Landsvirkjun ætlar að tvöfaldast að stærð!!

En hvernig???

Á að virkja hverja sprænu, nýta hvern hver svo þessi markmið gangi eftir??

Er þetta stefna náttúruverndarsinnanna sem styðja þessa ríkisstjórn????

Eða var þetta græna aðeins trikk til að ná í atkvæði???

Á sem sagt engin orka vera óbeisluð, fyrir utan Gullfoss og kannski Geysi eftir 20 ár???

 

Hvernig arfur er þetta fyrir næstu kynslóð????

Munum líka í þessu samhengi að það er opinber stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að orkufyrirtæki séu einkavædd.  Og sjóðurinn mun knýja á þessa einkavæðingu þegar þjóðin getur ekki endurgreitt lán sín eftir 5 ár.  

Þannig hefur sjóðurinn starfað, þetta er stefna hans, og ekki einu sinni trúgjörn fífl, þó þau séu fjölmenn í stuðningsmannahópi ríkisstjórnarinnar, geta trúað að Ísland sé svo sérstakt land, að það sleppi við afsal auðlinda sinna í hendurnar á skjólstæðingum sjóðsins, alþjóðlegum stórfyrirtækjum og fjárfestum.

Blóðsugur sem eru að mergsjúga fátækari þjóðir heims.

 

Féleg er sú framtíð sem íslenskir vinstrimenn bjóða þjóð sinni.

En hvernig læt ég, þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna.

Hann hefði örugglega gert þetta líka ef þjóðin hefði ekki hrakið hann úr stjórn.

Hvað er betra til að gera flokkinn óþarfann fyrir auðmenn og stórfyrirtæki, en að framkvæma hina meintu stefnu hans á þann hátt, að ekki verður betur gert???

Kannski er Steingrímur Joð stjórnsnillingur eftir allt saman??

 

En mikið vildi ég að fólk stýrði landinu, landsmönnum til heilla.

Ísland er gjaldþrota eftir stóriðjuáratuginn, það er óþarfi að viðhalda því gjaldþroti næstu áratugina.

Orka á að nýtast mörgum, ekki einum.  Það hefur engin þjóð orðið rík af stóriðjustefnu Stalíns.

Engin, en sá sem situr að orkunni, hann fitnar.

 

Gætum að okkur áður en það verður of seint.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Tekjur fimmfaldist á 20 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú nefnir ekki einu orði Ómar ! þetta: "en að tekjur þess muni fimmfaldast á sama tíma" þó svo að renni enn betur stoðum undir kjarnann í pislinum hjá þér.

MBKV að utan

KH

Kristján Hilmarsson, 10.11.2010 kl. 15:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vegna þess að það kom kjarna þess sem ég sagði ekkert við.

Ég er nú reyndar eldri en tvævetur þannig að ég hef heyrt þetta áður, mjög oft áður um hin miklu auðævi sem búa í orkunni.  

Svo er hún seld þannig að orkufyrirtækin eru á hausnum, eiga ekki fyrir afborgunum sínum, og eru því í raun upp á náð lánardrottna sinna komin.

Sú röksemd fór víða hjá ICEsavesinnum, að við yrðum að semja um ICEsave, annars yrði ekki hægt að endurfjármagna skuldir orkufyrirtækja.

En það sem var, þarf ekki að vera, viðurkenni það.  Til dæmis er nýi forstjórinn búinn að knýja í gegn vott af alvöruraforkusamningi við Fjarðarál, þar sem miðað er við heimsmarkað á orku, ekki áli.

Furðulegt að hitt skuli hafa verið forsenda virkjunarstefnunnar, sýnir heimskuna í umræðunni, að enginn flokkshesturinn sá neitt athugarvert við það.

En hver mun fá þessar fimmföldu tekjur???

Ef við hverfum ekki að braut AGS, þá veit ég það fyrir víst, að ekki verður það íslenska ríkið.

Eitt enn, allt gambl byrjar með ofsagróða, nema þetta þarna í Bandaríkjunum, þar byrjaði það með vírus.

Minni síðan á heilbrigða skynsemi um lágmarks eigið fé, borð fyrir báru til að mæta óvæntum áföllum, og réttinn til að selja orkuna á enn hærra verði þegar fram í sækir.

Og svo er eitt sem er ekki metið til fjár, þó ríkisstjórnin geri það í ICESave, og það er fjallkonan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 16:17

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Ekki ennþá Ómar ! ekki ennþá (Fjallkonan til sölu meina ég ) bara virkja Gullfoss og Geysi fyrst, annars var þetta pínu klaufalega orðað hjá mér varðandi "kjarnann", meinti kjarnann í boðskap þínum almennt, en ekki endilega í "þessum" pistli, eins og ég skil hann, þ.e. hvernig pappírsverðmæti eru spennt upp fyrir það sem raunvirðið eiginlega er (Halló tekjur fimmfaldast á 20 árum, rauntekjur líklega) og þar með skapaðar "bólur" sem aftur leiða til hruns sem aftur leiða til aðkomu AGS sem aftur leiða til enn meiri fjárflutnunga frá almenningi til "braskaranna" en hvað veit ég, gamall rausarinn  

MBKV

KH 

 

Kristján Hilmarsson, 10.11.2010 kl. 18:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, þú hefur fundið þetta á þér, ég hef mikið hugsað um bóluhagnað í dag, og skattlagningu hans.  Porchinn, 50 milljóna, kveikti þau hugrenningatengsl.

En ég játa að ég tók ekki orðum Harðar  þannig, sá bara fyrir mér hækkun raforkuverðs.  Og reyndar taldi ég manninn játa að núverandi raforkusamningar séu út úr kú, og þessi fimmföldun sé að stærstu leiti komin með hækkun þeirra.

En þessi gulrót, sem er út í skóg, en ekki í hendi, hún er ekki aðalatriði málsins.  Heldur, er þessi tvöföldun, æskileg, skynsamleg, hagkvæm ef hagur kynslóða er skoðaður?????

Svo er ekki til orka, það er nú reyndar önnur Elle, en samt, þetta þarf að ræða.

En ég skal alveg játa, þetta var pyntingarpistill, þeir sem eru sammála mér, eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, og þeir virðast þekkja til skrifa minna, mæta þegar þeir telja sig hafa fundið höggstaðinn, og koma með langar ræður um órökstuddar fullyrðingar, upphrópanir, skammir út í saklaust fólk sem villist inn, og ég veit ekki.

Sem bendir til þess að þeir lesi, einhverjir.

Og ég hef svo gaman að því að stríða þeim, að það jarðar við kvikindisskap.

Náttúrmaður sem styður gjöreyðingu náttúrunnar út af flokkshollustunni einni saman, er það ekki dálítið klént.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband