Og holskeflan er yfirvofandi.

Hvað ætla menn að gera við allar þessar óseldur íbúðir.

Eru svo margir vildarvinir í Vinstrigrænum og Samfylkingunni sem vilja loksins fara að búa stórt.  Eins og dæmi með varaeitthvað úr Skerjafirðinum sýnir.

Af hverju viljum við láta íslenska vinstrimenn koma öllu hér í þrot í umboði alþjóðagjaldeyrissjóðsins??? 

Þeir hafa reyndar öfundast út í þá sem eiga hús og jeppa.   Fræg er grein Ármanns Jakobssonar sem fór eins og stefnuskrá um síðir og huga vinstrimanna í aðdraganda tunnunarinnar í síðustu viku.  Greinilegt að manninum langaði mikið í jeppa, og hafði megnustu skömm á mótmælendum sem vildu hindra að bankarnir gætu selt vildarvinum sínum á hrakvirði eigur fórnarlamba Hrunsins.

Og að sjálfsögðu notaði öfundsjúki menntamaðurinn bláfátækar einstæðar mæður sem skjól fyrir kröfugerð sínar.

Aldrei hafa þær átt einbýlishús eða jeppa, og mun ekki heldur eignast slíkt góss, því þær eru ekki í hópi vildarvinar vinstri og bankamanna.

En þær munar um að fá ekki lengur nauðsynlega læknisþjónustu, eða missa vinnuna vegna þess að helstríðið gegn íslensku millistéttinni mun hrekja ungt vel menntað fólk úr landi.  Fólkið sem á auðvelt með að útvega sér vinnu í öðrum löndum.

Helstríð skila nefnilega alltaf hörmungum.

Og holskeflu íbúa í bankaeigum.

 

Draum íslenskra vinstrimanna.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Bankarnir eiga nú 390 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda þér á að meira en helmingur íbúða sem bankar og íbúðalánasjóður eiga hefur aldrei verið búið í.

Og þegar þú gerir grín að Ármanni og áherslu hans á að þeim tekjuminnstu fái aðstoð þá vill ég benda þér á færstlu eftir Marinó Njálsson frá því um helgina. En þar segir m.a.

Nú vill svo til að hátt í 22 þúsund fjölskyldur sem eiga húsnæði eru með ráðstöfunartekjur að hámarki 250.000 kr.  Þær eru vissulega misstórar, en alveg má reikna með því a.m.k. helmingurinn sé í þeirri stöðu að hafa ekki efni á húsnæðinu sem hann býr í, jafnvel þrír-fjórðuhlutar.  Er þetta þrátt fyrir að verið sé að skoða neyslu þeirra sem spara mest við sig í neyslu. 

Hann segir líka:

Því miður er staðan sú, að tiltekinn hópur fjölskyldna hefur ekki tekjur til að standa undir lágmarksneyslu, hvað þá að hafa eitthvað afgangs til að greiða fyrir húsnæði.  Þetta er vandamál sem nær til allra fjölskyldugerða, en þó síst hjá barnlausum hjónum. 

Hann segir með örðu orðum að það er stór hluti af lágtekjufjölskyldum með 250 þúsund eða minna á mánuði sem ræður ekki við að eiga íbúð né leigja í raun. Semsagt miðað við neysluviðmið sem hann hefur skoðað þá er þessi hópur í þeirri stöðu að hann getur ekki borgað af 10 milljón krónu láni, og þar sem afborganir af því eru um 50 þúsund þá hefur sami hópur varla efni á að leigja á almennum markaði.  Marínó hefur jú síðustu vikur setið með sérfræðingum að reikna út allar tillögur að skuldalækkunum. En ég held að þær gagnist þessum hópi takmarkað sem hann tekur fyrir í þessum dæmum sínum. Og ef við spreðum bara lækkunum ´a línuna þá held ég að verði erfitt að hjálpa þessum hóp.  Hann fer ágætlega yfir þetta  hér.  http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1113827/

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.11.2010 kl. 09:28

2 identicon

Jú sannarlega er holskeflan yfirvofandi,, hvað ætla bankarnir að gera við 10.000 gamla staðna bíla + 10.000 íb´ðir sem enginn vill kaupa né leigja,,Hvernig mála menn sig útí horn ef ekki svona,,

Bimbó (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 09:59

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einfaldast er að ríkið semji við bankana um það, að ríkið taki yfir þessar eignir gegn því að taka lánin yfir einnig. Þá getur ríkið framkv. sína stefnu um þær eignir/skuldir óhindrað.

Ég legg til eftirfarandi. Hef nefnt það áður:
---------------------
Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).

Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota bönkum yfir í íbúðalánasjóð. Þ.e. ríkið taki þau lán yfir - þetta styrkir um leið eiginfjár stöðu bankanna.

  • Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti.
  • Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
  • Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
  • Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
  1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
  2. Kaupleigu fyrirkomulag þ.e. markaðsleiga + álag.
  3. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
  • En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jú sannarlega er holskeflan yfirvofandi,, hvað ætla bankarnir að gera við 10.000 gamla staðna bíla + 10.000 íb´ðir sem enginn vill kaupa né leigja,,Hvernig mála menn sig útí horn ef ekki svona,,

------------

------------

Bílana er hægt að flytja úr landi og koma í verð. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 14:46

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.11.2010 kl. 09:28

En ég held að þær gagnist þessum hópi takmarkað sem hann tekur fyrir í þessum dæmum sínum.

-------------------

Ríkið getur beitt sinni eigin stofnun þ.e. Íbúðalánasjóði og samið við bankana um yfirtöku lána í vandræðum. En klárlega sbr. 38þ. manns nýtti sér þetta ár rétt til að taka út lífeyrissparnað, til að ná endum saman, vísbending um að fjölmargir geti það ekki miðað við núverandi tekjur.

Þetta mun kosta ríkið. En ríkið þarf hvort sem er að endurfjármagna bankana sem í dag virðat hafa neikvæða eiginfjárstöðu. Þetta getur allt eins verið aðferðin, þ.s. að kaupa lánin af bönkunum og færa yfir í Íbúðalánasjóð þ.s. þau verða afskrifuð gegnt því, að sjóðurinn eigi eignina á meðan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 14:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja við þig.   Jú, þú uppgötvar að ég er að draga dár af Ármanni, ætlaði reyndar að taka Árna Pál fyrir, endaði samt vona.

Og upphafssetning þín bendir til þess að þú sér frekar með Master í þýskum fornbókmenntum, en fjármálum, svo mikið er hún út úr kú.  

En svo er restin málefnaleg, umhugsunarverð, og dæmi um málflutning sem væri fyrir löngu búinn að skila ólíkum pólum saman..  

Ég ætla því að benda þér á fleti á móti með tungutaki friðarins, og sjáum hvað kemur út úr því.

Í það fyrsta þá veit ég að tómar eða hálfkaraðar íbúðir eru fjölmennar í eignasafni bankanna.  Það er í takt við þróun efnahagskreppa þar sem saman fer loft úr húsnæðisbólu auk gífurlegrar kaupmáttarrýrnunar ofaní samdrátt í atvinnulífinu með tilheyrandi atvinnuleysi og hótun um frekari kjaraskerðingu launþega.  Það er alltaf þannig að þetta eru íbúðirnar sem koma fyrst inn, við gjaldþrot verktaka sem ná ekki að selja íbúðir sínar.

Næsti fasi er gjaldþrot þeirra sem verst stóðu fyrir kreppu, af hvaða ástæðum sem það var, til dæmis viðkæmir í tekjum, lágar tekjur, eyðsla um efni fram, sjúkdómar, atvinnuleysi og svo framvegis.  Í okkar dæmi eru svo þeir sem fengu framan í sig stökkbreytt gengislán án þess að ná að semja við banka sinn um niðurfellingu skulda.

Við erum á enda þessa fasa og sá þriðji er að skella á, enda tala ég um holskeflu.  Hann er fjöldinn, sem þarf að takast á við lækkun fasteignaverðs, rýrnandi kaupmátt, atvinnuleysi, en vandi hans á fyrst og fremst rætur í að hann keypti húsnæði sitt í eða við toppinn á bólunni.

Þessi hópur er vandi hins vestræna fjármálakerfis í dag þar sem húsnæðisbólur er að springa hver á fætur annarri.  Og þessi vandi er að sliga mörg þeirra, það er ekki bara um íslenskan vanda að ræða.  Okkar viðbótavandi er sá að verðtryggingin (og gengistryggingin í minna mæli) hefur hækkað öll lán um 30% ofaná annan vanda.

Þess vegna er okkar fasi mjög umfangsmikill, þekki ekki alveg til en hann er hlutfallslega meiri en var til dæmis í kreppunni í Bandaríkjunum en það má vera að til hafi verið lönd í kreppunni miklu sem fóru álíka illa út.

Bandaríkjamenn töldu ókleyft að vinna sig út úr þessari skuldakreppu almennings og fyrirtækja án almennrar skuldaleiðréttingar, og þó þar væru öflug öfl, eins og hér sem græða á hræjum, þá var almannahagur talinn vega þyngra en sérhagsmunir, þvert á stefnuna hér.

Hættan við að gera ekki neitt fyrir hinn breiða fjölda er tvennskonar. 

Í það fyrsta, sem er hið augljósa, er að hann komist í þrot, og þar  með hrynur almennt eignarverð, líka þeirra sem ráða vel við skuldir sínar.  Það seinna þarf ekki að útskýra fyrir master í fjármálum, jafnvel þó það takist að hindra fjöldagjaldþrot, þá er samfélagið stórskaðað á eftir, forsendur hagvaxtar, einkaneysla og fjárfestingar eru ekki til staðar.

Hér á landi þykjast menn ætla að koma hagvexti á stað með stórframkvæmdum, en þær gagnast ekki almenningi, og þær gagnast ekki stórskuldugum fyrirtækjum, og þær ýta ekki undir fjárfestingu í þjónustugeira hagkerfisins.  Þar fjárfesta menn ekki ef það er enginn til að kaupa vöru og þjónustu.  Og þar með gagnast þær ekki hagkerfinu, nema rétt á meðan þær standa yfir, síðan tekur við ennþá dýpri ládeyða.  

Þessi hagfræði var þrautprófuð í Austur Evrópu, og gekk ekki upp.  Það er almenningur og fyrirtæki hans sem bera uppi hagkerfin, ekki einstök stórfyrirtæki í "dauðu" hagvaxtarumhverfi.

Magnús, sem Master veistu að þetta eru allt þekktar staðreyndir úr fjármálabókum.

Víkjum þá á því sem þú sagðir hér að ofan.  Allt sem þú sagðir er málsvörn fyrir almennar leiðréttingar.  Það þarf að vera hægt að gera fólki kleyft að borga skuldir sínar, og um leið að gera því kleyft að vera virkir þjóðfélagsþegnar, ekki fólk sem er stöðugt í mótmælum, styðjandi byltingar og öfgaöfl.  En slíkt  er einkenni þrælaþjóðfélaga.

Ekki veit ég hvort þú sért að falla á sama siðprófi og Ármann, en ef þú veist það ekki, þá er fólk sem er með meira en 250.000 í ráðstöfunartekjur, líka fólk.  Þú ert til dæmis fólk Magnús, og lendir þú í erfiðleikum, þá átt þú, sem þáttakandi í þjóðfélaginu sem einstaklingur og skattgreiðandi, sama rétt og við aumingjarnir um hjálp og aðstoð.

Það er jú forsenda siðaðs þjóðfélags.

Það er ekki í þágu tekjulágra að millistéttin fari á hausinn, þá fyrst lækka kjörin og atvinnuleysið eykst, fyrir utan að þjónusta millistétta er nauðsynleg fyrir alla, líka tekjulága.  Allavega er ekki ennþá komið á það draumkerfi AGS að tekjulágir fái enga heilbrigðis eða menntaþjónustu nema þeir geti borgað fyrir hana sjálfir.

Rök þín um að eyða takmörkuðum fjármunum í þennan hóp eru ekki tæk.  Það er engin hjálp fyrir hann að ná endum saman í örstutt augnablik (af ævi manns) á meðan allt efnahagskerfið hrynur.

Þar fyrir utan eru til þekktar leiðir, farnar leiðir til að takast á við almenna skuldaleiðréttingu.  Vissulega fylgir þeim kostnaður.  En tvennt þarf að hafa í huga, það fylgir kostnaður að reka nútímaþjóðfélag.  Þar sem sérhagsmunahópum eignamanna hefur tekist að koma í veg fyrir slíkan kostnað, til dæmis láta menntun eða heilsugæslu fara eftir efnahag, og þeir sem eigi ekki fyrir henni, fái hana ekki, að þau þjóðfélag þróast hægar, þar eru meiri átök, jafnvel byltingar þar sem sérhagsmunastéttin missir allt sitt, og almennt minni velmegun og hagvöxtur, þó yfirstéttin hafi það ágætt.  En hún er bara ennþá ríkari þegar kakan er stærri og samfélagið stöðugt.

Þá erum við komnir af því seinna sem þarf að hafa í huga, kostnaðurinn við að forðast sameiginlegan kostnað, hann er hærri til lengri tíma litið en sá sem fellur til við að takast á við sameiginleg verkefni, eða bregðast við ógn með útgjöldum sameiginlegra sjóða.  

Bush lét til dæmis auðmenn plata sig þegar þeir fengu hann til að draga úr pening til fellibyljavarna.  Kaninn átti ekki að þurfa að fá yfir sig Katrínu til að átta sig á þessari staðreynd, flóðvarnir eru árþúsunda fyrirbæri, og þær voru ekki gæluverkefni valdhafa, þær voru brýn samfélagsleg útgjöld til að hindra stærri útgjöld.

Magnús, ef þú lest þessi orð og íhugar rök þín á móti, þá veistu að þau eru pólitísk, ekki hagfræðileg.  Vegna þess að finnst ekki kommúnískur hagfræðingur sem trúir á örbirgð fjöldans, þó vissulega megi finna vinnumenn auðmanna, til dæmis hjá AGS sem vinna ötulum höndum að aukinni misskiptingu í heiminum.

En allar hagfræðirannsóknir sanna, að þetta fólk hefur innilega rangt fyrir sér.  Og þeir einir styðja, sem hafa alltaf stutt kúgun og arðrán, þeir sem mata krókinn af ráninu og misskiptingunni.

En ég held að það gildi ekki um þig.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 14:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Einar.

Ég samdi andsvar mitt til Magnúsar án þess að kíkja á þig áður, vildi enga truflun á það sem ég vildi hamra á lyklaborðið.

Hugmyndir þínar eru góðra gjalda verðar, líkt og hugmyndir þeirra Jóns og Gylfa, þú kannski útfærir þínar aðeins nánar.

En eins og Marínó benti mér réttilega á þegar ég var í upphafi núverandi "ekki hægt að gera neitt umræðu" að benda á hugsun Jóns og Gylfa, að þá ná þær ekki, ekki frekar en þínar, að skapa sátt, á meðan fólk þarf að sætta sig við eignarán.

Og fordæmalaus sjálftaka auðmanna skapaði þetta eignarán þar sem verð og gengistrygging er verkfærið.  Forsendur verðtryggingarinnar samkvæmt frumvarpi þar um, var að skapa stöðugleika í hagkerfinu og gera því kleyft að vaxa og dafna.

Þegar hið gagnstæða er raunin, þá er hún ekki afsökun fyrir eignaráninu, en vissulega má heldur ekki láta leiðréttingu hennar lenda á einu hóp, það er hópnum sem á allt sitt undir ávöxtun lífeyrissjóðanna.

Gunnar gamli Tómasson kom með lausnina, hún er svo einföld, langtímaskuldabréf með innri skilmálum að greiðslubyrði þess íþyngi ekki framtíðar kynslóðum.  Svoleiðis skuldabréf eru ígildi gulls, gull sem slíkt hefur jú ekki verðmæti.  Verðmæti þess er huglægt.  Og það eru ennþá til ríkisskuldabréf sem ganga kaupum og sölum frá fyrra stríði, tæplega 90 ára gömul.

Gildi svona skuldabréfs, er líkt og þegar þjóðir ákveða að ávísa á framtíðina í stað þess til dæmis að gefast upp fyrir óvinveittri árás, er að það gefur núverandi kynslóð tækifæri til að lifa af þá erfiðleika sem ógna tilveru hennar.  En gangi ógnin eftir, þá verða ekki framtíðarkynslóðir, allavega ekki í sjálfstæðu ríki.

Þetta er svo einfalt, þetta er svo kristaltært, þetta er svo þekkt og þrautreynt, að það er hlálegt að enginn á Íslandi skuli kunna sögu, og þekkja til skrifa Gunnars, og rífast svo eins og vitleysingar um hið augljósa.

En að því gefnu að menn átti sig á forsendum almennra leiðréttinga, þá eru hugmyndir þínar mjög frambærilegar, þó ekki sé ég maðurinn til að dæma um hvort ekki sé hægt að útfæra betri til að ná sömu markmiðum, það er að láta sanngjarna greiðslubyrði ráða endurreisn þjóðfélagsins, eða hvort þær séu alveg fullnægjandi eins og þær eru.

En rökin skera úr um, en mennskan setur þeim leiðarvísi.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband