6.11.2010 | 19:28
Ágætis málfundablað menntaskólafélags.
Og ekki nema gott um það að segja.
En hugsunin er engin, enda umræðan ættuð frá auglýsingastofum, snýst um framsetningu frasa.
Ég til dæmis vil ekki eitt kjördæmi, vegna þess að þá er forsenda byggðarfriðar horfin.
Hvað með það spyrja menn, svarið er mjög einfalt, sjái menn ekki forsendar samlyndis og samstöðu, þá hefur landsbyggðin engan hag á að halda lengur uppi hagkerfi Reykjavíkur.
Til hvers ætti hún að vera í sambýli við fólk sem lýtur á hana sem þriðja flokks þegna.
Nýjasta dæmið er sparnaður í háskólaumhverfinu. Og hvaðan skyldi sá sparnaður koma???
Jú, það er svo dýrt að kenna út á landi. Í ekki eitt augnblik datt mönnum í hug að skoða hina leiðina, að styrkja byggð á Vesturlandi.
Til hvers ættu menn að gera það???? Spyrja íbúar 101 Reykjavík.
Og svarið til hvers eigum við landsbyggðarmenn að sætta okkur við gjaldeyrishöft til að halda lífi i verslun og þjónustu í Reykjavík??'
Þetta er röksemdarfærsla sundurlyndisfjandans, og sá fjandi hefur stjórnað auglýsingartexta þjóðfundarmanna.
Fleiri dæmi má týna til, hugsunin um sterkan forseta er barnaleg, ættuð úr draumaheimi Hollywood.
En til hvers að röfla.
Skuldaþrælar verða ekki spurðir um sína framtíð, og þegar menn stunda hópefli gegn ráni, þá eru þeir rændir og síðan þrælkaðir.
Jafnvel Molbúa hlæja af þessari skrípasamkundu.
Og biðraðir fórnarlamba kreppunnar aukast á meðan.
Kveðja að austan.-
Grunngildin skýrð á þjóðfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 574
- Sl. sólarhring: 636
- Sl. viku: 6305
- Frá upphafi: 1399473
Annað
- Innlit í dag: 490
- Innlit sl. viku: 5345
- Gestir í dag: 450
- IP-tölur í dag: 443
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Þjóðfundurinn skilaði meiru en ég átti von á.
Ég hef litlar áhyggjur af landamærum á milli byggðarlaga eða landamærum á milli Íslands og ESB miðað við þær áhyggjur sem ég hef af landamærum sem eru að verða æ öflugri á milli fátækra og ríkra. Ég get ekki séð að núverandi kjördæmaskipan hafi skilað landsbyggðinni velsæld nema síður sé. Kjördæmapot leiðir til vondra ákvarðana og tækisfærismennsku sem skaðar alla þjóðina.
Ég var að skoða fréttabréf skattstóra Tíund en þar kemur fram að allur virðisauki (verðmætasköpun) í landinu fer í vasa 3,5% þjóðarinnar. Þjóðin þarf að sameinast um að vinna gegn þessum hóp sem er að ræna hana. Við skulum ekki láta okkur detta í hug að þessi 3,5% séu að mestu í Reykjavík. Þetta er fólk úr öllum landshlutum sem hefur makað krókinn í gegn um spillingarpólitík.
Ég er alin upp í sjávarþorpi og hef búið á landsbyggðinni í útlöndum og í Reykjavík.
Ég legg mikið upp úr velsæld og atvinnufrelsi á landsbyggðinni. Það hafa ekki verið síst þingmenn landsbyggðarinnar sem hafa brotið niður atvinnufrelsi og velferð á landsbyggðinni.
Halldóri Ásgrímssyni hefði verið hent út löngu áður en hann hefði náð að valda þeim skaða sem hann gerði ef hann hefði þurft að leggja verk sín í mat þjóðarinnar í gegnum persónukjör á allri landsbyggðinni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 22:03
Þú ert ekki að hvetja til samlyndis og samstöðu með því að flokka Íslendinga í hópa.
Landsbyggðin v.s RVK.
Þetta er náttúrulega bara rugl hjá þér.
Heldur þú að RVK búar hafa það að markmiði að stúta landsbyggðinni??
Þú getur spurt hvaða Reykvíking sem er hvort hann vill halda byggð útá landi... svarið er ávallt JÁ.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2010 kl. 22:05
Blessaður Hvellur.
Er sá sem bendir á að fé sé mislitt, skapari þess, eða er það bóndinn sem setti undir mislitan hrút???
En það er rétt hjá þér, ég er ekki maður sátta við sátt um landeyðingu og útrýmingu þjóðarinnar í boði AGS.
En takk samt fyrir þitt innslag, ágætt eins og það var.
Það gaf mér tilefni til að hugsa, og vakna í morgun, og ég hef núna í 2 tíma hamrað pistla sem eru ágætir endir á þessi átakabloggi mínu. Þú átt meira að segja kveikjuna að síðasta pistli mínum, sem ég set inn einhvern tímann á eftir þegar sá fyrri er búinn að veltast aðeins í heiðurssætum Moggabloggsins.
Hafðu það annars gott Sleggja mín, megi þrumur þína dafna sem aldrei fyrr.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2010 kl. 10:16
Er það Jakobína, hefur potið í 101 verið rökfastara eða landinu til meiri gæfu???
En ég er ánægður með að þú hafir upplifað jákvæða strauma. Það er fólk eins og þú sem er hæft í og hefur vilja til að snúa svona áróðurssamkomum ríkjandi stjórnvalda upp í byltingarþing, líkt og enska stéttaþingið var gegn Karli kóngi eða það franska gegn Lúðvík, og báðir misstu höfuð sitt í kjölfarið, og stjórnskipan Vesturlanda tók stökk fram á við.
Náist þessi umskipting, þá mun þjóðfundurinn snúast um alvöru mál, þau mál sem brenna á þjóðinni í dag. Innrás fjármálaafla í skjóli AGS, fjárkúgun og hermdarverk breta, yfirtöku auðmanna á þjóðarauðnum, og fyrirsjáanlegar afleiðingar þess, fátækt og örbirgð þorra fólks.
Gangi þér og þínum vel.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 7.11.2010 kl. 10:25
Sæll Ómar, það voru ótrúlega skýrar og einróma niðurstöður sem út úr þessum fundi komu (ég sat hann) og þetta varð miklu betri fundur en ég átti von á.
Ert þú t.d. ósammála því að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi (til að skerpa skilinn milli framkvæmda og löggjafarvalds), að vægi persónukjörs eigi að auka (t.a.m. með því að fólk geti valið alla flokka en svo raðað nöfnum í sína röð) og að fækka eigi þingmönnum (eru nú SEX sinnum fleiri hlutfallslega en á Norðurlöndunum) ?
Ef þú vilt ekki auka vægi beins lýðræðis, draga úr ægivaldi sterkra flokksleiðtoga
og spara í ríkisrekstrinum þá ertu væntanlega ekki sammála.
Ef þú ert sammála hins vegar, ekki hjálpa þeim sem vilja halda fjórflokknum í sem mestum völdum og tala þennan fund niður.
Með kveðju,
Björn.
Björn Leifur Þórisson, 8.11.2010 kl. 11:58
Ég held að það er enginn sátt um landeyðingu og útrýmingu þjóðarinnar..... endalok Íslands. Ekki beint efst á óskalistanum einsog er. Svo er náttúrulega vafasamt að tengja þetta við AGS. Ríkisstjórnin er að skera niður ekki AGS. Sú kjaftasaga sem er í gangi að AGS er bakvið tjöldin að stjórna öllu er einfaldlega rangt.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2010 kl. 11:59
Elsku Þruma mín, bullaðu ekki svona við mig.
Ég er læs, þekki söguna, hef nennt að kynna mér þróun mála í Argentínu þar sem AGS beitti sömu trakteringum við svipaðar aðstæður, og hef skrifað nokkra pistla með staðreyndum (tilvísanir í fréttir, haggögn og svo framvegis) um það sem gerðist þar, og hvað gerðist þegar sjóðurinn var rekinn úr landi.
Þú mátt alveg sprengja eins og þú vilt á þessu bloggi, en ekki umgangast mig eins og fávita, ég frábið mig því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 14:55
Blessaður Björn Leifur.
Þú hefur ekki lesið orð af því sem ég hef skrifað um þessa ágætis samkomu (þar sem þú og Jakobína eru svona ánægð, þá ætla ég að sleppa orðinu skrípasamkomu, enda er það illkvittni). Ég skal taka það fram að ég hef ekkert á móti svona samkomum, séu þær skipulagðar af viti, og bæði leiða umræðu og vinna úr umræðu sem þegar hefur átt sér stað.
Það er tvennt sem ég set sem skilyrði, að tilefni hæfi aðstæðum, og að umræðan sé vitræn.
Og með fullri virðingu fyrir þjóðfundinum, þá gilti hvorugt.
Hvað það fyrra varðar, og það er rót minnar gagnrýni, annars mættu menn bulla út í eitt mín vegna, þá eru ekki þær aðstæður sem réttlæta svona umræðu núna, því þjóðin hefur önnur og brýnni mál að ræða, og það er sjálf tilvera hennar. Og hvernig hún á að bregðast við þeirri ógn sem blasir við af atlögum erlendra fjármálaafla með aðstoð innlendra meðreiðarsveina.
Þegar bátur strandar Björn, þá er öruggt að aðeins fáráðar reyna ekki að bjarga sér með þeim rökum að þeir þurfi að ræða í hópefli ágalla síðasta námskeiðs hjá Slysavarnarskóla sjómanna. Vissuleg má það hafa verið gallað, en það er þó það sem menn hafa í höndum við að koma áhöfn á þurrt, eða bát af strandstað eftir því sem aðstæður bjóða upp á.
Og þegar hópeflið er síðan skipulagt af þeim sem reyna að drekkja áhöfn með mann og mús, þá á ég ekki til orð á þeim sem mæta, hundsa þjáningar samborgara sína með innihaldslausu froðusnakki.
Og þá er ég kominn af því sem pistillinn fjallaði um. Það er ekkert vitrænt að safna saman fallegum orðum og frösum og setja það niður á blað. Ágætis grunnur fyrir málþing æskunnar, en ekki fyrir fullorðið fólk.
Vissulega eru ágallar á því sem höfum, en lausnirnar mega ekki vera verri. Til dæmis er valdabarátta þekkt mannlegt eðli, það er þekkt frá fyrstu samfélögum og allan tímann síðan, hvernig ólíkir hópar takast á um völd, og til dæmis eru hugmyndir um persónukjör með mun fleiri ágalla en það kerfi sem við höfum í dag. Við höfum þó eitthvað að segja um flokka, ímyndar sinnar vegna verða þeir að hlusta, og þeir þurfa að taka tillit til ólíkra hagsmuna.
Persónukjör er ávísun á tvennt, á ægivald þeirra sem vald og fjármuni til að skipuleggja ímynd sína og sinna, og þeir eru bein ávísun á illa ígrundað lýðskrum, því öryggisventlar sem eru innbyggðir í margt, til dæmis flokkanna, þeir virka ekki því þeir eru farnir.
Gott dæmi er draumur nokkurra hagsmunaaðila í heilbrigðiskerfinu um eyðileggingu heilbrigðiskerfis landsbyggðarinnar til að auka sin völd og skapa grunn fyrir hátæknisjúkrahús sitt. Það rugl, hefur líklegast strandað á tvennu, valdajafnvæginu sem er á milli landsbyggðar og höfuðborgar, og því að flokkstofnanir landsbyggðarinnar hóta uppreisn.
En sölumenn dauðans, með fullar hendur fjár, hefðu getað farið létt með að planta þessu lýðskrumi í huga meirihluta höfuðborgarbúa, auk einhverra vitleysinga á landsbyggðinni. Og þá, og þá hefði eina svar hennar verið blóðug uppreisn.
Sem kemur þá innan á annan meginþátt sem allir sem eitthvað vita um stjórnkerfi og stjórnskipulag vita, að slíkt þarf að tryggja valdajafnvægi, ægivald stærsta hópsins er alltaf ávísun á gliðnun heildarinnar.
En margt þarf að breyta til betri vegar, og Svisslendingar hafa þróað skrítna blöndu íhaldssams stjórnkerfis, og mikillar valddreifingar, þar sem beint lýðræði er hluti leikreglna. Það má ræða, og útfæra, sem og annað sem er betra, færi menn fyrir því rök sem standast raunveruleikann.
Og svo þarf að hrista upp í kerfinu, fá raddir fólksins og skynseminnar til að heyrast. Þó þjóðfundurinn hafi verið innihaldslaust prump, í raun svik við þjóðina miðað það ástand sem er í dag þar sem umboðslaus ríkisstjórn boðaði til hans, að þá er stjórnlagaþingið þarft, á hvaða tíma sem er.
Þar vil ég sjá hæfileikafólk, með heilbrigða skynsemi að vopni, ótengt hagsmunum, blómstra.
Þess vegna kýs ég Jakobínu, myndi líka kjósa hana á Alþingi, til setu á þingum ASÍ og svo framvegis.
Því hún er ein af manneskjum hins Nýja Íslands.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 16:11
AGS hefur breitt vinnubrögðum sínum eftir Argentínu
Þess vegna er grunvallar ályktunin þín röng. Þ.e að AGS er að nota Argentínu aðferð á okkur Íslendinga.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 21:11
Æ, Þruma láttu ekki svona, ekki segja það sem þú veist ekkert um.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 23:51
Og þú veist allt um þetta eða???
Einog ég segji þá veit ég persónulega ekkert um þetta en ég er búinn að lesa og fyljgast með fólki sem veit allt um þetta og ég trúi þeim.... enda engin ástæða til þess að ljúga. Staðreyndirnar tala sínu máli.
Hvort það samrýmist ekki þinni skoðun um AGS skrímslið.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 00:05
Sleggja, þér er illa við svefn minn.
Jú þeir ljúga, alveg eins og þeir lugu til um að kreppan í Argentínu hefði byrjað eftir að AGS fór. Það bull gekk hér í fjölmiðlum og annars staðar, ég aflaði mér heimilda um þetta og birti á bloggi mínu. Birgitta sá svo um að dreifa því víðar.
En hagvöxturinn í 5 ár á eftir var á milli 8-9% auk þess að gjaldeyrisöflun varð sjálfbær.
AGS er nákvæmlega að gera það núna sem það gerði í Argentínu, vaxtahækkanir og harkalegur niðurskurður sem dýpkar kreppur. Veist þú um annað, þá mátt þú senda mér gögn þar um. Ég skal senda þau áleiðis til Attac, sem eru samtök fólks sem er illa við AGS. Þeir telja sig vita allt um þetta mál.
Eina undantekningin í dag er aðgerðaráætlun sjóðsins fyrir Ísland. Já, ég veit, dálítið á skjön en þannig er það nú samt. Og það er ekki þannig að sumt hafi ekki tekist mjög vel. Sérstaklega það kraftaverk að halda þessu skuldsetta hagkerfi gangandi. Þeir mega þó eiga það sem þeir eiga.
Þorvaldur Gylfa útskýrði mismuninn á AGS hér og í Asíu, þar sem þeir báðust afsökunar, líkt og í Argentínu, og hann sagði að við hefðum fengið 2 ár í aðlögun, og það er alveg rétt. Til dæmis var krafan í Lettlandi ígildi þjóðarmorðs, eða um 40% samdráttur ríkisútgjalda, en hér var 3 ára aðlögun að núllinu.
Auk þessarar peningaprentunar, þá var leyft að opna fyrir séreignarsparnaðinn, sem er líka visst form af peningaprentun, og hefur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfið því margir tóku þetta út til að fjármagna eyðslu, ég til dæmis fór í laseraðgerð sem ég hefði aldrei haft efni á meðan heilsan er biluð.
Gjaldeyrishöftin komu svo i veg fyrir efnahagshrun, en á móti kom strax hávaxtastefna sem eins og Friðrik prófessor í HR útskýrði, væri gjaldið fyrir höftin. Bara fyrsta árið kostaði þessi stefna þjóðfélagið yfir 300 milljarða sem voru teknir út úr atvinnulífinu, frá almenningi og ríkinu.
Og eftir þessi 2 ár verður hagkerfið að plumma sig, jöfnuður að nást í ríkisfjármálum, og gjaldeyrishöftum aflétt á forsendum sjóðsins.
Ástæða þess að ég læt þá ekki njóta sannmælis um það sem mannúðlegra var gert, er mjög einföld. Í fyrsta lagi þá olli hávaxtastefna sjóðsins vanda, meiri vanda en hin jákvæðu áhrif náðu til að vinna á. Niðurskurður ríkisins á almannaþjónustu er vegna þessara vaxta.
Og stóra gjaldeyrislánið til að borga út bólu og braskkrónur. Það eru engin dæmi um að slíkar lántökur hafi viðhaldið gengi gjaldmiðla, man reyndar ekki hvort Hong Kong hafi tekið gjaldeyrislán þegar þeim tókst að verjast árás spákaupmanna, en það er þá eina dæmið.
Þetta eru staðreyndir sem allir vita, líka þeir sem ljúga öðru til og tala um trúverðugleika og svo framvegis. Það er þekkt staðreynd, án undantekninga að braskfé leitar alltaf úr landi í öruggan gjaldmiðil á meðan einhver sjóður er til að éta upp.
Eftir standa skuldirnar, sem falla á almenning viðkomandi landa.
Og þessi skuld, ásamt ICEsave pakkanum, mun ganga frá þessari þjóð. Útreikningar Seðlabankans sem áttu að sýna að þetta er hægt, eru hreinræktað bull, það eru gefnar forsendur sem ganga ekki eftir. Og boðið upp á aðstæður sem engin þjóð mun sætta sig við. Fólk mun frekar skjóta þau Jóhönnu og Steingrím heldur en að sjá börnin sín deyja vegna skorts á læknishjálp.
Þú rekur ekki þjóðfélagið á 30-40% af núverandi tekjum ríkisins Þruma. Og ég skil ekki að þú skulir ekki sjá það. Ég veit að þú vilt engum svona illt, þú trúir bara ekki því sem er verið að gera okkur.
Og af hverju ættu þeir að ljúga???
Jú, þeir hafa hag af því, og svo er það innprentað í menntun hagfræðinga að elta svona stofnanir eins og AGS. Þegar planið fyrir Argentínu var samþykkt, þá voru uppi sömu rök, og sömu útreikningar, að þjóðin gæti lifað af á 40% af tekjum ríkisins. Og þar hækkaði greiðsluhlutfallið upp í 70% (30% í afgang) og ennþá reyndi elítan að þóknast AGS. En þegar það dugði ekki til, og herinn neitaði að skjóta mæður og ömmur sem mótmæltu örbirgðinni, þá yfirgaf elítan AGS og leitaði til hagfræðinga sem allan tímann færðu rök gegn óráðunum.
Og það tók innan við ár að snúa dæminu við.
Við Íslendingar eigum slíka hagfræðinga, þú veist bara ekki af þeim Þruma því þú lætur ríkisfjölmiðlanna og Fréttablaðið mata þig. En þetta eru okkar best menntuð hagfræðingar í dag, þau Jón og Lilja. Auk margra minni spámanna.
Og þau eru bökkuð upp af Nóbelum og öðrum heimsþekktum hagfræðingum.
Og besta sönnun þess að þau hafi rétt fyrir sér er að markaðsmaðurinn Ben Bernanke, einn hámenntaðasti hagfræðingur heims í kreppum, hann dró þann lærdóm af mistökum AGS, að það mætti ekki skera niður og auka samdrátt með hækkun vaxta, í upphafi efnahagskreppa.
En ef þú vilt lifa af 30% af tekjum ríkisins, þá verði þér að góðu. Ég ræð það af mæli þínu að þú sért kominn á efri ár, og þarft bráðum á þjónustu velferðarinnar að halda. Þá vona ég þín vegna að menn eins og ég hafi náð að sá það miklum efa í huga þjóðarinnar, að hún íhugi ráð sinna bestu manna.
Og skilji að það er ekki hægt að greiða skuldir í hið óendanlega.
Fólk mun þá einfaldlega flýja landið. Og gamla fólkið, sem trúir þeim sem hafa alltaf logið, það verður án mikillar umönnunar, því fólk mun ekki verða skuldaþrælar.
En svo þú vitir það, þá kom Jón Daníelsson strax með efnahagsáætlun sem hefði tekið á við kreppuna á allt öðrum forsendum en AGS, og Lilja Mósesdóttir kynnti leiðir Chile og Malasíu um skattlagningu útstreymis spá og bólupeninga.
Það var ekki þannig að það væri ekki til skýr valkostur.
Og já, AGS er blóðugasta skrímslið frá því að nasistar féllu. Og fyrir því hef ég fært rök. Lestu þau áður en þú kemur aftur og berð upp á mig að ég hafi ekki rök fyrir mínu máli.
En grunnpunkturinn er siðferðislegur, ég er á móti því að fólk sé drepið í nafni stjórnmála, eða hagfræðikenninga, og því fyrirlít ég nasismann, kommúnismann og hina siðlausu Nýfrjálshyggju.
Að svipta fátæku fólki aðgang að vatni, hita, rafmagni, læknisaðstoð, heilsugæslu, menntun, að arðræna auðlindir þess, og breyta heilu samfélögunum í þrælkunarbúðir (Haiti mjög gott dæmi um beinan níðingsskap), það er verk illskunnar, og þó hún sé réttlæt með hagkenningum, þá notuðu Aztecar svipuð rök.
Þeir voru að bjarga sólinni.
Þruma, frjálst fólk um allan heim berst við svona skrímsli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 00:51
Ég er bara nemi á þrítugsaldir en ég þakka hrósið :)
Ég ætla fyrst að koma því að framfæri að ég skil alveg hvert þú ert að fara. Hræðilegt ástand og ríkisstjórnin hefur gert mörg mistök.............en ég er ekki að kenna AGS um allt. Steingrímur J á sökina líka.
Það má vel vera að AGS er að benda á að það þarf að skera niður. En með því að brúa fjárlagahalla þarf að skera niður og hækka skatta!!! AGS er að benda á það augljósa.
"Gjaldeyrishöftin komu svo i veg fyrir efnahagshrun" þetta er röng fullyrðing. Efnahagshrunið var löngu orðið að veruleika áður en höftin koma. Það er hægt að færa rök fyrir því að það hefði verið skárra að hafa aldrei nein höft. taka skellin strax. gengið munid vera jafnvel hærra núna. Því höftin segja bara eitt um Ísland "það er eitthvað að hérna"
Ég er sammála um að vextir áttu ekki að vera svona háir fyrst. Við áttum að hlusta á samtök atvinnulífsins og ASÍ sem vildu keyra vextina niður í 1%. En var það AGS að kenna eða Seðlabanka Íslands. Við erum með peningastefnunefnd í SÍ sem ákvarða vexti.... þar eru Íslendingar og enginn frá AGS.
"Þú rekur ekki þjóðfélagið á 30-40% af núverandi tekjum ríkisins Þruma" það er alveg rétt. Hver er að ýja að því?? Ef VG hættir að standa í vegi fyrir ýmsum verkefnum þá er auðvelt að auka tekjurnar.
Jón er vel menntaður og prófessor í LSE.. það er virðingarvert. En Lilja er ekki eins vel menntuð hún er metnuð frá USA og var að kenna á Bifröst. Ekki alveg samansem merki þar... enda er Lilja á þingi og Jón ennþá prófessor. En ég er sammála með að skattleggja jöklabréfin einosg lilja bendir á. En það þarf bara pólitiskan vilja.. steingrímur á að koma með frumvarp um þetta. Tengist AGS ekki neitt.
Svo leituðum við til AGS... ekki þeir til okkar. !! gott að minna sig á það einusinni og einusinni.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 10:11
Þú ert gömul sál Þruma mín.
Hættu að hengja þig við orðhengilshátt, auðvita hvar efnahagshrun, en þó ég drullusyfjaður, nenni ekki að skrifa fræðiritgerð, þá veist alveg hvað ég á við, gjaldeyrishöftin stöðvuðu fall krónunnar, og á meðan verðtryggingin er við lýði, þá þurfti það að gerast.
Þau þarf að afnema, ef menn vilja sýna hörku, þá skattleggja menn lausafé sem fer úr landi, treysti menn sér ekki til þess, þá láta þeir krónuna falla samt, hún verður að leita jafnvægisgengis, öll láns í heiminum fá því ekki breytt, og lán þarf að borga.
Gunnar Tómasson útskýrði það mjög vel fyrir Agli, sem hefði betur hlustað, þá bullaði hann minna í dag. Gjaldmiðlar leita jafnvægis, það tapa allir á efnahagshruni, verðtryggingin er tæki sem þarf að hlutlausa á meðan jafnvægi næst.
Þetta er raunveruleiki efnahagsmála, allt annað er pólitík, til að þjóna hagsmunum einhverra. AGS er ekki fagstofnun, hún er rammpólitísk stofnun með það hlutverk að standa vörð um fjármagn.
Málið er það að þetta fjármagn er búið að koma heiminum á kaldan klaka, án þess að hafa skilað nokkuð til bættra lífskjara. Og það eru menn sem búa á og stjórna jörðinni, ekki dauðir peningar. Þess vegna berst fólk eins og ég gegn AGS, gegn nasisma og kommúnisma, við viljum fá að lifa í friði með fjölskyldum okkar og samfélög.
Vertu svo ekki svona barnalegur um hver ræður. Þegar þú finnur fingraför sama manns á fleiri en einu innbrotsstað, þá ertu ekki svo trúgjarn að trúa að hann hafi ekkert með glæpinn að gera. Ferlið er allsstaðar það sama, farðu inná Attac og lestu þér til.
Mundu að andstæðingar AGS eru flóra mannlífsins, fólk sem aðhyllist markaðsbúskap, eins og ég, blandaðan búskap, engan búskap eða ríkisbúskap og allan annan búskap sem ég gleymdi að telja upp. Við eigum það sameiginlegt að hafa siðferði, að þekkja muninn á réttri hegðun og rangri. Erum jafnvel kristin, en kirkjan í Suður Ameríku er í hópi andstæðinga sjóðsins.
Fólk sem tekur svona boðskap um breytni alvarlega.
Svo eru menn eins og Stiglitz, Krugman og aðrir frjálslyndir hagfræðingar, sem hafa ekki selt sálu sína hagsmunaöflum, en kunna að reikna og þekkja til einföldustu hagfræðilögmála, alfarið á móti stefnu sjóðsins, þeir benda bæði á af hverju, og benda síðan á staðfest dæmi þar um.
Sjóðurinn kann engin dæmi um hið gagnstæða, og það ætti að segja þér eitthvað. Og ef þú heldur að frjálslyndur þýðir kommúnistar, þá er hugmyndafræði þeirra í ætt við gott íhald eins og Geir heitin Hallgrímsson var, eða Bjarni Ben, þetta eru frjálslyndir íhaldsmenn.
Það er enginn að ýja að því hvernig það er að lifa á 30% tekjum, þær eru afleiðingar þess spírals niður á við sem sjóðurinn skapar. En þú getur flett upp á skýrslu Seðlabankans,
http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=2186
Þar sérðu það svart á hvítu hvað þeir ætla mikið þeir ætla í afgang af viðskiptum og hvernig þeir ætla greiðslubyrðina (atvinna þín sem þú segir að Steingrímur sé á móti, er inní þessum tölum). Mogginn á líka ágæta grein í viðskiptablaðinu um áætlaða vexti ríkissjóðs, Ívar blaðamaður segir út frá 2+2 að við séum gjaldþrota.
Sem við erum ef við göngumst undir þennan skuldaklafa.
Hvað gerist þá???
Ég bloggaði einhvern tímann í febrúar 2009 um hvað þá og vitnaði orðrétt í viðtal Boga Ágústssonar við Rakakowitc (nenni ekki að fletta upp á réttri stafsetningu, kalla hann alltaf þetta á Vaðlvísku), hann sagði að vissulega væri skuldastaðan erfið, en við ættum eignir á móti, á mannamáli er hann að benda á hið fornkveðna, ríkisvaldið verður að selja almannaeigur til að geta borgað skuldir sínar, því ekki ætlar AGS að lána til eilífðar.
Þú veist Þruma að eignir á móti skuldum, telja ekki nema að þeim sé komið í verð.
Já, ég er svona að vinna mig niður innslag þitt, í friði og virðingu eins og það gefur tilefni til. Skattlagning jöklabréfa er ekki valkostur á meðan við störfum með AGS. Þeir setja sig ekki á móti því, þeir einfaldlega yfirgefa landið og biðja um endurgreiðslu á lánum sínum. Og ef menn telja lánin þungamiðju endurreisnarinnar, eins og stjórnvöld telja í dag, þá ganga menn ekki gegn vilja sjóðsins.
Þú ert það gömul sál Þruma, að þú skilur þetta ef þú íhugar samhengi hlutanna í rólegheitum.
Vissulega leituðum við til AGS, alveg eins og stjórnvöld í Argentínu á sínum tíma. Það er hin hefðbundna leið valdaelítunnar, enda hugsar hún öðrum að borga, hinum breiðu bökum þjóðfélagsins.
Ef AGS hefði ekki hagað sér eins og algjör svín í Argentínu, eða þá að herinn hefði verið tilbúinn að skjóta konur og börn sem voru að mótmæla, þá hefði yfirstéttin áfram veðjaða á hann, því hitt er óvissa og jafnvel útlegð frá kokteilboðum.
Hér á Íslandi eru allar hagtölur komnar í sama farveg og í Argentínu, ófremdarástand hjá þeim vegna atvinnuleysis, erum við í staðinn að fá í gegnum skuldir heimilanna. Og ef allur lánapakkinn gengur eftir, ásamt IcEsave, þá verðum við gjaldþrota því 2+2 ljúga ekki.
Er það einhver nauðsyn að sætta sig við það gjaldþrot bara vegna þess að ráðandi öfl báðu þá að koma??
Áttu sem sagt Norðmenn að sætta sig við Þjóðverja vegna þess að leppstjórn þeirra bauð þá velkomna???
Var De Gaulle landráðamaður vegna þess að hann gekk gegn stjórninni í Vichy sem nota bene var hið löglega stjórnvald Frakklands???
Ef þú rifjar upp þín fornu minni Þruma, þá veist þú allt um rétt fólks til að verja sig. Fyrir mörgum mörgum árum voru þessi orð sett á blað á Niðurlöndum.
Þessi orð voru síðan þróuð í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjamanna þar sem landsstjórninni var bannað að gera eitthvað sem stefndi sjálfstæði landsins og hag landsmanna í hættu.
Og ef það er ekki virt, þá hafa þegnarnir rétt á að rísa upp.
Ég reis upp Þruma, þeir sem buðu AGS velkomna eru skotspónar þessa bloggs. Og allir sem elska ICESave, og margir aðrir sem vinna að því að koma skuldasnörunni um háls þjóðar okkar.
Mótþrói minn á sér aldalangar rætur, og ef þú skoðar þín fornu minni, munt þú finna samsvörunina.
En hvað um það, það var gaman að spjalla við þig, ég er hættur að höggva á blogginu í bili, farinn að tala um grunnatriði málsins, um það sem má og má ekki, og um það sem siðað fólk gerir á hörmungartímum.
Og þá er ég ekki lesinn, og get því hvílt mig með góða samvisku.
Þú hefur þínar skoðanir, og ekki nema gott um það að segja. Ég mæti ekki á blogg þitt, og segi þér hverjar þær eiga að vera. Held mig við mitt, og tjái þar mínar skoðanir. Þeir sem vilja ræða málin við mig og gæta varkárni í návistar sálar, þeir eru alltaf velkomnir.
Líka hinir, en þeir verða þá að sætta sig við móttökurnar.
Haltu áfram að sprengja og þruma, ekkert nema gott um það að segja.
Bið að heilsa ykkur suður.
Og ef þú hefur ekki ennþá fattað það, þá er ég ekki talsmaður upplausnar ríkjasambandsins, er aðeins að benda þér á hvert ruggið getur leitt.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.