Gagnsókn Samfylkingarinnar, aðeins aumingjalýður bíður eftir mat.

Eða hvers vegna skyldi þessi setning hafa slæðst með???

"Víða erlendis er talað um að það gangi í erfðir að vera á framfæri hins opinbera. "

Hvað samhengi er hérna á milli????

 

Lífskjör hafa versnað stórlega á síðustu tveimur árum, kjaraskerðingin gagnvart lífsnauðsynjum er á bilinu 30-40 %.

Vitað er að bætur duga ekki til framfærslu, bótaþegar þurfta að treysta á maka sinn eða ættingja, sé því ekki til að dreifa, þá er voðinn vís.

Þess vegna standa menn i biðröðum eftir mat, ekki vegna félagsskaparins, eða þeir hafi fengið þetta ástand í erfðir.

Svipaðar biðraðir voru andlit kreppunnar í Finnlandi 1990-1992 og allir hafa lesið Steinbeck.

 

Nema þeir sem eru þannig í innræti að þeir gefi annað í skyn, eins og reynt er að gera í þessari frétt.

Minnir á mútuféð á Ruv, fyrsta frétt þeirra um ástand atvinnulausra kom tæpum fjórum mánuðum eftir Hrun, og þá var rætt við konu í pels sem sagðist hálfpartinn skammast sín fyrir að þiggja atvinnuleysisbætur því þær væru hærri en lágmarkslaun.

Meiri var samúð mútufésins ekki með þeim sem höfðu misst vinnu sína. 

 

Ég vona að þessi framsetning í Morgunblaðinu hafi verið mistök, að mjúkmáll spunakokkur hafi gróðursett þessa framsetningu i huga blaðamannsins án þess að hann hafi áttað sig á að hann væri aðeins verkfæri.

Verkfæri við að gera fórnarlömb Hrunsins tortryggileg.

 

Því svona gerir ekki siðuð manneskja á neyðartímum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Matur í poka eða fjárstyrkur ?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hægt og bítandi skýrist sú hryllingsmynd sem dýrkendur Mammons hérlendis hafa skilið eftir sig á umliðnum árum. Pokamaturinn er eitt birtingarformið.

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 15:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.,

Ég held að þetta hafi ekki verið meiningin hjá yfiríhaldinu, og ekki hjá hinum almenna íhaldsmanni.

En dýrkendur Mammons skilja þessa slóð eftir sig, þeir eru langt komnir með að brjóta alla andstöðu á bak aftur, og þá er þetta bara byrjunin.

Það er styrjöld í gangi, hún hefur staðið yfir í nokkur ár.

Og óvinurinn er úr sama ranni og sá sem blómstraði í Þýskalandi á sínum tíma.

Og markmiðið er það sama, að afmennska heiminn.

Ég skráði mig sem sjálfboði í andspyrnuna i júní 2009, og hægt og bítandi hef ég séð fjölgun í liði hennar.

Þú ert alltaf velkominn Björn, okkar harmur er aðeins brot af heimsins harmi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Ég skráði mig sem sjálfboði í andspyrnuna i júní 2009, og hægt og bítandi hef ég séð fjölgun í liði hennar."

Skýra nánar?

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 15:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Þá lagðist ég út í bloggheimum og hef linnulítið ráðist gegn þeim öflum sem ætluðu að leggja skuldahlekki fjármagnseiganda á landsmenn.

Þessa árás útskýrði ég mjög vel með því að vitna í góða blaðagrein Michaels Hudsonar, prófessor við Columbíu háskóla, og setti hana í samhengi við atburði líðandi stundar.

Einhver pistillinn var svona.

"Minni á Hudson;

Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á hana á síðustu átta árum.

Ef við viljum ekki þessar afleiðingar, þá ræðum ekki um sveitastjórnarmál.  Við ræðum um byltingu.  Byltingu gegn fjórflokknum, byltingu gegn ægivaldi fjármagnseiganda og byltingu gegn þeim sjúklega hugsunarhætti hagfræðingahjarðar Íslands að kreppu eigi að leysa með mannslífum.

Ísland þarfnast nýs siðferðis þar sem Mannúð og Mennska eru ófrávíkjanleg krafa allrar efnahagsstjórnunar, ekki siðblinda og sjúkleg græðgi.

Þess vegna þarf að hrekja núverandi stjórn frá völdum, fá fólk til að stjórna landinu.

Eftir það mun aftur birta á ný. 

En núverandi stjórnarstefna mun leiða til borgarstyrjaldar.  Auðvaldið getur ekki endalaust komið skuldum sínum og klúðri yfir á saklausan almenning.

Þjóðin mun ekki sætta sig við ICEsave klafann.

Þjóðin mun ekki sætta sig við að lifa sem vinnudýr skjólstæðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þeir sem átta sig á þessu munu verða næstu leiðtogar þjóðarinnar."

En þú hefur örugglega lesið þetta allt saman Björn, og hrist höfuðið.

En það er þetta með andspyrnuliðið, sá félagsskapur er huglægur, og innskráningin er huglæg.  Þú þekkir þá á því að þeir blogga út frá málstað, ekki flokkum.  Og þeir mæta í mótmæli út frá hugsjónum, ekki flokkshagsmunum.

Og við erum útum allt, en því miður, of fá.

En ég er að spá í að stofna til byltingar, og funda í eldhúsinu heima hjá mér klukkan fimm á hverjum föstudegi.  Reikna með góðmennri mætingu.

Það er annað hvort það eða hætta þessu algjörlega, ég merkti við 20. nóv til að taka af skarið.

Og auðvita er öllum í sjálfsvald að gera slíkt hið sama.

Bara að láta ekki siðblinda Mammonsdýrkendur móta þjóðfélög 21. aldar.

Kveðja að austan.

Keðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband