Ríkisútvarpið er þegar byrjað að vinna fyrir gullmedalíunni.

Og að sjálfsögðu er fyrsta verkið að ljúga fyrir breta í ICEsave deilunni.  Hvað annað, þeir kunna fátt annað, nema jú að styðja eyðileggingu á sjúkrahúsum landsbyggðarinnar og vinna gegn leiðréttingu á skuldamálum heimilanna.

Í frétt Ruv í gær mátti heyra mikil fagnaðarlæti, Landsbankinn hafði tilkynnt betri endurheimtur á eignum sínum.  Það er hugsanlegt að einhver hafi ekki ennþá fattað þessa atburðarrás, fyrst er gerður leynisamningur við breta í ICEsave, síðan er Landsbankinn látinn gefa út fagnaðarfréttir, og svo er Ruv látið ljúga, og vitgrannir bloggarar vinstrimanna fylgja svo í kjölfarið.  

Þess vegna er gott að þekkja lygina, vita af hvaða rót hún er.

 

Í fréttum Ruv segir meðal annars að:

"Samkvæmt þessum tölum falla rúmlega 92 milljarðar krónar á íslenska ríkið sem er lægri upphæð en áður hafði verið talið. "

Í þessari einni setningu eru tvær grundvallarlygar, og þar sem báðar lúta að því að ljúga skulda upp íslenska skattgreiðanda, fyrir erlenda fjárkúgara, þá varða báðar lygarnar við landráðakafla stjórnarskrárinnar, en það skiptir svo sem engu, núverandi stjórnvöld eru leppar breta og AGS og myndu seint lögsækja verkfæri sín.

 

Fyrri lygin snýr að hinni meintu upphæð sem myndi falla á ríkissjóð ef hann væri í bakábyrgð ICEsave reikninganna.  Þessi tala er rétt ef endurheimtur ganga eftir, og ef íslensk stjórnvöld myndu greiða þessa upphæð á nafnvirði í tryggingasjóð innstæðna þegar ljóst er hver endurheimturnar verða. 

En það er ekki svo samkvæmt því samkomulagi sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og ekkert annað samkomulag liggur fyrir.

Hagfræðingurinn Jón Daníelsson reiknaði út skuldbindingu þjóðarinnar útfrá ákvæðum þess samnings sem ríkisstjórnin æskti að þjóðin samþykkti, og hafði fengið samþykkt á Alþingi.  Athugmum hvað Jón segir í blaðagrein í Morgunblaðinu í grein sem heitir "Áhættunni af ICEsave verður ekki eytt eftir á".

 

"Miðað við það mun heildarkostnaðurinn vegna Icesvae nema 507 milljörðum króna miðað við gengið í gær. Sé þeim kostnaði deilt niður á þjóðirnar nemur hann 1,5 milljónum króna á hvert mannsbarn á Íslandi - 6-9 milljónum fyrir meðalfjölskyldu - en aðeins 5.800 krónum á hvern Hollending og Breta. Til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi myndu fjármunir þessir duga til þess að reka Landspítalann í sjö ár eða Háskólann í 42 ár. Af þessum miklu fjármunum eru aðeins 120 milljarðar greiðsla á höfuðstóli en 387 milljarðar fara í vexti"

 

Þessir útreikningar eru þekktir, líka hinum vitgrönnustu fréttamönnum Ruv, svo ekkert skýrir lygina en meðvitaður vilji til að styrkja kröfugerð breta.  Samkvæmt samningnum fara 387 milljarðar í vexti og það er augljóst að þessi tala gerir ekki neitt annað en að hækka þegar AGS lánin og ICEsave koma til greiðslu.  Því krónan þarf að lækka svo endar ná saman í þjóðarbúinu.

En Ruv lýgur að aðeins 92 milljarðar falli á þjóðina.  

 

Seinni lygin, mun alvarlegir í eðli sínu, landráð eins og þau gerast kristaltærust.  Það er talað um það sem sjálfsagðan hlut að íslenska ríkið greiði þann mismun sem á vantar á eignasafn Landsbankans.  

Það er verið að ljúga skuld uppá þjóðina.

Þó þarf ekki annað en að vitna í fréttir Ruv frá 29.07.10 þar sem segir:

 "Engin ríkisábyrgð er á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo segir í svari frá Michel Barnier, yfirmanni innrimarkaðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til norska fréttamiðilsins ABC Nyheter".

Skýrar er ekki hægt að orða málið, það er engin ríkisábyrgð á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu.  Og ríkisstjórn Íslands hefur engan landráðasamning fengið samþykktan.

 

Af hverju er þá sagt að 92 milljarðar falli á íslenska ríkið.

Af hverju???

Til að réttlæta lokun sjúkrastofnanna??

Til að réttlæta að fólki í neyð er ekki hjálpað???

Eða er það bara þráin eftir aðra gullmedalíu frá Evrópusambandinu???

Er Ruv sem sagt gengið í huganum í Evrópusambandið og þar liggur tryggð þess og húsbóndahollusta???

 

Veit ekki, en aum er þjóð sem lætur erlend ríki yfirtaka ríkisfjölmiðil sinn.

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þér er greinilega annt um uppruna þinn og þjóð það er mjög jákvætt að eiga svona einstaklinga því að þeim fer fækkandi því miður eins og dæmin sanna síðustu ár og daga!

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 11:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband