5.11.2010 | 15:55
Ætlar Jóhanna að biðja um vernd gagnvart hryðjuverkahótunum breta???
Hún hefur jú ekki afl til að þvinga þjóð sína að ganga að skilmálum þeirra.
Hún getur ekki, þrátt fyrir ítrekaðan vilja í þá átt, gefist upp fyrir hótunum þeirra, ekki frekar en Bush forseti gat gefist upp fyrir Laden þó hann hótaði að sprengja upp fleiri turna.
Bush vissi sem er að þó Turnar séu dýrir og mannslíf verðmæt, þá er ekki hægt að láta að kröfum hryðjuverkamanna þó þeir hóti frekari árásum.
Og hann fékk Nató til liðs við sig.
Núna hefur Össur upplýst að ný hryðjuverkaárás breta sé í undirbúningi, og að hann ætli sér að gefast upp fyrir henni fyrir árslok. Því Össur er hræddur, kjarklaus gunga.
Jóhanna er kjarnakvennmaður eins og hún sýndi í gær þegar hún ögraði stjórnarandstöðunni og bað hana um að gera betur.
"Komið þið ef þið þorið" sagði hún.
Sem er bein þýðing á orðum Bush, "let them come if they dare".
Og Bush fór síðan til Nató og fékk aðstoð.
Er Jóhanna að leika sama leikinn???
Hefur hún fengið nóg af sífeldum kúgunum breta og Evrópusambandsins???
Ætlar hún að minna Nató á það ákvæði stofnsáttmála bandalagsins að árás á eitt ríki, að það er árás á þau öll????
Kannski ætlar Jóhanna eftir allt saman að vera nöfnubetrungur.
Þá mega fjárkúgarar allra landa vara sig.
Kveðja að austan.
Rætt um leiðtogafund NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.