9.11.2010 | 18:47
Ruv fékk Evrópuverðlaun fyrir Evrópuáróður.
Og er vel að verðlaununum komið.
Eins hefur aðstoð fréttastofu Ruv við breta í ICEsave deilunni farið víða.
Og þegar allt ber að sama Evrópubrunninum, þá er lágmark að verðlauna menn fyrir fylgispektina.
Að manni læðist samt sá grunur að ESB sé að spara sér eitthvað af mútufénu, ef Ruv fær medalíu, þarf þá líka að borga????
Veit ekki enda veit ég ekki hvað rekur mútufé áfram.
En fyndið er þetta, maður spyr sig Kristinn Hrafnsson hvað, ekki nema von að maðurinn var rekinn, hann sem kunni ekki að meta snilld þeirra Óðins og Ingólfs.
En ég trúi samt Kristni og lýsingum hans.
En ég er kannski hlutdrægur.
Kveðja að austan.
RÚV fær fréttamennskuverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt þessu var það lúmskt bragð til að lokka okkur inn í ESB þegar Jóhanna Guðrún varð í 2. sæti í Evrovision og Grétar Örvarsson og Sigga Beinteinsja sætinu. Einnig er það búinn að vera lúmskur áróður síðan frá stofnun Sjónvarpsins 1966 að véla RUV inn í EBU og þar með til þáttöku í Evrovision og síðar að ganga í ESB.
uáróðurinn" sem fólst í því að Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson urðu Evrópumeistarar í frjálsum íþróttum 1946 og 1950. Ef svona röksemdir eru gildar var það að sjálfsögðu lúmskt bragð núverandi ESB-þjóðar Svía þegar þeir völdu Halldór Laxness sem Nóbelsverðlaunahafa 1955. Að ekki sé nú talað um "Evrópuáróðurinn" sem fólst í því að taka þátt í Evrópumótum af ýmsu tagi og eignast Evrópumeistara í frjálsum íþróttum.
Þegar EBU, Samband Evrópskra sjónvarpsstöðva, var sett á laggirnar, voru aðeins örfáar þjóðir í þáverandi Evrópubandalagi en allar þjóðirnar í EBU. Evrópusambandið hefur nákvæmlega ekkert með EBU að gera né heldur fjölmörg önnur samtök af svipuðum togaflest verið til frá því fyrir stofnun hins fyrsta Evrópusambands.
Er mögulegt að hægt sé að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan?
Ómar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:41
Biðst afsökunar á innsláttarvillu í annarri línu, sem átti að vera svona: "...og Sigga Beinteins í þriðja sætinu."
Ómar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:42
Ómar...Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson lentu í 4 sætinu árið 1990:)
Friðrik Friðriksson, 9.11.2010 kl. 19:51
Rétt skal vera rétt en sá þó ekki að skekkja um eitt sæti breyti miklu varðandi þessa umræðu.
Ómar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 20:08
Nei nafni það er ekki hægt. Stofnun þín hefur rofið griðin við fólkið í landinu. Og það er ekki endalaust hægt að afsaka vanhæfni hennar og hlutdrægni með því að þetta er svo indælt fólk, eða það veit ekki betur.
Síðasta dæmið af mörgum sorglegum er stuðningur hennar við aðförina að sjúkra og heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar, með dreifingu hálfsannleik og blekkingu ráðamanna án þess að sjónarmiða landsbyggðarinnar er hvergi getið.
Þau koma aðeins fram í bréfum sem birtast í Morgunblaðinu, fáir lesa og enginn ríkisstarfsmaður á Ruv gerir minnstu tilraun til að kynna landsmönnum þau sjónarmið.
"Svona misskilningur, sem að vissu leyti má segja að byggist á fölsun staðreynda, er síðan tugginn upp aftur og aftur af leikum og lærðum, fréttamönnum og stjórnmálamönnum og enginn man lengur hver tuggði fyrstur "
"nauðsynlegt að leiðrétta mjög alvarlegan misskilning um þá þjónustu. Ýmsir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa haldið því fram að með frumvarpi til fjárlaga 2011 sé verið að flytja sérhæfðustu sjúkrahúsþjónustuna á fáa staði á landinu. "
Þetta eru brot úr þessum bréfum, kurteislegar ábendingar til þjóðarinnar að fréttaflutningur af málinu er rangur.
Og þessi rangi fréttaflutningur, þar sem orð og blekkingar ráðamanna eru miskunnarlaust étin upp, er sá síðasti í rangri röð sömu vinnubragða. Þegar reiðalda landsmanna fór að beinast að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá fékk Magnús Orri Scram heiðurssæti í textavarpinu auk fréttainnskots á besta stað. Það sem hann sagði var eftirfarandi;
"samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé forsenda þess að íslensk stjórnvöld hafi getað beitt gjaldeyrishöftum án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum....... Þar segir hann að við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. "
Fréttastjóri Ruv ætti að vita að ESA hefur tekið fyrir íslensku gjaldeyrishöftin og þar eru þau réttlætt með tilvísun í ákvæði EES samningsins um neyðarrétt ríkja til að bregðast við ógn eða hættum sem ógna sjálfstæði þeirra og efnahag. Í álitsgerð ESA var hvergi minnst á AGS, enda er ekki minnst á í EES samningnum að ríki þurfi að leita aðstoðar AGS til að fá virkja neyðarrétt sinn. Með öðrum orðum lygi, flutt af fréttastofunni svo hægt væri að rústa sjúkrahúsum, þar á meðal í minni heimabyggð.
Hin lygin í fréttinni er fullyrðingin um meint greiðslufall Íslands. Það voru engar þær skuldbindingar að falla á ríkið, Már Guðmundsson hefur ítrekað sagt að gjaldeyrisvaraforðinn dygði fyrir öllum afborgunum til ársins 2012, og fréttamaðurinn átti að vita að fyrstu 2 árin frá Hruni var ekki gengið á AGS pakkann. Samt kaus hann að ljúga svo áratugauppbygging væri eyðilögð.
Og þú vilt málefnalega umræðu.
Önnur sorgleg dæmi, bara frá síðustu þremur vikum, er stanslaus, gegndarlaus áróður gegn Hagsmunasamtökum Heimilanna, lygin gekk, en enginn reyndi að setja tillögur þeirra í samhengi við það ástand sem hér er. Þú kannski veist það ekki en 70.000 heimili stefna í neikvæða eiginfjárstöðu. Þú kannski veist það ekki að það er gífurlegur kostnaður fólginn í því að gera ekki neitt, en mennirnir sem sögðu okkur að allti lagi væri að hafa svona risavaxið bankakerfi, og ríkissjóður væri nógu öflugur til að bakka það upp, þeir mættu til Ruv og lugu kostnað upp á HH en tóku ekki tillit til þess að kostnaður væri sannarlega á móti við að gera ekkert.
Dæmi um hámark lágkúrunnar er þegar Freyr Eyjólfsson segir eitthvað á þá leið að kostnaðurinn við tillögur HH sé gífurlegur, miklu hærri en við ICESave. Núna er heildarleiðréttingar dæmið miðað við upprunalegar tillögur HH 220 milljarðar, og samtökin hafa úfært hugmyndir sínar á þann veg að líklegast er hann nær 120-150 milljörðum, en Jón Daníelsson hagfræðingur skrifaði grein í Morgunblaðið og kynnti útreikninga sína um hvað ICEsave samningur ríkisstjórnarinnar væri i íslenskum krónum. Og það voru 506 milljarðar og enginn, ég endurtek enginn hefur borið brigður á þá útreikninga.
En stofnun þín sem þú ert svo hreykinn af, hún heldur bara öðru fram, án þess að rökstyðja.
Það má taka pistil Sigrúnar Davíðsdóttur þar sem henni tókst að flytja ýtrustu túlkun á kröfu breta án þess að koma því einu orði að öllum rökum þeirra hefur verið hafnað af færustu íslensku lögmönnum, og engin lagarök hafa komið gegn þeim. EES samningurinn er nefnilega samningur fullvalda ríkja sem mega grípa til neyðarráðstafanna, enda hafa slíkar sértækar neyðarráðstafanir haldið hagkerfum Evrópu gangandi frá kreppunni haustið 2008.
En þið Ruvarar látið eins og þið vitið ekki af því, en beitið ykkur miskunnarlaust fyrir andstæðinga þjóðarinnar, gætið hvorki að rökum eða staðreyndum. Ef einhver myndi telja þá eru það örugglega á annað hundruð dæmi, ef ekki fleiri þar sem viðmælendur ykkar, eða þið sjálf hafið fullyrt að Ísland væri greiðsluskylt samkvæmt EES samningnum, og þegar sú lygi var afhjúpuð, að ekkert stæði þar um slíka greiðsluskyldu, þá var klifað á að slík greiðsluskylda fælist í tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar.
Enginn sagði af sér, enginn baðst afsökunar á lyginni þegar fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá því að slík greiðsluskylda væri hvergi í tilskipuninni, innlánstryggingar væru ekki á ábyrgð skattgreiðenda.
Nafni, þegar maður leggur saman AGS og ICEsave, þá er það pakki sem þýðir endalok þessa þjóðfélags, sem þú telur þig unna. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum þá þarf greiðsluafgang upp á 160 milljarða til að standa skil á bara vöxtum, höfuðstólar ekki taldir með. Í dag er hann um 80-100 milljarðar, og þá er enginn bílainnflutningur eða annað sem tilheyrir nútímaþjóð. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir bílainnflutningi, innflutningi á fjárfestingarvörum eða öðru næstu 14 árin hið minnsta.
Hvernig þjóðfélag er það??? Ekki slæmt ef marka má ykkur Ruvara, annars væruð þið ekki stanslaust að berjast fyrir tilurð þess.
Og samkvæmt gögnum Seðlabankans þá er greiðslubyrðin af tekjum ríkisins um 60%. Það prósentuhlutfall er hærra í dag því þjóðarframleiðsla er að dragast meira saman en ráð er fyrir gert í þessum tölum, líklegast nær 65%.
Hvernig þjóðfélag ætlar þú börnum þínum og barnabörnum ef þetta gengur eftir???
Hvernig er heilbrigðisþjónustan, þjónusta við aldraða, við fatlaða, við börnin okkar, ef aðeins 30-40% af tekjum ríkisins fer í rekstur þess???
Þú sem fréttamaður ættir að muna myndirnar frá Argentínu???
Ég man þær, og vil ekki mínum börnum það hlutskipti. Þess vegna fyrirlít ég fólk sem lýgur og blekkir til að hindra alla mótstöðu gegn þeirri hryllingsmartröð. Og það hlálegast er að ef það versta á ekki að ganga eftir, þá þarf að virkja hverja sprænu, hvern hver, til álframleiðslu ameríska auðhringa.
Eyðilegging náttúrunnar er það eina sem getur bjargað þjóðinni frá algjörri örbirgð segir ríkisstjórnin, þó ég viti, því ég kann söguna, að svo verði ekki því allur arðurinn verður fluttur út. Slíkt hefur allsstaðar gerst þar sem ríki hafa lent í klónum á AGS.
En að þú náttúruverndarmaðurinn sjálfur skulir vera sleginn þeirri blindu að styðja stjórnmálflokk AGS, bera í bætifláka fyrir fréttamenn á launum við að blekkja þjóðina, til þess eins að sjá náttúru landsins lenda í kvörn alþjóðlegar auðhringa, það er sorglegt.
Mjög sorglegt.
En ég er það ekki.
Ég lít samstarfsmenn þína, ekki alla, en nógu marga og alla yfirstjórnina, sömu augum og Bretar litu á William Joyce, og það hvarflar ekki að mér að taka þá öðrum tökum en ég tek þá í þessum pistli.
Ég er sammála Kristni Hrafnssyni, þetta eru dvergar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2010 kl. 20:50
Ómar Geirsson, tekur þessa umræðu með hælkrók og hnykk þar sem RÚV og félagar liggja allir flatir eftir.
Ég tek undir orð Ómars G. að vissulega var vel fjallað um eldgosin en bulláróður fréttamanna RÚV um efnahagsmál og stjórnmál hér á landi er miðlinum til skammar.
Baldvin Björgvinsson, 9.11.2010 kl. 22:10
Flottur pistill Ómar og hafðu þökk fyrir.
Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 23:39
Þetta er heilagur sannleikur hjá þér ómar, áróður rúv gegn hagsmunum fólksins er skammarlegur og það þarf að hreinsa vel þar út og byrja á páli magnússyni áróðursmeistara.
Geir (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 00:34
Takk félagar.
Það er aðeins ein ástæða fyrir því að einhver Ruvari kemur ekki hér inn og reynir að gera lítið úr málflutningi mínum, eða færa rök gegn honum sem er reyndar til of mikils mælst, og hún er sú, þeir geta það ekki.
Hver einasta fullyrðing hér að ofan er sönn, þar sem hægt er að draga fram raunveruleg dæmi sem staðfestar þær.
En Ruv er meginskýring þess að hrekklaust, heiðarlegt fólk styður framtíðarþrældóm barna og barnabarna sinna. Og Ruv er meginskýring þess að umræðan snýst um glæpamenn fortíðar, en ekki þá sem bæði ræna okkur í dag, og ætla þar að auki að skilja þjóð sína eftir í þrældómi.
Bretar vita hvað á að gera við svoleiðis fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.