Stóra Nígeríusvindlið á sér stað á Íslandi, núna.

 

Það er samstarfið við AGS um risalántökur til að byggja upp hinn meinta gjaldeyrissjóð.  Hinn meinta segi ég því það sem er tekið að láni, er ekki sjóður, það er aðeins frestun á vanda.  

Og þessi meinti sjóður kostar tugmilljarða árlega, það er ef hann er ekki notaður.  En þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt, þá mun hann étast upp á nokkrum klukkutímum, dögum í mesta lagi.  

Vegna þess að braskkrónur innlendra og erlendra braskara munu leita út, á yfirverði, í boði þjóðarinnar.

Eftir situr þjóðin uppi með tugmilljarða í vexti af gjaldeyrislánum AGS/Norðurlanda auk tugmilljarða í afborganir af höfuðstólum lánanna.  En þessi lán eru skammtímalán, eiga að greiðast upp eftir 5 ár eða svo.

Þetta stóra Nígeríusvindl mun gera heila þjóð  gjaldþrota, en auðræningja og braskara ofsaríka.

Stuðningsmenn þessa svindls eru víða í þjóðfélaginu, þeir stjórna Samfylkingunni, Alþýðusambandinu og Viðskiptaráði.

Og þeir eru voldugt afl í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokki og Vinstrigrænir styðja svindlið gegn því að fá að vera ráðherrarnir sem eyðilögðu velferðarkerfið.

Þú notar ekki sama peninginn tvisvar, ef hann fer í vexti og afborganir í leikfangasjóð auðmanna, þá fer hann ekki í velferðarkerfið.

Svo augljós jafna að aðeins stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar skilja hana ekki.

Þeir láta mata sig af lygum, hafa ekki undan að kyngja henni svo ekki komi brestur i áunna heimsku þeirra.

 

Enda hvernig lýsti Gísli Gunnarsson, fréttamaður okkar í Noregi þessu, í pistli sínum núna í morgun??

"Ótrúlegt að ég (fórnarlambið) skyldi ekki opna  augun fyrir augljósum vísbendingum um blekkingar, en ég vildi trúa".

Svona trú er að gera Ísland gjaldþrota.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Greiddi 18 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki eitthvað sem við köllum óviðeigandi tengingu við frétt?

Kristófer (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað er óviðeigandi þessa daganna Kristófer???

Þetta er leiðindamál þarna úti, en í mínum huga ekki stórfrétt.  En blaðmenn meta það þannig og hafa örugglega sitt fréttanef fyrir því.

Þar með eru komin hugrenningartengsl hjá mér og það felst í orðinu tengingu, að þú tengir eitthvað saman

Ef þú værir beintengdur inná bloggið mitt, þegar ég tengi, þá væru ábendingar þínar réttmætar, en þú þarft að leggja dálítið á þig til þess, kalla fram bloggin, og ef þú tengir fyrirsögn þessa pistils við fréttina, þá ert þú mjög tengiglaður, og lærir þá þína lexíu um að ekki er allt sem sýnist.

En þeir sem kíkja á fréttina, kíkja á bloggin, og þekkja skrif mín, þeir klikka við bloggið, og það fyrsta sem þeim dettur ekki í hug, er að ég ætli að skrifa um ólánsfólk á erlendri grundu.  Þeir vita eins og er að öll fljót hjá mér renna í ICESAve/AGS ósinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.11.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Jónas Magnússon

Iss þetta er nú ekki neitt, hérna á fróni fá menn 2,7 milljarða afskrifaða sisona að því þeir heita Halldór Ásgrímsson. Þetta þykir víst ekki glæpur hérna á Íslandi að því að stjórnmálamennirnir eru að verja svona gjörðir.

Jónas Magnússon, 9.11.2010 kl. 10:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

En þetta er ekki á forsíðunni, þú þarft að stela í útlöndum til að verða frægur í íslenskum fjölmiðlum.  Tengsl við hina meintu ræningja gætu verðið skýringin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.11.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband