6.11.2010 | 15:15
Ólíkt hafast hinar mismunandi þjóðir að.
Frakkar streyma út á götur og mótmæla atlögum auðræningja að þeim.
Við Íslendingar, sem sannarlega höfum orðið fyrir árás auðræningja, við látum leppa þeirra boða okkur á fund, þjóðfund.
Sem gerir allt nema að ræða um þá ógn sem hin fjandsamleg árás fjármálaaflanna er.
Útrýming sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni.
Endalok velferðarkerfisins eftir að auðleppar hafa komið ICEsave og AGS skuldahlekkjunum á þjóðina.
Endalok þjónustusamfélagsins því gjaldeyristekjur okkar eiga að lenda í vasann á erlendum lánardrottnum auðmanna.
Og við ræðum lýðræði, mannréttindi og valddreifingu.
En Frakkar verja sig.
Það gerir líka allt venjulegt fólk, nema kannski Íslendingar, þeir mæta á fund ef þeir fá frítt að éta.
Kveðja að austan.,
Skýra inntak grunnhugsjóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 46
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5630
- Frá upphafi: 1399569
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 4803
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Austfirzki jöfur, jafnan !
Ég hefi nákvæmlega; engu við þessa skörpu snerru þína, til 1/2 vankaðra samlanda okkar, að bæta.
Endilega; renndu við í Hveragerði, eigir þú leið um, hér syðra. Við þurfum; að fara að skipuleggja harðvítugar aðgerðir, Ómar minn.
Með; hinum beztu byltingar kveðjum, sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
e.s. Láttu ekki; ofurbjartsýnis kappa, sem þann ágæta Þorstein H. Gunnarsson, slá þig út af lagi, Austfirðingur góður
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 15:43
Blessaður Óskar.
Sá þarf að vera lagviss sem slær mig út af laginu.
Mér leiðist ekki að beina spjótum mínum að heilögum kúm eða gegn almannarómi. Myndi eiginleg ekki nenna þessu ef ég fengi ekki svona tilefni upp í hendurnar annað slagið.
Og ég er ekki í vinsældarbloggi.
En þegar það gerist Óskar, að við erum ekki sammála, þá reyni ég að útskýra mína hlið, og þú þína. Líklegast hefur Þorsteinn valið þann kost, og ekki nema gott um það að segja, annars er það bara hin hliðin á mér, þessi mjúka.
En það er þetta með aðgerðirnar, líklegast telur enginn sig hæfan í það. Sem kannski er eins gott því það vill oft vera vandræðafólk sem lætur atburðarrás kristallast um sig. Kann betur við það eins og hjá Mandela, þar atburðarrásin kristallaðist um hann.
Ég hef sagt við sjálfan mig og aðra, sem hlustað vilja hafa (mjög fáir í mínu nærumhverfi) að ef ICEsave svik fara í gegn, þá verður að verjast, með hnefum og skipulögðu andófi. Og þar set ég mörkin, þá fer ég á puttanum suður og bíð fram liðveislu mína.
Ég held að stjórnin hafi orðið svo hrædd við þessa hótun, að hún hefur gleymt ICEsave. Og á meðan lem ég lyklaborðið í friði við guð og góða menn.
En svo ég tali í aðeins meiri alvöru Óskar, þá bjargar þú ekki óviljugum.
Sorglegt en satt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 16:33
Heill; á ný, Ómar minn !
Ertu nokkuð; að misskilja mig, ágæti drengur ?
Með harðvítugum aðgerðum; á ég við, að ganga á milli bols og höfuðs, á Stjórnarráðs hyskinu !
Ég persónulega; hefi engu að tapa, úr því sem komið er - heldur; allt að vinna. Mandela karlinn; var svona álíka mél ráfa, og Ghandi gamli, á sinni tíð - og allt of friðsamir, blessaðir.
Ég tilheyri ekki; þeirri deildinni, Ómar minn.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 21:17
Nei, Óskar ég var ekki að misskilja þig.
Og ég nefndi þau mörk þar sem hyskið brýtur allar brýr að baki sér.
En markmið mitt er ekki valdaskipti, valdaskiptanna vegna. Markmiðið er grunnur af lífvænlegri framtíð. Gallinn við deilur með hnefum í dag, er sá, að það er svo stutt í allskonar gjöreyðingarhnappa. Búmm og rotturnar erfa landið.
Annar galli er að sá sem telur sig hafa rétt að beita hnefa, hann vill halda því vel og lengi áfram þó upphaflega tilefnið sé horfið. Félagi Cromwell er ágætt dæmi þar um. Ef þig langar í fæting, þá þarftu ekki annað en að mæta á írska krá, og minnast á kallinn, hann er ekki gleymdur.
En ef fólki er stillt upp við vegg og byssur aftökusveitarinnar blasa við, þá er um fátt annað að ræða, að vera fyrri til, að skjóta. Eða láta allavega hafa fyrir því að drepa sig.
Viðurkenni þann rétt, en hann er vandmeðfarinn.
Það er jú alltaf börnin mín og annað ágætis fólk sem fellur alltaf fyrst í mannvígum. Enda hafa allir blóðugir frelsarar verið steingeldir eða átt einhver afstyrmi sem hafa mátt missa sig, eða þannig. Smá alhæfing að hætti hússins.
En Óskar, ég hef rætt þessi mál áður, vil aðeins ítreka sem ég hef margsinnis rökstutt, það skal enginn vanmeta hörku friðarins manna.
Og bitrasta hefndin er ekki byssukúla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 21:31
Heill; sem fyrr, Austfirzki jöfur !
Þá; hefir þú, útskýrt vandlega, þitt viðhorf, þar um.
En; ég vil starfa, engu að síður (þrátt fyrir; mátt / eða máttleysi, penna andskotans - eða lyklaborðsins), á þeim sömu nótum, og bræður mínir;; Hvítliðar í Rússlandi - EOKA hreyfingin á Kýpur, svo og Síkhar í Kahlistan (Punjab; á Indlandi) gerðu, með ágætum árangri, þó svo, Rússland lenti undir hrammi þeirra Leníns, í liðlega sjötíu ár, Ómar minn.
Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri, og áður /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 21:40
Það er vegna þess að þig skortir hörkuna Óskar minn.
Þú velur þér lítinn mola til að méla, ég einset mér að fella kerfið sem þú og þínir hafa barist við um aldir.
Ekki það að mér takist það, mun ekki einu sinn ná að rispa það, en það er ekki vegna þess að mig skorti hörku, heldur mátt.
En forsenda þess að fella djöfulskapinn, er að draga fána að húni og leggja til atlögu við hann í opinni orrustu.
Ef enginn gerir það, þá nú gerir það enginn, og hann dafnar sem aldrei fyrr.
En hafi einhver viljann til þess, þá verður bardagi, aftur og aftur eftir því sem fleiri gera það, og hvað svo???
Nú það veit það enginn ef enginn gerir það.
Að lokum snýst þetta allt um hvar og hvernig við erum alin upp. Dani sem hefur aldrei séð neitt annað en hæð, finnst Himmnabjargið ógurlegast fjalla, en við sem erum aldir upp í skjóli fjalla, við ysta haf, við vitum betur.
En það er ósköp auðvelt að láta skjóta sig í klessu eða sprengja sig upp í tætlur, en það hefur ekkert upp úr sig, nema þá kannski hetjuljóð, spurðu Íra.
Að leggja út í óvinnandi orrustu, og ætla að sigra hana, það er ekki ávísun á hetjuljóð, eða skjót endalok í vonlausum bardaga, heldur er það fyrst og fremst bardagi við sjálfan sig, að gera það sem gera þarf á þeim forsendum sem hægt er. Og vinna með öðrum af því, líka þeim sem eru óalandi og óferjandi, en eiga sama óvin.
Og í mínum huga er þessi djöfulskapur óvinur næstum allra, en næstum allir gera sér ekki grein fyrir því sameiginlega, þeim finnst auðveldara að vera þeir sjálfir, og sjá það sem sundrar.
En sundurlyndisfjandinn er eitt sterkasta vopn þeirra djöfla sem hafa innleitt á ný vinnuskilyrði kolanáma 19. aldar þar sem konur og börn voru þrælkuð til dauðs.
Nei, Óskar, ég geri þeim djöflum ekki þann greiða að halda í vitlausa orrustu. En ég játa að það þarf að verja þjóðina, en sorglegt er það vegna þess að þá hefur hún ekki náð að þekkja sinn vitjunartíma.
Ég lít í austur (enda annað ekki hægt þegar ég stari út á hafið) og sé roða nýs dags við sjóndeildarhringinn.
Þó ég nái ekki til neins annars en að orða það, þá hefur sú sjón ekki verið til einskis.
Og ekki lakari kveðjur til baráttujaxla, en allar mínar fyrri voru.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 23:34
Heill og sæll; sem jafnan, Ómar !
Þakka þér fyrir; myndræn hughrifin.
Þó; okkur greini á um aðferðirnar, erum við þó sammála, í meginatriðum, Austfirðngur vísi.
En; kaffiboðið stendur, eigir þú leið, um Sunnlenzku flatneskjuna, ágæti drengur.
Með þeim sömu kveðjum; sem áður /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 23:50
Takk Óskar, þegar svar örvæntingarinnar er að berjast með hnefum, þá eiga leiðir okkar örugglega eftir að liggja saman.
En það eru engar hard fílings þó við séum ekki sammála um aðferðir, ég bý við þann ágæta eiginleika að hugsa hlutina á þann hátt að það er enginn sammála mér. Og er þá ekki komin forsenda orðræðu og skoðanaskipta???
Aðalatriðið er að vilja ekki þennan óskapnað, að hindra að hann móti mannlíf nýrrar aldar.
Ég vaknaði klukkan 7 í morgun til að setjast niður og móta pistla um landsbyggðarnöldur. Þjóðfundurinn gaf mér tilefni til þess, að sjálfsögðu sá ég ekkert gott við það Samfylkingaráróðursbragð, og lét vaða úr breiðsíðunni.
Og datt þá niður á eitthvað sem ég nennti að skrifa um af áhuga. Í allt of löngu máli. Ætla því að láta þetta standa næstu daga, nenni þessu þrasi ekki lengur. Þetta hefur ekkert upp á sig.
Nú er það bara aksjónin, hvenær sem hún kemur.
Heyrumst Óskar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2010 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.