3.11.2010 | 22:39
Svo sorglega satt er allt sem Þór segir.
Að ég hef engu við að bæta.
Eftir að svikasamningur Svavars, sem var hrein landráð samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins, þegar framtíðartekjur og eignir þjóðarinnar voru settar uppí pant á greiðslu skulda Björgólfs og Björgólfs við breska innlánstryggingasjóðinn, sökum bágs fjárhags þarlendra, þá hefur markmið þessa bloggs aðeins verið eitt, að koma landráðunum frá völdum.
Og í því stríði hefur allt sem frá stjórnvöldum komið verið lagt út á versta veg, sem því miður hefur oftast verð eini vegurinn. Það er, ekki hefur verið hægt að sjá neina bætifláka fyrir stjórn sem tekur dautt fjármagn fram yfir lifandi fólk, lifandi fólk sem svo vill til er samlandar þess.
En ég hef reynt, lesendur þessa bloggs eru til vitnis um það að ég hef reynt.
En ég hef ekkert við þessa lýsingu Þórs að bæta, hún er svo sárgrætilega sönn. Og segir allt sem segja þarf um fólk sem í hjarta sínu vissi allan tímann að stefna þess væri röng, þó aðstæður hafi hrakið það í þau hjólför sem það var í.
En sama hvað hver segir, þá eru bæði Jóhanna og Steingrímur hugsjónafólk sem vill þjóð sinni vel. Og hrakfarir þeirra sanna að viljinn bælir ekki eðlið til lengdar.
Þú felur ekki góðu fólki að fremja óhæfuverk, það klúðrar því.
Eins og það var sniðug brella hjá auðræningjum og siðblindum peningaöflum að fá hrekklausa vinstrimenn til að hlutlausa byltingu almennings og skapa þar með þeim tækifæri á algjöri undirokun þjóðarinnar með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá hitti hún fyrir skapara sinn.
Að lokum.
Klúður hinna íslensku félagshyggjumanna er slíkt, að AGS mun hrekjast úr landi, og fólk mun aftur verða í forgang endurreisnar landsins.
Peningaöflin gátu samt alveg sagt sér þetta, það vita jú allir strákar hvernig fór fyrir Svarhöfða, þegar á reyndi þá drap hann hinn illa keisara og endurheimti þar með sálu sína.
Og á næstu vikum munu þau sjá nútímaútgáfuna á þeim endalokum.
Það var of seint hjá þeim að tefla Sjálfstæðisflokknum fram, hann er ekki heldur illur í eðli sínu þó Pétur Blöndal sé foringi hans í augnablikinu.
Hann mun falla með keisara sínu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líkt og önnur illmenni sagnanna.
Því íhaldsfólk er gott fólk, það lætur ekki börn sín svelta eins og sumir eru frægir fyrir. Vissulega er íhaldsfólk svag fyrir klisjum en þegar á reynir man það uppruna flokks síns og arfleið sinna stóru formanna.
Þess vegna mun þessi harmleikur enda vel.
Og allir munu fallast í faðma að lokum.
Svo sagði ..... mér.
Kveðja að austan.
Leiksýning Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert góður penni hafðu þökk fyrir.
Sigurður Haraldsson, 3.11.2010 kl. 23:12
Takk Sigurður, það er skömm að halda því fram að ég hafi slegið í gegn í dag. Hitinn er annars staðar en hér á Moggablogginu.
Reyndi þó mitt besta.
Gangi ykkur vel á morgun.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 23:39
Veit ekki um það en hér er ég talsvert áberandi allavega.
Sigurður Haraldsson, 3.11.2010 kl. 23:48
Já, ekki getum við kvartað yfir því ICesave drápararnir, þú í 2. sæti og ég í 5 (í dag).
Það sem ég átti við að það er næstum alveg sama hvað maður segir, viðbrögðin eru engin. Dagana fyrri næstum því Útburðinn, þá var allt logandi, það var það sem ég átti við.
Og ég sé ekki mikið líf á öðrum síðum, er þetta lognið undan storminum????
Tími aðgerðanna runninn upp????
Eða hitinn annars staðar??
Hann er allavega ekki hjá mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:03
Vonandi Ómar, bara vonandi er fólk komið með upp í kok af umræðu og er tilbúið í aðgerðir.
Mætum á morgun, og vonandi munu mótmælin þróast þannig að þing verði kallað af og stjórnin segi af sér. Forsetinn getur þá sett á neyðarstjórn, og megi allt sem honum er heilagt forða honum frá því að velja fólk sem vinnur gegn hagsmunum almennings, því að fólkið er búið að bíða í 2 ár og það er komið með upp í kok.
Tómas Waagfjörð, 4.11.2010 kl. 00:14
Vonum það Tómas, vonum það.
Ég hef reynt mitt besta við að hía á keisarann, sýnt fólki fram á að það er hægt að kalla hlutina réttum nöfnum án þess að þurfa óttast gagnsókn stjórnarsnata, þeir eiga engin rök í málinu greyin.
En orð skapa jarðveg, en jarðveg þarf að yrkja til að uppskera.
Sjáum til á morgun, hugurinn minn verður á Austurvelli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:32
Ómar, gat ekki þagað, en ég er löngu hætt að halda að Jóhanna og Steingrímur vilji þjóðinni vel. Finnst það alls ekki, alls ekki. Held þeim sé nákvæmlega sama um okkur og vilji komast í sögubækur. Fyrir hvað veit ég ekki. Það er ömurlegt hvað þeim tókst að blekkja okkur og loks svíkja.
Elle_, 5.11.2010 kl. 22:41
Blessuð Elle.
Jú Elle, inn við beinið, inn við beinið.
Annars fannst mér þessi kenning ekki verri en hver önnur í að útskýra aulaháttinn.
Og tjá vissu mína að það fyndist ekkert illmenni til að framkvæma það sem AGS ætlar okkur.
Þó menn séu í biðröðum til þess, samber hinar frómu óskir Sjálfstæðisflokksins um að komast til valda á forsendum AGS, þá kikna þeir allir þegar á hólminn er komið.
Fyrirlitning samborgara þeirra er um megn.
Og ef þú spáir aðeins í það Elle, þá var ég nú aðallega að tjá þessa fyrirlitningu, í þessum, þeim sem kom á undan, og þeim sem kom á eftir.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 6.11.2010 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.