4.11.2010 | 14:42
Tunnum okkur inn í framtíðina.
En AGS út í buskann.
Annað hvort taka stjórnvöld stöðu með hagsmunum lifandi fólks, eða dauðu fjármagni.
Látum ekki mútufé ESB villa okkur sýn.
Það var ekki íslenskt þjóðfélag sem hrundi haustið 2008, það var fjármálakerfi auðmanna.
Í dag er verið að endurreisa þetta kerfi með lífi og limum samborgara okkar í bókstaflegum skilningi.
Við erum ekki siðblind, við erum manneskjur sem látum okkur örlög náungans varða.
Mætum á Austurvöll og tunnum þjóðfélag okkar til baka.
Auðræningjar mega finna sér ný fórnarlömb.
Við verjumst.
Kveðja að austan.
Mótmælt við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 379
- Sl. sólarhring: 716
- Sl. viku: 5963
- Frá upphafi: 1399902
Annað
- Innlit í dag: 339
- Innlit sl. viku: 5103
- Gestir í dag: 331
- IP-tölur í dag: 329
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur bardagi frá austurlandi kveðja að norðan.
Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 15:35
Takk Sigurður, en þið voruð flottust.
Þó eitthvað hafi vantað á magnið, þá voru gæðin flott.
Tími Jóhönnu var bara ekki kominn, en hann mun koma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 19:59
Hún byrsti sig í ræðustóli í kvöld, smá tákn.
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2010 kl. 01:21
Blessuð Helga.
Já, og hefur reyndar rétt fyrir sér að einu leyti, að tunnurnar vilja hina út líka. Flott hjá henni að biðja um vantraust, og verði henni að ósk sinni.
Ásamt kæru fyrir landráð í ICEsave.
En aðrir þingmenn eru samsekir, hinn meinti ágreiningur er um vexti.
Það er ótrúlegt að fólk haldi að vegna þess að það er þingmenn og ráðherrar, þá geti það brota lög, stutt fjárkúganir og afsalað þjóðinni skatttekjum, þvert á skýr fyrirmæli stjórnarskrárinnar.
Ef Hreyfingin hefði dug, þá hefði hún bæði látið lögin hreinsa út Alþingi og neyð heimilanna. Það vantar Churchil í þetta fólk, viljann til að berjast með heygöflum og berum hnefum gegn ofureflinu, og þess vegna tengja margir þau við hina, að þetta sé allt sama tóbakið.
Sem er sorglegt því um heilnæm fjallagrös er að ræða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2010 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.