og 2 verði stillt af eftir á í gegnum skattlagningu og vaxtabætur. Þak verði með þeim hætti sett á niðurfærslu lána hjá eignasterkum einstaklingum. Verðtryggingu námslána þarf að miða við þróun launavísitölu og taka með þeim hætti mið af almennri greiðslugetu lántakenda. Taka þarf ákvörðun um meðferð erlendra húsnæðislána. Mögulega gætu ólíkar leiðir hentað lántakendum, t.d. með frystingu afborgana í 3-5 ár og tilsvarandi lengingu lánstíma eða að gengistryggð lán verði yfirfærð í íslenskar krónur miðað við lántökudag. Útfæra þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til að skuldbreyta hluta af veðlánum og fara með þau sem tímabundinn eignarhluta, án þess að til eigendaskipta eða nauðungarsölu þurfi að koma.

....... Löngu er kominn tími til að brugðist verði við kröfum um úrbætur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugþúsundum Íslendinga þannig gefnar vonir um að þeir geti áfram verið fullgildir einstaklingar í þjóðfélaginu. "

Það er ekkert meir um málið að segja.

Kveðja að austan.

 

PS, Feitletranir eru mínar.


mbl.is Telja almenna leiðréttingu skynsamlegustu leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 350
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 5934
  • Frá upphafi: 1399873

Annað

  • Innlit í dag: 313
  • Innlit sl. viku: 5077
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 303

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband