Órædd aðför að landsbyggðinni.

Þegar samnefnari hins almenna og upphrópana kemur saman, og engar neikvæðar gagnrýnisraddir eru leyfðar, þá kemur margt vanhugsað út.

Eitt er aðförin að landsbyggðinni sem heitir "landið í eitt kjördæmi".  

Af hverju??? 

Af hverju halda menn að Vermont hafi sama vægi í Bandarísku öldungadeildinni og New York ríki, þó munurinn á íbúafjölda og auðlegð er gígantískur????

Svarið er mjög einfalt, þegar menn upplýsingar og skynsemi komu saman í Philadelfíu fyrir rúmum 200 árum síðan til að setja hinu nýja ríki frelsis og mannréttinda stjórnarskrá og marka því stjórnskipan, þá reyndu þeir að setja eitthvað á blað sem stæðist tímans tönn, og þá varð að huga vel að þeim lögmálum sem halda ríkjum saman og þeim lögmálum sem sundra þeim.

Áttu að vita það vel því þeir voru sjálfir nýbúnir að sundra ríki.

 

Niðurstaða þeirra var snilld, þeir tryggðu hagsmuni einstakra ríkja með jöfnuði í Öldungadeildinni, en valdastyrkur kom fram í jöfnuði atkvæða í fulltrúadeildinni.

Og marga fjöru hefur þetta lýðveldi sopið en sundrung milli landsbyggðar og þéttbýlis er ekki eitt af því.

Hinar dreifðu byggðir hafa séð sér hagsmuni í að tilheyra ríkjasambandinu.  Þær hafa vægi, á þær verður að hlusta.

 

Eitt af því sem Hrunverjum tókst eftir glæp sinn var að koma því að í huga fólks að núverandi stjórnskipan hefði verið megin ástæða þess að landið var rænt.  Fólk sem trúir þessu eins og nýju neti, það sér ekki samhengið í að bræður Hrunverja hafa rænt allflest lönd Vesturlanda, óháð hinni mismunandi stjórnskipan sem þar er.

Enda voru forsendur Hrunsins hugmyndafræðilegar, ekki stjórnskipunarlegar.

 

Ísland eitt kjördæmi er frasi sem fór í loftið, hin lúmska smeðja sem að baki liggur er sú að kjördæmapot vanhæfra landsbyggðarfífla hafi lamað stjórnsýsluna.  Þess vegna hrundi, og ekki hvað síst, þess vegna er ekki hægt að taka nauðsynlegar sársaukafullar ákvarðanir, til dæmis að láta enda ná saman í ríkisfjármálum með nauðsynlegum niðurskurði á landsbyggðinni, því þingmenn hennar neyðast til að koma í heimsókn á fjögurra ára fresti og fá umboð sitt endurnýjað.

Kvöð sem þeir í kyrrþey hafa beðið samflokksmenn sína í Reykjavík að aflétta af herðum þeirra.

 

Þegar forsendurnar eru rugl, þá er útkoman eftir því.

Að gera Ísland að einu kjördæmi án nokkurrar umræðu er leið til að slíta friðinn í landinu.  Og eftir dropann sem fyllti mælinn á landsbyggðinni, þá hafa fáir þar orðið geð í sér að ræða þessi mál við fólkið sem fyrirlítur þá og búsetu þeirra.

Og á meðan ríkisvaldið hefur ekki skriðdreka til að tryggja einingu landsins, þá ættu menn að gæta að sér áður en þeir halda áfram hroka sínum og yfirgang.

Hroka og yfirgang sem lýsir sér best í því hugarfari að allt sem fellur til á landsbyggðinni, er útgjöld, en í Reykjavík er sami peningur kostnaður.  

Og eins og allir vita þá eru útgjöld skorin niður en það er ekki hægt að lifa og afla tekna án kostnaðar.

 

Mörg dæmi má týna til, sem ég ætla ekki að gera sökum lengdar pistilsins, en ætla þó aðeins að pistla einn í viðbót um þetta hugarfar fáránleikans sem hefur skotið rótum í 101 Reykjavík. 

Það sem ég vil benda á að núverandi kjördæmaskipan er skjól í huga landsbyggðarinnar, skjól gegn fáráðum eins og síðasta atlaga ráðuneytanna í 101 var gegn sjúkrahúsum á landsbyggðinni.

Sú atlaga er ekki útskýrð með mannhatri, það dugar ekki til, forsenda hennar er mergjuð mannfyrirlitning og hroki fólks sem lítur niður á samborgara sína eftir því hvar þeir búa á landinu.

Hlutur sem við þekkjum svo vel út á landi en höfum látið yfir okkur ganga fram af þessu.

En höfum fengið nóg.  Og munum ekki láta bjóða okkur meir.

 

Stjórnskipan má ræða, en það liggur í merkingu orðsins, að ræða, að aðilar tali saman, ræði kosti og galla og reyni að finna sameiginlega fleti út frá hinum ólíku hagsmunum og sjónarmiðum sem um málið gilda.

Vissulega má sjá fyrir sér eitt kjördæmi.  Líklegast er það mjög skynsöm niðurstaða. 

Eftir að sambandsríkið Ísland hefur verið stofnað. 

Sækja má sér fyrirmynd til Kantónu kerfis Sviss eða ríkjabandalags Norður Ameríku.

 

Vilji menn ekki ganga svo langt, þá má hugsa sér sjálfstætt millistjórnsýslustig sem hefur eigin fjárhag og það eins sem rennur suður eru sameiginleg útgjöld, sem eru þá samþykkt af þeim sem málið varðar, ekki bara öðrum sem knýr fram sína niðurstöðu í krafti fjölmennis.

Það má líka útfæra núverandi stjórnskipan betur, hún er mannannaverk.

En ef 101 heldur að hann geti notað Hrunið sem afsökun til að nýlenduvæða landsbyggðina, þá veður hann villu vegu.

 

Telji 101 það forsendu til að endurreisa tóma glerturna með nýju fjárspekingum, að leita á náðir AGS og útfæra þrælastefnu sjóðsins með ICESave og himinháum gjaldeyrislánum, þá er það þeirra mál.

Þeir fá ekki að senda reikninginn út á land.

 

Það er liðin tíð, við höfum fengið nóg.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Staðfestir visku fjöldans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alltaf gaman að sjá svona órökstutt þvæl um vondu "fjármálakallana".

ÉG veit ekki betur en að aðal samstarfsmaður AGS... Steingrímur J er NA kjördæmi....  ekki RVK eða 101 RVK einsog þú kallar þetta.

En talandi um Iceave. Mundir þú finnast bara gott mál að ef landbyggðaratkvæðin mundi gilda tvöfalt á við atkvæði frá RVK??   Þannig er það í alþingiskostningunum eisog er.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2010 kl. 12:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Núna ert þú flottur Hamar, móðgar ekki skynsemi mína eins og ég kvartaði yfir fyrr í dag.

Skil þig nú samt ekki alveg, en það er í góðu lagi.

Reikna með að þú vitir að 101 er svona tákn fyrir Reykjavíkurvaldið, líkt og fossar tákna reður og greddu í ljóðum nýrómantíkurinnar (alveg satt, heyrði þessu hampað í útvarpinu).

Sé heldur ekki samhengið milli ICEsave og tvöfalds vægis landsbyggðarinnar á þingi.  Sem og ég vissi ekki að væri, en hvað veit ég, útnárabúinn.

Og svo tala ég oft um vonda fjármálakalla, og þakka þér fyrir, ég rökstyð mál mitt alveg ágætlega, og sæki bakgrunn minna raka til raunverulegra staðreynda, síðan beinna ályktana af þeim, til dæmis ef ég sprengi hús í loft upp með sprengiefni, og það sannarlega sprakk, þá get ég ekki notað það sem vörn fyrir dómi ef ég er staðinn að verki við að tengja sprengju við annað hús, að það sé sko ekkert sannað að það hefði líka sprungið, já og hugmyndafræðilegan bakgrunn heimskuráða AGS sæki ég síðan til þekktra hagfræðinga, þar á meðal nóbelsverðlaunahafa.

Það er ekki mér að kenna að þú þekkir ekki rök.

En ég var bara ekki að tala um vonda kalla í þessum pistli, einfaldlega benda á gildi valdajafnvægis, og ef eitt færi, þá yrði annað að koma í staðinn, þörf ábending handa öllum þeim sem vilja kúga án þess að kaupa sér skriðdreka fyrst.

Og já, það er högg undir beltisstað að benda á hina beisku staðreynd með Steingrím, ætt hans og uppruna, og þann trúnað sem hann naut hér í áratugi.  Trúnað sem hann notar núna til að eyða byggðum.  Og hrekja fólk á vergang.

En Sleggja mín, þú varst samt sem áður skemmtileg, haltu því áfram.

Með vinsemdarkveðjum að austan.

Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 17:56

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Atkvæðin í Icesave kostningunum gildu öll jöfn er þaggi?    Eitt atkvði frá þér var sama og eitt atkvæði hjá mér.

Þannig er það ekki í alþingiskostningunum. Eitt atkvði á landbyggðinni gilda allt að tvöfalt á við atkvæði á landbyggðinni.

Hvað mundu íslendingar segja ef við mundum fara í aðra atkvðisgreiðslu og ríkissjórnin mundi segja að atkvæði á landbyggðinni mundu gilda 1,5-2 fallt meira en á höfuðborgasvæðinu.... ég held að það væri ekki nein sátt um það.

ég var að tala um þessa hluti sambandi við icesave og alþingi

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 21:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þruma, verð vist að fresta syfjunni, því ekki vil ég missa af ánægjunni að fá þig í heimsókn.

Vissulega munar tvöföldu á fámennasta kjördæminu og því fjölmennasta >(neyddist til að lesa mér til um fyrst að þú ert ekki hættur), en það eru öfgarnar.  Og flokkarnir eiga að fá nokkuð veginn í takt við fylgi sitt.

Eftir stendur hvaða þingmenn við fáum inn.

Mér væri alveg sama eitt atkvæði/eitt atkvæði, þá hefðum við til dæmis ekki setið upp með þjóðarskömmina hér í Norðausturkjördæminu.

En ef menn fara í þessa uppstokkun, þá vil ég millistjórnunarstig, í anda hinna fornu amta.

Og ég vil króna í skatt/króna í skatt.

Og ömtin ráði sínum eigin gjaldeyrismálum, er orðin leiður að halda uppi hagkerfinu í Reykjavík.

Svisslendingarnir eiga ágætt kerfi sem má taka upp, eins held ég að við Austfirðingar eigum meira sameiginlegt með Færeyingum en höfuðborgarsvæðinu, spurning hvort Austuramt myndi leita þangað með sameiginleg málefni, til Reykjavíkur og Helstefnu hennar höfum við ekkert að sækja.

Þú mátt eiga þinn AGS og þitt ICEsave sjálfur.

Þeir sem vilja rugga bátnum, ætti að gera sér grein fyrir undiröldinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 23:50

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Viltu skipta krónunni upp..... einsog hún var ekki nógu lítil fyrir  :)

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 00:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þruma, króna okkar Austfirðinga er nógu stór, það er hið sunnlenska rán sem minnkar hana.

Meira að segja þyrftum við ekki krónu, við gætum notað þann gjaldeyri sem fjórðungurinn aflar, og verslað við þá sem við viljum.

Og þá fáið þið fyrir sunnan gjaldeyri, það er ef við viljum versla við ykkur, á réttu verði, ekki falsaðan með gengisskráningu innflutningshagkerfisins.

Ruggið á bátnum er allt okkur í hag.

Og hleyptu mér núna í rúmið, ég fer aldrei frá innslögum, en núna er ég mjög sibbinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 01:00

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég skil hvert þú ert að fara. Þið á austurlandi eru að mala inn gjaleyri ekki satt??   Ertu þá að tala um álverið og kannski fiskinn????

Þín skoðun er að landbyggðin er að afla meirihlutann af gjaldeyristekjum á Íslandi right???

Það gæti vel verið. En ég mundi ekki hrósa ykkur strax.

Þið fáið ekki mikið hrós frá mér með því að nýta auðlindir Íslands. Þetta eru auðlindir!!!  Bara tilviljun að þær eru staðsettar útá landi.

Þið munduð fá mikið hrós frá mér ef þið munduð afla gjaldeyristekjur fyrir Ísland útfrá engu. T.d eisog CCP hugbúnaðarfyrirtæki. Þeir afla Íslenska ríkinu milljarð á mánuði útfrá ekki neinu. Þurfa ekki neinar auðlindir. Bara hugvit.                  Það er engin reis á því að ganga á auðlidir Íslands.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 09:38

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hvellur, veistu þetta var frekar lítill Hvellur.

Það vill svo til að sá á olíuna sem á jörðina þar sem hún finnst, þetta vita þeir í Texas, þess vegna var Rockofeller alltaf að brenna skráningarstofur, til að geta véfengt eignarétt manna.

Og það er rétt, það er meira til í lífinu en feitt kjet og saltur fiskur, ekkert sem segir að þið plummið ykkur ekki.

En á eigin fótum, ekki arðráni.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 11:01

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Frekar slappt svar hjá þér Ómar.

Fyrirsögnin á blogginu þínu segir "aðfor að landbyggðinni" og þú ert að segja að landbyggðin er að halda RVK uppi.

Já með því að nýta auðlindir ALLRA Íslendinga.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 13:24

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Aftur lítið Búmm, Hvellur, hugsaðu dæmið betur.

Til dæmis þá lifðu um 3% Frakka á hinum 97%.  Það var ekki þannig að þeir væru fátækir en hinir ríkir.  Arðrán virkar ekki þannig.

Bretaland beið þess aldrei bætur að missa krúndjásn sitt, samt voru Indverjar ekki ríkir.

Á ég að halda áfram, eða vilt þú fá tækifæri til að forma betri Hvell????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 14:06

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ertu að segja að RVK sé að lifa á landbyggðinni?????????

Það er hægt að færa góð rök fyrir því að hrunið var ykkur fyrir austan að kenna. Í miðri þennslu þá var farið í stærstu framkvæmnd Íslandssögunnar.   Vegna hennar þá ofhitnaði hagkerfið. Alltof mikil þennsla. Vextir hækkuðu til að kæla. Það gerði illt verra. Erelndur gjaldeyri flæddi inn útaf carry trade. Gengið styrkitst alltof mikið. Falskur kaupmáttur. Útflutningsgreinarnar kæfðust. Sprotafyrirtækin kæfðust. Allt ykkur austfirðingum að kenna???  Er þaggi??

Nei.. ég er ekki svona þröngsýnn. Við erum allir Íslendingar og erum á sama bátnum. Ég er orðinn þreyttur á þessu   RVK  v.s Landbyggðin  rugli.   Við Íslendingar eigum að standa saman... .sérstaklega á þessum erfiðum tímum.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 16:15

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hvellur, þú ert að koma til.

Að arðræna einhvern, er ekki sama og að lifa á honum.  Röng gengisskráning, sem hyglar innflutningi, er dæmi um arðrán, og það er ekki einu sinni hægt að rífast um það.

Og það voru ekki Austfirðingar sem tóku ávörðun um Kárahnjúka, þeir voru bara auðtrúa fífl sem létu spila með sig.  Og þegar þeir hittust á fundi, þegar rúm 2 ár voru búin af framkvæmdunum, og ályktuðu, "hey áttum við ekki að fá að vera með??", þá voru þeir búnir að fatta, að þessar framkvæmdir voru atvinnuskapandi fyrir stórverktaka og Kínverja.

En svo þú fáir annað hrós út úr mér um AGS, þá benti einmitt sjóðurinn á þetta orsakasamhengi sem þú bendir svo réttilega á.  Ef þú skyldir ekki vita það, þá er ég bloggarinn sem talar alltaf um Kárahnjúkahörmungarnar þegar þessar framkvæmdir koma til tals.  Hef gert það síðan Ítalirnir drápu ungan héraðsmann.

Sem er Austfirðingum til ævarandi hneisu, og ég held að Völvan okkar sem hefur verndað okkur í gegnum þykkt og þunnt, hafi sleppt sinni verndarhendi eftir svikin við mennsku og skynsemi, og þá komu hörmungarnar.   .......

Ekki verri kenning en hvað annað, hin kenning mín er um landvættina og fjallkonuna.

Annars erum við komnir að endalokum þessarar umræðu, get ekki verið meira sammála þér í niðurlaginu.  Og hafir þú ekki ennþá fattað það, þá pistlaði ég einmitt til að minna á hættuna sem fylgir þegar einn hópur í krafti stærðar ætlar að keyra yfir annan minni.

Þá vilja samfélög gliðna.

Svona er þetta Þruma, þegar tvær gamlar sláir hittast og ræða málin, þá endar það alltaf með því að þær verða sammála.

Og þú átt smátt og smátt eftir að fatta AGS rök mín líka.

En á meðan, gangi þér allt í haginn með sprengingar þínar, megi bergmálið af þeim hljóma og glymja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 436
  • Sl. sólarhring: 731
  • Sl. viku: 6167
  • Frá upphafi: 1399335

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 5223
  • Gestir í dag: 339
  • IP-tölur í dag: 334

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband