Neyðaróp frá Landsspítalanum.

 

Og þjóðin hlustar ekki.

Mömmur og ömmur þessa lands spá í jólagjafir, þær nenna ekki að mæta og tunna AGS úr landi. 

Fái barnið eða barnabarnið alvarlegan sjúkdóm, þá mæta þær niður á Landsspítala, eins og þær hafa alltaf gert.

En þetta neyðaróp, er það síðasta sem mun heyrast áður en enginn tekur á móti sjúklingnum.

Því það er engin læknishjálp án starfsfólks.

 

En það er læknishjálp án jólagjafa, eða jólagjafa sem eru keyptar eftir að AGS fer úr landi.  

Fólk sér ekki samhengið, það heldur að allt sé lagi fyrst að múutfé ESB segir að svo sé.

Þó fólk kæmi að drukknandi samborgara sínum, þá myndi það yppta öxlum, mútuféð hafði ekki sagt því að hann væri að drukkna.

 

Starfsfólk Landspítalans er að drukkna, það er að kikna undan vinnuálagi.

Og það er að gefast upp.

 

En mömmur og ömmur þessa lands mæta á kvennafrídaginn þó hér sé jafnrétti eins og það gerist best í heiminum.  En þær mæta ekki til að vernda líf og limi barna sinna.

Það er svo púkó.

 

Og þær hundsa neyðaróp starfsfólks Landspítalans.

Kveðja að austan.


mbl.is Telja velferð starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Starfsfólk Landspítalans á alla okkar samúð.  Og hefur átt lengi.

En mér finnst afar óréttlátt að úthrópa okkur mömmur og ömmur þessa lands í þessu samhengi.

Kveðja austur.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Finnst þér það Sigrún.

Hvert ætlar þú með bráðveikt barn þitt???

Niður á Austurvöll á kvennafrídaginn og láta það hlusta á bull um  að laun kvenna séu 76%  af launum  karla.

Þó þú skilur það ekki, og þó mæður og ömmur þessa lands skilja það ekki, þá snýst baráttan við AGS um líf og dauða.

Líf og dauða barna okkar.

Mótmælin á fimmtudaginn sýna að mæðrum þessa lands er slétt sama.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 07:41

3 identicon

Já, mér finnst það.

Ég get ekki svarað fyrir kynsystur mínar frekar en þú fyrir þína bræður.  Hef ekki mætt á mótmæli fyrr né síðar og stormaði ekki í bæinn á kvennafrídaginn.  Ímynda mér þó að fjöldi kvenna þá helgist af skilningi vinnuveitenda og fjölskyldna þann eina dag.  Það er nefnilega þannig hjá konum.

Starfsfólk Landspítalans eru hetjur sem hafa unnið verk sín í hljóði og hlaupið hraðar og hraðar udanfarin ár.  Jafnvel fyrir kreppu. 

Þó það sé leitt að segja það þá þá hefðu þau sjálf mátt berja í borðið fyrr til að standa með sjálfum sér og sjúklingum sínum, ungum sem öldum.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 08:12

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er merkileg staðreynd að þegar birtist frétt t.d. vegna atburðar eða um ræðu um m.a. bráðamóttökuna þá tekur enginn undir þótt sagt sé frá frábæru starfi þess fólks. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft á aðstoð þeirrar deildar að halda - ég hef notað tækifærið og sagt frá slíku þegar eitthvað hefur birst um deildina - Enginn hefur séð ástæðu til þess að taka undir né koma á framfæri þakklæti til þessa fólks hér á blogginu.

Hinsvegar er fólk fljótt að setja fram langar hugleiðingar um ómerkilegri hluti.

Heilbrigðisstarfsmenn á Suðurnesjum mættu á Austurvöll um daginn - ég held að ég hafi verið einn um það af borgarbúum að mæta þar með þeim.

Sigrún - þið gapið margar vegna mismununar - HJÚKRUNARFRÆÐINGAR - SJÚKRALIÐAR - yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru konur -

Hvar voru þær tugþúsundi sem mættu á kvennafrídaginn?  

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.11.2010 kl. 09:29

5 identicon

Ja hérna strákar.

Er þetta nú allt orðið okkur að kenna? Allavega virðist kvennafrídagurinn hafa pirrað ykkur eitthvað.  Held reyndar að sú góða mæting þá hafi ekki síður helgast af samstöðu kvenna vegna ástandsins í þjóðfélaginu en að vekja athygli á launamun karla og kvenna. 

Ég er allavega ekki mest "gapandi" yfir þeirri mismunun þessa dagana- það gerist hægt og bítandi.  Það er annað sem brennur á okkur.

Tek undir með ykkur báðum með að ástandið í heilbrigðismálum þjóðarinnar er skelfilegt og komið á hættustig.  Og uggvænlegt að vera með heilbrigðisráðherra hvers aðal kosningaloforð var að beita sér fyrir því að frítt yrði í Hvalfjarðargöngin.

Ég skil ekki af hverju þarf að hlaupa eftir AGS með að leiðrétta hrun fjármálakerfis þjóðar á korteri.  Af hverju þarf að þrautpína landann í stað þess að leyfa þessu að gerast á lengri tíma.

Ekki síður þá óráðsíu að vera að þessu ESB brölti einmitt núna.  Áherslurnar eru gjörsamlega óskiljanlegar hjá þessari ríkisstjórn.

Já, við ættum öll að vera duglegri við að mæta á mótmæli, bæði konur og karlar og hlusta ekki á þá sem reyna að tala þau niður.   Verð að viðurkenna að það hefur truflað mig og ég hef fundið til mikils vanmáttar.

En nú skal ég "manna" mig upp og vonandi þið hin líka!

Sigrún G. (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 10:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigrún.

Þegar pistill er skrifaður á forsendum alhæfingarinnar þá er ljóst að aðstæður og forsendur einstaklingsins eru mismunandi.

En meginlínurnar tala sínu máli, 300 manns, konur og karlar mættu á Austurvöll til að tunna leppa AGS en var ekki 55.000 konur niður í bæ til að fagna kvennabaráttunni eða eitthvað. 

Hlálegt í ljósi þess að fyrstu spor velferðarkerfisins voru einmitt ávöxtur fyrstu kvennabaráttunnar sem var framboðið til borgarstjórnar um aldamótin 1900.  

Hlálegt vegna þess að AGS er ekki að leiðrétta hrun fjármálakerfisins, það er að koma skuldum þess á almenning og þegar þær skuldir eru greiddar, þá er ekkert eftir í velferðarkerfið, ekkert.

Allt vitiborið fólk ætti að skilja hvað 60% greiðsluhlutfall þýðir.  Og þegar ógnir blasa við þá ætti það líka að hafa kynnt sér önnur þekkt dæmi af fórnarlömbum sjóðsins, og þá vissi það að þessi 60% er spá, sama spá og var í Argentínu.

En óráð sjóðsins þau magna kreppur, þess vegna fór þetta hlutfall í raunveruleikanum upp í 70% og þegar sjóðurinn krafðist að yfir 80% af tekjum ríkisins færi í vexti og afborganir þá gerði þjóðin uppreisn.

En þá var búið að valda þjóðinni ómældum skaða.

Sami skaði mun verða hérna.

Og það er konur börn, gamalmenni, sjúkir, fatlaðir sem eru fyrstu og mestu fórnarlömb svona óhæfu.

Þess vegna spyr ég um ömmur og mömmur þessa lands.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 11:16

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigrún  ekki að kenna - þú snýrð útúr - kanski vegna slæmrar samvisku-

en hversvegna sýnir almenningur - konur OG KARLAR þessum stéttum ekki stuðning?

Ekki einu sinni í orði í bloggum - þaðan af síður með því að mæta í einu mótmælin sem ég veit til að heilbrigðisstarfsmenn hafi haft uppi í Reykjavík.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.11.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband