5.11.2010 | 11:05
Þú gefur fólki arsenik og þú ert hissa á að það deyr!!
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki hissa, hann hefur langa reynslu í að drepa niður þjóðir.
Og láta síðan alþjóðlega siðblindingja hirða verðmæti úr nánum. Í fátækum löndum er illskan á það háu stigi að fólk þarf að borga fyrir vatn, en ekki hefur nýfrjálshyggja illskunnar getað ennþá sett mæli á andrúmsloft, en það er í vinnslu.
En á Íslandi trúa menn ekki að það sem gerist annars staðar, að það gerist á Íslandi.
Við fáum tölur að forsenda framtíðar, hafi Seðlabankinn drepið af fyrirskipun AGS. Við trúum á draugasögur og að þetta hljóti að vera núverandi ritstjóra Morgunblaðsins að kenna. Hann var jú á móti AGS, og þess vegna er AGS bjargræðissjóður.
Þó þekkir heimsbyggðin náinn þar sem sjóðurinn hefur farið yfir með sitt arsenik.
En þar sem Davíðstrú okkar er sterk, þá trúum við því líka að það sé ritstjóra Morgunblaðsins að kenna, þó eru elstu hryllingssögurnar það gamlar að Davíð var ennþá borgarstjóri.
En þetta er samt honum að kenna.
Hann er maðurinn sem laug að arsenik sé ekki gott við kvefi.
Þess vegna var höfuðkrafa byltingarinnar að losna við þennan skottulækni, að fá alvöru lækni sem hlýðir AGS og gefur arsenik við kvefi.
Og nú er byltingin kát, helvítið hann Davíð á Mogganum og arsenikið, hávaxtastefna AGS, hefur þegar haft í för með sér minnstu fjárfestingu frá stríðstímum.
En það er alltí lagi, hið alþjóðlega auðvald, hin sanna björgunarsveit heims, býður eftir að eignast orkuauðlindir landsins, og þá verður nú vinna maðurinn minn.
En stóra spurningin er eftir, til hvers heimtuðum við sjálfstæði okkar frá Dönum???
Var það svo við yrðum láglaunavinnuafl álauðhringa?????
Og þeir yrðu hinir nýju guðir landsins???'
Veit ekki en tölurnar tala sínu máli.
Vextirnir og skuldahítin sjúga allan þrótt úr hagkerfinu.
Mútuþegar auðmanna, þessir sem fengu alla styrkina í prófkjörum sínum, þeir segja að þetta sé allt í lagi, að Alcan og Tinto og Centuryum koma með sitt björgunarfé.
Og við trúum, alveg eins og við trúðum þeim á árunum 2004-2008.
En það er satt, að arsenik lagar ekki kvef.
Að AGS brýtur niður hagkerfi og lífskjör.
Að auðhringir eru ekki björgunarfélög.
Og það eina sem hrundi haustið 2008 var fjármálakerfið, og heilbrigð skynsemi.
Ef heilbrigð skynsemi hefði lifað af, þá værum við ekki að ræða að byggja upp atvinnulífið. Þá vissum við að atvinnulífið hrundi ekki þó glerturnar hefðu hrunið.
Við vissum sem er, að það eina sem við þyrftum að gera væri að takast á við skuldahítina og skapa almenn skilyrði fyrir fólk, fénað og fyrirtæki til að vaxa og dafna.
Við þyrftum bara að hætta að hlusta á þekkta auðleppa og lygara.
Og hlusta á okkur sjálf.
Kveðja að austan.
Fjárfesting ekki minni frá stríðslokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 621
- Sl. viku: 5594
- Frá upphafi: 1399533
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 4772
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.