3.11.2010 | 22:14
Lífið getur verið styttra en ferðin suður!!!!
En tryggð VinstriGrænna og Samfylkingarfólks við ómennsku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er meiri en við lífið sjálft.
Vaxtagreiðslur ríkissjóðs á þessu ári voru 70 milljarðar vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur fjármagn fram yfir fólk.
Hefðu Íslendingar verið sjálfstæðir, ef alvöru félagshyggjufólk hefði stjórnað og viðhaft sömu vaxtastefnu og í hinu stórskulduga Bretlandi, þá hefðu þessir vextir verið innan við 20 milljarða.
Bara á einu ári þá hefði sparnaður mennskunnar, að taka fólk fram yfir fjármagn skjólstæðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, erlenda krónubréfaeigendur, verið um 50 milljarðar.
Það er áætlaður niðurskurður heilbrigðiskerfisins í 10 ár.
En kjósendur VinstriGrænna og Samfylkingarinnar á Norðurlandi Vestra taka erlenda krónubréfaeigendur fram yfir líf barna sinna.
Já, og völd flokksforingja sinna.
Svo má ekki gleyma því ef grasrót almennings, allra nema kjósenda VinstriGrænna og Samfylkingarinnar, hefði ekki gert uppreisn gegn ICEsave samningum Svavars Gestssonar, þá hefðu vaxtagreiðslur ríkissjóðs verið 140 milljarðar í stað 70 milljarða.
Og þá hefðu við ekki bara verið að tala um afnám sjúkrahúsþjónustu, heilsugæslan hefði líka lagst af.
Vegna þess að kjósendur VinstriGrænna og Samfylkingarinnar taka hagsmuni breska ríkissjóðsins fram yfir líf samborga sinna.
Já, og völd flokksforingja sinna.
Samt er sannað að þeir hafa ekki þegið mútufé ESB, það fór til Ruv og háskólans.
Spurningin er, hvað rekur þetta fólk áfram??'
Hatur á Sjálfstæðisflokknum???
Almenn sjálfseyðingarhvöt???
Hvernig er hægt að skýra hið óskiljanlega????
Sá sem getur útskýrt af hverju kjósendur VinstriGrænna og Samfylkingarinnar taka dautt fjármagn fram yfir lifandi fólk, fram yfir líf og limi barna sinna og barnabarna, hann getur leyst vanda heimsins.
Því hann hlýtur að ráða yfir óendanlegri visku.
Ég ræð ekki yfir henni.
Læt mér nægja að benda á að líf okkar getur verið styttra en ferðin suður.
Kveðja að austan.
Ráðherra treysti sér ekki í ófærðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2010 kl. 00:33 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
held að jón og séra jón eigi hér vel við !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:28
Langt og illskiljanlegt bull. Amen
Bjarki (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:33
Takk fyrir innlitið félagar.
Bjarki þú ert hetja að lesa það og einn daginn mun amma þín kenna þér að skilja það.
Sannaðu til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 22:41
Svo á að taka mig á teppið fyrir að tjá mig um þessi mál á opinberum vettvangi:
http://gebbo.blog.is/blog/gebbo/entry/1104670/
http://gebbo.blog.is/blog/gebbo/entry/1111473/
Bestu kveðjur
Gísli Birgir Ómarsson, 3.11.2010 kl. 23:01
Mikið asskoti ertu hvass núna. Takk fyrir það.
Kveðja austur.
Umrenningur, 4.11.2010 kl. 00:12
Blessaður Gísli.
Það er ekki sama, Jón og Séra Jón.
En hafðu þökk fyrir vörn þína.
Það þarf alltaf einhver að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:36
Blessaður Umrenningur.
Það hefur bara vantað rétta tækifærið, fréttin segir allt sem ég sagði, ég þýddi hana aðeins yfir á mannamál.
Og svo fékk ég annað tækifæri upp í hendurnar í næstu frétt, mikið er lýsing Þór Saari raunsönn.
Hún á eftir að standa í mútufénu.
Og hún fékk mig til að hlæja í fyrsta skiptið í dag, og ég losnaði líka við flensuskítinn sem hefur hrjáð mig núna í rúma viku, þessi törn átti aldrei að vera, ég held að bakið hafi nálgast vissan vendipunkt núna í haust, og þá verður maður að keyra á hreyfinguna, ekki bloggið. Því hundfúlt að hanga heima þegar fæturnir geta borið mann um víðan völl.
Enda finnst mér allt hafa koðnað á blogginu eftir hápunktinn þegar Jóhanna skildi á örskotsstundu hvernig Elenu Sjálfsesku Rúmeníuforsetafrú leið, þegar múgurinn snérist gegn þeim hjónum.
Jóhann slapp að vísu, en síðan hef ég ekki skilið hvað er að gerast þarna í Reykjavík???
Er Andstaðan virkilega svo óskipulögð að hún hafi hvorki haft vit eða burði til að nýta sér hina veiku stöðu Jóhönnu??? Allir fóru svo að röfla um eitthvað stjórnlagaþing eða bænastagl, eða eitthvað.
En enginn skipulagði reglubundinn tunnuslátt, og þrýsting á stjórnvöld.
Marínó og félagar voru skyldir eftir naktir á berangri, berskjaldaðir gegn fjölmiðlarógi mútufés ESB.
Veistu það Umrenningur góður, ég held að skapanornir séu hér að verki, að þjáning Íslands sé rétt að byrja. Að Seðlabankinn verði búinn að eyða AGS lánunum áður en við vitum af og að það gjósi undir einhverri virkjunarframkvæmdinni.
Það er ótrúlegt hvað það spilast illa fyrir þjóðinni, í hvert skipti sem hún er að jafna, þá erum við komnir 8 mörkum undir, alltaf út af sama varnarfeilnum.
Við mætum ekki í vörn.
Þessi atburðarrás er ekki þessa heims.
Það er ekki eins og fólk skilji ekki hvað 60% greiðsluhlutfall af tekjum ríkissjóðs er.
En hvað um það, ég auglýsti eftir vitringi sem gæti útskýrt ást íslensk félagshyggjufólks á dauðu fjármagni, ef hann gefur sig fram, þá getur hann útskýrt fyrir mér þessa atburðarrás líka.
Hef sagt það áður, ég ræð ekki yfir þeirri visku að skilja hana.
En það var gaman að heyra í þér Umrenningur.
Leiðinleg vika endaði vel í kvöld á þessu bloggi.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.