10.11.2010 | 15:50
Af hverju voru þeir félagar, Jón og Gylfi ekki boðaðir á fund.
Er það vegna þess að tillögur þeirra hefðu haft meiri áhrif til að rífa upp hagkerfið en öll risaálverin til samans.
Þeir kynntu markvissar, mótaðar tillögur strax í upphafi Hruns, og enginn nennti að tala við þá.
Þó kennir Jón Daníelsson kreppufræði og kreppulausnir við London School of Economist, á meðan ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fékk að kenna við Bifröst því það nennti enginn að keyra úr bænum til að sinna því.
Guðmundur sagði að ekkert væri hægt að gera, Jón og Gylfi sögðu að endurreisn hagkerfisins væri undir því komin að skuldafjötrum væri létt af almenningi og fyrirtækjum.
Í dag blasir við botnlaus samdráttur.
Hið opinbera getur ekki lengið skuldsett sig fyrir framkvæmdum, sérstaklega standa sveitarfélög illa. Einkageirinn á ekki fyrir skuldum, er ennþá í skuldahelsi bankanna, og mun því ekki gera neitt annað en að draga saman og segja upp fólki.
Almenningur, stærsti hluti hans berst í bökkum, og gengur á eigur sínar, eigi hann þá nokkrar eftir, neysla hans mun ekki keyra hagkerfið áfram.
En þetta þurfti ekki að fara svona. Og það er aldrei of seint að víkja af helreiðinni til Heljar.
Alþingi ætti að sýna manndóm, viðurkenna mistök sín, og fá þá Jón Daníelsson og Gylfa Zoega til að móta skuldatillögur sínar.
Alþingismenn hafa ekkert vit á þessu, halda til dæmis að Pétur Blöndal viti hvað hann er að segja, en þeir Jón og Gylfi, hafa menntun og vit.
Er ekki tími til að tengja vitið.
Kveðja að austan.
9 leiðir vegna skuldavandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Prófessorar vita alltaf best og mest. Ég hef alltaf getað reitt mig á þá. Látum alla þessa prófessora ráða framtíðinni, þeir eru allir svo sammála og allir með sömu stjórnmálaskoðun.
Jonsi (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:08
Blessaður Jonsi.
Þetta bjánainnslag þitt ber vott um mikla vanhugsun, þú hefur ekki lesið eða kynnt þér tillögur þeirra, áður en þú gaspraði.
Sem bendir til þess að þú eigir hagsmuna að gæta við skuldaþrælkun almennings.
Ertu kannski lögmaður með draum um að vera skiptastjóri þrotabús???
Hef ekki heyrt þennan tón til hagfræðinga frá því ég datt í það með nokkrum laganemum í den.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 16:20
Níunda leiðin kostar ekki neitt !
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2010 kl. 18:02
Hafði þá Friedman rangt fyrir sér????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 18:45
Friedman? Hver er það?
Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2010 kl. 21:52
Æ, það er þessi sem trúði ekki á ókeypis hádegisverði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.