Það sem þjóðfundurinn hefði átt að fjalla um en gerði ekki.

 

"Krafan er að þessi hópur komi sér saman um niðurstöðu sem skila heimilunum í landinu alvöru lausnum á skuldavanda þeirra og í atvinnumálum þjóðarinnar. Við viljum að bundinn verði endir á þann ójöfnuð sem stjórnvöld hafa skapað og viðhaldið fram að þessu. Þess vegna hvetjum við almenning til að styrkja samningsstöðu sína og beita þrýstingi með því að mæta,"

Segir allt sem segja þarf í þjóðfélagi sem er í klóm AGS.

Vegna andstöðu almennings þá hafa þessar klær ekki verið að fullu læstar, þökk sé andstöðu almennings í ICEsave svikum ríkisstjórnarinnar og Alþingis, þökk sé hörðum viðbrögðum landsbyggðarinnar gegn helstefnu ríkisstjórnarinnar, þökk sé þeim þúsundum sem mættu til að tunna út þegar Alþingi var sett.

En klærnar eru þarna, þolinmóðar, bíðandi eftir að almenningur yfirgefi vaktina og fari að kaupa jólagjafir.

Þá læsast þær og það er út um það þjóðfélag sem tók formæður okkar 100 ár að byggja upp.

Þjóðfélag velferðar og þokkalegs jöfnuðar.

 

Þess vegna má ekki yfirgefa varðstöðuna.  Látum ekki mútufé ESB spotta okkur.

Við erum þjóðin.

Kveðja að austan.


mbl.is Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við megum ekki slaka á þá er valtað yfir okkur um leið!

Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 09:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það er rétt, það verður einhver að manna varðstöðuna og láta raddir Andstöðunnar heyrast.  Þó það sé ládeyða í augnablikinu þá mun aftur hvessa.

Og óttinn við þann storm, sem vissulega má þakka því ódrepandi fólki sem hefur haldið fána réttlætisins á lofti, er skýring þess að stjórnin þorir ekki fram með óhæfuverk sín.

Hvort sem það er blóðbað í velferðarkerfinu eða hrekja þúsundir á vergang, þá skortir hana kjark.  Safnar reyndar liði með aðstoð mútufés ESB en það lið er líka dauðskelkað.

Dauðskelkað við reiði almennings.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.11.2010 kl. 09:54

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Enn og aftur - mótmælin eiga ekki að eyrnamerkjast nokkrum kifandi eða dauðum flokki á einn eða annan hátt - ef það er gert verða þau ómarktæk og dauð.

Mótmælin verða að vera krafa um samstarf og samvinnu þingsins - ALLS

Róbert Marshall tók við nefndarformennsku af ( að mig minnir  Steinunni Valdísi ) honum tókst á undraskömmum tíma að ná sátt og samvinnu í nefndinni sem skilaði einróma niðurstöðu. Hann sagði þá á þinginu ( ég er EKKI stuðningsmanður Sf) - það verður að hlusta á og taka tillit til þess sem minnihlutinn hefur fram að færa - annars verður engin sátt - engin samvinna - þetta er ekki orðrétt hjá mér  en innihaldið er rétt.

Þetta viðhorf verður stjórnin að tileinka sér - spurning hvort stjórnin ætti ekki að skipa Róbert Marshall sem samstarfsráðherra minni og meirihluta Alþingis - hann hefur þroskann í það ólíkt JS og SJS.

Svo vantar allt atvinnulausa fólkið í mótmælin -

Og hversvegna virðist enginn áhugi vera fyrir því að verja starfsfólk í heilbrigðisgeiranum? Það er jú líka hluti af því að verja landsbyggðina.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 12:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú er stórt spurt Ólafur og fátt um svör.  Margt þykist ég vita, en ekki get ég útskýrt af hverju þeir sem eiga hagsmuni að gæta, af hverju þeir láta sig aðför að hagsmunum sínum engu varða.

En megi samvinna um góð mál lengi lifa.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 7.11.2010 kl. 12:21

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir ég er kallaður fulltrúi norðanmanna og virkasti mótmælandi héðan að norðan kær kveðja austur.

Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 280
  • Sl. sólarhring: 822
  • Sl. viku: 6011
  • Frá upphafi: 1399179

Annað

  • Innlit í dag: 238
  • Innlit sl. viku: 5093
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband