5.11.2010 | 11:28
Við rænum þig.
Það er ekki persónulegt.
Svo hjálpum við þér að borga.
Er það sanngjarnt??
Hvað segir sagan???
Á plantekrum Ameríku þá dóu þrælar ef þeir fengu ekki að éta, og reyndar klæði og húsaskjól. Restin fór í vasa þrælaeigandans.
Ef Arionbanki semur ekki, hvað gerir fólk þá??
Það er gert upp, það missir allt sitt.
Sem þýðir að það hættir að borga af skuld sinni.
Hver borgar þá????
Nýr skuldaþræll???
Í gamla dag voru þeir sóttir til Afríku en í dag bannar Schengen það.
Svo, Arion semur enda segja allir hundrað og eitthvað hagfræðingar bankans, að það sé skynsamlegt.
Þú gerir skuldaþrælnum kleyft að lifa þó hann borgi.
Það fyndna er að til er fólk á Íslandi, sem segir að þessi heilbrigða skynsemi þrælaeigandans, sé aðstoð við skuldara.
Og þessi heilbrigða skynsemi, er grunnstefna Sjálfstæðisflokksins undir forystu Péturs Blöndal, Samfylkingarinnar og VinstriGrænna.
En siðaða fólk segir að rán og skuldaþrældómur sé andstætt kristnum lífsviðhorfum, jafnvel þó biskup Íslands og Vigdís Finnbogadóttir blessi það.
Það segir að kristin manneskja krefjist réttlætis og krefjist skuldaleiðréttingar.
Eftir stendur hvernig þetta fólk getur stutt Sjálfstæðisflokkinn, og skuldaþrældómsstefnu hans.
Bót er í máli að það styður ekki hina Norrænu þrælastjórn.
En er það nóg, að styðja þann næstversta, og telja sig hólpinn????
Hvað með réttlæti og mannúð???
Hvað með heilbrigða skynsemi í efnahagsmálum???
Hvað með það að vera manneskja???
Skiptir ekkert af þessu máli????
Kveðja að austan.
Hafa aðstoðað 14 þúsund viðskiptavini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður félagi.
Þetta er akkúrat ástæða þess að ég hætti að styðja við bakið á þrælahöldurunum fyrir ca. 18-20 mánuðum. Ég tók þá ákvörðun eftir að hafa móttekið bréf frá glæpabankanum sem innihélt hvað mikið hefði tapast af mínum aurum sem glæpahyskið tók úr ríkisskuldabréfum og setti í einhverja brasksjóði án minnar heimildar. Skýringin sem ég fékk var að "við töldum að þú fengir betri ávöxtun" en semsagt ég ákvað að þar sem minn gamli viðskiptabanki í 37 ár ákveður að hneppa mig í 4. til 5 ára vinnuþrælkun (sá tími sem tekur að ná tapinu til baka) og fólkið sem "vinnur" þarna hefur ekki enn beðist afsökunar þá fá þrælahaldararnir ekki krónu meir frá mér. Mín siðferðiskennd sem var þó ekki á háu plani fyrir segir mér einfaldlega að á meðan mínir aurar liggja, fara í gegn um þennan banka er ég að hjálpa til við þrælahaldið og það get ég ekki.
Kær kveðja
Umrenningur, 5.11.2010 kl. 14:03
Blessaður Umrenningur góður.
Nákvæmlega, þeir sem stálu, þeir þrælka í dag.
Og geta það vegna þess að fólk sér ekki samhengið.
Í siðuðu þjóðfélagi skynsams fólks, þá værum við að ræða hvort Pétur ætti að vera á Hrauninu, eða hvort við ættum að fyrirgefa honum.
En á Íslandi, þá dugar þessum Hrunsmið að tala um ríkið, skera niður, og eitthvað annað sem trúgjarnir íhaldsmenn gleypa við eins og nýju neti.
Og hann er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Leiðtogi um þjóðarsátt um rán.
Sem þú lýstir svo vel að kæmi ekki til greina að þinni hálfu.
Og þá er það að sjá samhengið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2010 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.