9.11.2010 | 11:56
Ríkisstjórnin segir upp hundruðum á landsbyggðinni.
Þar á meðal á Suðurnesjum.
Svo mætir hún á fund þar sem hún lofar ýmsum töfralausnum, en heldur svo áfram að skera niður.
Og Suðurnesjamenn klappa, eru vongóðir, jafnvel glaðir.
Hversu raunhæfar eru þessar hugmyndir þegar ríkisstjórnin er búin að festa stóran hluta tekna landsmanna í að greiða skammtímalán AGS/Norðurlanda???
Finnst einhverjum líklegt að fjármunir finnist til að flytja Landhelgisgæsluna suður með sjó, þegar skip hennar halda ekki sjó sökum fjárskorts.
Er til peningur i að flytja þyrlurnar þegar þær þurfa að hafna neyðarköllum sökum þess að ekki er til peningur í að manna tvær þyrlur??
Eru ekki aðrar tillögur ríkisstjórnarinnar í þessum dúr??
Að lofa öllu fögru til að skapa sér vinnufrið en um leið halda áfram með hinn óhjákvæmilega niðurskurð.
Hver vill líka heima á landsvæði þar sem lágmarkssjúkrahúsþjónusta er ekki til staðar, en fólk þarf að fara í bæinn þegar eitthvað bjátar á????
Sjá menn ekki samhengi hlutanna, að þar sem forsendur nútímaþjóðfélags, að þar býr ekki nútímamaður þó eflaust megi finna einhverja farandverkamenn til að manna fabrikkur??
Af hverju er Suðurnesjamenn að smjaðra við Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er ljóst að sjóðurinn stefnir leynt og ljóst af því að koma landinu á nítjándualdarstig eða halda menn að það sé hægt að reka nútímaþjóðfélag fyrir 30-40% af núverandi tekjum ríkisins??'
Eru Suðurnesjamenn kannski nítjándualdarmenn sem telja að einhæf verksmiðjuvinna án nokkurs þess sem tilheyrir lífskjörum 21. aldar, sé það sem unga fólkið vill.
"Að gera eitthvað" eins og Bjartur í Sumarhúsum orðaði það.
Veit ekki, en ég veit að fólk sem vill framtíð byggðar sinnar, það hefði tunnað ríkisstjórnina burt.
Ekki kysst á vönd kvalara sinna.
En ég er reyndar ekki Suðurnesjamaður.
Kveðja að austan.
Gæslan jafnvel flutt á Miðnesheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 258
- Sl. sólarhring: 691
- Sl. viku: 5842
- Frá upphafi: 1399781
Annað
- Innlit í dag: 227
- Innlit sl. viku: 4991
- Gestir í dag: 223
- IP-tölur í dag: 223
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.