10.11.2010 | 16:53
Bankar lána ekki til gjaldþrota landa.
Og bankar eru tregir að lána til landa þar sem aðalefnahagsstefna stjórnvalda er skuldsetja landsmenn í gjaldþrot.
Við megum ekki gleyma að Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki með bakábyrgð skattgreiðanda.
Ef tekjum skattgreiðanda er ráðstafað langt fram í tímann til að greiða erlendar fjárkúganir, þá er sú bakábyrgð lítils virði.
Virkjunarsinnar eiga krefja stjórnvöld um skýra stefnu gagnvart bretum, að íslensk stjórnvöld láti ekki kúga sig til lögbrota og tilraunar til þjóðargjaldþrots.
Þá munu erlendir bankar lána til virkjana, um leið og þau vita að íslenski ríkissjóðurinn ætli ekki að taka á sig drápsklyfjar ICESave.
Þeir vita eins og er að breta munu aldrei fara með tapað mál fyrir dóm, nóg er hneisa þeirra samt.
Það eina sem þeir óttast er vinnumenn breta á Íslandi.
Þjóðin á að gefa þessum vinnumönnum frí, svo hægt sé að hefja endurreisn landsins.
Kveðja að austan.
Icesave truflar fjármögnun Búðarhálsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 499
- Sl. sólarhring: 686
- Sl. viku: 6230
- Frá upphafi: 1399398
Annað
- Innlit í dag: 423
- Innlit sl. viku: 5278
- Gestir í dag: 389
- IP-tölur í dag: 383
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.