Gott að láta fiskinn ekki deyja úr elli.

 

Og það er alveg hægt að auka veiði á þorski mikið, aðeins ef menn setjast niður og spá í að hringinn í kringum landið eru heimamið vannýtt.  Þó Hafró hafi hljótt um það þá er fiskur á grunnslóð ákaflega staðbundinn.

Þó kvótinn (smærri báta) leiti á Reykjanesið og Snæfellsnes  þar sem hagkvæmast er að ná í fiskinn miðað við verðmæti, þá syndir fiskurinn fyrir austan eða norðan ekki á eftir.

Hann deyr bara í rólegheitum, hlæjandi af heimsku mannanna.

 

En þó guð hafi gefið okkur vit til að nota það ekki í stjórnun fiskveiða, þá er gott að eitthvað vit sé hjá stjórnvöldum og lofsvert að það eigi að styðja við smærri byggðir.  Dugi þeim 300 tonn, þá er það vel.

En það má borða fisk.  

Í gamla daga borðaði fátækt fólk fisk, og karöflur.  Þess vegna dó enginn úr hor í fátæktarbasli kreppuáranna.

Í dag lifir fátækt fólk á núðlum og matarpokum.

 

Sér enginn samhengið??

Kveðja að austan.


mbl.is Líflína til Flateyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góðir punktar hjá þér í dag Ómar.

ég vil bæta við að hér í gósenlandinu noregi er hverjum sem er frjálst að draga fisk úr sjó fyrir sig og sína.. án kvóta.

Óskar Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 07:35

2 identicon

Góðir punktar.

Óskar: Það má hver sem er veiða fisk fyrir sig og sína á Íslandi líka

Finnur Smári Torfason (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 07:52

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alls ekki Finnur.. hvað gerist ef þú td færð lax á öngulinn á íslandi ? jú þú mátt ekki veiða hann..  Þú mátt hins vegar hirða hann í noregi því hann er veiddur í sjó ;)

Óskar Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 489
  • Sl. sólarhring: 695
  • Sl. viku: 6220
  • Frá upphafi: 1399388

Annað

  • Innlit í dag: 415
  • Innlit sl. viku: 5270
  • Gestir í dag: 382
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband