5.11.2010 | 17:30
Loksins afhjúpaði heimskan sig.
Hafi Magnús Schram þökk fyrir.
Og mikill er máttur heimskunnar að það skuli finnast fólk sem trúir henni.
Magnús segir tvennt, bæði er lygi, nei annars, hann trúir þessu sjálfur, svo við skulum kalla hann heimskan og það sem hann segir, e.. ekki heimsku, hún nær ekki yfir það, fáráð???, veit ekki??, er jörðin flöt???, nei það dugar ekki til.
Segjum að það sem Magnús greyið sagði hafi verið viðlíka eins og segja að það sé ekki kreppa í heiminum, og því geti Ísland borgað ICEsave með framtíðar hagvexti vegna aukningar á útflutningi, einkaneyslu (ha, ha, skulir hvað er nú það?) og bjartsýni.
En það sem Magnús sagði er,
1. Að samstarfið við AGS hafi verið forsenda gjaldeyrishaftanna án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum.
2. "Ekki voru til fjármunir til að standa skil á háum erlendum skuldbindingum".
Jæja, ekki veit ég hvort mútufé ESB hafi náð til Moggans, hélt að Davíð væri eldveggur gegn því, en ef ekki kemur frétt í næsta tölublaði um þessa afhjúpun Magnúsar á þeirri innilegri heimsku sem skýrir helstefnu ríkisstjórnarinnar gegn íbúum þessa lands, þá er ljóst að Mogginn hefur gengið fyrir björg.
Í það fyrsta, þá er Ísland sjálfstætt ríki, og getur gripið til gjaldeyrishafta ef það telur þörf á.
Magnús greyið er örugglega að vitna í EES samningin, en þar er hvergi skuldbinding um að Ísland grípi ekki til gjaldeyrishafta ef þörf krefur.
Hins vegar í EES samningnum eru skýr ákvæði um neyðarréttar þjóða til að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að hindra þrot þeirra eða aðra skerðingu á sjálfstæði. Hef oft vitnað í þetta ákvæði, það hafa Verðir Íslands, þeir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal líka gert.
Ísland eins og önnur EES ríki getur gripið til gjaldeyrishafta án þess að selja þjóðina í þrældóm AGS. Um þetta er ekki hægt að rífast, enda er það ekki gert. Heimskir menn bulla aðeins í trausti þess að mútufé ESB svæfi staðreyndir og skyggi ekki á bull þeirra.
Í öðru lagi, hvaða háu erlendar skuldbindingar voru að falla haustið 2008???
Þó fjölmiðlamenn séu allir í réttum ESB, þó eru þeir ekki svo heimskir að geta ekki spurt þessarar spurningar.
Eða er það innifalið í mútum þeirra að mega ekki spyrja um rökstuðning þeirra sem vilja þrælka þjóð sína??'
Til upplýsingar þá voru þær engar. Íslenska ríkið var því sem næst skuldlaust við útlönd. Seðlabankinn skuldaði hinsvegar stóra lánið sitt, en átti gjaldeyri á móti, og þetta stóra lán kemur til gjalddaga árið 2012.
Hvernig getur þingmaður logið svona án þess að vera hýddur opinberlega????
Hvaða ómennska hefur gripið um sig á fjölmiðlum að það er hægt að segja hvað sem er, miklu heimskulegra en að jörðin sé flöt, án þess að þeir leiðrétti lygina???
Má ljúga öllu ef það felur í sér matarbiðraðir, hreppaflutning aldraðra frá heimabyggð, lokun sjúkrahúsþjónustu sem tók áratugi að byggja upp, eyðileggingu þjónustu við fatlaða og sultarkjör öryrkja??
Þá spyr ég, á enginn fjölmiðlamaður móðir eða ömmu???
Hví láta þær börn sín og barnabörn vinna með illskunni í að eyðileggja land okkar. Finnst þeim alltí lagi að börn þeirra og barnabörn baði sig upp úr mútufé ESB þó það sé kostnað þess að stjórnarþingmenn geti logið öllu, bara ef það hentar þeim sem ætla að þrælka þjóð sína???
Hvar er æran, hvar er heiðurinn??
Hvar er allt það góða sem þær kenndu börnum sínum???
Var það aðeins innan gæsalappa, að ef þau sjálf græddu á eymd og þjáningu, að ef þau þægu mútur fyrir að láta Samfylkinguna ljúga, að þá væri alltí lagi að breyta rangt??'
Ég spyr vegna þess að mér ofbýður að umræða á Íslandi er á því plani að það sé hægt að ljúga hverju sem er, bara ef það hentar ESB og AGS.
Þetta aumingja mútufé hefur ekki hlustað á gömlu konuna á Vopnafirði í dag. Konuna sem AGS segir að eigi að flytjast hreppaflutningum.
Það hefur ekki hlustað á bæjarfulltrúa Neskaupstaðar sem spurðu af hverju ekkert væri gert þrátt fyrir að peningur væri til. Eiga fleiri að farast????
Þetta auma mútufé, sem greinilega líka hefur náð að dafna á Morgunblaðinu, það hlustar aðeins á eitt.
Lygar, blekkingar, rangfærslur.
Bara ef það réttlætir þá kúgun sem samborgarar þeirra þurfa að þola.
Og þetta eru samlandar okkar.
Kveðja að austan.
Án hafta hefði kreppan orðið dýpri" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1219
- Sl. sólarhring: 1249
- Sl. viku: 4538
- Frá upphafi: 1393134
Annað
- Innlit í dag: 1041
- Innlit sl. viku: 3835
- Gestir í dag: 907
- IP-tölur í dag: 851
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill eins og helst er að vænta frá reiðu fólki. Ég er sammála þessu. Pólitískir vindhanar hafa allt of lengi tamið sér ódýra lygi í trausti þess að fólk trúi því sem kemur frá stjórnmálamönnum.
Og hafa komist upp með það.
Árni Gunnarsson, 5.11.2010 kl. 23:53
Blessaður Árni.
Hvernig dettur þér það í hug að ég sé reiður??
Það ætti nú að vera ljóst þegar uppsetning hans, og allflestra annarra pistla hjá mér þessa daganna, er skoðuð, að ég er að tjá botnlausa fyrirlitningu. Og kannski skín í gegn smásárindi yfir að fólki er sléttsama hvað er verið að gera því, annars væri ekki verið að gera þetta.
En ef ég væri reiður, þá rennur nógu mikið af frönsku skútublóði í mér til að ég viti hvað er gert við kvislinga og aðra þá sem vinna með erlendum öflum að kúgun lands og þjóðar.
Ég kann alveg söguna um frjálsa Frakka og frjálsa Norðmenn.
Og hvað þeir gerðu.
En ég er ekki reiður, set mörkin við bein svik í ICEsave.
Gangi það eftir þá hafa stjórnvöld sagt sig úr lögum við land og þjóð. Og eiga þá meira en fyrirlitningu fólks skilið.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.