Það ber allt að sama brunni.

 

Ef samfélagið er ekki endurræst með almennri skuldaleiðréttingu, svo fjármagn fari aftur að flæða um pípur hagkerfisins, þá endar allt hér í kalda koli.

Djúpri kreppu sem tekur þjóðin mörg ár að vinna sig út úr.

Meðal annars vegna þess að við erum að missa heilu atvinnugreinarnar, og allan þann mannauð sem þar býr að baki.  Slíkt tekur langan tíma að byggja upp.

Í kjölfar gjaldþrota fyrirtækja, er atvinnuleysi og síðan gjaldþrota fólk.  Fólk sem mun yfirgefa þetta sker eymdarinnar þar sem misvitrir stjórnmálamenn heykjast að gera það sem gera þarf til að koma hjólum efnahagslífsins að stað.

Það er ekki til nein önnur leið til þess en almenn skuldaleiðrétting, og vaxtalækkun.

Í dag fara fjármunir þjóðarinnar inná dauða bankareikninga, bíðandi þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin, þá verða þeir fluttir úr landi. 

Og eymdin ein er eftir.

Fengu Sjálfstæðismenn ekki nóg af þeim hörmungum sem Pétur Blöndal, hugmyndafræðingur sparisjóðsránsins, leiddi yfir þá.  Eru ekki obbinn af gjaldþrota atvinnurekendum Sjálfstæðismenn???

Af hverju láta þeir illan anda hans eyðileggja stefnu flokksins í skuldamálum heimilanna og fyrirtækja???

Eru engin takmörk fyrir því hvað þeir leifa einstökum mönnum að eyðileggja fyrir sér og sínum.

Munum að ef einn stór flokkur berst fyrir skynsemi, ekki heimsku, þá sigrar skynsemin.

Ástandið í dag er ekki bara ríkisstjórninni að kenna.

Það er svo langt í frá.

Það eru fleiri sekir.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki byggt minna frá árinu 1940
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 311
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 5895
  • Frá upphafi: 1399834

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 5042
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 270

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband