Þjóðstórn um hvað??

Svik í ICEsave.

Áframhaldandi kúgun AGS.

Svik við heimili landsins.

Gjaldþrota stóriðjustefnu Stalíns.

Eða hvað???

Kveðja að austan.


mbl.is Hafa fyrirvara á samráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ómar ég er nokkuð sammála þeim vegna þess að ef við skoðum stöðuna þá er Icesave enn við sama heygarðshornið og Ríkisstjórninni mikið í mun að við borgum það bara þó svo að okkur beri engin skylda til, heimili landsmanna eru farin mörg hver eða að fara, og enginn lausn þar enn í sjónmáli  þó svo að það urðu mikil mótmæli hér 4 okt. síðastliðin þar sem að almenningur krafðist þess að fá sína leiðréttingu....

Það var og hefur verið hægt að fella ýmislegt niður fyrir þá sem Ríkisstjórninni henntar svo hratt og fljótt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.11.2010 kl. 20:10

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þjóðstjórn um efnahagsmál - (atvinnumálin - skuldastöðu heimilanna o.fl.ofl. ) og allar aðgerðir sem þarf að grípa til NÚNA - esb ruglið má bíða - hér eru tillögur Sjálfstæðisflokksins - hvar eru tillögur VG og Sf?

Gefum heimilum von

Skattahækkanir dregnar til baka á næstu tveimur árum

Fréttatilkynning                                                                                                  1. nóvember 2010

  • Skattar lækkaðir á heimili – úrræði rýmkuð og einfölduð
  • Nýtum auðlindir – sköpum tuttugu og tvö þúsund störf innan þriggja ára
  • Betri ríkisrekstur – fátæktargildrum í bótakerfum útrýmt

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnir í dag tillögur sínar um aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin, verja velferð með ábyrgum ríkisfjármálum, efla atvinnulífið og fjölga störfum. Þingsályktunartillaga þessa efnis verður lögð fram um leið og þing kemur saman á fimmtudaginn.

Í tillögunni kemur fram að efnahagsbatinn sem spáð var á þessu ári láti standa á sér en það er afleiðing vanhugsaðra aðgerða í skattamálum og aðgerðaleysis í málefnum heimila og atvinnulífs.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur því fram tillögur sínar um aðgerðir í efnahagsmálum, sem eiga að bæta stöðu heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs, endurheimta tiltrú á íslenskt efnahagslíf og fjölga störfum.

Tillögurnar skiptast í þrennt og snúast í fyrsta lagi um að gefa heimilum von, í öðru lagi um endurheimtu starfa og eflingu atvinnulífs og í þriðja lagi um hagræðingu og aðhald í rekstri ríkisins, sem er mikilvæg forsenda áframhaldandi velferðar í landinu.

Skattar lækkaðir á heimili – úrræði rýmkuð og einfölduð

Sjálfstæðisflokkurinn vill að skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar á heimilin verði dregnar að fullu til baka á næstu tveimur árum.

Einnig vilja sjálfstæðismenn að greiðsluaðlögunarúrræðin verði einfölduð verulega og rýmkuð frá því sem nú er og að öllum sem þess óska standi til boða að lækka greiðslubyrði fasteignalána sinna um allt að 50% næstu þrjú árin gegn lengri lánstíma. Þá skuli þeir sem missa atvinnu eiga rétt á að frysta greiðslur vegna húsnæðisskulda í allt að sex mánuði. Þeim sem missa heimili sitt vegna mikillar skuldsetningar eða gjaldþrots verði gert kleift að endurleigja það gegn hóflegri greiðslu og njóta kaupréttar á húsnæðinu í allt að fimm ár.

Lagt er til að fyrningarfrestur eftir gjaldþrotaúrskurði verði styttur, afskrifaðar skuldir einstaklinga sem verða eignalausir myndi ekki skattstofn, stimpilgjöld verði afnumin og að tryggt verði með lagabreytingu að þeir, sem misst hafa eigur sínar vegna vanskila á ólögmætum gengistryggðum lánum, geti leitað réttar síns fyrir dómstólum. Skulu þeir njóta flýtimeðferðar. Auk þessa er lagt til að vaxtabóta- og húsaleigubótakerfin verði styrkt í þágu þeirra sem bágust kjörin hafa.

Tuttugu og tvö þúsund störf innan þriggja ára

Með bættum rekstrarskilyrðum munu lítil og meðalstór fyrirtæki ná sér fljótt á strik en þar verða flest störf til. Mynda þarf 22.000 ný störf á næstum tveimur til þremur árum.

Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur til að auðlindir verði nýttar skynsamlega, hvötum beitt til að örva hagkerfið, markvisst verði unnið gegn atvinnuleysi og óvissu eytt í umhverfi fyrirtækja.

Meðal þess sem lagt er til er að: 

  • Auka þorskafla um 35.000 tonn og hverfa frá fyrningarleið
  • Greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík og koma á orkufreku verkefni á Bakka
  • Hrinda í framkvæmd arðbærum verkefnum í samvinnu við lífeyrissjóði og aðra
  • Beita skattkerfinu til að verja störf og mynda ný

Lögð er áhersla á að afnema óhagkvæma skatta sem vinna gegn verðmætasköpun og auka skattaafslætti vegna rannsókna og þróunarstarfs. Veita ber nýjum fyrirtækjum undanþágu frá tryggingargjaldi í tvö ár frá stofnun og starfandi fyrirtækjum sem fjölga störfum 2011 og 2012 afslátt af gjaldinu.  Endurskoða þarf vörugjöld og verndartolla.

Einnig telur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að eyða verði óvissu um skattlagningu í atvinnurekstri næstu árin og vegna fjárfestingar í orkufyrirtækjum. Þá skuli gjaldeyrishöftum aflétt í kjölfar minnkandi þrýstings á gjaldmiðilinn innan hæfilegs tíma.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að ýtt verði undir sköpunarkraft atvinnulausra, og þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en sex mánuði fái aðstoð til að hefja eigin rekstur hafi þeir á því áhuga. Tryggingargjald verði lækkað samhliða minnkandi atvinnuleysi.

Betri ríkisrekstur – fátæktargildrum í bótakerfum útrýmt

Aðhald í ríkisrekstri er mikilvæg forsenda áframhaldandi velferðar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stefnir að hallalausum ríkissjóði árið 2013 en hefur að leiðarljósi að réttur landsmanna til grunnþjónustu í heimabyggð – heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntunar – sé tryggður óháð búsetu.

Aðgerðir til að bæta rekstur ríkisins en tryggja jafnframt velferð eru í tíu liðum.

Meðal annars er lagt til að á meðan yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ábyrgð á innstæðum í fjármálafyrirtækjum er í gildi verði tekið sérstakt 0,25% gjald af stofni allra innstæðna í bönkunum. Ítrekað er að farin verði sú leið að skattleggja inngreiðslur séreignarsparnaðar.

Lögð er áhersla á að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu en þess í stað byggt á færri og sterkari einingum.

Í heilbrigðiskerfinu skal svigrúm fyrir starfsemi einkaaðila aukið og í auknum mæli byggt á samkeppni um þá þjónustu sem veita þarf.

Fátæktargildrum í lífeyris- og bótakerfum skal útrýmt og hvatar til atvinnuþátttöku skerptir. Bótakerfið skal endurskoðað til að koma í veg fyrir hugsanlega van- eða oftryggingu bótaþega.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.11.2010 kl. 20:22

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Frá upphafi hef ég verið hlynntur anga þess stjórnarforms sem Bretar tóku upp í júní 1940 þegar þeir sáu fram á algjöran ósigur gegn Þjóðverjum.

Þá lagði fráfarandi forsætisráðherra, sem skynjaði að honum var um megn að sameina þjóðina að baki sér, til við konung að ákveðinn maður tæki við af sér, sá eini sem hann vissi að leiðtogar hinna þriggja flokka á þinginu gæti sætt sig við.

Og gæti sameinað þjóð sína um það sem þyrfti að gera til að vinna sigur á "erfiðleikunum".

Og stjórnin sameinaðist um að gera það sem þyrfti að gera á þann hátt að allir voru sáttir.

Þetta er það eina sem getur sameinað okkur í dag, að sameinast um það sem þarf að sameinast um.

I dag eru aðeins tveir flokkar með stefnu sem gæti gengið, Framsókn og Hreyfingin.  Því það verður engin sátt um neitt annað en almenna skuldaleiðréttingu.  Vegna þess að vandinn er svo djúpur, og aðeins rétt að byrja, að er réttlætis er ekki gætt, þá geta fjandvinir "þjóðstjórnarinnar" alltaf egnt til samblásturs gegn henni.

En þú munt aldrei sjá þá félaga Gylfa og Villa leiða hóp forstjóra og atvinnurekenda gegn þjóðarsátt um skuldaleiðréttingu, það er bara þannig.

Og þeir sem átta sig ekki á þessu hafa ekkert í þjóðstjórn að gera.

En ég hef engar áhyggjur af ICEsave, það er enginn svo heimskur að reyna að koma með samning heim, þetta er bara AGS hjal.  Ólafur myndi umsvifalaust vísa hverjum samningi til þjóðarinnar, og við hverja fellingu myndi vald hans aukast en Alþingis að minnka, ef þá að það yrði meira en ein felling.

En það er aldrei Ingibjörg hægt að mynda þjóðstjórn um óréttlæti.

Og á það var ég að benda, þessi hugmynd verður að standast raunveruleikann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 22:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur, þú gefur þig ekki.

En ég datt niður á glottið í síðustu færslu, sem er friðarfærsla.  Og friður skal það vera.

Vil aðeins enn og aftur benda þér á að Tryggvi Hrútur, eini hagfræðingur ykkar Sjálfstæðismanna, hann tætti svo í sig þessar tillögur hér að ofan hvað varðar heimsku þess að halda að hægt væri að endurreisa efnahagslífið án þess að endurreisa heimili og fyrirtæki, að betur verður ekki gert.

Ef hlutirnir æxlast þannig að einhver tekur mark á þessari vitleysu, að mýkja gjaldþrot og eignaupptöku fólks, sem líklegast yrði ef "þjóðstjórn",  Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar yrði mynduð, þá mun ég endurprenta þessa grein Tryggva.  Og gott ef ég á ekki sjónvarpsupptöku þar sem hann tætir bjánabelg í sig, bretavininn mikla Þórólf Matt.

En jákvæðni, ég efa ekki að ykkar menn vilji vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:27

5 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, nú ligg ég í lestrinum og vantar ábendingu um hvað þú hefur skrifað um æskilega útfærslu á almennri skuldaleiðréttingu. Kær kveðja, /B

Birnuson, 4.11.2010 kl. 01:11

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað er þetta Birnuson, þekkir þú ekki krúnudjásnið mitt, "Frysting verðtryggingarinnar er ekki val".  Þar er mín nálgun, sú sama og ég tók í ICEsave og almennt í bálkum mínum um "Byltingu byltinganna".

Mennskan og mannúð.

En ég skrifaði hann fyrst 11. júní 2009.  Og það var eiginlega lokapistill minn um þessi mál, eftir það fór ég í bein vígaferli, en frá ársbyrjun 2009 til júní 2009 þá fjallaði ég reglulega um þetta.

Ef þú vilt betri rök, þá er rökfræðingur minn hann Bensi á Vísisblogginu, frá mjög svipuðum tíma, segir allt sem segja þarf.

Nálgun Tryggva, í góðum greinum, sem ég nenni ekki að finna því ég fann hana ekki á þeim stað sem hún átti að vera í möppunni minni, en finnst auðvitað á Mbl.is, er að benda á að almenn skuldaleiðrétting hafi verið lykillinn af því að Bandaríkjamenn komu sér upp úr kreppunni miklu, The New Deal hefði ekki dugað ef hítinni hefði ekki verið aflétt af heimilum og fyrirtækjum.  Og það var gert með afnámi gullfótsins, sem var verðtrygging þess tíma, og verðbólgan sá um restina.

Hafðu það bara bak við eyrað að þjóðarframleiðsla samanstendur af 3 meginþáttum, einkaneyslu, samneyslu og fjárfestingu.  Skuldahít dregur úr einka og fjár, en samneysla minnkar óbeint vegna rýrnunar hinna tveggja.

Jafna sem allir hagfræðingar læra á blaðsíðu 2 í almennri þjóðhagfræði, og allir vita þetta.  Alveg eins og hvað of mikil skuldsetning hefur í för með sér (en allir þögðu yfir skuldsetningu þjóðarbúsins).

En hagsmunir, hagsmunir þeirra sem eiga eru það sterkir að menn fórna heildinni fyrir ávinning eignamanna, hagfræðingar styggja ekki höndina sem fæðir þá.

Eitt enn, almenn skuldaleiðrétting er þekkt frá gömlu Mesópótamíu, Persaveldi, Grikkjum, Rómverjum, og allt til dagsins í dag.

Ég fann ekki upp hjólið Birnuson, en ég er einn af fáum sem nenni að blogga um "af hverju" við eigum að framkvæma hana.

Þetta er spurning um sjálfa siðmenninguna.

Og fall hennar snertir okkur öll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband